Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 22

Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 22
SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983 únuós í SKAMMDEGINU KOMBI-PACK-útiljósið er með 80 watta kvikasilfursperu, sem gefur mikla birtu. Það er sterkbyggt og auðvelt í uppsetningu. KOMBI-PACK eykur öryggi hvar sem er, á vinnusvæðum, við útihús, á skólasvæðum og við hvers manns dyr Lýsið umhverfið með KOMBI-PACK Heimilistæki hf SÆTUNI 8-S: 27500 Hlý vetrar- stígvél NOKIA Gúmmístígvél Filt-fóðruð. Breið og hlý. Kr. 1.700.- Póstsendum títílíf Glæsibæ - Sími 82922 nútíminnl Jólatónleikar Mezzoforte ■ Hljómsveitin Mezzoforte kemur heim nú um miðjan næsta mánuð og heldur hér tvenna tónleika sunnudaginn 18. desember í Háskólabíói. Fyrri tón- leikarnir verða kl. 16 og eru haldnir í nafni Flugleiða, hér er um góðgerðartón- leika að ræða og verður boðið á þá ýmsum hópum sem að öðru jöfnu eiga ekki kost á að sækja skemmtanir sem þessa. Seinni tónleikarnir verða kl. 21 um kvöldið og rennur allur hagnaður af þeim til tónlistarskóla FÍH en tveir af meðlimum hljómsveitarinnar hafa kennt þar. Hópur nemenda skólans mun koma fram með Mezzo og gefa gestum sýnis- horn af árangri kennslunnar. Að sögn Steinars Berg sem nú er staddur hérlendis, hafa Flugleiðir að- stoðað hljómsveitina mikið varðandi ferðir til og frá landinu. Hann sagði að nú byggi hljómsveitin við svipuð vanda- mál og erlendar hljómsveitir sem hingað kæmu, þ.e. mikill og stór tækjabúnaður sem erfitt væri að flytja á milli, en á tónleikaferðum þeirra erlendis er þessi búnaður nú um 6 tonn að þyngd. Þær kæmu því aðeins með hljóðfærin með sér hingað en síðan yrði eitthvert gott kerfi fengið að láni. Nú hafa plötur þeirra í Bretlandi selst í upplagi sem liggur á bilinu 220-240 þúsund eintök og áætlað er að yfir 30 þúsund manns hafi séð þá á tónleikum á ferðalagi þeirra um Bretland s.l. sumar. Steinar sagði að þeir hefðu meir en nóg að gera, nýlega var þeim boðið í tónleikaferðalag til Suður-Afríku og meðan þeir voru að velta því fyrir sér kom annað boð frá Japan og fara þeir Steinar Berg annaðhvort, eða á báða staðina, nú strax eftir áramót...við erum að reyna að koma þessum tveimur ferðum saman“ sagði Steinar. í apríl er svo áformuð tónleikaför um öll Norðurlöndin en plötur þeirra hafa selst vel þar, einkum í Noregi. -FRI Einar skemmtilegur en Psychic hroðaleg ■ Tónleikar Psychic TV eru í mínum huga einhver mesti bömmer ársins, svona álíka atriði og að vakna upp eftir áramótagleðskapinn, síðdegis á öðrum degi nýársins í verbúðinni á Fáskrúðs- firði. Rödd úr áheyrendaskaranum: „Ég finn hvergi laglínu í þessu...“ og var sá að mér skildist búinn að leita lengi. Raunar var það ekki hið eina sem skorti, tónlistin var samkrull ýmsra hljóða, m.a. fengnum úr fiðlu, með því að skafa strengi rafmagnsgítars, berja á víbrafón o.fl. að því er virtist til þess eins að ná þessum hljóðum fram. Kannski hafa textarnir verið aðalmálið en hið eina sem maður náði af þeim voru álíka djúphugsaðar línur hjá Genesis P. Orr- idge og „Where there is truth there is money, where there is not truth there is no money“... eða eitthvað í þá áttina. Svo vikið sé að atburðum í réttri tímaröð þá kom fyrst leynigesturinn Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoði og kvað rímur að gömlum hætti, eftir á að hyggja var þetta langbesta atriði kvöldsinsæn kveðskapurinn snérist mik- ið um hjónabandið og hjúskaparsæluna, efniviður sem goðanum er ekki með öllu ókunnur enda giftir hann fólk hvar sem er og hvenær sem er ef marka má blaðaskrif nýverið og raunar gaf hann þau saman Genesis og vinkonu hans, að heiðnum sið upp á Draghálsi nú á fimmtudaginn. Á eftir goðanum kom hljómsveitin Kukl fram og var ætlunin að senda videomynd beint frá London af söngvar- anum Einari Erni en taka rödd hans í gegnum símann og láta hann syngja með. Fyrrnefnda atriðið brást og hvað hið seinna varðar áttu menn í mesta basli framan af, hljómurinn var eins og Einar væri staddur á tunglinu en undir lokin lagaðist þetta aðeins og varð nokkuð skemmtilegt atriði. Leynigestur kvöldsins númer tvö tróð svo upp en það var bróðir Einars með leiðinlegan „einþáttung" þar sem hann spjallaði við Einar á milli þess sem hann gaf skít í áheyrendur, atriði sem maður hefði vel getað hugsað sér að missa af en að öðru leyti hafði kvöldið verið skikkanlegt hjá þeim rúmlega fimm hundruð manns sem mættu á svæðið, fram að þessu. Síðan tóku Psychic TV við sviðinu. Skemmtun með sársauka er kannski réttasta lýsingin á því sem þau voru að gera og ef það hefur verið ætlunin má segja þeim til hróss að ekki hefði verið hægt að standa betur að því. Þungur einfaldur ásláttur, keyrður með þéttum bassahljóðum og einstaka gítar-og fiðluriffum inn á milli var, svona á heildina litið, það sem þau fram- kvæmdu á sviðinu en með þessum kokteil var svo boðið upp á videómyndir, sýrulegar til að byrja með, létt-bláar um miðbikið og mjög ógeðfelldar undir lokin, þannig að hið eina sem maður fékk út úr þessu kvöldi var verulegur höfuðverkur. Áheyrendur sátu þögulir undir „sýn- ingunni" allt til lokalagsins og klöppuðu þá fyrir Psychic, margir sennilega vegna þess að þeir voru fegnir að þessu væri loksins lokið. _fri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.