Tíminn - 13.11.1983, Blaðsíða 26
SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
■ „Svörtu hundana sína“, kallaði Winston Churchill þunglyndisköstin sem settust að honum af og til. Hægra megin má sjá fjórar heimsfrægar persónur
sem einnig voru þungt haldnar af þessum kvilla.
ÞUNG-
LYNDI
Sjúkdómurinn
sem veldnr sálarkvölum
og sjálfsmorðslöngun
■ Hér er sjúkdómur á ferðinni sem laðað hefur stórfengleg listaverk upp úr djúpi örvæntingaræðis og gert
margan manninn að lifandi draugi. Glaðvært fólk verður að sífrandi nöldurskjóðum sem stara longum tómum
augum út i myrkrið án nokkurrar lífslöngunar. Sjúkdómur þessi rifur og slitur fórnarlömb sín af sektarkennd
og kveljandi minnimáttarkennd, sem rænir þá hvild og eðlilegum svefni.
Samt eru fyrstu einkennin svo mein-
leysisleg: Mamma er oröin dálítið undar-
leg upp á síðkastið. Hún er orðin
lystarlaus og hana langar ekki til eins né
neins. Sama er hvaða vitleysu hún les í
dagblöðunum, - henni þykir það allt
skelfing sorglegt. Henni finnst vinnan
sér ofviða og kvartar yfir því að hún
þurfi helmingi lengri tíma til hlutanna en
áður. Meltingin er ekki upp á það allra
besta, en allra verst er það þó að hún er
farin að glaðvakna klukkan fjögur á
hverri nóttu. Ehgu skiptir hvort hún fer
fyrr eða seinna að sofa. Þar að auki er
hún alltaf svo hræðilega þreytt. Ilún cr
til dæmis allt of þreytt til þess að fara í
leikhúsið, og við sem höfðum ætlað að
fjörga hana við með því. Hún lætur sér
fátt um finnast þegar við færum henni
eitthvað, - svo fátt að það jaðrar við
vanþakklæti. Hún þakkar að vísu kurt-
eisislega fyrir sig, en það sáust ekki á
henni minnstu merki um gleði.
Svartsýnisþokur
Eru þetta tómir dyntir? Eöa er þetta
breytingaaldurinn? Þessi cru merkin um
byrjandi þunglyndi. Þegar best lætur
hverfa einkennin aftur af sjálfu sér. Þá
hefur sálin læknast af þessu eins og
andlegri kvefsótt. En þcgar verst lætur
cr þarna um að ræða truflun í sálarlífinu,
sem leiðir á endanum til þess að sjúkl-
ingurinn lokar sig inni í cjnskonar fang-
elsi, þar scm engum geisla er hlcypt inn
af jákvæðri hugsun. Þá hefur þunglyndið
spunnið hjúp úrskeytingarleysi ogsvart-
sýnisþokum, ótta og andstyggð á um-
hverfinu, sem veldur fullkomnu ráðleysi
til þess að mæta öllum vanda, stórum og
smáum. sem upp á ber og úr þarf að
leysa. Þetta spillir fjölskylduhamingj-
unni, vinum fækkar oggjarna er brugðið
á það ráð að halla sér að flöskunni. Nei,
það er ekki að undra að þcssi sjúkdómur
cr talinn eiga sök á 60 prósentum allra
sjálfsmorða.
Oft virkar þetta fólk á umhvcrfið scm
seinlátar og daufgerðar manneskjur scm
fáum þykir gaman að samneyta og hið
innra með þeim kraumar sjálfsásökunin.
Hún kcmur af því að sjúklingurinn telur
að hann sé öðrum til byrði. Loks hcfur
þunglyndiö sömu áhrif og dcyfilyf á allar
tilfinningar: Hugsunin verður köld og
skýr. Emile Durkheim, sem ncfna mætti
„afa“ félagsfræðinnar og rannsókna á
sjálfsmorðum sagði: „Sjúklingurinn
vcrður óvenju ákveðinn gagnvart því
scm fyrir dyrum stcndur. Hann tekur
sallarólegur fram þau meðul eða áhöld
scm hann hyggst granda sér mcð.“
Margir sigla í átt að sjálfsmorðinu á
táraflóði, en stundum tekur sjúkdómur-
inn einnig þessa undankomulcið af fólki
og það grætur þurrum augum í bókstaf-
legum skilningi. Margur leggst scm hold-
gcrvingur óhamingjunnar fyrir í skauti
sjúkdómsins, en aðrir leika sitt hlutvcrk
af list og láta engan að því komast að
þeir sjá ekki lengur hina minnstu glætu
sem vísa má þeim lciö út úr völundarhúsi
liarma þeirra.
13-hver er þunglyndur
Ekki er það ætíð að hin andlega
formyrkvun, sem lcggst eins og kyrking-
aról að lífslöngun sjúklingsins, komi
fram í æðrunarorðum cinum saman. Það
gerist æ algengara nú á dögum að þessi
gamli sjúkdómur orsaki allskyns líkam-
lcga vanlíðan. Þá beinir læknirinn hlust-
urnarpípu sinni auðvitað aðeins að þeim
stöðum þar sem verkir gera vart viö sig.
Þunglyndiö bregður sér nefnilega í
margs konar dulargervi. I Vestur-
Þýskalandi er talið að nú þjáist þrjár
milljónir manna af þessum kvilla, það er
að segja 13. hver fullorðinn maður.
Börn ogunglingarþjástsjaldnaraí þessu
og þá eru cinkennin vægari.
Þunglyndið er því lævís sjúkdómur,
þar sem sjúklingarnir gcta leitt ættingja
sína og lækna afvega árum saman og
dulið raunverulegar orsakir. Þcgar þján-
ingarnar gera vart við sig laumar sjúk-
dómurinn þeim gjarna í hina og þessa
liluta líkamans, sem menn tengja ekki
andlegu ástandi þess sjúka. Þannig birt-
ist sjúkdómurinn í helmingi tilfella scm
migrene, magaverkir, hjartaverkir og
blóðrásartruflanir.
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin
(WHO) álítur að 15-18% allra þcirra
sjúklinga sem vitja almennra lækna þjá-
ist af andlegum kvillum en ekki líkam-
legum. Þcir algengu fordómar, að telja
andlega vanlíðan vera það sama og
geðbilun eiga hér hlut að máli. Þá er það
mikið atriði að í mannlcgu samfélagi er
auðveldara að vekja umhverfið til
samúðar með veikindum sínum, séu þær
líkamlegar en ekki andlegar. („Sjáið
bara hvernig ég meiddi mig“). Margir
vilja líta á þunglyndið sem „lúxus"-
sjúkdóm. Það er heldur ekki svo langt
síðan hætt var að afgreiða mál þessa
fólks með því að segja að það væri
„ímyndunarveikt." Sjúkdómsgreiningin
hljóðaði þó betur með því að talað var
um „vegetativa Dystoniu" og „psycos-
ómatískar" truflanir. En undir niðri
voru bæði læknar og aðrir sem hugleiddu
málið vissir um að hér væri um að ræða
sjálfselsku, - fólk sem hefði of mikinn
tíma til þess að sinna einhvers konar
„naflaskoðun".
Sama hlutfall í Indlandi
og London
Þunglyndið er ckki bundið við eitt
land öðru fremur. Það er heldur alls
ekki, -svo sem löngum var álitið, - neins
konar menningarsjúkdómur. Hvorki
veðurfar né efnahagsástand, rigning eða
stjórnarform, ræður hvenær það kemur
fram. Rannsóknirsem WHO hefurstað-
ið fyrir sýna að hlutfallið er jafn hátt í
tilteknu sveitahéraði í Indlandi og í
London: Þunglyndiðhrjáirfimm prósent
manna á báðum svæðunum.
Líkur benda til að eins hafi það verið
í Grikklandi hinu forna: Hippokrates
(460-599 f. Kr.) sem er talinn forfaðir
læknavísindanna, hafði ekki síður gefið
gaum að þunglyndinu en heimspekin-
garnir Platon og Aristoteles. Það kom til
af margbreytilegri mynd þjáninganna:
Stafaði hin botnlausa hryggð af nei-
kvæðri heimsskoðun eða þjáningum í
taugakerfinu?
Hippókrates nefndi þunglyndið „svar-
tagallssýki" og var það í samræmi við
tilraun hans til þess að kenna það
offramleiðslu á svörtum gallvökva.
Þennan vökva töldu menn til forna
orsök martraða og er hann þar talinn í
litlu magni í líkamanum, á sama hátt og
gula gallið, en það sögðu menn orsök
ofsabræði. Samt var það svo að þessi
mikli mannþekkjari, sem uppi var fyrir
2400 árum, komst að kjarna málsins:
„Þunglyndið sest einkum að þeim
mönnum sem ekki fá nóg loft undir
vængi sálar sinnar."
Enginn hefur vogað sér síðustu tvö
þúsund árin að efast um að örvæntingin
eigi sér ból í sálinni. Þar að auki mátti
oft sjá menn sem voru ágætlega á sig
komnir líkamlega þjást af þessum kvilla.
Vandinn var aðeins sá að finna aðsetur
sálarinnar. Hippokrates leitaði hennar í
líkamsvessunum.
Sálin og eðli hennar
Á miðöldum gerðu menn ráð fyrir
tómarúmi í líkamanum, þarsem djöflar
og englar gátu gengið út og inn á víxl og
ráðið þannig því skapi sem menn voru í.
Alþýðan taldi öldum saman að sálin væri
einhverskonar loftbóla, sem væri á ferð
í gennd við hjartað og ryki út eins og
gufa við dauðann. Segja má að þessi trú
hafi verið kvödd á 20. öldinni. Sál
mannsins býr í höfði hans og skaplyndið
fer eftir starfsemi heilans. Sálrænar trufl-
anir nefnum við öll frávik frá því
algenga á starfsemi hans. Þunglyndið er
kynlegt og illskiljanlegt þeim sem sjálfur
þekkir ekki að marki til þess: Það sest
að mörgum mánninum sem ætti að vera
mikill lukkunnar pamfíll. Hins vegar
lætur það margan hrakfallabálk örlag-
anna ósnortinn.
Þunglyndið bregður hinni skuggalegu
hettu sinni yfir nær helmingi fleiri konur
en karla. Það sest fremur að vinnusömu
og hversdagslegu fólki sem elskar náung-
ann, en að samviskulausum dröbburum
og rígmontnum hönum sem engan elska
nema sjálfa sig. Það sest fremur að vel
viti bornum mönnum og tilfinninganæm-
um en kaldgeðja skynsemitrúar-
mönnum. Borgarbúum er gjarnara að
falla í gildrur þess en sveitafólki.
Mannsheilinn er gerður úr billjón
frumum, hinum svonefndu nevrónum.
Heilanum er skipt niður í margar deildir,
líkt og hverju öðru vel skipulögðu fyrir-
tæki. Deildin „Tilfinningar" hefur aðset-
ur sitt í „limbiska" kerfinu svonefnda og
við heilastofninn og þaðan er tilfinninga-
næmi vort runnið. í samræmi við boð
ýmissa stöðva skynjunar og hugsunar
sendir „Tilfinningadeildin" frá sér gleði
eða sorg, vongleði og athafnagleði, auk
matarlystar og kynlífslöngunar.
Hjá þunglyndu fólki vinnur þessi deild
aðeins af hálfu afli og framleiðir margs-
lags gallaðan varning, - ótta og bölmóð.
Dæmigert er að sjúklingurinn, sem þó er
svo niðurdreginn að sjá, getur ekki
fundið til neinnar raunverulegrar sorgar.