Tíminn - 13.11.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.11.1983, Blaðsíða 4
4 fírómi SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 rm ** ** ** *** 1 II ' mm 'i / ■ Aðalsteinn Sigurðsson, fiskifræðingur, Karl Gunn- arsson, þörungafræðingur og Erlingur Hauksson, botn- dýrafræðingur (Tímamynd G.E.) ■ Surtsey i mótun. Gosið hófst þann 14. nóvember og því eru nú 20 ár liðin frá upphafi þess. Barátta lífsins við eyðingaröfl í Surtsey Surtsey verður 20 ára n.k. mánudag. í tilefni af því ræðum við hér við þrjá vísindamenn, sem rannsakað hafa landnám lífs við eyna ■ Hvernig og við hvaða skilyrði kviknaði lífið á jörðinni í árdaga? Hvaða verur voru það sem þar með gátu gert tilkall til frumburðaréttar á móður Jörð? Enn er þessum spurningum ekki svarað að fullu, en getum hefur verið að því* leitt og satt að segja fullyrt að það muni hafa gerst í vatni. Þau hafa ekki verið margbrotin skilyrðin sem þessi „veiki gróður,“ hver sem hann annars hefur verið, hefur orðið að sætta sig við í byrjun. Ekki síst hefur það gert rannsóknir á þessu efni erfiðar, að ekki er auðvelt að endurskapa umhverfi til athugana sem er jafn dautt og autt sem jörðin þá hefur verið. Fyrir 20 árum, eða nánar til tekið þann 14. nóvember 1963 gerðist sá atburður að við suðurströnd íslands kom upp eyja í eldgosi, - eyja sem aldirnar og árþúsundirnar höfðu ekkert tækifæri fengið til að móta og umskapa. Þetta var nýtt land í þess orðs bókstaf- legu merkingu, nýtt eins og fastaland. jarðar einu sinni hefur verið. Hvílíkt tækifæri var hér ekki komið til rannsókna! Ekki svo að skilja að menn fengju hér færi á að sjá kviknun lífsins endurtaka sig á sama hátt og að framan er um rætt. En kviknun lífs eigi að síður, - þess lífs sem var í sjónum allt umhverfis og umsvifalaust mundi leggja til atlögu við auðnina. Hvernig mundi sú orrusta fara fram? Vísindamenn víðs vegar úr heiminúm' ýrpist komu á vettvang eða rituðu eftjf upplýsingum og íslenskir vísindamgpn lufa öll þau ár sem síðan eru liðin fylgsj yandlega með framvindu mála. Þegár áriö 1965 var hið svonefnda Surtseyjarfélag stofnað og í tilefni tuttugu ára afmælis eyjarinnar fengum við þrjá félaga þess til þess að ræða við okkur. Þeir eru Aðalsteinn Sigurðsson, fiskifræðingur, Karl Gunnarsson, þör- ungafræðingur og Erlingur Hauksson, botndýrafræðingur. Þar sem Aðalsteinn Sigurðsson hefur lengsta reynslu af rannsóknum á Surtsey, báðum við hann að leiða fyrsta hlutann af þessu spjalli. „Já, það var þann 14. nóvember 1963 scm gosið hófst,“ segir Aðalsteinn, „og þar sem þetta var nú í útjaðri vertíðar- svæðisins, á Selvogsbanka og rétt fyrir vertíðarbyrjun, þá voru menn uggandi um að þarna yrði sjórinn ákaflega heitur og eiturefni breiðast út með ófyrirsjáan- legunt afleiðingum fyrir fiskveiðar. Því flýttum við okkur þarna austur eftir eins fljótt og við mögulega gátum, og vorum við Ingvar Hallgrímsson komnir þarna hálfutn mánuði eftir að gosið byrjaði. Sem betur fór kom í Ijós að hvorki breiddist þarna út hiti né eiturefni, en sumir voru víst hræddir um að rekast á soðinn fisk þarna. Athuganir okkar sýndu þvert á móti að dýralífið var með eðlilegum hætti alveg að eynni, allt frá svifi og niður í botndýr. Þó hafði gosið nokkur áhrif á hrygningarstöðvar síldar- innar þarna í grennd í fyrstu, þar sem gosefni lögðust á botninn, en það skilst mér að sé að lagast. Þarna gaus til vors 1967 og þótt einhverjar slettur kæmu .aftur, þá var það ekki neitt að ráði. Ég tók þarna botnprufur eins nærri og ég gat út frá eynni, 12 mílur réttvísandi suður og norður, austur og vestur. Þetta var svo gert í vö ár, fjórum sinnum á ári. En jraö var sem sé aðeins þar sem gosefnin lögðust á botninn sem ein- hverra breytinga varð vart.“ - Hvenær var Surtseyjarfélagið stofnað? „Það var stofnað vorið 1965 og þá var þegar byrjað að fá menn til þess að fylgjast með því sem gerðist í neðansjáv- arlífi Surtseyjar þegar þar færu að mynd- ast dýrasamfélög. Það var Dani sem var fenginn til þess og hann var þarna fram til vors 1967, en þá gafst hann upp á þessu. Þá var það sem við Sigurður Jónsson fórum þarna út og þá var kafað í fyrsta skipti við eyna. Má segja að það sé byrjunin á þeim „fasa,“ scm við erum að vinna að ennþá. Um þetta leyti var búið að útvega fé til þessara rannsókna frá erlendum aðil- um. Voru það fyrst og fremst Anteríkanar framan af, en síðar veittu Vestur-Þjóð- verjar ríflegan styrk til neðansjávarrann- sóknanna. Hér voru tvívegis haldin þing um Surtsey með erlendum þátttakend- um, enda hafa erlendir menn alla tíð unnið með í þessu. Fyrsta sumarið voru það heldur fá botndýr, sem við fundum þarna, varla nema um 20 tegundir. Þessi tala hafði fimmfaldast næsta ár. Ég verð þó að nefna það að þegar vorið 1965 komu þarna upp fyrstu botndýrin sem sannan- lega voru vaxin upp af lirfu, en það voru gluggaskeljar og holsepar. Þetta eru svifætur og þær hljóta að koma fyrst, þar sem ekki eru lífsskilyrði fyrir annað, en þegar svifætur hafa komið sér fyrir koma „kjötætur". Svo þegar þörungarnir eru komnir koma svo þau dýr sem á þeim lifa. Eins komu þarna breiður af kræk- lingi all snemma og þá lét krossfiskurinn ekki á sér standa að koma að gæða sér á þeim.“ - Þarna var snemma reist rannsókna- stöð? „Já, það var Bandaríkjamaðurinn Paul Bauer sem gaf fé til byggingar hennar. Þetta hús notuðum við all nokkuð, meðan við vorum að skoða fjörur þarna, og þá gistum við þar, en annars var það meira notað af þeim sem rannsökuðu líf upp í eynni. Þarna lágu þeir líka við með gúmmíbát við þörunga- rannsóknir árið 1971, Karl Gunnarsson og félagar hans.“ - Hvað getur þú sagt okkur um þær rannsúknir, Karl? „Já, þarna var um að ræða rannsóknir á þörungum í sjó og þeim var skipt í tvennt, þ.e. í fyrsta lagi rannsóknir á þörungum neðan fjörunnar og í öðru lagi rannsóknir á þörungunum í fjörunni sjálfri. Við rannsóknirnar á þörungunum neðan fjörunnar, þ.e. á þörungum í sjó var gert út frá rannsóknarskipi með gúmmíbát, en rannsóknir á fjörunni fóru fram frá landi. Nú, það var mjög misjafnt hvernig aðstæður voru til þess að komast á land og fór það eftir því hvernig fjaran var í það og það skiptið. Norður úr eynni gengu sandnes og þar er oft mjög erfitt að lenda vegna stórgrýtis í fjörunni. Því hafa ferðir á land oft reynst hinar mestu svaðilfarir, bátum hefur hvolft og við- kvæm tæki lent í sjónum og eyðilagst. Þótt sjór sé sléttur vara menn sig ekki alltaf á því að það er aðdjúpt þarna og aldan getur því verið kröpp við strönd- ina. Menn sem ætlað hafa að ganga á land í stígvélum með myndavélina á maganum. Hafa því margir farið illa út úr því. Fyrstu þörungarnir og reyndar fyrstu lífverurnar, sem fundust á eyj- unni, voru kísilþörungar, sem Sigurður ■ Svona leit eyjan út í ágúst 1980. Stöðugt brotnar af strönd- inni i sjóganginum, stundum hverfa hundrað metrar á einum vetri. (Ljósm. Landmælingar jslands). •'Í’ í * !

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.