Tíminn - 13.11.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.11.1983, Blaðsíða 2
■ Matreiðslan hafin hjá Kim Kim í Kofanum kynnir: ■ Hún Klara litla var ekki par spennt fyrir því að fá að vera með á myndinni með mömmu og pabba. Þjoðarrett Kóreumanna BULGOGI ■ Mér skilst að ég hafi kontið þvi mjög svo rækilega til skila á siðum Tímans á sl. sumrí, að ég hafi sótt heim lokaðasta kommúnistaríki jarðarinnar, Norður-Kóreu. Sumum þótti nóg um, og jafnvel mér sjálfrí, en Suður-Kóreu hef ég svo sem enginn skil gert, hvorki á ferðasíðu, né matarsíðu, og til þess að gæta nú jafnvægisins góða, skal hér gerð bragarbot. Ekki þó bragarbót í bók- staflegum skilningi, heldur örlitið yfirfærðum, þar sem ég sæki ein- ungis heim veitingastað hér í Síðu- múlanum, er Kofinn nefnist en hann reka einmitt sæmdarhjón frá Suður- Kóreu er Kui Ja Choi og Tae Choi Kim heita (hennar nafn er á undan) Þau eiga 5 ára dóttur sem heitir Klara J. Kim — hún er fædd hér á landi. Þau eru kölluð Coi og Kim og hafa þegar getið sér gott orð hér í Múlahverfinu, fyrir góðan, ódýran, nýstárlegan mat, elskulega, hlýlega framkomu og öldungis frábærar vorrúllur. Ég hafði með mér blokk og penna þegar ég snæddi hjá þeim í vikunni, sem ég geri nokkuð reglu- lega. Choi, segðu mér eitthvað af ykkur og ykkar högum, áður en ég fæ sérfræðilcg- ar upplýsingar Kim um kóreanskan mat. „Ja, hvað viltu vita. Við höfum verið hér á íslandi í 9 ár, og þangað til við opnuðum þennan stað þá vann ég sem sjúkraliði en Kim starfaði hjá Stálvík. Við fórum frá Kóreu fyrir 12 árum, en vegna millilandasamnings sem var þá í gildi á milli Vestur-Þýskalands og Suður- Kóreu, þá gátum við flutt þangað, og við bjuggum í þrjú ár í Hamborg, en komum svo hingað fyrir 9 árum. Okkur líkar alveg Ijómandi vel hérna á Islandi, eigum góða vini og kunningja, erum í góðri vinnu og höfum það ágætt, en veðrið mætti vera betra. Það er t.d. 17 gráðu hiti í Kóreu núna, ég veit það því Kim talaði við systur mína í morgun, sem kemur nú um mánaðamótin til okkar og verður hér í þrjú ár. Ég hlakka ósköp mikið til þegar hún kemur, en ég . hef ekki séð hana síðan 1978, en þá fórum við til Kóreu í heimsókn. Víst var það gaman, en allt var svo breytt, að við þekktum okkur varla aftur. Það var búið að byggja svo mikið af nýjum byggingum brcyta skipulagi og fleira og fleira. Hvort mig langar ekki að flytja aftur heim, það skal ég ekki segja um, en ég ætla að deyja þar.“ - Kim, segðu mér, hver finnst þér vera mest einkennandi munurinn á matargerðarlist okkar íslendinga og ykk- ar Kóreumanna? „Munurinn er ofboðslega mikill. Hjá ykkur er það bragð hrácfnisins sem er ríkjandi bragð - þið notið ekki mikið krydd, en við notum svo mikið krydd, að bragðið gjörbreytist eftir að kryddið, allar tegundirnar eru komnar í réttina. Annað scm einkennir okkar mat, er að aukaréttir með aðalrétti eru yfirleitt mjög margir, kannski átta. en hér eru þeir ekki svo margir." -Nú eru kryddkótiletturnar þínar og vorrúllurnar afskaplega vellátin hér í Síðumúlanum, hvað veldur? „Jú, sjáðu til. Ég bý til afskaplega flókna kryddblöndu, sem íslendingar eru mjög hrifnir af. í henni eru 13 tegundir af kryddi, þannig að ég ætla að sleppa því að gefa þér uppskriftina að henni, en gefa þér þess í stað uppskrift- ina að þjóðarrétt okkar Kóreumanna, sem ég get því miður ekki enn boðið upp á hér í Kofanum, því það vantar tæki til þess." - Ég smakkaði hins vegar þjóðarrétt- inn góða í Kóreuferð minni, og get óhikað mælt með honum. Buigogi - þjóðar- réttur Kóreumanna fyrir fimm manns 1 kg. meyrt gott nautakjöt (helst nauta- filc eða lundir) en má nota kjöt af lambalæri ef vill. Soyasosa 8 matskeiðar, helst Kikkoman sykur 3 matskeiðar hvítlaukur, ein matskeið af honum press- uðum sesamfræ 2 matskeiðar, fræin steikt á pönnu, án feiti, þar til orðin brún ■ Bulgogi með öllum fylgiréttunum. sesamolía, 2 matskeiðar (ef hún fæst ekki, þá má nota salatolíu, perusafi, 3 matskeiðar af safa úr ávextin- um ferskum, ef hann er ekki fáanlegur, Tímamyndir Róbert þá 3 matskeiðar hvítvín svartur pipar Vi teskeið púrrulaukur, fínt saxaður 5 matskeiðar, ef hann er ekki til þá venjulegur laukur. Matreiðsluaðferð Nautakjötið (lambakjötið) er sneitt niður eins fínt og hægt er, best er ef hver sneið er 2 til 3 millimetrar. Öllu krydd- inu, soyjasósunni og lauknum er hrært saman, og kjötsneiðamar em marineraðar í leginum í ca. hálfa klukkustund. Steik- arpanna er forhituð og úðuð með olíum alls ekki miklu, kjötinu brugðið á pönnuna örsnöggt, aðeins smáskammtur í einu og tekið aftur. Rétturinn þar með tilbúinn og snæddur með soðnum hrís- grjónum. Kim upplýsir að réttur þessi sé enn betri útigrillaður, en steiktur á pönnu. Nú, Kim segir að þótt þessi réttur sé yfirleitt snæddur með einum átta auka- réttum, þá ætli hana að láta nægja að gefa uppskiftina að tveimur slíkum, sem eru hrásalat og baunaspíruréttur. Kínakálsalat 1 haus kínakál, 500 grömm eða svo, eða Icebergsalat, það er skorið niður í hæfilega munnbita. 1 matskeið púrrulaukur, saxaður 2 matskciðar sesamolía (salatolía) 1 matskeið soyasósa Chilipipar, örlítið Aromat, örlítið Salt Kryddinu blandað saman og kálinu velt upp úr því, hrært vel saman Baunaspírur 250 grömm baunaspírur 2 matskeiðar oiía soyjasósa, ein matskeið örlítið af hvítlauk 1 teskeið sesamolía Steikarpannan er forhituð, í 180 gráður, baunaspírurnar eru snöggsteikt- ar í olíunni á pönnunni, soyasósu og kryddi blandað saman við. Kim segir að baimaspírur séu alltof mikið snæddar hráar hérlendis, þær séu miklum mun betri steiktar, þó það sé ekki nema bara svona snöggsteiktar, eins og hann mælir með. Þessa tvo rétti, ásamt hrísgrjónunum segir Kim að sé alveg nóg að bera fram með þjóðarrétti þeirra Kóreumanna, en ég má til með að sýna hvernig rétturinn lítur út þegar allir fylgiréttirnir eru til staðar. En það er fremur til skreytingar, en eftirbreytni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.