Tíminn - 13.11.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.11.1983, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 ,, Bj ór kj allar aupp- reisnin" 9. nóvember 1923 ■ Brúnstakkar í „Búrgerbraukeller“ minnast uppreisnarinnar 1923 nokkrum árum seinna. Einn þeirra bendir upp i loftið á farið eftir kúluna sem Hitler hafði skotið hinn örlagaríka dag, til þess að þagga niður í áheyrendum. ■ Nasistar gerðu 9. nóvember að nokkurs konar þjóðhátíðardegi. Liður f þeim hátíðarhöldum var endurtekning göngunnar til Feldherrnhalle. ■ „Bjorkjallarauppreisnin" markaði tímamót í baráttu Hitlers fyrir völdum í Þýskalandi. Þegar hann kom úr fangelsinu árið eftir hafði hann breytt áformum sinum, - nú skyldi keppt eftir völdunum með öðrum aðferðum. Þessi mynd er tekin af honum utan fangelsisdyranna 1924. að varna hópnum inngöngu, en þeir voru brátt yfirbugaðir og byggingin tekin á skammri stundu. Röhm setti menn sína á vörð við alla mikilvægustu staði í húsinu, lét setja upp gaddavírsnet í kring um alla bygginguna og stilla vél- byssum út í gluggakistur. Samt gerði hann alvarlega skyssu: Hann gleymdi að láta vörð við símaborðið og þar sat foringi úr starfsliði von Lossow á verði, sem alls ekki var byltingarsinnaður. Þetta varð byltingunni dýrt. I „Búrgerbraukeller" óð Hess um og lét handtaka alla nærstadda embættis- menn, sem hann vissi Hitler andsnúna, samkvæmt áður gerðum lista og voru þeir nú gíslgr uppreisnarmanna. Hitler var utan við sig af ánægju hve allt virtist ganga vel. I lonum bárust boð um að byltingarmennirnir ættu í úti- stöðum við vélfræðinga hersins, sem höföu hcrbúðir ckki alls fjarri og ákvað í skyndingu að fara og stilla til friðar. Á meðan setti hann Ludendorff yfir gang mála í bjórkjallaranum, cn það reyndist illa ráðið. Mcðan Hitler var burtu kvaðst von Kahr þurfa að fara og gera nauðsyn- legar ráðstafanir í eigin herbúðum og veitti Ludendorff honum það fúslega. í kjölfar hans fylgdu þeir Lossow og Seisser, svo þegar Hitler kom frá búöum vélfræðinganna að nýju, án þess að hafa komið nokkrum sáttum til leiðar, voru fuglarnir flognir. Hann átaldi Ludcn- dorff fyrir þessa óvarkárni, en gamli maðurinn var hinn rólegasti og taldi að engin hætta væri á fcrðum: Þessir menn voru gamalreyndir hermcnn og „orðum þýskra foringja má treysta." Syrtir í álinn lleldur glaðnaði yfir Hitler þegar svcit þúsund manna, sem allir voru foringja- efni úr Fótgönguliðsskólanum kom á vettvang. Þeir höfðu hlýtt orðum gamals Fríliðasveitarforingja, sett yfirmann skólans í stofufangelsi og haldið út til þess að styðja byltinguna. Kadettarnir héldu nú til aðalstöðva von Kahr og hugðust hertaka þær, en aðrir foringjar byltingarinnar fóru til höfuðstöðva Lossows, þar sem Röhm beið þeirra. Ludendorff gamli fékk sér sæti í hæg- indastól og heimtaði að náð yrði síma- sambandi við þá Lossow, Kahr eða Seisser, en það tókst ekki. Suma tók að gruna að ekki væri allt með felldu. Lossow hafði sagst ætla að koma til skrifstofu sinnar. Hvar var hann? Og hvar voru þeir Kahr og Seisser? Raunin var sú að Lossow hafði komið sér fyrir í stöðvum 19. fótgönguliðsins í Bayern og var þar óhultur. Hann hringdi nú til stjórnstöðvar sinnar, þar sem foringi hans var enn á verði við símann, sem áður getur. Hann skipaði að kallað yrði á herdeildir frá Augsburg, Ingol- stadt, Regensburg, Landshut og fleiri bæjum í grennd til þess að kæfa niður uppreisnina. Raunar hafði sjálfur yfir- maður stöðva Lossows, Schwander að nafni, komist inn í bygginguna og nú hringdi hann sjálfur út þessar fyrir- skipanir, með aðstoð símavarðarins. Meðan byltingin var skipulögð í einu herbergi húsins voru henni brugguð launráðin í því næsta. Sveit foringjaefnanna hafði ekki er- indi sem erfiði með för sinni til aðal- stöðva von Kahr. Þar var fyrir lögregl- usveit sem varnaði þeim inngöngu og eftir talsvert málstapp fór svo að foringjaefnin heyktust á að skjóta á einkennisbúna menn og drógu sig til baka. Inni í byggingunni var von Kahr raunar staddur og að þessu skamma umsátri loknu flýtti hann sér til von Lossows í búðir 19. fótgönguliðsins. Þeir „þremenningarnir" sendu nú út tilkynningu ti' allra útvarpsstöðva um að þau loforð sem þeir hefðu gefið frammi fyrir byssuhlaupinu væru ómerk og að uppreisn Hitlers ntundi bæld niður. Þá létu þeir prenta auglýsingu sama efnis um nóttina og hengja upp á götum. Það var klukkan 5 um nóttina sem þessi tíðindi bárust til Hitlers og kump- ána hans í stjórnstöð hcrsins, - Lossow ætlaði að brjóta uppreisnina niður með vopnavaldi... Ludendorff var frá sér numinn af bræði og kvaðst aldrei treysta þýskum foririgja meir. Hitler var ef til vill skelkaður, en hann lét ekki á því bcra. Hann lýsti vilja sínum til þess að berjast uns yfir lyki. Þeir Hitler og Ludendorff héldu nú að nýju til bjórkjallarans, en skildu Röhm eftir til þess að gæta stjórnstöðvarinnar. „Ef þetta tekst þrátt fyrir allt,“ sagði Hitlcr, „þá er það ágætt. Ef ekki, þá er ekki um annað að ræða en að hengja sig.“ Köld slydda féll á strætin á leið þcirra. Þeir höfðu vissu fyrir að eitthvað hafði farið úrskeiðis, en vissu ekki nánari deili á atburðum. Ráðagerðir Morguninn var ískaldur og nú sátu þessir samsærismenn samsafnaðir í „Búrgerbraukeller,“ órakaðir og óþvcgnir og höfðu ekki annað til matar en kaffi, ost og brauðbita. Æsingurinn og hrifningin frá kvöldinu var á bak og burt. Leiðtogarnir sátu í hcrbcrgi uppi á lofti. Ludendorff gamli starði fram fyrir sig eins og myndastytta og dreypti á ■ rauðvíni. Hann ítrekaði þann ásetning sinn að trcysta aldrei framar nokkrum þýskum herforingja og sat svo og starði þunghúinn fram fyrir sig. Viöbótarliðsafli uppreisnarmanna sem kvaddur haföi verið til tók nú að streyma að kjallaranum. Þessir menn vissu ekki um hve margt hafði farið úr böndunumogvoru þeir hinir vígreifustu, þótt kuldinn og nepjan biti þá. Stærsti hópurinn kom undir forystu Gregor Strasser frá Landshut. Hann rak augun í það hve allt var kyrrt á strætunum og renndi þegar grun í að ekki væri allt með felldu. Hitler hafði sent nokkra af mönnum sínum til þess að taka lögreglu- stöðina, en þar höfðu þeir verið af- greiddir með skjótum hætti, því þeir voru teknir fastir. Nýr flokkur, sem ætlað var að frelsa bandingjana, heyktist á að ráðast að lögreglustöðinni með vélbyssum og sneri við lítinn orðstír til „Búrgerbraukeller" að nýju. Menn Hitl- ers héldu að vísu enn öllum helstu brúm í borginni og var mikilvægust brúin yfir ána Isar, sem leiðin frá bjórkjallaranum til miðborgarinnar lá um. En útlitið var ekki glæsilegt. Lögreglan var nú óðum að átta sig á ástandinu og alltaf fjölgaði flokkum úr „grænu lögreglunni" á götun- um. Loks komu boð um að deild úr ríkishernum hefði sest um herstjórnar- miðstöðina, þar sem Röhm hélt enn velli. Upplausnin var alls ráðandi um hríð. Sumir vildu að foringjar uppreisnarinnar hröðuðu sér suður til austurrísku landa- mæranna og reyndu að taka upp þráðinn meðal harðsnúinna fylgismanna þar. En aðrir réðu frá slíkri lausn, þeirra á meðal Hitler. Hann var ákveðinn í að kasta teningunum hér og nú. Loks skaut upp þcirri hugmýnd að fylkja liði og halda til herstjórnstöðvar- innar og frelsa Röhm. Ludendorff kvaðst síðar sjálfur hafa lagt þetta til, því hann þóttist þess fullviss að herinn mundi ekki voga sér að skjóta á sig, vegna fræðgar sinnar og orðstírs í heimsstyrjöldinni. „Fyrr ríður himinn- inn ofan, en bæverski ríkisherinn skjóti á mig,“ sagði hann. „Við hugðumst halda inn í miðborg- ina,“ sagði Hitler síðar," og sjá hvernig almenningur mundi bregðast við og þá þeir Kahr, Lossow og Seisser. Varla mundu þessir herrar vera svo vitlausir að þeir færu að skjóta á uppreisn alls almennings. Þess vegna var þetta ákveð- ið.„ Til Feldherrnhalle Gamall liðsmaður Hitlers, Kriebel nokkur höfuðsmaður, hóf þegar að raða mönnum upp í götuna utan við húsið. Það gekk fljótt fyrir sig. Engin lúðrasveit var til staðar, því þegar hljóðfæra- leikarnir höfðu komið á vettvang um morguninn höfðu þeir hvorki fengið mat né neinar greiðslsur, svo þeir létu sér nægja að spila einn mars og höfðu sig síðan á braut. Fremstir í göngunni voru gamlir slags- málahundar úr S.A. og menn sem báru hakakrossfána og „svarta-hvíta-rauða" fánann. Næstir fóru þeir Hitler, með Scheubner-Richter hægra megin við sig og Ludendorff vinstra megin. Enn voru þarna Kriebel höfuðsmaður og Herm- ann Göring, klæddur svörtum leðurf- rakka, sem hann lét flaka frá sér. svo sjá mætti heiðursmerki hans. Á höfði bar hann stálhjálm, sem hakakross var mál- aður á. Hann var ekki í sem bestu skapi, því hann hafði lagt til að gíslarnir yrðu hafðir með í fylkingarbrjósti. En Hitler kvaðst ekki kæra sig um neina píslar- votta. Á eftir leiðtogunum fór hundrað manna lífvörður Hitlers, vopnaður byss- um og handsprengjum, hægri sinnuðu samtökin Bund Oberland, sem skartaði alparós semmerki og loks S.A. í Múnchen. Enn fyllti þennan flokk tæt- ingslegur hópur manna, ýmist klæddur gömlum herbúningum, verkamanna- fötum eða borgaralegum klæðum. Þarna voru líka foringjaefnin úr Fótgönguliðs- skólanum, stúdentar, verslunareigend- ur, miðaldra businessmenn og fleiri. Eina sameiginlega einkennið var borð- inn með hakakrossinum um vinstri hand- legginn. Margir báru riffla og höfðu sumir fest á þá byssustingi. Scheubner-Richter vék sér að Rosen- berg, sem þarna var nærstaddur og gerði þá spá að þetta yrði í hinsta sinn sem þeir gengju saman. Hann reyndist sannspár. Skotbardaginn Komið var hádegi þegar þessi fylking, sem taldi um 2000 manns, hélt af stað. Eftir kortér var komið að Ludwigs- brúnni, þar sem lögreglumenn voru á verði. Lögregluforinginn skipaði mönnum að nema staðar, en áður en varði var blásið í lúður, byssustingjum brugðið að lögreglumönnum og þeir afvopnaðir. Fólk tók að þyrpast að og senn fjölgaði í hópnum, þegar vegfar- endur slógust í hópinn. Enn var gengið í kortér, uns komið var inn á Marienplatz. Fáni nasista blakti enn á ráðhúsinu og þrátt fyrir kuldann sungu menn þjóðernislega söngva við raust. Hér varð nokkurt hik á göngumönnum, þar sem sumir héldu að snúa skyldi aftur til bjórkjallarans, en aðrir að halda skyldi Röhm til bjargar. Kriebel höfuðsmaður, sem skipulagt hafði gönguna í byrjun, varð undrandi þegar Ludendorff gamli hélt til hægri inn í Winstrasse í átt að Odeontorgi, en hann sagði við sjálfari sig: „Ef Ludend- orff ætlar þessa leið, þá fylgjum við honum. „En hann vissi ekki að með þessu var stefnt beint í flasið á sveitum lögreglunnar. Gönguna bar nú óðum að einum þekktasta stað í Múnchen, Feld- herrnhalle. Hér lokaði þétt fylking lög- reglumanna leið göngunnar. En upp- reisnarmenn létu ekkert á sig fá og sungu „O, Deutshland hoch in Ehren.“ Ekki var rúm á götunni fyrir nema átta menn hlið við hlið. Hitler tók undir arminn á Scheubner-Richter, viðbúinn átökum, en Ludendorff snerti engan, viss um eigið öryggi. Lögregluforinginn Michael Freiherr von Godin bauð mönnum sínum að ganga fram, en uppreisnarmenn brugðu upp byssum og bysstustingjum sínum. Godin bægði tveimur mönnurn frá með höggi með riffli sínum. Skyndilega kvað við skot, sem flaug fram hjá eyranu á Godin og drap einn af mönnum hans. Síðar sagði Godin: „Eitt andartak stóð flokkur minn sem stein- runninn. Þá gaf ég skipun um að hefja skothríð.11 Uppreisnarmenn skutu á móti, en skelfing greip um sig meðal göngu- mannanna og menn fleygðu sér niður og reyndu að skríða í skjól. Fyrstur féll Scheubner-Richter, sem fékk skot í lunga. Annar varð Graf, sem flaug á Hitler, til þess að forða honum frá skotunum. Um leið og hann féll, reif lífvöðurinn svo hastarlega í Hitler að vinstri handleggurinn fór úr liði. Scheubner-Richter veitti dauðsærður aðstoð við að draga foringja sinn upp á gangstéttina. Hér féll og þjónn Luden- dorffs, sem ekki hafði viljað yfirgefa húsbóndann á þessari örlagastundu. Aðeins Ludendorff sjálfur gekk rólegur áfram á móti skothríð lögreglunnar með vinstri höndina í frakkavasanum. Hann var þegar handtekinn. Átján menn lágu í valnum, - fjórtán fylgismenn Hitlers og fjórir lögreglu- menn. Endir og upphaf Byltingartilraun Hitlers var farin út um þúfur. Örvinglan nær var hann fluttur til sumarbústaðar Hafnstaengl þar sem lögreglan hafði uppi á honum nokkru síðar. Göring flýði í útlegð. Hann hlaut skot í lærið og var bjargað inn til Gyðingafjölskyldu í nálægu húsi, sem veitti honum hjúkrun og faldi hann fyrir lögreglunni. Það má þykja mikil kaldhæðni örlaganna. Ludendorff gerði sig hinn breiðasta á lögreglustöðinni eins og hans var von og vísa og slapp án teljandi eftirmála. Byltingartilraunin í Múnchen varð þó ekki endir heldur fyrsti kapítulinn á sögu ferils Hitlers til valda. Hann hlaut vægan dóm fyrir tiltækið og skamma fangavist og er henni lauk sneri hann aftur út í baráttuna reynslunni ríkari. Nú skyldi nýjum aðferðum beitt. (AM tók saman)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.