Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 8
8
SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jpnsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson.
Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friörik Indriöason, Guömundur Sv .
Hermannsson, Heiöur Helgadóttir, Jón Guöni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnssson.
Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Siguröur Jónsson.
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími
18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306.
Verð i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuöi kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Álit OECD á efnahags-
málum Islendinga
■ Efnahags- og framfarastofnunin í París - OECD - birtir á
föstuciaginn opinbcrlega árlega skýrslu sína um efnahagsmál á
íslandi. Þar er bæði fjallað um þróun efnahagsmála landsins á
síðasta ári og horfurnar framundan.
í mðurstoöum skýrsiunnar segir m.a., að efnahagsaðgerðir
ríkisstjórnarinnar í lok maí hafi verið nauósynieg^r. „I þeim var
lögð áhersla á að rjúfa víxlgang verðlags og launa, og bæta
samkeppnisaðstoðu atvinnuveganna. Þessar aðgerðir valda veru-
legum breytingum, en vandinn, sem þeim var beint gegn, var ekki
síður mikill, því að árshraði verðbreytinga var yfir 130% og
viðskiptahallinn gangvart útlöndum nam um 10% af vergri
þjóðarframleiðslu. Ljóst er, að sú efnahagsstefna, sem áður hafði
verið fylgt og þótti duga nokkuð vel, dugir ekki lengur, eins og
bent var á í síðustu ársskýrslu OECD um ísland. Par voru færð
rök fyrir nauðsyn verulegrar lækkunnar á rauntekjum, sem
eintmgis var unnt að gera með breytingum á verðbótakerfinu.
Vísitölukerfiðer snar þáttur núverandi vanda, eins og skýrt er í
fyrsta hluta þessarar skýrslur, en þar er sýnt fram á, hvernig
verðbólgan hefur komist á hærra stig við hvert verðbótatímabil
síðustu 15 árin. Afnám vísitölubindingarvaraugljósleganauðsyn-
legt. Til skamms tíma munu aðgerðirnar ná fram verulegri hjöðnun
verðbólgu og draga ur viðskiptahalla. Hvernig síöar teksl lil aö
varðveita þennan árangur, er undir ýmsu komið“, segir í
skýrslunni.
Par segir ennfremur, að fyrst og mikilvægast sé að hjöðnun
verðbólgu fái meiri forgang en áður, en því markmiði hafi ekki
verið gert hátt undir höfði. Reynsla annarra aðildarríkja sýni að
aðgerðir gegn verðbólgu, sem framkvæmdar séu af festu, skili
árangri.
í öðru lagi segir að árangur aðgerða gegn verðbólgu sé háður
því til lengdar, að fylgt verði sem mestu aðhaldi í peningamálum.
Reynslan af framkvæmd peningastefnu sé ekki uppörvandi, en
hún sýni að markmið í peningamálum hafi vikið fyrir öðrum
markmiðum í efnahagsmálum, auk þess sem takmörkun útlána sé
vandkvæðum háð vegna ónógra stjórntækja.
í þriðja lagi sé nauðsynlegt að efla aðhald í ríkisfjármálum, ef
þau eigi að styðja aðgerðir, sem beint sé gegn verðbólgu og halla
i utanríkisviðskiptum. Lögð er m.a. áhersla á nauðsyn þess að
endurskoða opinberar fjárfestingar og auka innlenda fjármögnun
fjárfestinga, bæði til að bæta peningamálastjórn og með tilliti til
skuldasöfnunar við útlönd.
í fjórða lagi gegni launa- og tekjuákvarðanir lykilhlutverki við
að draga úr verðbólgu, jafnframt því sem þær ráði miklu um þann
kostnað, sem hjöðnun verðbólgunnar hafi í för með sér. Miklu
skipti með hvaða hætti laun breytist eftir lok janúarmánaðar.
Vonandi geri almenningur sér grein fyrir þeim alvarlega vanda,
sem við sé að glíma, þannig að hófsemi verði gætt við
samningsgerð. Meðan verið sé að ná verðbólgunni niður muni
stjórnvöld engu að síður þurfa að látá mikið til sín taka til að skapa
betri umgjörð fyrir launaákvarðanir, sem almenn samstaða gæti
náðst um, þar sem tillit væri tekið til þróunar verðlags og
raunstærða.
í fimmta lagi séu kerfisbreytingar nauðsynlegar til að verðbólg-
an lækki til langframa. Rcnt cr á að fvrri aðgerðir til lækkunar
verðbólgu hafi yfirleitt verið skammvinnar, og m.a. farið út um
þúfur vegna snöggra breytinga í ytri skilyrðum, sem hafi haft áhrif
á laun og verðlag gegnum sjávarútveginn. Draga þurfi eftir
föngum úr hinu víðtæka kerfi vísitölubindingar og efla þurfi
Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins, til þess að koma í veg fyrir að
sveiflur í útflutningstekjum breiðist út um alit hagkerfið.
„Þær aðgerðir, sem þegar hefur verið gripið til, eru í rétta átt
en eru þó aðeins lágmark þess sem gera þarf. Eigi að nást
varanlegur árangur í því að koma á stöðugum efnahagsskilvrðum,
sem undirstöðu hagvaxtar í framtíðinni, kann það að krefjast
frekari aðgerða gegn verðbólgu, og að þeim verði framfylgl af
festu um langa hríð“, segir í niðurstöðum sérfræðinga Efnahags-
og framfarastofnunarinnar.
- ESJ.
horft í strauminn
Lágmark launa ætti að lög-
bjóða, en semja ofan þess
■ Þessa dagana Virðist það vera að skýrast lítið eitt, hvernig
stórráðamenn þjóðfélagsins hafa í hyggju að stjórna búinu á
næsta ári. Ýmsar hræringar eiga sér stað, við og við koma
smágusur frá ráðherrum. Á Alþingi er leyst frá ýmsum
skjóðum, og hagræðingarnefndir leggja ýmislegt til. Það er að
koma í dagsljósið, hvernig stjórnarherrar hyggjast leggja
skattabyrðarnar á almenning á næsta ári. Þar ber mest á
sjónhverfingum í því skyni að láta fólk halda að hægt sé að
gera hvort tveggja - að lækka skatta þess en fá þó sama
fjármagn í ríkiskassann af skattlagningunni. Tilgangurinn er
líka sá að telja fólki trú um með ofurlitlum fjöllistabrögðum
að verið sé að efna kosningaloforð um skattalækkun á
venjulegu fólki meðan verið er að svíkja þau í raun.
Efndir eða svik?
Blöð hafa sýnt nokkrar tölur í þessu skyni. Þær eiga að sýna
að láglaunafólkinu sé hlíft jafnvel svo að um kjarabót sé að
ræða. Þetta er auðvitað alger sjónhverfing. Láglaunafólkið
sem hefur um eða innan við 15 þús. kr. á mánuði greiddi
samkvæmt eldra kerfi svo litla eða enga tekjuskatta, að kjör
þess verða ekki bætt að neinu ráði með þessum tilfæringum.
Verðbólga og verðbótakerfi - ásamt siðlausri launastefnu
sem varin hefur verið jafnt af atvinnurekendum, launamanna
forystu sem ríkisvaldi - hafa á síðustu áratugum aukið svo
launamun í samfélaginu, að nú virðist alger ofraun að kippa
þessu í nokkurt lag. I ýmsum nágranna- og viðskiptalöndum
okkar hefur löggjafinn séð sóma sinn í því að lögbjóða
lágmarkslaun, banna að fara niður fyrir ákveðið mark. Slík
ákvæði eru til bóta, og ættu að vera í íslenskum lögum, en því
eru auðvitað takmörk sett hvað virðuleg velferðarþjóð eins og
íslendingar geta - vegna sóma síns og álits í augum annarra
þjóða - verið þekktir fyrir að hafa þetta mark lágt. Og hækkun
lægstu launa með þessum hætti yrði svo mikil, ef von ætti að
vera um að ná í skottið á sóma sínum í þessum efnum, að það
mundi kannski hvolfa þjóðarskútunni. Enginn hefur svo ég
hafi séð eða heyrt mælt gegn því, að 15 þús. kr. mánaðarlaun
séu of há lögboðin lágmarkslaun. Þetta stendur upp úr
hverjum kjafti sem samdóma álit.
En íslenska samfélagið virðist ekki geta stigið þetta skref
því að það yrði ofraun öllu kerfinu, af því að það er búið að
hygla hálaunafólki með slíkum endemum í einingu andans og
bandi friðarins á síðustu árum og lengja svo bilið með
launajöfnuð á vörum, að þar er hvergi dagleið á milli lengur,
og engin stjórn nógu skreflöng til þess að sinni.
Hræsni og siðblinda
Það er talandi tákn um hræsni og siðblindu Islendinga og
getuleysi þeirra, jafnt verkalýðsforingja sem stjórnmála-
manna.til þess að uppfylla lágmarkskröfur félagslegs siðgæðis,
að þeim hefur reynst ofraun að láta yfirlýsingar og athafnir
fylgjast að. I launasamningum síðustu áratugina hefur það
staðið upp úr öllum eins og heilög heitstrenging að bæta yrði
hag láglaunafólksins, minnka launabilið. Um þetta hefur
aldrei heyrst ágreiningsrödd hvar sem menn sitja á stóli. En
ætíð þegar staðið var upp frá samningaborði hafði launamun-
urinn aukist enn að mun - og síðan fylgdu nýjar heitstrenging-
ar um að skylt væri að bæta hlut láglaunafólksins. Sú
viðurstyggilega hræsni og siðblinda sem birst hefur í þessari
framvindu mála er þyngri en tárum taki.
Vegið í sama knérunn í vor
Þegar núverandi neyðarríkisstjórn settist á valdastóla s.l.
vor og taldi það helsta bjargráðið í örvæntingarstríði gegn
verðbólgunni að skera á kaupgjaldsvísitöluna - sem raunar
var alveg rétt, ef hliðarsóknin hefði verið í lagi - þá var raunar
sjálfgefið, ef nokkur siðgæðisglæta var í þessum mönnum, að
reyna að draga úr falli láglaunafólksins, á kostnað þeirra sem
betur mátti sín, svo að það sligaðist ekki undir byrðunum.
Eðlileg ráðstöfun í því skyni hefði verið að leggja fyrir Alþingi
frumvarp til laga um lágmarkslaun, eða hafa það í bráða
birgðalögunum. Með því móti var unnt að jafna nokkuð
byrðarnar sem ekki var vanþörf á. Auðvitað hefði þetta
kostað einhverjar meiri ráðstafanir, og ef til vill hefði ekki
verið hægt að stíga fullt skref til lágmarkslauna sem sæmilegt
þjóðfélag getur verið þekkt fyrir, en stutt skref hefði verið
miklu betra en ekkert og hægt að lengja það síðar.
Þetta er löggjafarverkefni
en ekki samningamái
En auðvitað féll hin nýja neyðarstjórn á þessu siðgæðis- og
réttlætisprófi eins og mörgum öðrum - og fyrri ríkisstjórnir.
En þessari stjórn bar auðvitað sérstök skylda til að huga að
launajöfnuði og vernd láglaunafólks vegna hinna lögboðnu
byrða sem á þjóðina voru lagðar. Það var óalandi ójöfnuður
að hafa þetta ekki með í dæminu. Með því lagði ríkisstjórnin
til að þjóðin reyndi að bjarga sér úr bóndabeygjunni með því
að níðast á þeim sem síst skyldi, þótt henni væri í raun opin
leið að sýna nokkurt drenglyndi í þessum þrengingum - en þá
er slík dyggð mikilvægust, og bregðist hún þá er það
illmennska og ekkert annað. í raun og veru var þessi
björgunaráætlun ekki frambærileg nema ákvæði um lágmarks-
laun giltu í landinu.
En það var ekki aðeins að þetta væri látið undir höfuð
leggjast heldur var höggvið dýpra í sama knérunn og áður með
því að fylgja gömlu verðbótareglunni, sem hafði verið
afnumin með lögum, þar sem síst skyldi - þ.e.a.s. að sá
verðbótahluti sem leyfður var áfram skyldi greiddur í
hundraðshlutum en ekki sömu upphæð til allra, svo að
hálaunamenn fengju tvöfalda eða þrefalda fjárhæð á við hina
til þess að bæta sér í munni á matborðinu eða í klæðaburði.
Þegar :að er fundið stendur ekki á svörum stjórnarinnar:
Þetta vilja verkalýðsforingjarnir sjálfir eins og komið hefur
fram í öllum samningum. En hvaða afsökun erþaðstjórnvöld-
um á réttlætisvegi? Þetta er aðeins samviskumál, góðir hálsar.
Ákvörðun lágmarks þeirra launa sem lægst er talið boðlegt að
greiða í siðvæddu velferðarþjóðfélagi er í raun ekki heldur
verkefni forystu launafólks við samningaborð heldur löggjaf-
arhlutVerk. Það er þáttur í mannréttindavernd eins og mörg
lýðræðisþjóðfélög hafa löngu viðurkennt. Viðfangsefni við
samningaborð launþega og vinnuveitenda eru ofan þess
lögboðna lágmarks.
Hvað nu, herrar mínir?
Ástand þjóðmála- og efnahagsmála okkar um þessar
mundir og harðneskjuráðstafanir stjórnvalda á hendur hinum
lægst launuðu í landinu kalla á sérstaka umhugsun og
umfjöllun þessara láglaunamála nú, svo nauðsynlegt sem það
var s.l. vor að láta jöfnunar- og verndarráðstafanir fylgja
niðurjöfnun framlaganna til verðbólgustríðsins en þó látið
undir höfuð leggjast. Það væri raunar aðeins að bæta gráu ofan
á svart að gera þetta mannréttindamál að einhverju samninga-
bitbeini eins og þó horfir nú helst. Hér á Alþingi að stíga -
hér og nú, vegna sérstakra aðstæðna - eins langt réttlætisspor
og fært þykir og ákveða með lögum lágmark sem ekki má fara
niður fyrir í samningum, og taka þá bæði mið af sjálfsvirðingu
og brýnustu þörf. Síðan geta aðilar vinnumarkaðarins sest
niður og farið að karpa um hærri launatölur og meiri
launajöfnuð, vafalítið með sama gamla og góða árangrinum.
Andrés Krístjánsson.
Andrés Kristjánsson Pj
skrifar