Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983 5 ■ í ágúst sl. voru liðin hundrað ár frá einum þeim mestu hamförum náttúrunnar sem sag- an kann frá að greina, en það var sá atburður er eyjan Krakatoa sprakk í loft upp þann 26. ágúst 1883. Svo vill til að ólíkt ýmsum öðrum hamförum náttúrunnar á umliðnum öldum hafa varðveist harla nákvæmar lýsingar og frásagnir af atburðum þessum og er það að þakka Hollendingnum R.D.M. Verbeek, sem ritaði tveggja binda vísindaverk um þetta efni og „Krakatoa-nefnd“ breska vísindafélagsins, sem gaf út skýrslu byggða á langvarandi athugunum árið 1888. Hafði félagið látið safna upplýsingum um heim allan um það á hvern hátt fyrirbærisins varð vart og það er því af nógu að taka, þegar við rif jum þennan atburð upp nú. • gríðarlega nornaketil, þar sem rautt hraunið kraumaði og varð það að gufu sem loghitnaði og leysti firnaöfl úr læðingi. Með gríðarlegum hávaða sem skók mikinn hluta jarðar þeyttust nú fjórar rúmmílur af grjóti og ösku upp í loftið, hæst í 40 eða 50 mílna hæð. Afl sprengingarinnar, ásamt þeim firnum af grjóti sem féll í hafið orsakaði flóðbylgju, nokkur hundruð feta háa. Geysti hún í allar áttir frá Krakatoa og þaut um Súnda-sund með 350 mílna hraða á klukkustund. Hún braut niður vita eins og eldspýtur og hollenska skipið Berouw, sem áður er um getið og lá strandað við Súmatra, barst nú 3 kílómetra upp á land og þar liggur flak þess enn í dag, 10 metrum yfir sjávar- máli. Þessi ægilegi sjávarveggur olli ógn og eyðileggingu á Súmatra og á Java. M.a. skall hann á ströndinni við Merkak, þá 125 fet á hæð, eða eins og 12 hæða hús. Alls fóru þar 295 þorp í rúst, 36 þúsund manns létu lífið og 5 þúsund skip og bátar fórust. Flóðbylgjan æddi nú út á Indlandshaf og Kyrrahaf og eftir því að dæma hvenær hún gerði vart við sig hefur hraðinn verið sums staðar 400 mílur á klukkustund. í Surabaya sundi, sem er 500 mílur frá Krakatoa sýndu flóðmælar tíu þumlunga hækkun. I Port Elisabeth í S-Afríku, sem er 5000 mílur í burtu, rykktu skip í akkerisfestar sínar og það er talið að bylgjunnar hafi gætt í Ermasundi, - 11 þúsund mílum fjær. Loftþrýstingurinn frá hamförunum braut rúður og myndaði sprungur í veggi í Batavia og í Buitenzorg. Það gerðist og á stöðum sem voru miklu fjær. Mesti hávaði sem um gletur Þetta varð mesti hávaði sem um getur. Drunan ætlaði að æra menn á Jövu, Súmatra og á Borneo, 500 mílur í burtu (Reykjavík-Grænland) Á Celebes, sem er nærri 1000 mílur í burtu, voru skip send af stað til þess að rannsaka hvað hefði komið fyrir. í Daly Waters í Ástralíu, sem er 2023 mílur í burtu (Reykjavík-Rómaborg) sagði einn at- hugandi: „Við heyrðum sprengingu, sem ' líktist því að einhvers staðar hefðu menn verið að sprengja grjót. Drunan varði í nokkrar mínútur. Bylgjur loftsins eru of veikar til þess að mannseyrað fái greint þær, en loftvog- ir greindu þær hins vegar. (Hljóðbylgju- mælar voru ekki komnir til sögunnar). Tíu stundum eftir sprenginguna varð vart við bylgjuhreyfingar í Mið-Evrópu. Nokkrum stundum síðar sáust svo áhrif- in á loftvogum skipa á Atlantshafi og í New York og í Los Angeles. Um það bil 34 stundum síðar fóru tækin aftur að titra. Loftbylgjan hafði lagt af stað í aðra hringför sína í kring um jörðina. Síðasti veiki titringurinn sást níu dögum eftir að ósköpin áttu sér stað. Rykið sem barst út í andrúmsloftið barst yfir jörð alla og settist í litlum mæli á hvert land og hvert haf heims. Eitthvað af rykinu var í andrúmsloftinu árum saman og olli þetta ýmsum óvenjulegum loftsýrum. Blár, grænn og silfurlitaður bjarmi sást á sól og tungli og vegna þess hve hátt á loft rykið var, þá endurkastaði það sólarbjarma löngu eftir að myrkur hafði skollið á að kvöldlagi. BIFREIDADEILD SAMBANDSINS BÍLASALA HÖFÐABAKKA9 SÍMI 39810 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVORU Eigum til fáeina Opel Rekord luxus diesel á mjög hagstæðu verði. Hagstæðir greiðsluskilmálar IStíHSBflRTORUR ODYRARI! / síðustu verðkönnun Verðlagsstofnunar (verðkynning nr. 17)- voru íslensku vörurnar yfirleitt ódýrari en þær erlendu. ísumum tilvik- um var verð erlendu vörunnaralltað þrefalt hærra en þeirraríslensku. Þannig er hægt að spara með því að bera saman verð. Taktu íslenskar vörurmeð í samanburðinn, þá ertþú viss um lægsta verð. _____Ogenneitt:____ Pú skapar atuinnu í landinu m- OPEL REKORD LUXUS DIESEL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.