Tíminn - 13.11.1983, Blaðsíða 25
SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
eftir
Áfk'
■mm
: % .Jlœm.' n ■* m
Benjamín Eiríksson. Háskólanám í Berlínog Moskvu 1932-38. Fil.kand.
í hagfræði og slavneskum málum og bókmenntum við háskólann í Stokk-
hólmi 1938; Meistaragráða í hagfræði og stjórnmálafræði við ríkisháskól-
ann í Minnesota 1944. Doktorsgráða í hagfræði frá Harvard 1946. Starfs-
maður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Washington DC 1946-51. Ráðunautur
ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum 1951 -53. Bankastjóri Framkvæmda-
bankans 1953-1965.
Dr. Benjamín Eiríksson
ÉG ER eftir dr. Benjamín Eiríksson, er mikil bók að vöxtum, á fimmta hundrað blaðsíður.
Dr. Benjamín stundaöi öll algeng störf, eyrarvinnu og sjómennsku framan af ævi meðfram
glæstum námsferli við sex erlenda háskóla, og þessi viðfeðmu kynni af lífi eigin þjóðar og stór-
þjóða móta öll efnistök hagfræðingsins; hann horfir á þjóð sína undan mörgum sjónarhornum, og
er þó allra manna íslenskastur. Meðal efnis bókarinnar eru hin stórsnjöllu skrif hans um þjóðmálin
síðustu þrjú ár. Doktornum er gefin sú gáfa að reiða fram flókin málefni á svo Ijósu og kjarnyrtu
alþýðumáli, og raunar meinfyndnu, að auðskiljanleg verða hverju mannsbarni. Meira en helming-
ur bókarefnisins er áður óbirt, með fjölbreyttu ívafi endurminninga frá ýmsum skeiðum ævinnar,
en dr. Benjamín dvaldi við háskóla í Berlín og Moskvu á umbrotatímum nasisma og kommún-
isma. Á þeirri dvöl reisir hann kynngimagnaða úttekt sína á nasismanum (Hefndin og endurkom-
an) og kommúnismanum (Dýrið), og skipar í guðfræðilegt samhengi, en yfirburðaþekking dr.
Benjamíns á guðfræ.ði, ein sér, er allrar athygli verð. Nokkrar kaflafyrirsagnir gefa hugmynd um
fjölbreytni efnisins: Það er fleira súrt en súrál, Af sjónarhóli manns, Af sjónarhóli Guðs, Réttlæti,
Menntaður skríll, Ljóðaóhljóð, Gullkranarnir, Hásæti Satans, Mál og málnotkun. Meðal óbirts
efnis eru eldfim skrif gegn guðfræði þriggja höfuðklerka, Sigurbjörns Einarssonar, Jakobs Jóns-
sonar og Þóris Kr. Þóröarsonar; og hann tekur Halldór Laxness rækilega i karphúsið, og það ekki
með einni atlögu, heldur mörgum. Þungur áfellisdómur dr. Benjamíns yfir sósíalismanum,
sírennsli lyginnar í Þjóðviljanum, dauðri hönd embættismannarekstrarins á fyrirtækjum, óstjórn
efnahagsmála þjóðarinnar, og því stórfljóti lyginnar, sem hann kveður Einar Olgeirsson og félaga
hafa veitt yfir þjóðina í hálfa öld, er sá rammislagur sem seint mun líða lesandanum úr eyrum.
Ríkulegt myndefni úr einkalífi og náms- og starfsferli doktorsins eykur mjög á ævisögulegt gildi
bókarinnar. Ef einhver rödd getur kallast rödd hrópandans í eyðimörkinni í íslensku samfélagi um
þessar mundir, þá er það rödd dr. Benjamíns Eiríkssonar.
Jóhannes Helgi
Ármúli 36, sími 83195
4