Tíminn - 13.11.1983, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.11.1983, Blaðsíða 11
f.wt aaai/.H'KM .u kudaouw^i í'WW WWW V“l *k \"i\V SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 .01 IX ■ Mannsafnaður framan við „Burgerbraukeller. athafna, ýmist bréflega, símieiðis eða í einkaviðtölum. Engar skýringar um nán- ari atriði fylgdu. Margir höfðu því ekki hugmynd unt að breytingar höfðu verið gerðar á áætluninni. Nokkru fyrir hádegi þegar þeir Rosenberg og Hanfstaengel voru að ræða saman á skrifstofu þess fyrrnefnda var dyrunum skyndilega þeytt upp og þeir heyrðu sagt: „Hvar er Göring höfuðsmaður?11 í dyrunum var Hitler með beltið þétt spennt utan um frakkann og svipu í hendinni og fölur af æsingi: „Sverjið að nefna það ekki við nokk- urn mann,“ sagði hann. „Stundin er komin. í kvöld verður látið til skarar skríða.“ Hann bað þá báða að fylgja sér og mæta vopnaðir skammbyssum við Biirgerbraukeller um kvöldið. Hitler var á ferð og flugi allan daginn. Nasistar hugðust halda fundi í bjórstof- unni „Lövenbraukeller" um kvöldið og lagði nú Hitler fyrir einn aðstoðarmanna sinna að tilkynna um að bylting væri hafin, þegar nasistafundurinn stæði sem hæst. Skyldi hann ganga upp ræðupallinn með flagg á tiltekinni stundu og hvetja viðstadda til þess að fylkja liði og ganga til „Búrgerbraukeller,“ þar sem Hitler mundi þá þegar hafa „þremenningana“ á sínu valdi. Sá hét Hermann Esser sem þetta hlutverk fékk í hendur, frægur fyrir níðgreinar sínar um Gyðinga í flokksblaðinu. Þá hét öflugasti stuðningsmaður byltingarmannanna, Lundendorff hershöfðingi, að mæta á ' vettvang í tíma. í öllum hverfum Múnchen og í grann- borgum bjuggust SA menn nú gráum skyrtum sínum, viðbúnir til atlögu sam- kvæmt fyrirskipunum leiðtoga sinna. Var þeim sagt að mæta á fyrirfram- ákveðnum stöðum víðs vegar um borg- ina. Haldið til „Burgerbraukeller“ Klukkan var um það bil 8 að kvöldi þegar Hitler og næstu samverkamenn hans héldu frá höfuðstöðvum flokksins til „Búrgerbraukeller." Bjórkjallarinn var handan við fljótið Isar, aðeins hálfa mílu frá miðju borgarinnar. Þetta var mikil og sundurleit bygging með görðum um hverfis og þar voru margar matstofur og barir. Særsti salurinn gat rúmað 3000 manns, er sátu við þung viðarborð. Yfirvöldin áttu von á því að til óeirða gæti komið og höfðu því 125 lögreglu- menn verið sendir á staðinn. Þarna var og flokkur ríðandi lögreglumanna og lögreglumönnum var líka dreift inn á meðal fundarmanna. Til alls öryggis hafði loks deild úr ríkislögreglunni („grænu lögreglunni") verið komið fyrir í herbúðum ekki alls fjarri. Þegar Hitler kom á vettvang hafði fundarsalnum verið lokað fyrir öllum nema tilteknum fyrirmönnum, en hann kom að á rauðri Mercedes Benz bifreið sinni nokkrum mínútum eftir klukkan átta. Bílnum gekk mjög treglega að komst í gegn um geysilega mannþröng að megininnganginum og þar var þéttur veggur lögreglumanna fyrir. Hitler taldi lögreglumennina á að fara og veita liðssveitum sínum inngöngu, sem brátt voru væntanlegar. Hann komst nú inn og tók sér stöðu nærri stórri súlu og gægðist yfir troðfullan fundarsalinn, þar sem von Kahr var að flytja ræðu sína. Kahr formælti marxistum og kallaði á einingu Þýskalands. Hann var ekki áheyrilegur ræðumaður og menn hlust- uðu meir af kurteisi og dreyptu á bjórnum, til þess að dylja leiðindin. Hanfstangl taldi að Hitler vekti minni athygli ef hann fengi sér bjór líka og keypti þvt þrjá bjóra við diskinn fyrir þrjár billjónir marka(!) Hitler dreypti á bjórnum og beið óþolinmóður eftir að sérþjálfuð deild brúnstakka hans kæmi. Vörubílar með öðrum brúnstökkum voru þegar fyrir utan, en þeir viku frá þegar þessi sérstaka lífvarðardeild kom, vopnuð og með hjálma á höfði. Þetta var merkið sem beðið var eftir. Vörubílarnir tæmdust og vopnaðir nas- istar umkringdu bygginguna. Lögreglu- mennirnir, sem ekki vissu hvaðan á þá stóð veðrið, höfðust ekki að. Bjórkjallarauppreisnin Nú streymdi lífvarðarsveitin inn í bjórkjallarann undir forystu Göring höfuðsmanns. Ulrich Graf, persónu- legur lífvörður Hitlers, hafði beðið komu hópsins í fatageymslunni, en flýtti sér nú til foringja síns, sem hafði klætt sig úr frakkanum og kom þá í Ijós að hann var klæddur kjólfötum undir honum, afkáralega sniðnum af einhverj- um sveitaklæðskera og varla við vöxt. Lögreglumenn höfðu ætlað að stöðva innrás SA-mannanna en þeim var ýtt úr vegi og sagt að hafa hægt um sig. Hitler lagði nú frá sér bjórkrukkuna og dró fram Browning-skammbyssu sína. Þar með lagði hann af stað inn ganginn milli borðanna í salnum í fylgd uppgjafa slátrarans Graf, Scheubner- Richter og gamla Harward mennta- mannsins, Hanfstaengl. Einnig fylgdu honum Max Amman og Rudolf Hess. Þeir munduðu vopnin og ruddu sér braut í átt að ræðustólnum. Einn hópur brún- stakka hélt vörð um dyrnar, en annar kom fyrir vélbyssu, sem beint var að fundargestum. Einn ráðherra stjórnar- innar skreið undir borð en aðrir hlupu til dyranna og var hrint inn aftur. Þegar fylkingin komst ekki innar klöngraðist Hitler upp á stól og hélt byssunni á loft. „Þögn,“ hrópaði hann. „Þjóðbyltingin hefur brotist út. Húsið er umkringt." Svitinn rann niður fölt andlit- ið og það leit út fyrir að hann væri vitskerrtur eða fullur, og sumir gátu ekki annað en komið auga á hið spaugilega við þennan byltingarmann með byssuna í hinum herfilega sniðnu kjólfötum. En Hitler var römm alvara. Hann skipaði „þremenningunum" að fylgja sér í næsta herbergi og hét að ábyrgjast öryggi þeirra. Kahr hörfaði aftur á bak, þegar Hitler hóf að klöngrast upp á borð, til þess að komast nær ræðupallin- um og aðstoðarmaður Seissers lögreglu- ráðherra gekk fram með hendur í vösum, eins og hann ætlaði að fara að draga fram skotvopn. Hitler rak þá byssu sína að enni majórsins og sagði honum að taka hendur úr vösunum. Hitler sagði að allt yrði komið um kring eftir tíu mínútur. „Þremenn- ingarnir" og aðstoðarmenn þeirra fóru nú með Hitler inn í næsta herbergi og þegar þeir höfðu sest niður sagði Hitler: „Fyrirgefið mér, en ég átti ekki annars úrkosta," Ásökunum Seissers um að hann hefði brotið loforð sín svaraði hann svo að hann gerði þetta vegna ættjarðarinnar. Hann sagði að þeir þre- menningarnir yrðu ráðherrar í nýrri ríkisstjórn, en Ludendorff, sem styddi byltinguna, mundi verða settur yfir nýj- an ríkisher, sem leiða skyldi „gönguna til Berlínar," þar sem lýðveldinu yrði steypt. Þegar Hitler þótti „þremenningarnir" seinir til svara dró hann upp skammbyss- una (allt í gamni, sagði hann síðar). „Það eru fimm skot í henni," sagði hann rámum rómi. „Fjögur skotin eru handa svikurunum, en eitt handa mér sjálfum, ef þetta mistekst,“ sagði hann. Kahr sagði kuldalega að hér skiptu minnstu hverjir liffðu eð dæju. Hann sagði að mestan áhuga hefði hann á að vita hver afstaða Ludendorffs væri til hlutanna. Tilþrif í fundarsalnum Hitler virtist ekki vita hverju svara skyldi. Hann gerði afsökun sína og gekk fram í fundarsalinn, eftir að hafa fengið Graf skammbyssuna, en Graf bar vél- byssu fyrir. í fundarsalnum ríkti mikill órói. „Leiksýning,“ hrópuðu einhverjir. Aðrir hrópuðu og spurðu hvort þetta væri Mexikönsk bylting. Blístri og hrópum linnti ekki fyrr en Göring skaut með byssu upp í loftið. Hann sagði að byltingunni væri ekki beint gegn Kahr, ríkishernum eða lögreglunni. „Þið hafið fengið ykkar bjór,“ hrópaði hann. „Hvað amar þá að ykkur?" Hitler gekk nú á fundarpallinn og lét köll og svívirðingar sem vind um eyru þjóta. Hann hafði fengið aðra byssu og hélt henni nú á loft. „Ef ekki verður þögn, mun ég láta vélbyssuna tala,“ æpti hann. Allt í einu var hann ekki svo skoplegur lengur. „Það sem á eftir fylgdi," sagði prófessor von Múller síðar," var kynngimögnuð ræða, sem hver leikari hefði mátt öfunda hann af. „Hann byrjaði rólega og án alls æsings og lét í það skína að þeir „þremenning- ■ Búist til göngunnar til Feldherrnhalle. Göring er lengst til hægrí. Til vinstrí er Ludendorff í herforingjabúningi sínum. arnir" hefðu gengið fúsir til liðs við hann og mundu brátt koma fram í salinn. Kahr skyldi verða æðsti maður í Bayern, en Ludendorff, Lossow og Seisser taka við öðrunt æðstu embættum. „Hlutverk hinnar nýju stjórnar verður það að skipuleggja göngu til þeirrar miklu Ba- bylon, Berlínar, og frelsa þýsku þjóð- ina.“ Hanfstaengl sagði síðar að frá því hann fyrst tók til máls hefði þessi óásjálegi ntaður, sem í kjólfatagörmunum virtist líkur brúðguma við sveitabrúðkaup, allt í einu orðið að mikilmenni. „Munurinn var eins og á Stradivariusarfiðlu, sem liggur þögul í kassanum og á sömu fiðlu, þegar meistari tekur að leika á hana.“ Múller prófessor sagði.aö hann hefði ekki á allri sinni ævi séð aðra cins breytingu á afsjtöðu áheyrenda til ræðu- nianns. Vissulega voru þeir margir sern ekki létu þoka sér, - en afstaða meiri- hluta manna hafði gjörbreyst. Hitler hafði snúið þeim við eins og úthverfum vettlingi með fácihum setningum. Þetta var eins og á sýningu töframanns. Fagn- aðarópin dundu og engin andmæli heyrðust meir. „Hér inni í herberginu eru þeir Kahr, Lossow og Seisser," sagði Hitler. „Má ég segja þeim að þér standið aö baki þeim?" „Já, já“ hrópuðu fundargestirnir. „I frjálsu Þýskalandi mun verða rúm fyrir frjálst Bayern," sagði Hitlcr, „ogég get sagt ykkur það að annað hvort hefst þýska byltingin í kvöld, eða þá að vér verðunt allir dauðir á morgun." En nú var sá ntaður loks á leiðinni sem mest áhrif ntundi á þaö hafa hvcrnig hér tækist til. Ludcndorff hafði verið sóttur í Mercedes bifreið Hitlers og korn nú á vettvang. Mikil fagnaðaróp brutust út við kornu hans, en hann var grcinilega undrandi á því hvc langt hlutirnir Itöfðu gengið og ekki fyllilega ánægður. Hitler flýtti sér til hans og þeir ræddu saman litla stund. Loks féllst Ludendorff á að koma inn í herbergið og hjálpa til við að sannfæra þá „þremenningana." Ludendorff beitti nú stöðu sinni og persónuleikaáhrifum á þá þrjá og var það Lossow, sem fyrstur rétti fram hönd sína: „Gott,“ sagði hann. Kahr féllst síðastur þeirra á að fylgja byltingunni, en talaði fyrstur þegar þeir komu fram í salinn. Fagnaðarlætin voru geysileg. Hitler talaði næslur og kvaðst vera að vinna að framkvæmd þess máls sem hann hefði heitið að koma í framkvæmd, blindur af gaseitrun í lok stríðsins, - að lyfta Þýskalandi til fyrri dýrðar, frelsis og mikilleika. Ludendorff talaði því næst og virtist vcra einn fárra sem gerði sér grein fyrir að hér var teflt um líf og dauða, - og þó einkum dauða. Áheyrendur.-ölvaðiraf æsingi og bjórdrykkju,-voru frá sér numdir. Hitler hljóp um og tók í hcndur á mönnum, en loksvarsungið„Deutsch- land, úber alles." Tár streymdu niður marga vanga, en einhver sneri sér að sessunaut sínum og sagði: „Hér vantar ekkert nema geðlækninn." Herstjórnarmiðstöðin hertekin í „Löwenbraukeller" var einnig líf í tuskunum, þar sem 2000 manns voru komnir að hlusta á þann nafnfræga kaptein Ernst Röhm, sem krafðist hefndar yfir svikurum við þjóðina og endurgjalds. Salurinn glumdi af horna- blæstri og Esser gekk ekki of vel að fá þögn, þegar hann gekk upp í ræðustólinn með fána, eins og fyrir hann hafði verið lagt. Hann hafði nú fengið boð símleiðis um að allt hefði farið samkvæmt áætlun í „Búrgerbraukeller". Esser hrópaði yfir fundarmenn þær fréttir að Kahr stjórnin hafði verið sett af stað og að Adolf Hitler hefði lýst yfir þjóðbyltingu. Hrifningin varð ótrúleg. Viðstaddir ntenn úr ríkis- hernum slitu merki lýðveldisins úr húf- um sínum og stormsveitarmenn föðm- uðu hverjir aðra. Lúðrasveitin lék þjóð- sönginn. Menn þyrptust út úr húsinu og nú kom sendiboði á mótorhjóli með skipanir til Röhm frá Hitler. Röhm skyldi fara og hertaka stjórnstöð von Lossows, yfirmanns ríkishersins í Ba- yern, en aðrir skyldu fara og leggja hald á 3000 riffla í kjallara klausturs hcilagrar Önnu. Röhm hélt nú í broddi fylkingar til herstjórnarbyggingarinnar sem stóð við Ludwigstrasse. Lögreglumenn reyndu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.