Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 2
■ Henni Kolbrúnu er meinilla við að verða fyrir barðinu á Ijósmyndurum, en hún varð nú samt sem áður að láta sig hafa það, þegar Guðjón Ijósmyndari og ég lögðumst á eitt. Lækjarbrekka tveggja ára: Býður upp á Skotusel Americaine og djúpsteikta banana í líkjör — að ógleymdum tertunum ljúffengu. Nammi, namm! ■ Veitingastaðurin- Lækjarbrekka varð tveggja ára nú í haust. Það er Kolbrún Jóhannesdóttir, (áður þekkt sem Kolla á Hrcssó) sem rckur staðinn, ásamt manni sínum Snorra Sigurjónssyni og börnum Lindu og Guðmundi og tengdabörnum. Umsjónarmanni Eld- húskróksins þótti vel við hæfi að rabba örlítið við þau Kolbrúnu og Snorra nú þegar þessi tveggja ára reynsla er komin á reksturinn, einkum með það í huga, að umsjónarmaður hefur • verið nokkuð reglulegur gestur staðarins á þessu tíma- bili og einkum fallið fyrir tveimur réttum, Gratineruðum fiskréttum og Turnbautanum góða. - Kolbrún, nú hafa svo margir rætt við mig um hina ýmsu fiskrétti sem þið hafið á boðstólunum - hafið þið sérstaklega sérhæft ykkur í fiskréttum? „Nei, það er ekki hægt að segja það. Við reynum að gera öllum til geðs sem snæða hjá okkur, enda erum við mcð mjög stóran og fjölbreyttan matseðil, bæði með fiskrétt- um og kjötréttum. Það þýðir ekkert að ætla að sérhæfa sig í einu þröngu sviði, eins og samkeppnin er í dag. Maður verður að vera viðbúinn því að þurfa að gera fjölbreyttum hóp matargesta til hæfis.“ - Snorri, hvernig hefur reksturinn gengið hjá ykkur - hér í hjarta borgar- innar? „Hann hefur gengið mjög vel. Við höfum frá upphafi miðað reksturinn við það, að hafa alla okkar þjónustu á boðstólum allan daginn, þannig að hver og einn getur keypt hér mat allan daginn, en þar að auki erum við með smurt brauð, smárétti og sætar kökur og tertur allan daginn.“ - Umsjónarmaður má í því sambandi til með að koma því á framfæri að á Lækjarbrekku fást einhverjar gómsæt- ustu tertur sem um getur, og er Kolbrún höfundur uppskriftanna í flestum tilvik- um. Hún bakar terturnar sjálf á staðnum, með aðstoð einnar stúlku og því eru ávallt á boðstólunum nýbakaðar gómsætar tertur eins og marzipanterta, umm! Bananaterta o.fl. o.fl. Snorri er ekkert að skafa utan af því. þcgar við ræðum terturnar, því hann segir: „Hér færðu hiklaust bestu tertur í bænum," en Kolbrún af hæversku segir bara: „Nei, ætli það nú.“ - Nú er matseðillinn ykkar bæði stór og fjölbreyttur, hvað leggið þið nú mesta áhcrslu á? Kolbrún: „Já, þessi matseðill er sá áttundi í röðinni frá því við opnuðum. Það sem hefur reynst hvað vinsælast á þessum tíma, er Bufftartar með koníaki að hætti Lækjarbrekku, en við vitum til þess að margir koma hingað sérstaklega til þess að fá þann rétt. Þá er hráa hangikjötið í forrétt alltaf mjög vinsælt og djúpsteiktur camenbert með rifs- berjahlaupi hefur verið afskaplega vin- sæll eftirréttur. Égheld þó aðdjúpsteikt- ur banani á vanilluís með kakólíkjör sé að sækja á camenbertostinn. Annars leggjum við áherslu á rétti dagsins, einkum í hádeginu, því gestir okkar í hádeginu á virkum dögum þurfa að fá snögga afgreiðslu, þar sem þeir margir hverjir hafa einungis klukkutíma í mat.“ ■ Kokkarnir sem voru á vakt, þeir Garðar Halldórs- son, Eiríkur Ingi Friðgeirs- son og Sörli Ágústsson. Tímamyndir - G.E. ■ Útlitið á matseðli Lækj- arbrekku er einstaklega smekklegt og hæfir vel út- liti þessa gamla en fallega staðar. Snorri bætir við: „Við reynum að bjóða upp á fjölbreyttan matseðil dags- ins bæði í hádeginu og á kvöldin, og þá eru réttirnir j gjarnan talsvert ódýrari, en af sérréttaseðli. Við erum til dæmis með á seðli dagsins í dag Grafinn lax, rjómalagaða rækjusúpu, Gratineraðar gellur í ostasósu, smjörsteikt heilagfiski, pönnusteikta lambalifur í rjómasósu og nautasnitzel með skinku og vínberja- sósu.“ Kolbrún segir mér að kokkarnir hafi komið sér saman um að kynna eftirfar- andi matseðil: Ostagljáðar pönnukökur með sjávardýrum í forrétt, Skötusel Americaine í aðalrétt og Djúpsteiktan banana með vanilluís og kakólíkjör í eftirrétt. Kokkarnir Garðar Halldórsson, Sörli Ágúátsson, Eiríkur Ingi Friðgeirsson, Guðmundur Ingvarsson og Walter Ketel, yfirmatsveinn bera ábyrgð á eldhúsi Lækjarbrekku, en þrír þeir fyrst- nefndu voru á vakt, þegar við sóttum Lækjarbrekku heim. Ostagljáðar pönnu- kökur með sjávardýrum uppskrift fyrir fjóra 250 til 200 gr. rækjur, kræklingur, hörpu- skelfiskur, spergill og sveppir. Þessu blandað saman. Hvítvínssósa löguð úr físksoði, hvít- víni, steinselju og smjörbollu. Fiskinum blandað saman við, spergli og sveppum. 4 ósætar pönnukökur eru fylltar með sjávarréttahrærunni, ostur rifinn yfir og gratinerað í ofni, þar til osturinn er gullinbrúnn. Skötuselur Americaine uppskrift fyrir fjóra 600 grömm skötuselur laukur paprika bacon tómatur tómatkraftur fiskisoð smjörbolla. Skötuselurinn, baconið og grænmetið steikt á pönnu. Tómatmaukið og fisk- soðið sett út í. Fiskurinn tekinn af pönnunni og sósan þykkt með smjör- bollu. Kryddað eftir smekk. Sett í eldfast mót og gratinerað í ofni. Borið fram með hrísgrjónum og hvít- lauksbrauði. Djúpsteiktur banani, með vanilluís og kakólíkjör uppskrift fyrir 4. 2 bananar skornir eftir endilögnu, og síðan í tvennt. Deig búið til úr hveiti, eggjum, lyftidufti, sykri og vanilludropum (vöfiludeig). Bönunum dyfið ofan í deigið og djúp- steiktir. Settir á skál með vanilluís, rjóma og kakólíkjör. Njótið vel.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.