Tíminn - 13.11.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.11.1983, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 5 hraunið sem menn töldu að mundi bjarga eyjunni eyðist mest. Gjallhaugur- inn virðist hins vegar vera að harðna og er þegar að verða að móbergi, sam- kvæmt því sem jarðfræðingar segja okkur. Hvort allt hraunið eyðist, látum við ósagt. Ef til vill myndast eitthvert brimþrep þarna, sem aldan brotnar á, áður en til þess kemur. En vafalaust verður þetta á endanum líkt því sem sést við aðrar eyjar í Vestmannaeyjaklasan- um. En það á langt í land að við fáum þarna stöðugt jurta og dýralíf." - Þarna er greinilega um cinstakt rannsúknatækifæri að ræða, Aðal- steinn. „Já, við undirstrikum það að þarna er alveg einstakt tækifæri til að fylgjast með svona nokkru og við megum ekki láta deigan síga, meðan nokkur dugur er í okkur, enda gerum við það heldur ekki, þremenningarnir. Sá fjórði er nú raunar Sigurður Jónsson, sem nú er í París. En með þessu verður að fylgjast áfram, því breytingarnar eiga eftir að halda áfram að verða nokkuð langt fram eftir. Um dýralífið er svipað að segja og Karl sagði um gróðurinn hérna áðan, nema hvað það er ef til vill enn þá verra. í fjörunni hefur ekki sest að annað dýralíf en hrúðurkarlar og stöku sinnum kræklingur og þetta hverfur allt að vetrinum og finnst ekki að vori. Fjöru- karlinn er fjölær tegund og er stundum orðinn allt að sentimeter í þvermál að haustinu, en svo hverfur hann alveg í sjávarganginum á vetrum. Satt að segja er sjaldgæft að maður þekki þarna einhvern blett að vori, sem maður hugð- ist nota sem kennileiti haustið áður.“ - Þú hefur stundað köfun við eyna ásamt Karli, Erlingur? „Já, ég kom inn í þetta sem kafari, ásamt Karli með Sigurði Jónssyni og þegar við hófum okkar athuganir var byrjunin sú að finna leið til þess að mæla magn tegunda þarna. Við þurftum nefni- lega ekki aðeins að finna tegundir og fylgjast með hvernig þær koma og fara, heldur líka hvernig samfélagið þróast. Ég hafði nokkuð sinnt neðansjávar- Ijósmyndun í mínu námi í Noregi. Aðferðin sem við reyndum var sú að taka ljósmyndirog meta magn einstakra tegunda eftir myndunum. Fyrst fórum við Karl í slíkan leiðangur 1980, en áður hafði Aðalsteinn látið kafara taka þarna myndir. Einnig var reynt að taka magnprufur, en slíkt er mjög erfitt og tímafrekt, því það er enginn leikur að handsama dýrin þarna niðri. Við reyndum að betrumbæta að- ferðir til þess að taka slíkar prufur af ákveðnum fleti neðansjávar og útbjugg- um sérstaka ryksugu til þess að hand- sama dýrin og plönturnar. En þar er þó skemmst frá að segja að þrátt fyrir rysuguna og annan þann búnað sem okkur datt í hug að beita, þá gafst þetta ekki vel. Eitt aðalatriðið var það hve takmarkaðan tíma kafarar hafa neðan- sjávar og eins var sá tími takmarkaður, sem við höfðum rannsóknaskipin til umráða. Ljósmyndunin var því sá kostur sem kom okkur að mestu gagni, þar sem hún krefst þess ekki að þú takir það uþp á yfirborðið sem verið er að skoða." - Hvaða dýr eru það sem helst finnast þarna niðri? „Þarna er mikið af kræklingi og svo krossfiski, sem á honum lifir. Þá er mikið um hveldýr ýmiss konar og ýmiss konar mosadýr. Við höfum kafað þarna niður á 30 metra dýpi eða svo, eða eins djúpt og áhugakafarar komast yfirleitt. Þarna er sæmileg birta á þessu dýpi og svo er auðvitað flass á myndavélunum. Á tímabili létum við taka kvikmyndir þarna niðri og þá voru útbúnir sérstakir ljóskastarar til þess að vinna við. Þá var það takmarkað hve kafarinn gat farið langt frá bátnum með kvikmyndavélina, því það varð að vera rafleiðsla upp.“ - Hvað verður um framtíð þessara rannsókna? „Nú, eftir að við hættum að fá fé frá erlendum aðilum, þá höfum við lifað á fé frá Vísindasjóði og Fiskimálasjóði, en Hafrannsóknarstofnunin hefur lánað okk-. ur skip, sem er það dýrasta af öllu saman. Hvað framtíðina varðar, þá er ekki um annað að gera en vona hið besta, en nú er áætlun í gangi um rannsóknir þarna næstu 10 til 12 árin, sem einnig mun taka yfir jarðfræðilegar og líffræði- legar rannsóknir á landi. Gælum við nú við þá hugmynd að inni í þá áætlun muni fást eitthvað fé erlendis frá einnig. Til dæmis má nefna það um botndýrarann- sóknirnar að það er ákaflega tímafrekt að greina dýrin og við höfum blátt áfram ekki haft peninga til þess." - Minnist þú einhverra úvæntra at- vika frá vinnu þinni að rannsúknum í Surtsey, Aðalsteinn? „Það er af ýmsu að taka. Mér dettur til dæmis í hug hve hissa ég varð þegar ég fékk þarna strax í fyrstu ferðinni nakinn snigil, sem talið var að lifði eingöngu í vissum þangtegundum. Ég greindi þessa tegund og fór með hana til sérfræðings sem staðfesti mitt álit. „Nú, þá er komið þang við Surtsey,“ sagði hann. Ég kvað svo nú ekki vera, en ég held að hann hafi ekki trúað mér. Þang hefur enn ekki fundist við eyna. En þessir sniglar virðast lifa þarna góðu lífi og þetta sannar aðeins að dýrin laga sig að staðháttum. Þetta er skemmtilegt dæmi sem varla fengist nema við sérstæð- ar aðstæður eins og í Surtsey. Þá má geta þess að í þessum rannsókn- um hafa fundist margar tegundir í Vestmannaeyjaklasanum sem eru nýjar fyrir ísland og eru komnar að Surtsey. Nefna má þanglúsartegund, sem talin var mjög sjaldgæf hér við land, en er nú orðin í slíku magni við Vestmannaeyjar að stingi maður hendi niður í þangið þar kemur héndin upp loðin af þessu.“ - Er svipuð reynsla með þörungana, Karl? „Já, þarna hafa fundist þörungateg- undir, sem ekki finnast annars staðar við ísland. Við höfum gcrt að því skóna að það stafi af því að þarna er opið svæði, þar sem ekki cr um neina samkeppni að ræða við aðrar tegundir. Því er það að tegundir sem ekki hafa fundist hér fyrr eða tegundir sem verið hafa í litlu magni og ekki náð sér upp á grónum svæðum, þær fá tækifæri til þess að ná sér á strik við Surtsey. Það má líka segja að Surtsey sé nú mjög vel rannsakað svæði miðað við aðra staði hér við land, líffræðilega." „Þetta sýnir Itka hve lítiö hefur verið gert af því hér að rannsaka dýralíf á hörðum botni,“ segir Aðalsteinn. „Það hefur mest stafað áf því að á grjótinu nær maður ekki upp sýnum með þeim tækj- um sem mest hafa verið notuð áður, eins og með botngreip og skröpu. Enda er það svo að ef við lítum í „Zoology of Iceland," þá kemur í Ijós að þau dýr sem þar eru nefnd eru flest fundin í grennd við Reykjavík eða Grindavík og það er af því að Bjarni Sæmundsson var Grind- víkingur! Þetta sýnir hvc margt við eigum ógert. Jónsson fann þar í ágúst 1964, meðan gos var enn í fullum gangi. Sigurður hefur fylgst með þörungagróðri eyjar- innar frá upphafi, en ég byrjaði með honum 1971. En um þörungana í fjörunni er það að segja að við þá er það athyglisverðast að þegar árið 1967 voru komnar þarna allar þær tegundir og sá gróður sem þarna er í dag. Þetta stafar af því að þetta eru fljótvaxnar tegundir, einærar, sem hverfa á haustin en spretta aftur upp af grói næsta ár. Fjölær gróður þrífst þarna ekki, þar sem stöðugt brotnar úr eyj- unni. Það geta brotnað tugir metra af ströndinni á hverju ári og allt upp í hundrað metrar, slíkt er brimið þarna og sjógangurinn. Gró sumra tegundanna í fjörunni berast frá Vestmannaeyjum á hverju vori, en aðrar, eins og til dæmis purpura- himna hafa smásæjan ættlið, sem lifir af veturinn í skeljum á djúpinu. Af þessum skelbúa losna svo gró, sem skilar upp í fjöruna á vorin. Með þörungunum í djúpinu hefur verið fylgst frá því árið 1967, þegar farið var að kafa þarna við eyjuna. Þar hafa gerst stórar breytingar. Fyrst fundum við fljótvaxnar tegundir, sem uxu yfir allt þarna í kring, eins og til dæmis marinkjarni. En eftir því sem á leið komu til sögunnar fjölærar tegundir sem hröktu þá fyrri burt og nú er það stórþari, hægvaxta og langlíf þarateg- und, sem er ráðandu Marinkjarninn finnst núna ekki nema í belti á litlu dýpi. En annars hefur gróður yfirleitt átt erfitt uppdráttar við eyjuna, því mikið hefur molnað úr henni, eins og ég sagði og við það berst mikið af grjóti niður hlíðarnar. Eins skrapar gosöskusandur steinana við hreyfingar sjávarins og skefur gróður burtu. Þetta tefur þróun lífríkisins þarna. í því sambandi má nefna, að 1980 var vöxtur dýra og plantna þarna kominn á verulegt skrið og við vonuðum að þetta væri farið að ílendast. En sl. sumar,-við höfum farið þessar cannsóknaferðir á 3ja ára fresti, - reyndist bæði gróður og dýralíf hafa minnkað mikið á þeim stöðum þar sem við höfðum fundið þetta líf áður. Þess ber þó að geta að við náðum þarna ekki nema einu sniði að þessu sinni vegna óhagstæðs veðurs og vonum að okkur verði unnt að fara nýja ferð næsta sumar.“ - Hvaða áhrif mun þetta landbrot hafa, þegar frá líður? „Já, eyjan brotnar mjög mikið og f{. ■ Kafarar við Surtsey 1980. Frá vinstri: Óli Rafn Sumarliðason, Johannes Briem, Konráð Þórisson, Karl Gunnarsson, Erlingur Hauksson og Jón Olafsson. ■ Ryksugan sem visinda- mennirnir reyndu að nota við söfnun botndýra við Surtsey. Notkun hennar reyndist ekki auðveld og betri árangur hef- ur náðst með Ijósmyndun neðansjavar. (Ljósm. Johannes Briem).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.