Tíminn - 13.11.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.11.1983, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 9 menn og málefni Ranyrkja og ofnýting nátt- úrugæða leiðir til vesældar ■ Þróun mála í veröldinni er um margt á annan veg en spáð var fyrir nokkrum áratugum. Framfarir í vís- indum og tækni eru miklar og ekki síst á sviði hernaðar og geimferða, sem í mörgum tilfellum er samtvinnað. Minna er nú hlustað á hagvaxtarpostul- ana en áður. Mönnum er ljóst að auðæfi jarðarinnar eru ekki ótak- mörkuð og efnahagsspár.sem byggjast á aukinni nýtingu auðlinda.eiga ekki sama hljómgrunn og fyrr. Græðgi og rányrkja er undirstaða skjótfenginna auðæfa.en sé til lengri tíma litið veldur slíkt háttarlag aðeins fátækt og neyð. í lok síðasta mánaðar var fjallað allítarlega um vöxt borga í fréttatíma- ritinu Newsweek, og spáð um framtíð þeirra, en stansað við árið 2000. Lengra þora spámenn ekki að líta þótt skammt sé til ársins 1984. Æðisgenginn vöxtur borga.sérstaklega í þriðja heim- inum,er martröð sem enginn sér fyrir endann á. Borgir sem telja yfir 30 milljónir íbúa eru fyrirbæri sem eru mannkyninu óþekkt. Þær verða þó nokkrar eftir hálfan annan áratug.en alls er reiknað með að aldamótaárið verði 60 borgir í heiminum, sem telja yfir 5 milljónir íbúa, þrjár af hverjum fjórum í þriðja heiminum. Mannfjölgunarsprengingin sem margir hafa varað við er að verða að veruleika. Þótt íbúum í nokkrum iðn- ríkjum fjölgi ekki, og fækki jafnvel, hefur það lítil áhrif á hina gífurlegu mannfjölgun í þriðja heiminum. Fyrir aðeins þrem áratugum bjuggu 700 milljónir manna í borgum. f dag býr 1.8 milljarður í borgum og um næstu aldamót munu borgarbúar vera orðnir um 3 milljarðar, sem er meira en helmingur þess fjölda er þá er áætlað að búi á jörðinni. Það liggur ekki í augum uppi á hverju allt þetta fólk á að lifa. Enn síður hvernig á að veita þá þjónustu sem kröfur eru gerðar um til borgar- yfirvalda. Umferðarvandamálin verða og eru víða óyfirstíganleg. Hvernig á að veita hreinu vatni um borgirnar og hvað á að gera við frárennslið? Hvers konar skólakerfi er hægt að bjóða unglingum upp á? í stórborgum þriðja heimsins er þetta allt þegar orðið mikið vandamál og eykst með hverju árinu. Svo að aðeins sé tekið dæmi, þá eru 2 milljónir barna í Mexikóborg sem ekki njóta neinnar skólagöngu, og er þetta aðeins eitt af óleysanlegum vandamálum þar. Stórborgir í Asíu og Suður-Ameríku vaxa dag frá degi, að miklu leyti skipulagslaust og án þess að nokkur mannlegur máttur fái rönd við reist. Afríka er ekki eins mannmörg og margur virðist hyggja, en straumurinn til borgannaþar og stækkun þeirra er eigi að síður vandamál sem ekki sér fyrir endann á, fremur en annars staðar. Spyrnt við fótum í alræðisríkjum vilja valdhafar hafa stjórn á sínu fólki. í Sovétríkjunum og Kína þurfa þegnarnir að hafa vegabréf innanlands og þarf sérstök leyfi til að fá að flytja á milli staða. Langt er síðan Rússar fóru að takmarka flutninga til Moskvu og annarra stórborga, sem fólk sótti mjög til. Þetta er tiltölulega auðvelt þar sem stjórn efnahagsmála er á einni hendi og hægt er að beina fjármagni til atvinnuuppbygginga þar sem stjómendum best líkar. í Kína er fólksfjölgunarvandamálið mikið og barnmörgum foreldrum er gert óhægt um vik að sjá fyrir ómegð- inni. Með .þessu hyggjast stjórnendur koma í veg fyrir að hjón freistist til að eignast of mörg böm. Eins og gefur að skilja em stórar borgir í Kína og verður að beita hörku til að stemma stigu við útþenslu þeirra. Shanghai er fjölmennust kínverskra borga og er fyrir löngu orðin alltof fjölmenn til að hægt sé að halda þar uppi þeirri sjórn og þjónustu sem teljast verður eðlileg. Sú herferð sem yfirvöld standa nú fyrir á hendur afbrotalýð, eins og það er kallað,fer fyrst og fremst fram í stórborgunum. Þeir sem ekki geta sýnt fram á að þeir hafi fasta búsetu og atvinnu eru hiklaust stimplaðir glæpa- menn og farið með þá samkvæmt því. Nokkrir eru teknir af, en margfalt fleiri fluttir- til afskekktra héraða, þar sem ekki þykir fýsilegt að búa. Þetta er sem sagt stjórnunaraðgerð sem þykir nauðsynleg þótt grimmilega sé að farið. Svipuðum aðgerðum er beitt víðar þótt þeir sem hýrast í fátækrahverfum séu ekki stimplaðir sem glæpamenn. Nauðungarflutningar á atvinnu- og húsnæðislausu fólki eru þekkt fyrirbæri víðar en í alræðisríkjum. Sú samantekt.sem birtist í News- week um risaborgirnar.er ekki vanda- mál sem verið er að koma auga á núna. Fólksfjölgunin og röskunin á lífríkinu og gengdarlaus sókn í takmarkaðar auðlindir hafa verið hugsandi mönnum áhyggjuefni um nokkurt skeið. Þegar rit Rómarklúbbsins svonefnda, „Endi- mörk vaxtarins" kom út fyrir rúmum áratug vakti það gífurlega athygli og umtal. En það var látið nægja, því stjórnendur ríkja voru orðnir svo blindaðir af hagvaxtarkenningunni að þeir héldu áfram að lofa þegnunum gulli og grænum skógum og að smjör drjúpi af hverju strái, aðeins ef þeir verða endurkjörnir. Engu gleymt og ekkert lært Um áratug eftir að „Endimörk vaxt- arins" kom út, skrifaði forseti Rómar- klúbbsins, Aurelio Peccei, bókina „Hundrað síður vegna framtíðarinn- ar“. Þar tekur hann saman þær athug- anir sem Rómarklúbburinn hefur stað- ið að og hver árangur hefur orðið af rannsóknum og framtíðarspám þeirra mætu manna sem lagt hafa hönd að verki. Hann er sorglega lítill. Það er eins og stjórnendur heimsins geti engu gleymt og ekkert lært, og vandamálin magnast. I bók sinni fjallar Peccei allítarlega um stórborgir framtíðarinnar og er fyrrgreind umfjöllun bandaríska tíma- ritsins samhljóða í öllum megindrátt- um. Rómarklúbburinn boðar ekki ragnarök, heldur leitast við að setja fram staðreyndir og framtíðarspár sem byggjast á þeim. Ef ekki er farið í neinu eftir því sem skynsemin býður heldur haldið áfram að ofnýta auðlind- ir, menga loft, láð og lög og herja á lífríkið er voðinn vís. Sama er að segja ef ekki tekst að stemma stigu við gegndarlausri mannfjölgun, sem krefst enn meiri rányrkju. En með skynsam- legri nýtingu auðlinda jarðarinnar og meiri hófsemi þeirra manna sem hana byggja og betri stjórnun getur mannkynið átt ágæta framtíð. Auðvitað verður vígbúnaðarkapp- hlaupi að linna og þjóðir verða að læra að vinna hver með annarri í stað þess að berjast á banaspjótum. Þá verða menn að láta af blindri trú á óendanleg- an hagvöxt og hætta að dýrka hagkerfi eins og trúarbrögð, og telja að þau út af fyrir sig leysi allan vanda. Skipulagt hungur Ásóknin í borgirnar á margþætta skýringu. Þangað flykkist fólk til að freista gæfunnar. Þeir sem búa í fásinni sveitanna eru með glýju í augum vegna allra þeirra tækifæra sem þeir halda að borgir bjóði upp á. Þangað þykjast menn ætla að sækja auðæfi, glys og glaum. Þessi ímynd virðist þjóðleg og milljónirnar sjá það ekki fyrr en of seint,að oft hafi betur verið heima setið en af stað farið. En margar fávíslegar aðgerðir stjórnvalda í hinum ýmsu löndum hafa orðið þess valdandi hve stíft fólk sækir í þéttbýlið. í fjölmörgum Afríkuríkj- um hafa valdhafar óafvitandi bókstaf- lega lagt landbúnað í rúst, með hrika- legum afleiðingum. Ein aðferðin er sú að halda verði á landbúnaðarvörum í lágmarki. Til að afla sér vinsælda og stundum atkvæða í sívaxandi þéttbýli setja þeir hámarksverð á matvæli, sem er langt undir því sem bændur þurfa að fá. Með þessu á að tryggja að þéttbýl- isbúar fái ódýran mat. En þegar bænd- ur fá lítið sem ekkert fyrir sinn snúð missa þeir áhuga á að framleiða fyrir markað en láta nægja að framleiða til heimabrúks. Afleiðingarnar eru aug- Ijósar. Eftir nokkrar vikur verða Lech Wa- lesa veitt friðarverðlaun Nobels, og fær þar allvæna peningafúlgu. Hefur nokkur veitt því athygli hvað hann ætlar að gera við peningana? Verð- launahafinn tilkynnti þegar eftir að hann fékk fréttirnar um úthlutunina, að féð mundi renna í sjóð sem kirkjan hefur stofnað til styrktar pólskum bændum. Pólland er gósenland frá náttúrunnar hendi og óvíða er land eins vel fallið til ræktunar og þar. Þessi landbúnaðar- þjóð hefur löngum flutt út mikið af matvælum. En nautheimsk stjórnvöld, sem halda að Marx og Lenín hafi sagt síðasta orðið um nýtingu jarðarinnar og skipulagningu atvinnuvega og mannfólks, hafa séð svo um að bændur fái ekki yrkt jörðina og matarskortur er í einu besta landbúnaðarlandi heims. Pólskir bændur voru lítt ginn- keyptir fyrir samyrkjubúum að sovéskri fyrirmynd. Fyrir þetta var þeim hegnt með því að þeir hafa ekki aðgang að fjárhagslegri fyrirgreiðslu til að tæknivæða bú sín, ekki afurðar- lán og ríkið skammtaði þeim hámarks- verð á matvöru, og skipulagði sölukerfi eftir sínu höfði, og lífskjör sveitafólks- ins fóru langt niður fyrir það sem öðrum var boðið upp á. Árangurinn kemur m.a. fram í því að hjálparstofnanir á íslandi hafa gefið Pólverjum kex, sem erbakað í Reykja- vík. Hráefni er mjöl ogsykur. Vonandi þurfa íslendingar aldrei að taka með þökkum við fisksendingum frá er- lendum þjóðum til að seðja sárasta hungrið. Náttúrugædin ekki ótakmörkuð Hvað koma svo þessi vandamál fslendingum við? Fámennri þjóð sem býr í stóru og gjöfulu landi, þar sem offjölgun er ekki vandamál. Landrými er nægt og engin hætta á að risaborgir myndist. En samt sem áður eru mörg teikn á lofti um að þróunin sé ekki ósvipuð hér á landi og svo víða annars staðar. Flótti úr strjálbýli í þéttbýli er ekki síður mikill hér á landi en annars staðar og óþarfi að leggja fram tölur og gögn í því sambandi. Við þekkjum ekki síður en aðrir eyðingarmátt rányrkjunnar. Gróður- eyðing og hrun fiskistofna vegna of- veiði eru fyrirbæri sem hverju manns- barni er kunnugt um. Við göngum of nærri náttúrunni í síaukinni eftirsókn lífsgæða, sem svo eru kölluð og sjáum ekki fyrr en um seinan hverju verði þau eru keypt. Þrengingar í sjávarútvegi og dapur- legar spár um viðgang fiskistofna ættu að opna augu okkar fyrir að náttúru- gæðin eru ekki ótakmörkuð. Jafnframt ætti þetta að skýra að auðlegðin verður ekki til í ríkissjóði eða bönkum. Lána- sláttur og seðlaprentun megna ekki að standa undir neins konar lífsgæðum þegar til lcngdar lætur. Auðsuppsprett- an eru náttúrugæðin og nýting þeirra. Seðlar og gull eru ekki annað en ávísun á það sem sótt er til náttúr- unnar og framtak þeirra sem hana nýta. Þótt þéttbýliskjarninn á suðaustur- horninu eigi fátt sammerkt með risa- borgum í útlöndum, er fólksfjöldinn þar samt dæmu um búscturöskun sem ekki er séð fyrir endann á. Scm betur fer hafa íslendingar þó fyrir löngu komið auga á þetta og sitthvað verið gert til að spyrna við fótum. Um svipað leyti og fyrsta skýrsla Rómarklúbbsins var gefin út var tekin upp svokölluð byggða- stefna hér á landi að frumkvæði stjórn- valda. Með henni var leitast við að halda jafnvægi í byggð landsins og beina fjármagni og atvinnutækjum til þeirra staða sem atorka íbúanna fékk ekki að njóta sin sem skyldi og atvinnu- vegir og lífskjör voru á fallanda fæti. Lífskjörin byggjast á náttúrugæðum Byggðastefnan hefur verið gagnrýnd óvægilega, enda ekkert eðlilegra en að eitthvað megi að framkvæmd hennar finna í einstökum tilvikum. Enhugsun- in sem að baki liggur er rökrétt og hefur skilað ríkulegum árangri sé á heildina litið. Sjálfstæð og öflug bændastétt er hverri þjóð lífsnauðsyn. Það er sama hvernig á það mál er litið og hvert leitað er í nútíð eða fortíð, það verður engin þjóð öflug, hvorki fjárhagslega eða menningarlega.nema að matvæla- framleiðslan sé í góðu lagi og vel skipulagt dreifingar- og sölukerfi sé fyrir hendi. Áróðurinn gegn landbúnaðinum á íslandi tekur stundum svo út yfir allan þjófabálk að engu er líkara en að þar standi viti firrtir menn að baki. Það er reiknað og spekúlerað og fundið út að framleiðsla og sölukerfi á landbúnað- arvörum sé eitt af höfuðmeinum efna- hagslífsins og jafnvel gengið svo langt að reikna út að það sé hagkvæmara að kaupa kjöt og smjör erlendis frá en að framleiða það í landinu. Reft er það, að undirstöðuatvinnu- vegirnir, sjávarútvegur og landbúnað- ur hafa tilhneigingu til rányrkju, sem ávallt hefnir sín. En hitt má ekki gleymast.að sjómenn og bændur eru nú þess vel vitandi hvað ofnýting náttúruauðæfanna þýðir og sterk til- hneiging er í þá átt að koma á jafnvægi milli nýtingar og náttúrlegrar endur- nýjunar. En það verða fleiri en bændur og sjómenn að átta sig á að rányrkja og ofnýting náttúrugæða er tímaskekkja. Það verða einnig hinir að gera sem byggja lífskjör sín og alla opinberu þjónustuna á þeim afrakstri sem nátt- úran gefur af sér á einn hátt eða annan. * Oddur Olafsson 0 ritstjórnarfulltrúi skrifar (sw/A

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.