Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 15
14 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983 15 „Leikgleðin er gíf- urleg hjá okkur um þessar nuindir” — segir Atli Eðvaldsson, markaskorari og ^ baráttujaxl . Fortuna Dusseldorf ■ Hápunktur ferils Atla Eðvalds- sonar var liklega síðastliðið vor, þegar hann í síðasta leik Búndeslígunnar skoraði öll fimm mörk Fort- una Diisseldorf gegn Eintracht Frankfurt. A myndinni sést Atli skora eitt af mörkunum, og úrklipp- an í horninu sýnir markatöfluna á glæsilegum leikvangi Fortuna eftir að Atli hafði skorað öll fimm mörkin. Takið eftir vinstri hendi Atla á myndinni, hún er á leið upp og hann á leið upp í fagnaðarstökki. Daginn eftir skoraði Atli sigurmark íslands gegn Möltu á Laugardalsvellinum, flaug hingað strax eftir leikinn í Dusseldorf. Timamynd Samúel Örn Erlingsson ■ „Gagnstætt því sem e.t.v. hefur verið um marga íslenska stráka sem farið hafa í atvinnumennsku i knattspyrnu gerði ég mér fullkomlega grein fyrir þeim kröfum og þvi álagi sem fylgir atvinnumennsku í knattspyrnu", segir Atli. „Ég hafði kynnst þessu gegnum Jóhannes bróður minn, og hann hafði gefið mér góð ráð, og gerir enn þegar ég þarf á að halda". Tímamynd Gísli Ágúst Gunnlaugsson ■ Enda þótt Fortuna Dusseldorf hafi tvisvar orðið bikar- meistari þýska sambandsiýðveldisins, hefur liðið aldrei bein- linis talist til risanna í þýsku Búndesligunni. Kemur hér margt til, en sennilega vegur þó þyngst á metunum, að Dusseldorf byggja aðallega embættis- og verslunarmenn og áhugi á knattspyrnu þar því ekki eins rótgróinn og í iðnaðarborgum Þýskalands. Á siðustu tveimur keppnistimabilum hef ur hins vegar orðið augljós breyting á Fortuna liðinu. Knattspyrna þess er orðin ein sú skemmtilegasta, sem sést á þýskri grundu, árangurinn mun betri og á siðustu vikum eru æ fleiri áhorfendur famir að láta sjá sig á 70 þúsund manna vellinum i Dússeldorf. Mikilvægasta skýringin er án efa sú, að nýr þjálfari, Wilbert Kremer, gekk til liðs við félagið snemma á síðasta keppnis- tímabili, en fleira kemur til. Ber þar hæst það hlutverk, sem Atli Eðvaldsson leikur i Dússeldorf sem markaskorari og baráttujaxl i vitateig andstæðinganna. Alls skoraði Atli 21 mark í 34 leikjum á siðsta keppnistíma- bili, aðeins einu marki minna en markakóngur þýsku knatt- spyrnunnar, Rudi Völler. Fortuna Dússeldorf er nú i toppbar- áttunni i Búndesligunni vestur-þýsku og með svipuðu áfram- haldi ætti liðið að eiga góða möguleika á sæti í Evrópukeppni félagsliða á næsta ári. Fyrir skömmu sóttu fréttamenn Tímans Atla heim og spurðu hann spjaranna úr um knatt- spyrnuferil sinn. Sjá næslu síðu ■ „Ég man varla eftir mér öðruvisi en sihugsandi um íþróttir. Pabbi var í jandsliði Eistlands í íshokki, körfuknattleik og knattspyrnu áður en hann fluttist til íslands, og mamma var Islandsmeistari í hástökki og keppti að auki i sundi, fimleikum og handbolta. Ferill Jóhannesar bróður míns er vel þekktur á íslandi, og Anna systir mín stundaði handbolta^frjálsar og knattspyrnu á unglingsárunum." Timamynd Gísli Ágúst Gunnlaugsson Heimili þeirra Atla Eðvaldssonar, konu hans Steinunnar Guðnadóttur og sonarins Egils, er á gullfailegum stað skammt fyrir utan Diisseldorf. Grxnir akrar prýddir fallegum trjáþyrpingum á stöku stað sjást í flestar áttir svo langt sem augað eygir. Þótt komið væri fram í nóvember þegar við sóttum þau hjónin heim, skein sólin í heiði og 18 stiga hiti var úti. Við komum okkur vel fyrir í garðinum sem fylgir íbúð þeirra, með kaffi og pönnukökur að íslenskri sið- venju, og hófum spjallið með að spyrja Atla um bernsku sína, hvenær áhugi hans hefði vaknað á knattspyrnu. - Áhugi minn á íþróttum vaknaði snemma. Ég man varla eftir m'ér öðruvísi en síhugsandi um íþróttir. Þessu veldur líklega að áhugi á íþróttum var mikill á heimili mínu. Pabbi var í landsliði Eist- lands í íshokkí, körfuknattleik og knatt- spyrnu áður en hann fluttist til íslands og hér heima fór hann fljótlega að fást við þjalfun. Mamma var íslandsmeistari í hástökki, auk þess sem hún keppti í sundi, fimleikum og handbolta. Nú systkini mín, Jóhannes og Anna voru einnig virk í íþróttum. íþróttaferill Jó- hannesar er sjálfsagt flestum kunnur, og Anna systir mín lék handbolta á ungl- ingsárum sínum, auk þess sem hún var í frjálsum íþróttum og kvennaknattspyrn- unni. Það var því mikil íþróttaumræða á ★ Egill sonur þeirra Atla og konu hans, Steinunnar Guðnadóttur er kátur og ákveðinn eins og pabbinn. Tímamynd Gísli Ágúst Gunnlaugs- son. heimilinu. Maður hefur alltaf lifað fyrir íþróttirnar. Byrjaði 7-8 ára hjá Val Hvenær hófstu að æfa knattspyrnu? - Ég hóf að æfa hjá Val, þegar ég var 7-8 ára gamall. Fjölskylda mín bjó hins vegar inni í Miðtúni og það var því langt að fara á æfingar í Val. Ég gekk þess vegna í Ármann og æfði og lék með þeim á tímabili, en gekk svo að nýju í Val þegar ég kom upp í 4. flokk. Þar lenti ég í sannkölluðum „súperflokki". Þar voru með mér Pétur Ormslev, sem nú er félagi minn hér í Dússeldorfliðinu, Al- bert Guðmundsson, Guðmundur Þor- björnsson, Guðmundur Kjartansson, Guðmundur Ásgeir, sem nú er mark- maður í Breiðabliki o.fl. Við héldum vel saman í þessum hópi, urðum íslands- meistarar í 4. flokki og síðar í 3. flokki, þá án þess að tapa leik. Árið 1974 vorum við komnir í 2. flokk og þá hófum við Guðmundur Þorbjörnsson og Magnús Bergs að leika með meistaraflokki fé- lagsins. Það má segja að þessi hópur hafi síðan myndað kjarnann í Valsliðinu á þessum velgengnisárum þess. Pétur Ormslev gekk að vísu í Fram, en árið 1975 hóf Álbert Guðmundsson að leika með meistaraflokki Vals. Árið 1976 bættust þeir Guðmundur Kjartansson og Óttar Sveinsson svo í hópinn. Það ár urðum við bæði íslandsmeistarar og bikarmeistarar, en árið 1974 höfðum við orðið bikarmeistarar. Voru ekki margir af þessum yngri strákum saman í unglingalandsliðið? - Við vorum saman í unglingalands- liðinu, ég, Magnús Bergs og Guðmundur Þorbjörnsson. Guðmundur Kjartansson og Albert Guðmundsson komu svo í liðið á eftir okkur. Árangur unglinga- landsliðsins var hins vegar ekkert sérs- takur þessi ár. Á þessum tíma var verið að skipta um forystumenn unglinga- landsliðsins. Árni Ágústsson hafði þá séð um liðið með góðum árangri í nokkur ár, en um þessar mundir tók Lárus Loftsson við liðinu. Hann hafði lítinn tíma til að undirbúa liðið undir sína fyrstu leiki í Evrópumótinu og við komumst því ekki áfram í úrslit kepp- ninnar, eins og mörg árin á undan. Margir þeirra sem skipuðu þennan ung- lingalandsliðshóp áttu hins vegar síðar eftir að leika með landsliði íslands, og flestir héldu áfram í knattspyrnunni eftir þetta og urðu burðarásar sinna liða um árabil. 33 landsleikir Hvenær lékstu þinn fyrsta A lands- leik? - Það var árið 1975, kom þá inná á móti Færeyjum í leik sem leikinn var úti. Viðar Halldórsson lék þarna líka sinn fyrsta landsleik og sömu sögu er að segja um Ólaf Danivalsson. Fyrsta heila lands- leikinn lék ég síðan á móti Noregi árið eftir. Þá lék Janus Guðlaugsson sinn fyrsta landsleik. Það var að sjálfsögðu mikill áfangi að vera valinn í landsliðið. Jóhannes bróðir minn var fyrirliði lands- liðsins á þessum árum og höfum við líklega leikið saman 15-20 landsleiki. Ég hef nú leikið 33 A landsleiki fyrir ísland og finnst alltaf jafn mikill heiður að vera valinn í liðið. Hver var aðdragandi þess að þú fórst út í atvinnuknattspyrnu á meginlandi Evrópu? - Þegar ég var 18-19 ára heyrði ég utan í frá að lið í Hollandi og Belgíu hefðu áhuga á að fá mig til liðs við sig. Þessi lið höfðu þó aldrei beint samband við mig og ég vissi því ekki hvað var til í þessu. Ég fórsíðan í nám í íþróttakenn- araskólanum á Laugarvatni og á náms- tíma mínum þar, einkum sumarið milli 1. og 2. ársins heyrði ég mikið talað um að lið á meginlandinu væru að spyrjast fyrir um mig. Þá fór ég að fá bréf og upphringingar frá umboðsmönnum og ýmsum félögum með fyrirspurnum, en ég var ákveðinn að ljúka náminu og hugsa ekki um atvinnumennsku á meðan. Upp úr áramótum 1980 settu hins vegar 6 eða 7 umboðsmenn sig í samband við mig og buðu mér samninga hjá tilteknum liðum. Ég bað þessa menn að senda mér nánari upplýsingar og fékk fyrst svar frá manni sem sagði að Dortm- und í Vestur-Þýskalandi vildi fá mig til liðs við sig. Ég fór utan um páskana 1980 til að kanna aðstæður. Þá hafði ég ekki leikið fótbolta frá því haustið 1979 og var því í lítilli æfingu, þótt ég hafi leikið blak með skólaliði íþróttakennaraskól- ans. Ég mætti á eina æfingu hjá liðinu og fékk alltof stóra skó til að æfa á. Þjálfarinn vissi að ég hafði ekki æft í 7 mánuði og ég sagði honum að skórnir væru allt of stórir, en hann sagði mér að fara út á völl og æfa skot. Nú það fór nú svo að fyrstu fimm skotin fóru rakleitt í vinklana einhverra hluta vegna. Menn horfðu undrandi á, ekki síst ég sjálfur sem bjóst nú ekki við að hitta svona, akkúrat þegar á þurfti að halda. Ég var síðan látinn æfa skallaeinvígi og fyrir- gjafir og þetta gekk allt vel. Þeir vildu endilega að ég yrði lengur hjá þeim til reynslu, en ég sagðist verða að fara heim, ef þeir hefðu áhuga á mér yrðu þeir að gera mér tilboð. Ég setti síðan fram ákveðnar kröfur um kaup og kjör og gaf þeim frest til að íhuga málið. Daginn eftir fékk ég í hendurnar samn- ingsdrög sem ég hafði með mér heim til íslands, þar sem þau voru vandlega athuguð áður en ég skrifaði undir. Um páskana var því frágengið mál, að ég færi til Þýskalands um sumarið. Til Dortmundarliðsins Hvernig var Dortmundarliðið þegar þú fórst þangað? - Þegar ég kom til Dortmundar voru þeir að byggja upp nýtt lið þar, svokallað framtíðarlið. Þetta var ungt lið, áhuginn alveg gífurlegur, toppvöllur, frábær þjálfari og góð stjórn. Þessi atriði höfðu mikið að segja um það, þegar ég ákvað að skrifa undir samninginn við þá. Það átti að byggja þarna upp framtíðarlið og ég vildi taka þátt í þeirri uppbyggingu. Það sem skipti þó mestu máli var að þjálfarinn, Udo Lattek - sem er nú hjá Bayern Munchen og var hjá Barcelona vildi fá mig og slíkt vegur alltaf þyngst á metunum. Hvenær hófstu svo æfingar og keppni með Dortmund? - Ég fór út til Þýskalands 4. júlí 1980, en æfingar og annar undirbúningur undir keppnistímabilið 1980-1981 hófst 7. júlí.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.