Tíminn - 13.11.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.11.1983, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 ■ Á síðustu dögum septembermánaðar 1923 fékk Hitler bréf frá einum fylgismanna sinna, þar sem honum var bent á að í árbók spákonunnar Elsabeth Ebertin mundi „athafnamaður, fæddur 20. apríl 1889 lenda í mikilli hættu bráðlega vegna ógætilegra athafna sinna og verða valdur að alvarlegri kreppu.“ Enn sagði í stjörnuspádómi þessum að þennan mann bæri að taka „afar alvarlega,“ og að hann mundi eiga eftir að gegna foringja- hlutverki í framtíðarbaráttu þjóðarinnar og að hann mundi „fórna sér fyrir þýsku þjóðina.“ Þótt engin nöfn væru nefnd þá leyndi sér ekki að hér var átt við Hitler. Annar stjörnuspámað- ur, Wilhelm nokkur Wulff, sem síðar varð stjörnuspámaður Himmlers, spáði því einnig um þetta leyti að koma mundi til „óeirða með hræðilegum afleiðingum“ dagana 8-9. nóvem- ber 1923. ■ Uppreisnarmenn dreif að úr nálægum sveitum, til þess að leggja byltingu Hitlers lið. , ,Bj órkj allaraupp- reisnin99 9. nóv- ember 1923 Helgar-Tíminn rifjar upp valdaránstilraun Hitlers í Bayern fyrir 60 árum ■ Julius Streicher ávarpar mannfjölda á Marienplatz, skömmu áður en Hitler og kumpánar hans komu að. Nokkrum minútum síðar kom til hins örlagaríka skotbardaga. Hitler var um þessar mundir staddur í Bayern, þar sem nasistaflokkur hans hafði mjög aukist að fylgi og hafði bætt við sig 35 þúsund liðsmönnum frá því um áramót 1922-1923. Hann þóttist því ekki í vafa um fylgi þjóðarinnar við málstað sinn á úrslitastundu og aðstæður í Bayern um þetta leyti voru þannig að margt gaf honum tilefni til að líta svo á að rétta stundin til athafna væri senn að renna upp. Stjórnin í Baycm var um þessar mundir ákaflega andsnúin Weimarlýð- veldinu og æðstu menn hennar, „þre- menningarnir" von Kahr, von Lossow og Hans Ritter von Seisser bræddu með sér hver um annan þveran hvemig koma mætti Stresemann kanslara frá völdum. Von Kahr var forsætisráðherra Bayern um þessar mundir, von Lossow yfirmað- ur ríkishersins og von Seisser yfirmaður lögreglunnar. Þetta voru rammir hægri- menn, sem steypt höfðu stjórn sósíalista með hervaldi þremur árum áður. Þrátt fyrir þetta voru þremenningarnir ekki of hrifnir af umsvifum nasistaflokks Hitlers og ræddu um þennan nýstárlega stjórnmálamann og liðsmenn hans sem „hyski." En þótt illur væri þá kusu þeir hann fremur en stjórnina í Berlín og urðu að hafa hann með í ráðum við ýmis tækifæri og höfðu m.a. tekið af honum loforð um að hann mundi-ekki efna til aðgerða gegn stjórnvöldum meðofbeldi. Þessu loforði veittist Hitler auðvelt að gleyma eins og fleiri loforðum. Gangan til Berlínar „Þrcmcnningarnir“ voru því á engan hátt mjög andvígir Hitler og flokki hans, þótt beint samstarf við hann kærðu þeir sig ekki um. Kom hollusta þeirra við hann meðal annars fram í því að þegar Seeckt yfirhershöfðingi í Berlín skipaði von Lossow að banna útgáfu blaðs nasistaí Múnchen,þá neitaði vonLossow að verða við þeirri kröfu. Stjóm Weim- ar-lýðveldisins og von Seeckt settu Loss- ow þá frá stjórn ríkishersins í Bayern, en „þremenningarnir" létu þá skipun sem vind um eyru þjóta. Þeir voru líka að bollaleggja aðskilnað Bayern frá þýska lýðveldinu og var ætlunin að koma þar á kóngsríki að nýju og setja Rupprecht krónprins í hásætið. Hitler, sem þegar var farinn að láta sig dreyma um þjóðbyltingu og alræðj vissi vel um þessi áform „þremenninganna" og hann hryllti við þeim. Á fjöldafund- um þrumaði hann gegn lýðveldinu í Berlín og lá ekki á því hverjir draumar hans væru: Þeir voru vopnuð uppreisn í Bayern sem ná skyldi hátindi með sigur- göngu til Berlínar, þar sem þeim Strese- mann kanslara og Ebert forseta yrði steypt út í ystu myrkur. Fyrirmyndina að slíkri sigurgöngu hafði hann auðvitað frá Mússólíni, sem tekið hafði völdin í Róm, eftir að fasistar hans höfðu marsér- að inn í borgina árið áður. Byltingaráform Röhm, Rosenberg, Scheubner- Reichter og fleiri liðsoddar nasista höfðu lagt foringja sínum lið eftir mætti, við að fá „þremenningana" til fylgis við hug- myndir Hitlers. Röhm hafði meira að segja knéfallið hinum tilvonandi kon- ungi, Rupprecht, og beðið hann um að hefja Hitler til vegs í væntanlegu kon- ungsríki hans. En allt var þetta árangurs- laust. Sú mynd blasti því við að Bayern segði sig úr lögum við lýðveldið, án þess að nasistar fengju nokkursstaðar nærri að koma. Hitler þóttist ekki sjá aðra leið til þess að bjarga málunum en samsæri og vopnaðra uppreisn. Ekki er víst hvern þátt spádómar stjörnuspekinga hafa átt í að hvetja liann til athafna, en þcgar í byrjun nóvcmber var ákveðið að hefjast yrði handa. Dagurinn var fyrst ákveðinn þann 4. nóvember, þegar „þremenn- ingarnir” ætluðu að verða viðstaddir hersýningu í minningu fallinna herm- anna. Áttu nasistar að fylkja liði að heiðurspallinum, Hitler að stökkva upp á hann og lýsa yfir byltingu, en „þre- menningarnir" handteknir. Þegar til kom var þó of fjölmennt lögreglulið á staðnum til þess að þetta þætti ráðlegt og var hætt við. Næst var ætlunin að hefjast handa hinn 11. nóvember, þegar minnst var fimm ára afmælis vopnahlésins 1918. Skyldu nasistar þá fjölmenna út á strætin og freista þess að taka helstu stofnanir. Mundu þeir lýsa yfir byltingu, en þeir „þremenningarnir“ mundu standa frammi fyrir gerðum hlut. SA sveitirnar og allir helstu nasistar í Múnchen unnu nú að kappi að undirbúningnum fyrir 11. nóvember. En skyndilega skipuðust veður í lofti. Von Kahr auglýsti að hann hygðist halda fjöldafund í Búrgerbraukeller og var hið opinbera umræðuefni hans það að hann ætlaði að skýra stefnu stjórnar sinnar. Hitler óttaðist hins vegar að það væri aðeins tylliástæða og að á þessum fund- um mundi verða lýst yfir stofnun sjálf- stæðs konungsríkis í Bayern. Ákvað Hitler undir eins að hætta skyldi við 11. nóvember sem dag byltingarinnar og að þess í stað mundu nasistar hefja hana á sjálfum fundinum hjá von Kahr. Teningunum var kastað. Bjórkjallarauppreisnin undirbúin Dagurinn 8. nóvember rann upp, það var kalt og vindur næddi um strætin í Múnchen. Vetur hafði sest snemma að í Bayern þetta árið og á þessum mikla degi í lífi Hitlers var hann með höfuð- verk og kveljandi tannpínu. Félagar hans ráðlögðu honum að fara til tann- læknis, en hann kvaðst engan tíma hafa til þess og sagði að sú bylting væri nú í uppsiglingu, sem „öllu mundi breyta." Hann kvaðst verða að fylgja örlaga- stjörnu sinni. Ameríkaninn Hanfstaengel, sem gerst hafði sérlegur erlendur blaðafulltrúi hans, spurði hvað mundi ske ef hann veiktist alvarlega á örlagaaugnabliki og Hitler svaraði: „Ef svo fer, eða ef ég fell, þá sannar það aðeins það að örlagastjarna mín hefur runnið sitt skeið og að ætlunarverki mínu er lokið.“ Seinna um morguninn fengu SA-menn fyrirskipanir um að vera tilbúnir til

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.