Tíminn - 13.11.1983, Blaðsíða 18

Tíminn - 13.11.1983, Blaðsíða 18
Merkur konungur þess- arar þjóðar var Agesilas Fyrsta vísbending gefur 5 stig, önnur 4 stig, þriðja 3 f jórða 2 og f immta 1 stig Fyrsta víshending Önnur vísbending Þriðja vísbending Fjórða vfsbending Fimmta vísbending 1. Eyjar þessar hafa stundum einnig verið nefndar Vestur-eyjar. Þær eru meira en 500 talsins, en minna en fimmti hluti þessa f jölda er byggður. Þaðan er upprunnið hið svonefnda Harris- tweed. Þar er fiskveiðabærinn Stornoway. Þar eru lika eyjarnar Skye, Eigg og Mull. 2. Sýslumaður þessi var rekinn utan, til þess að Ijúka laganámi sínu, svo hann fengi að kvænast unnustu sinni. Hann gerðist hermaður og barðist með Dönum í Slésvík 1848. Hann orti „Hlíðin mín friða... etc.“ Til hans átti dr. Gunnar Thoroddsen ættir að rekja. Hann er höf undur skáld- sögunnar „Maður og kona.“ 3. Merkur konungur þess- arar þjóðar var Agesi- las. Karlarnir bjuggu þar í herbúðum og heim- sóttu konur sínar ekki nema um nætur. Á her þeirra vann Þeb- verjinn Epamínondas frægan sigur árið 371 f. Kr. Þjóðin taldist löngum hin öflugasta í grískum borgríkjum. Fræg varð vörn þeirra i Laugaskarði. 4. Þessi afburða leikari fæddist í London þann 16. apríl 1889. Hann lærði dans og söng um leið og hann fór að geta gengið og mælt... Fátækt sinni á æskuár- unum þykir hann lýsa vel í kvikmyndinni „The Kid.“ Enginn hefur þótt lýsa högum „litla mannsins" betur en hann. Hver kannast ekki við „Borgarljos" hans? 5. Þetta félag var stofnað 28. jánúar 1907 við Þjórsárbrú. Fyrsta húsið undir starf- semi sína reisti það i Reykjavik i nóvember sama ár. Nú eru hús þess 7 utan Reykjavíkur. Ágúst Helgason í Birt- ingaholti var fyrsti formaður þess og sat í 41 ár. Á vegum þess er rekið reykhús, kjötvinnslu- stöð, sútunarverk- smiðja og verslanir. 6. Fræðaþulur þessi gerð- ist sýslumaður Snæfell- inga 1792. Þar átti hann i iildeilum við Ásgrím illa, Hellna- prcst. Hann hitti Jörund hunda- dagakonung á Mæli- fellsdal. Hann kenndi sig við bæ- inn Espihól í Eyjafirði. Frægastur er hann fyrir annála sína. 7. Þetta áhald fann fyrstur upp Torricelli 1643. Forsendurnar sem hann færði fyrir upp- finningu sinni reitti fylg- ismenn fræða Aristole- lesar mjög til reiði. Pascal varð loks til þess að færa óyggjandi sönnur á réttmæti kenninga Torricellis. Oftast byggist notkun þess nú tii dags á loft- tæmdri málmdós og stálfjöður. Illa þykjast þeir á Veðurstofunni mega vera án þessa áhalds. 8. Um skeið auglýsti þessi heimsfrægi maður gæru- úlpur i islenskum blöðum. Þó var hann fæddur á býflugnabúgarði á Nýja Sjálandi. Hann var löngum nefnd- ur í sömu andránni og Sherpinn Tensing. Mesti dagur lifs hans var 29. maí 1953. Þá stóð hann fyrstur manna á tindi Mount Everest. 9. „Krjúpið í lotning, hneigið öldung harum." Svo hófst frægt erfiljóð Guðmundar skóla- skálds um hann. Hann varð ráðherra, en sú tign varð honum til litillar gæfu. Þyngst í skauti reynd- ust honum afskipti af bankamálum. Hann fyllti flokk Sjálf- stæðismanna. Lengi ritstýrði hann „Isafold." ■ © Þetta tígulega hljóðfæri þekkist með ýmist franskri eða þýskri byggingu. Sú fyrrnefnda er eldri, sjáldgæfari og erfiðari að leika á. Oftast mun það smíðað úr rósaviði. Snjall meistari þess hérlendis er Sigurður Markússon. Vanalega eru tvö í hverri sinfóníuhljóm- sveit. Hljóðfærið leikur „stef“ afa gamla í „Pétri og ulfinuin." Svör við spurningaleik á bls. 20

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.