Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 12
vT »• SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983 12 kvikmyndir Við krefjumst framtíðar: Kvik- mynda- hátíð gcgn kjarn- orku- vopnum ■ Við krcfjumst framtíðar-hópurinn gcngst fyrir kvikmyndahátíð í Regnbog- anum dagana 26. nóvember til 4. des- cmbcr undir yfirskriftinni: „Kvikmynda- hátíð gcgn kjarnorkuvopnum" en hér cr um að ra'ða 9 myndir um stríð og stríðsrekstur auk þcss scm myndin Ap- rcalypsc Now vcrður cndursýnd, og scrstök sýning vcrður á Járnmanninum cftir Wajda. Hjá Prússakóngi Ein athyglisverðasta kvikmyndin á sýningunni cr „In thc king of Prussia" gerð af Emile dc Antonio scm m.a. gcrði myndina „Millhousc" um Richard Nixon og „In thc ycar of thc pig" um þátt Bandaríkjamana í Víct Nam stríðinu. Hjá Prússakóngi fjallar um cr átta manns er kölluðu sig „Plógjarnin átta“ og réðust inn í vopnaverksmiðju G.E. samstcypunnar í smábænum King of Prussina í Pennsylvaníu tóku til við að eyðileggja kjarnaodda með hömrum og úthella blóði sínu yfir leyniskjöl þar til þau voru handtekin. Fjallar myndin um réttarhöldin í kjölfar þessa atburðar og lcika þau sjálf sig í myndinni cn Martin Sheen fer með hlutverk dómarans. Ameríka frá Hitler til MX flauganna Ameríka er leikstýrð af Joan Harvcy og er rauði þráðurinn í gcgnum hana sá að sömu bandarísku fyrirtækin ogstuddu við bakið á Hitler og komu honum til valda ráða nú kjarnorkuáætlun Banda- ríkjanna. Eru þau, samkvæmt myndinni, langt komin á veg með að steypa okkur í þriðju heimsstryrjöldina, dyggilega studd af Reagan og hans líkum. Auk þcss lciðir myndin í Ijós hvcrsu gífurlcg mcngunin er orðin af völdum gcislavirks úrgangs. Svarti hringurinn Nokkuð óvenjuleg heimildarmynd þar scm greint er frá lífi persóna sem orðið hafa gcislavirkni að bráð. Sagt cr frá Japananum Taniguchi sem var 16 ára er sprengjan féll á Nagasaki og í tvö ár á eftir lá hann á sjúkrahúsi í algcrri óvissu um framtíð sína. Einnig cr rætt við verkamann í Rockwell verksmiðjunni í Rocky Flats, bóndi cinn segir frá reynslu sinni cn mikið af svínum hans hafa fæðst gífurlega vansköpuð. Glataða kynslóðin Japanir cru sennilega öðrurn betur mcðvitaðir um hættuna af kjarnorku- stríði og þar í landi er félagsskapur sem hcitir „Tíu fcta hreyfingin". Þessi félags- skapur stóð fyrir söfnun í Japan til að kaupa heimildarkvikmyndir þær sern Bandaríkjamenn gerðu eftir árásirnar á Hirosima og Nagasaki og er þessi heim- ■ Krieg Und Frieden ildarmynd byggð á stuttum atriðum úr þessu heimildarmyndasafni. Stríð og friður Þessi mynd er þýskt inlegg í umræðuna um þau mál sem nú eru efst á baugi í alþjóðapólitíkinni. Unnin í hópvinnu og leikstýrt af fjórum mönnum, þeim Stefan Aust, Volker Schlöndorff, Alexander Kluge og Heinrich Böll. Samnefnd skáldsaga Tolstoys er höfð til hliðsjónar en viðfangsefnið er Þýska- land - stuðpúði Evrópu, og vilja höfund- ar myndarinar sýna gamalt og nýtt pólítískt þema í Ijósi sögunnar sem og samtímans. Engin undankomuleið Kvikmyndaáhugafólk kannast eflaust við myndina Atomic Café sem hér var sýnd á Amerísku kvikmyndahátíðinni í fyrra en þessi mynd notar mikið til sömu kvikmyndafilmurnar og þar sáust en í öðrum tilgangi og með ólíkum árangri. Öfugt við Atomic Cafe sem lagði mest upp úr skoplegu hliðunum reyna leik- stjórarnir Bird og Johnson að vekja athygli á þætti stjórnvalda í vígbúnaðar- kapphlaupinu milli 1950 og 60 og setja þeir fram athyglisverðar tilgátur um hvernig stjórnvöld Ijúga að þegnum sínum og nota rangar upplýsingar til að koma í veg fyrir sjálfstæða skoðana- myndun. Tónlistin í myndinni er samin af Brian Eno. Stríðsleikurinn Stríðsleikurinn (War Game) er senni- lega þekktasta myndin á þessari kvik- myndahátíð en hún var gerð fyrir BBC árið 1965 af Peter Watkins og sögu- þráður hennar er hugsanleg kjarnorku- árás á Bretland í heimildamyndastíl og afleiðingarnar sem slík árás hefði í för með sér. BBC bannaði sýningu á þessari mynd árið 1965 og hefur hún ekki verið sýnd þar, eða í öðrum sjónvarpsstöðvum síðar en ástæða sem BBC gaf var að..“ áhrif myndarinnar hafa verið metin af BBC of ógnvekjandi fyrir sjónvarps útsendingu...“ Hinar tvær myndirnar sem sýndar verða auk þessara sjö eru „Við erum tilraunadýrin" og „Dómsdagur". -FRI ■ Þann 26. nóvember nk. hefst í kvikmyndahúsinu „Regnboginn“ í Reykjavík Sovésk kvikmyndavika. Við setningu kvikmyndavikunnar, sem hcfst klukkan 14.00 vcrður sýnd kvikmyndin „Okkar maður meðal ókunnugra - ók- unnugur á meðal okkar". Aðrar kvik- myndir á kvikmyndavikunni eru: „Sóttkví", „Mimino". „Hótel hins deyj- andi fjallgöngumanns" og „Veiðar Stakh, konungs". Kvikmyndirnar á há- tíöinni fjalla um hin ólíkustu eíni. Hér á eftir fer stuttur úrdráttur úr þeim. Okkar maöur meðal ókunnugra - ókunnugur á meðal okkar. Meðan á borgarastyrjöldinni stendur verða Saritsjev, Shilov, Kungurov, Za- belin og Lipjagin mjög góðir vinir. Nú heyrist ekki í fallbyssunum.enóvinurinn heldur áfram að koma í veg fyrir endur- uppbyggingu hins ungasovéska lýðveld- is. Landið þarf á korni að halda cn það er aðcins hægt að kaupa erlendis fyrir gull. Héraðsstjórn flokksins sendir hið dýrmæta gull sitt til Moskvu meö lest. Shilov og hermenn hans gæta gullsins. Á leiðinni ræðst bófahópur Brilovs á lest- ina. Sóttkví Barnaheimili er sett í sóttkví og Masha litla, sem er fimm ára verður að vera heima. Hún á foreldra, afa og ömmu og langafa og langömmu, en öll eru þau of upptekin og önnum kafin til að veita henni tnikla athygli. Masha verður að sjá um sig sjálf. I þessari kvikmynd sýnir leikstjórinn, Ilja Frez hvað gerist hjá fjölskyldunni. Hér er um gamanmynd um alvarlegan undirtón að ræða þegar fjallað er um samskipti barna og foreldra. Boðskapur myndarinar er sá, að ekkert geti komið í stað fjölskylduástar og heimilis. Mimino Valiko Mimino er flugmaður, sem Sovésk kvik- myndavika í Regnboganum flýgur þyrlu í fjöllum Grúsíu. Hann kemur með lækninn þegar einhver er sjúkur, kcmur mcð skólaborðin og flytur matvæli til fjallabúa. Það er ekki að ástæðulausu að hann er kallaður „mim- ino“ sem þýðir „fálkinn". En hann á sér dagdrauma, þar sem fljúga hljóðfráar þotur, hann kemur við í erlendum „Okkar maður meðal ókunniigra...” sýnd við setningu hátíðarinnar löndum og þar er allt ólíkt hinu daglega lífi hans. En einn góðan veðurdag fer hann til Moskvu til að verða flugmaður á þotu. Hótel „Fjallgöngumaðurin, sem fórst“. Glebsky, lögregluforingi var kallaður til lítils fjallahótels, sem ber nafnið „Fjallgöngumaðurin, sem fórst". Þegar hann kemur þangað er loftið lævi blandið. Snjóar koma í veg fyrir að hann geti farið aftur heim og hann dvelur á hótelinu í nokkra daga. Undarlegir hlut- ir fara að gerast. Einn gestanna finnst látinn í herbergi sínu, en ekki eru nein merki um morðingja. Gestirnir á hótel- inu haga sérsvo undarlega, aðallirvekja þeir grun. Glebsky, sem er eini fulltrúi yfirvalda, fer að ransaka málið og kemst að því að verur frá annarri plánetu hafa komið til jarðar og tvær þeirra eru róbótar. Þær urðu að fara í flýti til baka, vegna þess að jarðarbúar, sem ekki eru tilbúnir til að taka upp samskipti við verur utan úr geimnum, drápu eina þeirra og höfðu næstum eyðilagt farkost þeirra. Veiðar Stakh, konungs. Þessi kvikmynd gerist í skógum Hvíta- Rússlands í lok 19. aldar. Andrej Beloretsky, er ungur þjóðháttafræðingur frá St. Pétursborg, sem kemur til Polessie til að leggja stund á þjóðháttarannsóknir. Hann býr hjá Nadezhu Janovskaju, sem er síðasti fulltrúi fornrar aðalsættar. Hún segir Beloretsky þjóðsögu um einn forfeðra hennar, sem átti í illdeilum við konung bændanna, Stakh. Samkvæmt sögunni sór Stakh þess eið að hefna sín á Janovskí-ættinni þangað til í tuttugasta ættlið. Frá því hefur öll sveitin lifað í ótta við Stakh, konung. Beloretsky fær áhuga á málinu og uppgötvar smátt og smátt að það eru lifandi verur, sem grímubúa sig sem „gesti á villidýraveiðunum“. Yfirvöld á staðnum vita um þetta, en gera engar ráðstafanir til að stemma stigu gegn þessu, vegna þess að þeim hentar að fólk skuli vera hrætt og hlýðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.