Tíminn - 13.11.1983, Blaðsíða 23

Tíminn - 13.11.1983, Blaðsíða 23
Psychic Tv í Hamrahlíð ■ Endanlega hefur verið staðfest að breska hljómsveitin Psychic Tv mun halda hér tónleika þann 23. nóv. n.k., en raunar koma þeir hingað þann 14. nóv. og verða í einn dag, svona til að anda að sér loftinu og athuga „orkustöðvar" hérlendis, en á þeim hafa þeir mikla trú. Tónleikar þeirra verða í Mennta- skólanum við Hamrahltð og fyrstu 230 miðunum fylgir sérstakur boð- skapur frá þeim en 666. gesturinn fær aftur á móti sérstaka meðferð, verður þó vonandi ekki fórnað. Með þeim á tónleikunum kemur fram hljómsveitin KUKL, en þar sem söngvari hennar Einar Örn er staddur erlendis verða tónleikarnir sendir út í gegnum gerfihnött þannig að mynd af Einari birtist á sjón- varpsskjá og röddin í gegnum síma- línu í hátalarakerfi húsins Forsala aðgöngumiða fer fram í Gramminu á Laugavegi 17. -FRl MUSKHLRAUNIR ’83 — lifandi tónlistarkvöld í Tónabæ á vegum SATT og Tónabæjar ■ SATT og Tónabær hafa ákveðið að gangast öðru sinni fyrir Músíktilraunum og verður fyrsta kvöldið þann 17. nóv- entber n.k. en Músíktilraunirnar í fyrra þóttu takast mjög vel og þá tóku þátt í þeim yfir 30 hljómsveitir. Nokkur hljóðver hafa gefið SATT og Tónabæ 20 tíma til Músíktilrauna ’83. Eina skilyrðið af þeirra hálfu er að vinningshljómsveitirnar velji í samráði við viðkomandi hljóðver. hljóðstjóra sem svo hafi yfirumsjón með upptök- í tilkynningu sem Nútímanum barst frá SATT ogTónabæ um Músíktilraunir ’83 segir: „Músíktilraunir ’83 eru hugsaðar sem tækifæri fyrir tónlistarmenn að koma á framfæri frumsömdu efni, óháðu ríkj- andi sölulögmálum hljómplötumarkað- arins. Að gefa tónlistarmönnum tækifæri á að gera tilraunir í hljóðverum, fyrst og fremst með tónlistarlega þróun í huga. Sex tilraunahljómsveitir spila hvert kvöld og komast tvær áfram til úrslita á lokakvöld. Áheyrendur gefa hverju verki, sem hver hljómsveit flytur stig. Þrjár stigahæstu hljómsveitirnar á loka- kvöldinu hljóta tuttugu tíma í hljóðveri í verðlaun. Hver hljómsveit má flytja 4 frumsamin lög. Áhersla er lögð á að hljómsveitum úti á landsbyggðinni sé boðið þátttaka og Músíktilrauna ’83 reyna að beita sér fyrir lækkun ferðakostnaðar vegna þátt- töku t.d. með útvegun hljóðfæra o.s.frv. Verði meira framboð af hljómsveitum en mögulegt verður að koma fyrir á þessum kvöldum skal nefnd á vegum SATT og Tónabæjar sjá um forval. Sama nefnd sér um niðurröðun hljóm- sveita fyrir hvert kvöld. unni. Vinningshljómsveitirnar draga um hvaða hljóðver verður fyrir valinu. Þátttaka: Hljómsveitir geta tilkynnt þátttöku sína í Músíktilraunir '83 bréf- lega eða símleiðis í Tónabæ Skaftahlíð 24 sími 35935. Þátttöku tilkynningar þurfa að berast fyrir 12. nóv fyrir fyrsta M ,T. kvöldið annars 5 dögum fyrir hvert kvöld. Músíktilraunir '83 varða haldnar í Tónabæ á hverjum fimmtudegi og er fyrsta kvöldið 17. nóvember síðan 24. nóvember 1. desember 8. desember 9. desember, Úrslitakvöld. Þekktar hljómsveitir í íslensku tónlist- arlífi verða fengnar til að spila sem gestir á hverju kvöldi. Allir sem áhuga hafa á lifandi tónlist eru velkomnir á þessa tónleika og er það von aðstandenda Músíktilrauna '83 að þetta framtak leiði til aukinnar þróunar íslenskrar dægur- tónlistar og meiri breiddar í útgáfu." Hljómsveitin Medium treður upp á síðustu Músiktilraunum. Plötur Linton Kwesi Johnson á tónleikum hér: Með eitt besta reggae band heims ■ Skáldið Linton Kwesi Johnson mun koma fram á tónleikum „Við krefjumst framtíðar" hér á landi í byrjun desember og verða tónleikarnir annað hvort 1. eða 2. des. í Háskólabíó eða Sigtúni. Með Linton kemur reggae hljómsveit- in Denis Bovell Dub band sem er ein besta reggae hljómsveit heimsins um þessar mundir, en forsprakki hennar Denis Bovell er jafnframt mjög þekktur „pródúser" innan þessarar tónlistar- stcfnu. Hér er því um mikinn hvalreka að ræða á fjörur landans, svo notað sé gamla gullaldarmálfarið því það er ekki á hverjum degi, eða ef út í það er farið á hverju ári sem maður á borð við Johnson sækir okkur heim. -FRI FRAKKA-HAHÐ ■ í tilefni af útkomu fyrstu lp plötu hljómsveitarinnar Frakkanna efna þeir til hátíðar í veitingahúsinu Safari dagana 17. til 20. nóvember n.k. þar sem flutt verða lög af plötunni sem hlotið hefur nafnið 1984. Sérstakir gestir Frakkanna á þessari hátíð verða þeir Björgvin Gíslason, Þijár nýjar ■ Hljómplötuútgáfan Steinar sendii frá sér þrjár nýjar íslenskar plötur um næstu helgi en það eru plöturnar Kalinka með meistaranum Graham Smith, Gas með Baraflokknum og svo safnplata Bubba Morthens Línudans. Ásgeir Óskarsson og Soul-systur en það eru þær Hanna Steina, Linda og Helga. Tónleikarnir þann 2. nóv. eru ungl- ingatónleikar en eftir þessa hátíð eru Frakkarnir bókaðir á Hótel Borg þann 30. nóv. og í Félagsstofnun Stúdenta þann 9. des. -FRI hjá Steinar Fyrir skömmu sendi útgáfan svo trá sér nýja plötu með Jóhanni Helgasyni, Einn, og er þar á ferðinni eitt besta verk Jóhanns frá upphafi. -FRI ✓ A rás RÁS 3/Ýmsir/Spor ■ Safnplötur á borð við RÁS 3 þjóna yfirleitt ákveðnum takmörkuðum til- gangi, það er að gefa fólki kost á að kaupa í einum pakka vinsælustu lög hverrar stundar í stað þess að ráðast í meiriháttar plötukaup til að hafa þessi lög við hendina í helgarpartýjunum. Og hvað þessa safnplötu varðar hefur lagavalið tekist nokkuð vel til. Flest af lögum hennar hafa barið á eyrum landsmanna undanfarnar vikur á RÁS 1 og koma í einhverjum mæli til með að gera það einnig á RÁS 2 þegar hún kemst í gangið, þannig að óþarfi ætti að vera að fjalla um hvert þeirra fyrir sig með éinni undantekn- ingu þó, en það er besta lag þessarar plötu að mínum dómi scm merkilegt nokk er íslenskt, lagið Take Your Time með Jóhanni Helgasyni, virki- lega áheyrilegt popp, tekið af nýjustu plötu hans Einn og ef hún er öll í stíl við Take Your Time er platan eitt bcsta verk hans hingað til. Önnur íslensk lög á þessari plötu eru Bíldudals grænar baunir með Jolli Kóla og Stuðmannalagið Blindfuilur, tvö lög á meðal-Iínunni. Af þekktum erlendum flytjendum á RÁS 3 má fyrsta nefna Culture Club með nýjasta hit-lag sitt Karma Chame- leon, UB 40 með Red Red Wine og Ryan Paris með La Doice Vita... sem sagt góður gripur í partýið en lítið meira. -FRI Spriklað með Mezzo Mezzoforte/Sprell- lifandi/Steinar ■ Saga Mezzoforte á erlendri grund ætti að vera öllum kunn nú en þessi plata hefur að geyma „live" upptöku með þeim í Dominion lcikhúsinu þann 30. júní s.l. og rnun þetta vera kjarni þess prógramms sem þeir voru með á fyrsta tónleikaferðalagi sínu á Bret- landseyjum þannig að hér er kærkomið tækifæri til að hlusta á hvað hafi heillað menn mest með Mezzo ytra. Andrúmsloftið í Dominion á þessu tónleikum var rafmagnað allt frá kynn- ingu Steve Walsh, sem er fremst á hlið eitt og fram að uppklappslaginu Blue Ice sem að mestu varð til í þessari tónleikaför. Fyrir utan þekkt lög eins og Garden Party, sem áheyrendur kunna greini- lega vel að meta, og Surprise er að finna á þessari plötu ný lög eftir þá félaga, eins og lag Friðriks Karlssonar The Venue í lok fyrri hliðar og djamm- útfærslu á upphafsstefinu af plötunni 4, Surprise, Surprise en þar er magnað trommusólo Gunnlaugs Briem. í frétt með plötunni segir að sólóið hafi upphaflega verið 7 mínútur á þessum tónleikum en það er stytt um rúmlega helming og vel það. Lögin á plötunni eru ekki betrum- bætt í stúdíói þannig að hún gcfur af sér hluta af þeirri stcmningu sem ríkti í leikhúsinu þetta kvöld, um 2000 manns spriklandi með „heitum” leik Mezzo og allt á suðupunkti. Ef þig langar til að pæla í hljómsveitinni þá er óhætt að kýla á eintak af Sprelllifandi. -FRI Litað popp Culture Ciub/Colour by Numbers/Steinar ■ Fyrirbærið Boy George og menn- ingarklúbbur hans hafa tröllriðið flest- um vinsældalistum austanhafs og vest- an undanfarna mánuði enda tónlist þcirra pottþétt fyrir slíkt, létt, þægilegt og mjög áheyrilegt popp sem rennur ljúflega gegnum eitt eyrað og út um hitt án þess að nema nokkursstaðar staðar á leiðinni, nema ef vera skildi í heiladingli ástsjúkra persóna sem að vísu-um helmingur táninga heimsins virðist tilheyra ef marka má vinsældir þcirra. Hinn helmingurinn ersennilega enn að velta fyrir sér eilífðarspurningu bransans um þessar mundir, er Boy Georgc...? eða er hann það ekki? Bcstu lög þcssarar plötu að dómi undirritaðs er að finna á hlið tvö, annarsvcgar Church Of The Poison Mind sem að vísu er orðið nokkuð gamalt og lagið Miss Me Blind. Fyrri hliðin hefst á nýjasta „hit-lagi“ menn- ingarklúbbsins Karma Chameleon sem flestir ættu að hafa barið eyrum nú, en það sem gerir soulblandað popp þeirra jafiráheyrilegt og raun ber vitni er góð notkun á blásturshljóðfæruin þar sem eru þeir Stevc Grainger á saxófón og Terry Baiiey á trompet og eiga þeir báðir góða hluti í því lagi. -FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.