Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 4
4 SÚNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983 Þegar Krakatoa sprakk Hundrað ár eru nú liðin frá mestu sprengingu sem saga mannsins greinir frá. 36 þúsund manns fórust, 5000 skip sukku og dunan heyrðist vegalengd sem nemur fjarlægðinni frá Reykjavík til Rómar Forleikurinn Hinn 20. m aí 1883 rann upp yfir Indónesíu og hann virtist ætla að vera sem hver dagur annar. Hitabeltissólin hellti geislum sínum yfir landið og hafið og á Súnda-sundi, sem er á milli Sumötru og Java voru þrír fiskimenn staddir að fiskdrætti í bátkænu sinni. Það var mikill fiskur í sjónum umhverfis þá þessa stundina. Þeir réru rólega í hring og létu netið renna aftur af skut bátsins. Svo byrjuðu þeir að draga inn netið, þarsemhundruð fiska höfðu þegar fest. Einn mannanna rétti sig upp, til þess að láta þreytuna líða úr bakinu um stund. Þá varð honum litið til eyjar þarna í grenndinni. Hún nefndist Krakatoa og var í rauninni ekki annað en þrír fjalltoppar. Þá kom hann auga á einkennilega móðu yfir fjallinu og það var því líkast sem reykur stigi upp af einum fjalltoppnum, þeim minnsta. Hann kallaði til félaga sinna og sagði þeim að líta til fjallsins. Þeim varð ekki um sel. Dögum saman höfðu jarðskjálft- ar bulið á eynni þar sem þeir bjuggu og þeir höfðu því það hugboð að einhver ósköpin væru í vændum. Meðan þeir stóðu þarna og horfðu til fjallsins gerðist reykurinn dekkri og uggvænlegri. Skyndilega sprakk allur fjallstoppurinn í loft upp og varð að hafi úr eldi og reyk. Hvellurinn var slíkur að mennirnir fengu hellu fyrir eyrun. Frá sér numdir af skelfingu lágu þeir og grúfðu sig niður á botni bátsins, en skvetturnar gengu allt umhverfis bátinn, þegar glóandi molar féllu í sjóinn. Það sem þarna skeði urðu menn einnig varir við annars staðar, því í borgunum Djakarta og Bogor á Java heyrðu menn sprenginguna greinilega og reykjarbólstrarnir sáust óravegu. Gosið olli eldfjallafræðingum engri furðu. Jarðskjálftarnir að undanförnu höfðu bent til þess að eitthvað væri í aðsigi. En menn héldu ekki að það yrði hér sem ósköpin mundu ske. Krakatoa hafði ekki látið á sér kræla frá árinu 1680, þegar hraunstraumur úr fjöllum hennar hafði hreinsað allan gróður af eynni. Þau tvö hundruð ár sem síðan voru liðin hafði Kraktoa ekki látið á sér kræla, enda hafði nýr gróður fundið þar fótfestu. Feit öskumylsnan hafði reynst ákjósanlegur gróðurjarðvegur og nú var þarna þéttur frumskógur. Hamfarir á fyrri tímum Einmitt þar sem Krakatoa er hafði fyrrum staðið eitt stórt eldfjall, sem sprungíð hafði í loft upp í heiftariegri sprengingu. Aðeins hringlaga klettaröð hafði staðið eftir undir yfirborði sjávar og tveir tindar sköguðu upp yfir sjávar- flötinn. Síðar varð þarna neðansjávar- gos, sem leiddi til þess að þriðji fjalltopp- urinn kom í Ijós. Hann varð um 800 metrar á hæð. Hraunið hélt áfram að renna og fyllti loks upp bilið milli tindanna þriggja, svo þeir urðu á endan- um að einni eyju. Eftir sprenginguna þann 20. maí 1883 var eins og látunum ætlaði aldrei að linna. Um það bil 10 hverja mínútu heyrðust voldugar drunur frá minnsta tindinum og upp þeyttist aska og grjót. Sjómenn ,á skipum sem leið áttu hjá tóku eftir að allir koparhlutir urðu svartir af brennisteinsgufum þeim sem fylltu loftið. Askan barst langar leiðir með vindi og fólk sem bjó allt að 50 mílur í burtu varð að sópa og hreingera híbýli sín án afláts. Þar sem enginn hlaut skaða við sprenginguna fékk fólk brátt þá hug- mynd að þetta væri ekki svo hættulegt og nokkrir menn fóru meira að segja og gengu á land á eynni. Þeir vissu ekki að þeir mundu verða þeir síðustu sem það >erðu. Heldur kyrrðist um þegar frá eið, en þó komu bæði jarðskjáiftar og imærri gos í júní og júlí, nokkrir nýir gígar mynduðust og strókar tóku að ganga upp úr stærsta gígnum. 26. ágúst Hinn 26. ágúst hófst röð sprenginga á Krakatoa með stuttu millibili. Sumar sprenginganna voru það öflugar að þær leyrðust um svæði á stærð við Bretland. stórar flóðbylgjur dundu á ströndum í >rennd og m.a. kastaðist hollenska her- ikipið Berouw upp á strönd Súmatra. Ýmsar athuganir voru gerðar þennan Jag á skipum í eða nærri Súnda-sundi. Klukkan 2 eftir hádegi sá Thomson skipstjóri á “Medeu,“ sem var staddur 76 mílur frá Krakatoa hvar svartur mökkur steig til himins og taldi hann að strókurinn hefði verið 17 mílur á hæð. Við sólarlagsbil lýsti Woolridge skip- stjóri á „Sir Robert Dalw“ himninum svo: „Þetta var skelfilegt að sjá. Þetta var svartur skýjaflóki með dimmum roða og ægilegum eldingagangi. Klukk- an 19 varpaði gufan og öskumökkurinn bleksvörtu myrkri yfir allt umhverfið. A 100 mílna svæði varð bjartur dagur að nóttu, aðeins komu glampar öðru hverju er hæstu drunurnar bárust frá gígunum. Stundum var til eyjunnar að sjá sem þarna stæði ógurlegt grenitré, þar sem stofninn og greinarnar voru logabrandar úr eldingum. Sterk brennisteinsfýla fyllti loftið og frá miðnætti til klukkan fjögur aðfaranótt þess 27. ágúst voru sífelldar sprengingar. Eitt andartakk var allt kolsvart, en það næsta logaði himininn af eldingum." Allir sem til sáu gleyma ekki upphaf- inu að þessum mikla sjónleik náttúruafl- anna. Skip sem lá í 45 mílna fjarlægð frá Krakatoa var lostið eldingu fimm eða sex sinnum í formastur og allt glóð af fósfórsalla sem settist á skipið. Sumir skipverja reyndu að slökkva bjarmann sem stafaði af fósfórnum, því þeir héldu að þetta væri vélabrögð illra anda. Drunurnar voru slíkar þessa nótt að í Batavia fékk enginn sofið hinn minnsta dúr. Sprengingin mikla Það hraun sem komið hafði upp á yfirborðið hafði skilið eftir sig ógurlegt holrúm undir Krakatoa og hlutar af eyjunni sigu niður í þessar hvelfingar, sem varð til þess að sjór gat streymt þar inn. Þarna var því ógurlega orrusta, - Vúlkan gegn Neptúnusi! Eyjan hélt áfram að síga. Klukkan 10 að morgni varð mesta landsigið, aðdragandi að mestu sprengingu sem um er vitað í sögu mannsins. Sjórinn streymdi nú niður í þennan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.