Tíminn - 13.11.1983, Blaðsíða 8
SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
a
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísii Sigurósson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Siguröur Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson.
Umsjónarmaöur Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv .
Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson.
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi
18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306.
Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Vottur um
góðan árangur
■ Það er órækur vottur um þann góða árangur sem bráðabirgða-
lögin um efnahagsráðstafanir frá s.l. vori hafa komið til leiðar, að
ríkisstjórnin sér ástæðu til að afnema tímabundið bann við
kj arasamningum. Þegar þetta ákvæði var sett inn í bráðabirgðalög-
in um launamál horfði svo í þjóðfélaginu að verðbólgan var laus
úr öllum böndum og við blasti stöðvun atvinnufyrirtækja og þar
með fjöldaatvinnuleysi og geigvænlegri efnahagslegar hremmingar
en núlifandi kynslóð fær munað. En rösklega var tekið á málum
og voðanum bægt frá.
Ákvæðið um bann við kjarasamningum var sett einfaldlega til
að koma í veg fyrir að einstakir hópar launþega skærust úr leik og
brytu niður nauðsynlega samstöðu allrar þjóðarinnar til að vinna
bug á óðaverðbólgunni sem var að ríða efnahagslífinu á slig. Slíkt
hefur svo oft gerst áður að allir vita hvaða afleiðingar það hefur
þegar einstaka aðilar brjótast út úr þeim ramma sem fært er að
semja innan. Ákvæðið var því ill nauðsyn en óhjákvæmileg.
Stjórnarandstæðingar hafa gert því skóna, að ekki hafi verið
þingmeirihluti fyrir bráðabirgðalögunum um launamál, en því fer
fjarri og hefur utanríkisráðherra tekið af allan efa um það efni, er
hann lýsti því yfir á Alþingi, að allur þingflokkur sjálfstæðismanna
stæði einhuga um bráðabirgðalögin þótt margir hafi talið ákvæðið
um launabindinguna óæskilegt. Hið sama er áreiðanlega hægt að
segja um viðhorf allra stjórnarsinna á þingi og er því tómt mál að
tala um að einn aðili hafi beygt annan í þessu efni, eins og sumir
stjórnarandstæðingar eru að halda fram.
Þegar Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra lýsti yfir vilja
ríkisstjórnarinnar á Alþingi um að samningsákvæðið væri tekið út-
úr lögunum um launamál sagði hann m.a.: „17. september s.l. lýsti
ég því yfir opinberlega að til greina kæmi að endurskoða umrætt.
ákvæði ef tryggt væri að meginmarkmið efnahagsaðgerðanna
næðust. Svipaða yfirlýsingu gaf utanríkisráðherra.
Nú er ljóst að árangur efnahagsaðgerðanna hefur skilað sér
jafnvel fyrr en búist hafði verið við, sérstaklega að því er varðar
hjöðnun verðbólgu, en einnig hefur aðlögun efnahagslífsins að
breyttum aðstæðum í þjóðarbúinu gengið vel.
Vísitala framfærslukostnaðar nú, 1. nóvember, hækkaði um
2.74% sem jafngildir 38.3% verðbólgu miðað við heilt ár.
Hækkun vísitölu í októbermánuði hefur þó almennt verið
sérstaklega mikil vegna árshækkana sem þá koma til útreiknings,
eins og sláturkostnaður og útgáfukostnaður bóka.
Á síðustuþremur mánuðumþ.e. frá 1. ágústs.l., hefur vísitalan
hækkað um 6.9%, sem jafngildir rétt rúmlega 30% miðað við heilt
ár.
Á næstu mánuðum er fastlega búist við, að mánaðarlegar
hækkanir miðað við heilt ár verði um eða undir 30% og fari
lækkandi.
Hækkun byggingarvísitölunnar nú hefur enn ekki verið reiknuð.
Gert er ráð fyrir því, að hækkun hennar verði minrii en hækkun
framfærsluvísitölu. Þróun hennar á síðustu mánuðum staðfestir
vel þann árangur, sem vísitala framfærslukostnaðar gefur til
kynna.
í annan stað gefa nýlegar tillögur Hafrannsóknarstofnunarinnar
glöggt til kynna, að mun alvarlegar horfi í sjávarútvegi en gert var
ráð fyrir við mótun efnahagsstefnunnar fyrir næsta ár. Nauðsynlegt
er því að endurskoða þýðingarmikil atriði í efnahagsstefnunni,
eins og hún var nýlega sett fram m.a. í þjóðhagsáætlun. í því
sambandi er brýnt að góð samstaða og góður skilningur skapist
um leiðir úr þeim háskalega vanda, sem þjóðarbúskapurinn á nú
við að etja. M.a. er nauðsynlegt að aðilar vinnumarkaðarins leggi
hönd á plóginn í því efni.
í þriðja lagi telur ríkisstjórnin, að sá árangur, sem nú þegar
hefur náðst, og sá skilningur, sem skapast hefur á stöðu og horfum
í efnahagslífinu, tryggi að fámennir hagsmunahópar, sem hafa
lykilstöðu á vinnumarkaðnum, nýti ekki þá sérstöðu sína og knýi
fram launahækkanir umfram þá sem verr eru settir. En nauðsyn-
legt var að tryggja með lagaboði að slíkt gerðist ekki.“
Að lokum benti forsætisráðherra á að í breytingartillögum
ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir, að allir kjarasamningar falli úr
gildi við gildistöku laganna, enda hafa forsendur kjarasamninga,
sem gerðir voru til lengri tíma, breyst svo mikið, að nauðsynlegt
er að endurskoða þá með hliðsjón af stöðu og horfum í
þjóðarbúskapnum nú.
horft í strauminn
Mikligarður launafólksins
í íslensku samvinnustarfi
■ í vikunni sem nú er að hefjast mun gerast merkilegur og
mikilvægur viðburður í samvinnusögu landsins. Þá munu
samvinnumenn á mesta þéttbýlissvæðinu opna stærstu verslun
sem enn hefur tekið til starfa á landi hér. Hún mun í senn
verða í stærstum salarkynnum og fjölbreyttust að vöruvali.
Þar munu samvinnumenn kappkosta að verð og gæði varanna
verði hvort tveggja eins og best gerist eða betra í íslenskri
neytendaverslun.
Með opnun þessa Miklagarðs samvinnumanna í höfuðborg-
inni er stigið sögulegt stórskref í þann áfanga að gera
samvinnuverslunina að besta kosti almennings á stærsta
neytendamarkaði landsins. Með tilkomu Miklagarðs í Reykja-
vík er hafin ný sókn og tímabær að því marki að íslensk
neytendsamvinna verði milu sterkari lyftistöng í lífskjarabar-
áttu launafólks en verið hefur.
Efling
neytendasamvinnu
Islensk samvinnuhreyfing sem nú er hundrað ára var í
öndverðu nær eingöngu bændasamvinna, enda var þjóðin þá
að miklu leyti bændafólk en „neytendur“,í skilningi þéttbýlis-
þjóðfélags öld síðar, fámennur flokkur. Þó hefur samvinnu-
hreyfingin orðið æ meiri neytendahreyfing með árunum, enda
er nú svo komið að jafnvel bændastéttin er líka orðin
neytendur í nútímaskilningi orðsins vegna breyttra lífshátta,
þótt þeir séu líka framleiðendur. fslensk samvinnuhreyfing er
mjög sérstæð vegna þess að þar hafa neytendur og framleið-
endur unnið saman alla tíð og sýnt og sannað að það er ekki
aðeins hægt, heldur bæði hagkvæmt og eðlilegt vegna þess að
hagsmunir fara saman að langmestu leyti. Samvinnubærinn
Akureyri er til að mynda fágætt og eftirbreytnivert dæmi um
þessa samstöðu bænda og bæjarfólks á íslandi.
Kaupfélögin hafa auðvitað færst æ meira í þann stakk að
verða öflugar og vel búnar þjónustuverslanir neytenda í
bæjum og byggðum landsins, og hlutdeild þeirra í heildarversl-
uninni er hvarvetna mjög mikil nema helst á mesta þéttbýlis-
svæðinu suðvestan lands. Hinar fjölmennu lanastéttir þar hafa
ekki enn nýtt sér í nógu ríkum mæli úrræði samvinnuverslunar
til þess að drýgja laun og bæta afkomu heimilanna. Þó hafa á
allra síðustu árum orðið miklar breytingar til bóta í þessum
efnum. Má minna á stórverslanir samvinnumanna á Suður-
nesjum og í Hafnarfirði þar sem æ fleiri leita viðskipta þessi
missirin.
Lítil hlutdeild
í Reykjavík
Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis hefur lengi starfað
með blóma og góðri forsjá í höfuðborginni og hefur þar
nokkuð á annan tug myndarlegra verslana. Það er nú mjög
traust og vel stætt félag og vel í stakk búið til stærri átaka. En
eigi að síður er hlutdeild þess í neytendaverslun höfuðborgar-
innar allt of lítil enn, þótt það hafi haldið vel hlut sínum hin
síðustu ár. En launafólkið hefur ekki til þessa fylkt sér um það
í nógu ríkum mæli. Hlutdeild KRON er og hefur ekki verið
nema um 10% í neytendaverslun höfuðstaðarins. Það er miklu
minna en í flestum eða öllum höfuðborgum og stórbæjum á
Norðurlöndum. í Stokkhólmi og Gautaborg hafa samvinnu-
félögin t.d. um 25% af neytendaversluninni og litlu minna í
mörgum borgum Danmerkur, Noregs og Finnlands. Þar hefur
launafólkið fundið og skilið í ríkari mæli hver Iyftistöng
samvinnuverslun er í kjarabaráttunni. Nú er tækifærið til þess
að gerbreyting verði á þessu hér.
Sameiginlegt stórátak
Með stofnun Miklagarðs hafa samvinnufélögin á suðvestur-
horninu tekið höndum saman við heildarsamtök samvinnu-
manna í landinu um þetta stórátak í samvinnuverslun. KRON
á þar mestan hlut að, enda er þetta á félagssvæði þess.
Samvinnufélagið Mikligarður mun opna þessa stærstu verslun
landsins á sex þúsund fermetra gólffleti. Þar verður nýtt sú
reynsla sem best hefur fengist í rekstri stórmarkaða á
Norðurlöndum. Þar verður vöruúrvalið meira og betra en sést
hefur á einum stað í verslun hérlendis. Með sameiginlegum
stórkaupum og viðskiptum við samvinnusambönd næstu landa
verður reynt að ná lægra vöruverði en áður hefur tekist í
almennri neytendaverslun hér á landi. Þetta verður stórmark-
aður í fyllsta skilningi.
Mörg launamannasamtök hafa þegar sýnt þessu hagsmuna-
máli launafólks mikinn áhuga og veitt mikilvægan stuðning við
þetta stórátak. Það gefur rökstuddar vonir um að hvort
tveggja gerist nú, að. þessi Mikligarður launafólksins í
Reykjavík og nágrenni valdi sögulegum þáttaskilum í íslenskri
samvinnuhreyfingu, verði upphaf stórsóknar hennar í neyt-
endaverslun borgarbúa, og um leið nýr og sterkur hagsbóta-
þáttur í lífskjarabaráttu þúsunda heimila.
En jafnframt verður launafólkið í borginni að gerast virkir
þátttakendur í samvinnustarfinu með fullum félagsréttindum
og þar með áhrifavaldi til þess að ráða framvindu þessa
samvinnustarfs sjálfu sér til hagsbóta. Félagsþátttaka í KRON
getur veitt launafólkinu áhrifavald til þess að gera Miklagarð
raunverulega að sinni eigin verslun, þar sem það gengur ekki
aðeins um garða sem gestir að leita þeirrar vöru sem heimilin
þarfnast og skiptir síðan við aðila sem því kemur ekki við að
öðru leyti, heldur beitir áhrifum sínum til þess að málum sé
hagað þar til sem allra bestrar þjónustu og hagsbóta fyrir
launafólkið sjálft og með þeim hætti sem það sjálft ræður
nokkru um.
Fólkið sem kemur til þess að kaupa heimilum sínum
nauðþurftir í Miklagarði á ekki að vera þar óvirkir viðskipta-
menn heldur félagsfólk sem getur og vill ráða þessum
hagsmunamálum sínum með félagslegu áhrifavaldi.
Stærsti leiðarsteinninn
Mikligarður samvinnufélaganna í mesta þéttbýli landsins er
framrétt hönd til slíkrar neytendasamvinnu en ekki aðeins nýr
og glæsilegur stórmarkaður í borginni. Ef launafólkið og
samtök þess í höfuðborginni tekur í þessa hönd og nýtir sér
þau tækifæri sem þar bjóðast, ekki aðeins til þess að njóta þar
góðra verslunarkjara og þjónustu heldur beinlínis til þess að
ráða nokkru um það sem þar er að gerast og gerist vonandi á
næstu árum og áratugum, hefur alveg nýr samvinnusáttmáli
verið gerður og nýtt og stórbrotið framfaraskeið neytenda-
samvinnu er að hefjast hér á landi.
Það er eitthvert mesta hagsmunamál launafólksins -
einkum láglaunafólks - að nýta sér samvinnuúrræði til þess að
afla heimilum sínum góðra, fjölbreyttra og eins ódýrra vara
og unnt er, og jafnframt hafa áhrif á og ráða þessari mikilvægu
starfsemi með virkri félagsaðild. Jafnframt þarf auðvitað að
hyggja að því, hvort ekki er iiauðsynlegt að greiða slíku
áhrifavaldi neytendanna leið að starfseminni með nýjum
úrræðum og breyttu samvinnuskipulagi á einhvern veg á því
nýja neytendaskeiði íslenskrar samvinnuhreyfingar sem nú er
hafið, þar sem Mikligarður er stærsti leiðarsteinninn.
Andrcs Kristjánsson