Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983 „Leikgleðin er gífurleg Halldór Einarsson fór með mér út í upphafi, sem eins konar fulltrúi Vals. Hann var með mér í nokkra daga, en í upphafi bjó ég hjá umboðsmanninum Reinke, sem komiðbafði mér í samband við Dortmund. Hann bjó 70 kílómetra frá Dortmund í litlu þorpi sem heitir Aalen í Westfalen. Ég fékk svo fljótlega eigin íbúð þar í þorpinu og keyrði því daglega 140 km á æfingar og heim aftur. Steinunn Guðnadóttir kona mín kom svo hingað út seinna um haustið. Það hefur nú verið talsvcrt alag að þurfa að aka svona langt á æfingar? - Nei, nei, maður þekkti ekkert ann- að fyrr en við fluttumst hingað til Dússeldorf. I>að var fyrst þá að við gerðum okkur grein fyrir hversu tíma- frekt, erfitt og leiðinlegt þetta fyrir- komulag var, því nú búum' við 10 km frá æfingasvæði félagsins. Gekk þér vel hjá félaginu strax í upphafi? - Maður hafði sig nú lítið í frammi á fyrstu æfingunum. Ég var búinn að koma mér í þokkalega líkamlega æfingu þegar ég kom til Dortmund og það hafði mikið að segja fyrst í stað, því æfingarnar voru erfiðar og vafalaust hefði maður gefist upp hefði maður ekki verið sæmi- lega á sig kominn. Þetta hjálpaði mér einnig að því leyti að þjálfarinn fylgdist betur með mér fyrir vikið. Margir aðrir leikmenn gáfust hreinlega upp á æfing- unum og ég fékk því fljótlega tækifæri til að spreyta mig í æfingaleikjum með félaginu. Strax í fyrsta leiknum um sumarið fékk ég tækifæri. Við lékum þá gegn áhugamannaliði og í hálfleik var staðan 1:() okkur í hag, þótt við hefðum leikið ntjög illa. Ég var síðan settur inn á í síðari halfleiknum og var mjðg heppinn, því ég var varla kominn inn á þegar ég skoraði mark. Ég náði síðan að lcggja upp tvö mörk fyrir Borgsmúller liðsfélaga minn og skora sjálfur tvö til viðbótar, bæði með sköllum og við unnum leikinn að lokum 10:1. Þetta hafði að sjálfsögðu mikið að segja með að gefa manni sjálfstraust og vekja tiltrú liðsfélaganna og þjálfarans á manni. Atvinnumennskan er harður skóli í næsta leik gekk mér aftur á móti illa, en maður var búinn að öðlast það sjálfstraust sem þurfti til að standa af sér stormana. Ég var líka í mjög góðri æfingu þegar líða tók á sumarið. Þegar ég kom til Dortmund af íþróttakennara- skólanum var ég 89 kg, og á tæpum 3 vikum fór ég niður í 79 'A kg. Samt sem áður borðaði ég tvær heitar máltíðir á dag og drakk morgun-, eftirmiðdags- og kvöldkaffi með tilheyrandi bakkelsi. Samt sem áður léttist maður svona og segir það allnokkuð um æfingarnar hjá liðinu. Gerðirðu þér grein fyrir því að at- vinnumennskan yrði svona harður skóli? Þú hefur e.t.v. kynnst lífi og starfi atvinnumanna og þeim kröfum sem tii þeirra eru gerðar í gegnum Jóhannes hróður þinn, sem lengi hafði leikið erlendis þegar þú fórst utan? - Gagnstætt því sem e.t.v. hefur verið um marga íslenska stráka sem gengið hafa til liðs við erlend atvinnumannafé- lög gerði ég mér fullkomna grein fyrir þeim kröfum og þeirri hörku sem fylgir lífi atvinnuknattspyrnumannsins. Eins og þið bendið á hafði ég kynnst þessu að verulegu leyti í gegnum Jóhannes bróður, sem þegar í upphafi gaf mér góð ráð, og gefur mér enn góð ráð þegar ég þarf á að halda. Hann hefur verið lengi í þessum bransa og þekkir hann út og inn og hefur því mörgu að miðla manni. Varðandi alla samninga og því um líkt var hann mér innan handar alveg frá byrjun? Og þú varst í byrjunarliði Dortmund þegar Bundeslíkan hófst í ágúst 1980. - Já, ég hafði verið í byrjunarliði okkar í flestum æfingaleikjum liðsins fyrir keppnistímabilið. Svo var það viku fyrir upphaf deildarkeppninnar, að við lékum æfingaleik gegn Núrnberg og þá var ég settur út úr liðinu. Þá leist manni nú ekki á blikuna. Ég taldi alveg eins líklegt að þar með væri draumurinn búinn að vera, þótt ég teldi að mér hefði gengið vel í flestum æfingaleikjunum. Liðið var tilkynnt á e.k. fundi leikmanna og þjálfara og á eftir beið Lattek eftir því að aðrir leikmenn færu þannig að hann gæti talað við mig í einrúmi. Þá ■ Sex mörk skoruð á einum sól- arhring eða svo í tveimur leikjum erþokkalegur árangur. Ekkisístef á það er litið að fimm þeirra voru skoruð i sama leiknum í Búndeslíg- unni í V-Þýskalandi, og það sjötta var í landsleik íslands og Möltu daginn eftir á Laugardalsvellinum. Þrátt fyrir mikið álag lék Atli á fullri ferð gegn Möltu, gaf aldrei eftir eins og sjá má á myndinni. Tímamynd Ari. sagði hann. „Þetta er allt í lagi Atli minn, ég er bara að hvíla þig fyrir leikinn. Þú verður með á laugardaginn kemur“. Ég spilaði svo þann leik og náði að skora fyrsta markið í deildarkeppn- inni þetta ár, eftir 14 eða 15 mínútna leik. Móti hverjum spiluðuð þið þá? - Það var á móti Bayern Úrdingen. Ég spilaði auðvitað áfram...! Og svo ert þú fastur maður í liðinu alveg þangað til þú slasast? - Já, ég spilaði 11 fyrstu leikina á tímabilinu alveg þangað til ég fótbrotna og skora sjö mörk í þeim. Fyrstu leikirnir gengu ágætlega, en svo lendi ég í nokkurri lægð. Ég var hins vegar að ná mér upp úr henni, þegar fótbrotið kom til sögunnar í leik á móti Mönchenglad- bach. í vikunni á undan hafði ég t.d. staðið mig mjög vel á móti Frankfurt og fann á mér, að erfiðleikatímabilið var liðið. En á 5. mínútu í leiknum móti Gladbach brýtur Hannes hinn eineygði illa á mér. Ég spilaði auðvitað áfram, því maður reiknar aldrei með því versta, en korteri seinna varð ég að láta taka mig útaf. Það var farið með mig beint upp á sjúkrahús og í ljós kemur að löppin var brotin. Brotið hefði ekki getað komið á verri tíma, því framundan voru mikil ferðalög hjá okkur Steinunni. Sama kvöld fórum við til Lúxemborgar á leiðinni til Reykja- víkur. Þar vorum við í 3 daga, en svo var haldið vestur um haf til Jóhannesar bróður, sem var þá í Tulsa. Eftir fimm daga dvöl þar var farið til baka í snarvitlausu veðri og allt þetta klöngrað- ist ég með brotna löppina. Þegar ég komst svo að lokum aftur til Dortmund kom auðvitað í Ijós, að brotið hafði versnað og næstu níu vikurnar var ég frá allri keppni. Var ekki erfitt að komast aftur inn í liðið eftir mciðslin? - Það má segja, að mér hafi tekist að tala mig aftur inn í liðið. Sumir forráða- mannanna töldu, að ég væri ekki búinn að ná’mér almennilega eftir meiðslin, en ég vildi strax í ntarsbyrjun fara að berjast fyrir sæti mínu í liðinu. Ég talaði því beint við Udo Lattek og fékk hann til að samþykkja það. Á æfingunum hamaðist ég síðan sem vitlaus væri og strax viku síðar tók Lattek mig fram fyrir þrjá aðra, sem komu einnig til greina. Hann var líka gagnrýndur fyrir þessa ákvörðun, svo skömmu áður en þessi leikur móti Schalke hófst, bað hann mig um að gera góða hluti í leiknum. Og það skipti engum togum, á fimmtu mínútu skora ég mark. Mátti fara að „plata“ aftur Hvernig féll þér við þennan fræga þjáifara, Udo Lattck? - Udo Lattek er minn fyrsti þjálfari í atvinnuknattspyrnunni og hann tók mér frá byrjun mjög vel. Hann hjálpaði mér mikið og kenndi mér mikilvæga hluti. Þegar ég kom út, reyndi ég t.d. að spila eins og ég hafði gert heima, þ.e. að plata og plata aftur. Stundum gengur slík knattspyrna upp, en oftast ekki. Það var eftir leik móti ungversku meisturunum, sem ég fékk mína fyrstu kennslustund. Mér fannst sjálfum, að ég hefði átt þrumuleik. Tókst að plata andstæðing- ana upp úr skónum hvað eftir annað, fiska aukaspyrnur og skapa hættu. Á mánudeginum eftir leikinn, safnaði Latt- ek hópnum saman og beindi strax máli sínu til mín. í stuttu máli, gekk ræða hans út á: Svona knattspyrnu spilar þú ekki hjá mér piltur minn. Láttu boltann ganga og snertu hann bara einu sinni í hvert sinn. Og ég tók meistarann svo bókstaflega, að eftir þetta var ég bara í því að gefa hann frá mér. Rétt áður en Lattek fer svo frá félaginu til Barcelona, ræddi hann við mig um þetta og segir að nú megi ég fara að plata aftur - en í hæfilegum skömmtum. Hefur þú haft samband við Lattek eftir aö hann fór frá Dortmund? - Ekki beinlínis, en ég hef þó hitt hann þrisvar á þessu ári og verð að segja, að ég kann alltaf jafn vel við hann. Hvaða leikmenn umgekkst þú mest á . Dortmundarárunum? - Magnús Bergs kom út til Dortmund haustið 1980 og þrátt fyrir að hann hefði búið í sjálfri Dortmund, hélt ég mestu sambandi við hann. Svo var ég mikið með tveimur ungum strákum, Schneider (nú hjá Oberhausen) og Bernd Klotz, sem er nú aðalmaðurinn hjá Dortmund. Þýðingarmestur var þó vinskapur minn við hinn fræga Manfred Búrgsmúller. Strax frá fyrsta degi var þessi stjarna liðsins mér hjálpleg og hann varð alltaf fyrstur til að tala máli mínu, ef á þurfti. Þar sem hann var fyrirliði liðsins og orð hans nær lög, skipti þetta auðvitað miklu máli fyrir mig byrjandann í atvinnu- knattspyrnunni. Þjálfaraskipti Árið 1981 urðu þjálfaraskipti hjá Dortmund. Udo Lattek hélt til F.C. Barcelona, en í staðinn kom annar kunnur þjálfari Branko Zebec. Þessi þjálfaraskipti höfðu nokkur áhrif á stöðu þína í liðinu, ekki satt? - Jú það má kannski segja það. Zebec sá mig leika tvo leiki með liðinu, þegar það var til umræðu að hann tæki við þjalfun þess. Égstóð mig ekkert sérstak- lega íþessum leikjum. Þettavarsnemma sumars 1981, í miklum hita, ca 35° C, sem er nú ekki góður hiti fyrir íslendinga til að leika knattspyrnu. Hann vildi styrkja framlínu liðsins og lét þá kaupa Bernd Klotz. Ég taldi víst að hann keypti ekki Klotz nema til að láta hann taka mína stöðu í liðinu. Það kom reyndar á daginn að ég var varamaður fyrstu leikina haustið 1981 svo ég talaði við Zebec og spurði hvort hann vildi ekki setja mig a sölulista. Hann sagðist þá ekki vilja missa mig, hann væri að byggja upp liðið og þyrfti á öllum þáverandi leikmönnum þess að halda. Ég gerði mig ánægðan með þetta. Skömmu síðar heyrði ég það hins vegar á skotspónum að stjórn félagsins vildi selja mig, þar sem félaginu stóð til boða að fá Marcel Raducano, landflótta Rú- mena til liðs við sig. Þar sem óheimilt er að nota fleiri erlenda leikmenn en 2 í hverju þýsku liði þurftu þeir því að selja annan hvorn okkar Magnúsar Bergs. Dússeldorf vildi þá kaupa mig og hafði sett sig í samband við Dortmund og þetta varð þess valdandi að félagsstjórn- in vildi selja mig. Ég las hins vegar bara um þetta í blöðunum. Ekkert var við mig talað og ég neitaði því öllu saman er þetta var borið undir mig. Einn daginn þegar ég kom á æfingu var t.d. búið að taka öll fötin mín og svona gekk það í nokkra daga. Umsjónarmenn og leik- menn liðsins héldu alltaf að nú hlyti að vera búið að ganga frá sölu á mér til Dússeldorf. Forráðamenn Dússeldorf- liðsins voru einnig í sambandi við mig á þessum tíma og að lokum var afráðið að ég gengi til liðs við þá. Þetta var í október 1981. Ákveðið var að ég mundi skrifa undir samning við Dússeldorf á sunnudegi, halda síðan til liðs við ís- lenska landsliðið og leika gegn Tékkum í undankeppni Heimsmeistarakeppninn- ar á miðvikudegi og leika síðan laugar- daginn á eftir fyrsta leik minn með Dússeldorf. Ég kvaddi því félaga mína hjá Dortmund á föstudegi og þá bað Borgsmúller mig um að hugsa málið hvort ég vildi fara, hann skyldi tala við þjálfarann og forráðamenn liðsins og athuga hvort þeir vildu ekki hætta við söluna. Ég sagði honum sem var að ég væri búinn að ákveða mig. Ég vildi flytja mig um set til Dússeldorf. Zebec skipti sér ekkert af þessu máli. Hann sagðist hafa þá pólitík að setja aldrei fótinn fyrir leikmenn vildu þeir skipta um félag. Þegar ég kvaddi hann, sagði ég að mér þætti leitt að við hefðum ekki getað unnið saman. Hann sagði þá að hann hefði ekki látið selja mig og vildi gjarnan hafa mig áfram hjá félaginu, ég yrði að muna það að ég hefði tilheyrt þeim hópi leikmanna er hann hygðist byggja fram- tíð liðsins á. Við skildum því alveg í góðu. Dapurleg staða Hvernig var staðan hjá Dússeldorf þegar þú komst þangað? - Staðan hjá liðinu var þá heldur dapurleg. Sumarið á undan höfðu for- ráðamenn liðsins selt helstu stjörnu þess og markaskorara, þýska landsliðsmann- inn Klaus Allofs, til Kölnar. Liðið hafði leikið 9 leiki í deildarkeppninni 1981- 1982 þegar ég kom til liðs við þá og gert þrjú jafntefli og tapað sex leikjum. Þú hefur ekkert óttast að þú værir að gera rangt með að ganga til liðs við lið sem væri svona illa á vegi statt? - Auðvitað velti maður þessu fyrir sér. Mér fannst hins vegar ólíklegt að svona gæti gengið hjá liðinu til lengdar. Það var ekki hægt að halda áfram að tapa og tapa. Ástandið gat því raunar einungis batnað. Ég vissi að stjórn félagsins og fjárhagsstaða var álitin traust, þótt félagið sé ekki í hópi hinna ríkustu hérlendis. Áhorfendur liðsins eru góðir stuðningsmenn þegar vel gengur, og leikmenn og þjálfari voru staðráðnir í því að rétta við hlut félagsins í deildarkeppninni. Nú að auki þá leist okkur hjónunum vel á borgina og ég vildi ekki una því að vera á varamanna- bekknum hjá öðru félagi. Ég vildi fá að spila og sanna að ég ætti fullt erindi sem knattspyrnumaður í bundeslígunni. Hvernig gekk þér svo að finna þig hjá liðinu? - Nú það gekk allvel í upphafi eins og hjá Dortmund. í fyrstu 5 leikjunum skoraði ég 3 mörk. Okkur fór að ganga betur. Við unnum loks leiki, þótt staða okkar í deildinni væri mjög tæp allan veturinn. Nú eftir fyrstu fimm, sex leikina kom stutt erfiðleikatímabil hjá mér. Það tók sinn tíma að kynnast fólki hjá nýju félagi, vinna traust meðspilar- anna og læra að leika með þeim. Mér gekk hins vegar alls ekki illa sé tekið tillit til alls þessa. Nú þessi vetur var með ólíkindum snjóþungur, miðað við það sem hér gerist og gengur og um jólaleytið var skrifað um það í íþróttafréttum einhvers dagblaðsins hér að ég hefði enga reynslu af því að leika í snjó og gæti það ekki. Þjálfarinn, sem tók nú blöðin kannski full alvarlega trúði þessu og setti mig á tímabili út úr liðinu af þessum sökum. Sá sem tók stöðu mína skoraði hins vegar ekkert, en þjálfarinn, Júrg Berger, gaf mér hins vegar ekki séns aftur í nokkra leiki. Ég fékk þó aftur minn séns og stóð mig ágætlega, náði að skora 8 mörk á keppnistímabilinu og við björguðum okkur frá falli, þótt naumt væri, lentum í 4 neðsta sætinu í deildinni. Nú ýmislegt mátti finna að stjórn þessa þjálfara Bergers, þótt ég fari ekki nánar út í það hér. Hann reyndi að halda uppi ströngum aga, en var ákaflega spéhræddur, óöruggur með sig og hræddur um stöðu sína, þar sem árang- urinn lét á sér standa. Berger er land- flótta Austur-Þjóðverji og ýmislegt í stjórn hans og ákvörðunum fannst mér minna á stjórnkerfið þar. „Ég fer nú samt,“ sagði ég Þrátt fyrir þennan slaka árangur byrjið þið með óbreytt fið i fyrra? - Já, það er reyndar rétt. Við vorum hins vegar ákveðnir að gera góða hluti á tímabilinu og æfðum þess vegna stíft og vorum bara vongóðir. Svo vinnum við fyrsta leikinn, en töpum svo fleiri leikjum og ekkert gengur upp. Þjálfaran- um má kenna um þetta allt saman, hann skipti stöðugt um menn og engin regla var á hlutunum. Stjórnin segir svo af sér og nýja stjórnin sér strax hvar vandann sé að finna. Hún losar sig við Berger og finnur Wilbert Kremer, sem gerði smá- vægilegar breytingar á liðinu og hélt því síðan nær óbreyttu jafnvel eftir tapleiki og brátt fórum við að spila eins og ein liðsheild. Sem dæmi um það hversu góð áhrif þetta hafði á mig var að í tíð Bergers skoraði ég aðeins 2 mörk í tíu leikjum, en í 24 næstu leikjum skoraði ég 19 mörk. Þessi þjálfaraskipti urðu annars á ansi skemmtilegum tíma fyrir mig. Ég hafði alltaf átt í vandræðum með Bergur út af landsleikjum mínum. Svo var það skömmu fyrir landsleikinn gegn Spáni í nóvember í fyrra, að ég minnti Berger á, að ég þyrfti að fara. Við tölum bara um það eftir leikinn móti Schalke á laugar- daginn, sagði hann þá. Nú í leiknum skoraði ég jöfnunarmark okkar nokkr- um sekúndum fyrir leikslok og þóttist því eiga a.m.k. vinaleg orð inni hjá Berger og minni hann á landsleikinn. Þú ferð ekkert, sagði hann þá einfaldlega. Ég fer nú samt, sagði ég auðvitað og þá sagði hann mér að ég myndi ekki spila aftur fyrir sig. Það reyndust orð að sönnu, því þegar ég kom til baka frá Spáni var búið að reka hann. Hvers vegna komst Pétur Ormslev ekki í liðið eftir þjálfaraskiptin? - Það er óhætt að segja, að Pétur hafi verið ansi óheppinn. Hann var slasaður, þegar Kremer kemur til Dúseldorf og missir þannig af uppbyggingastarfinu meira eða minna. Þegar meiðsli hans voru fullgróin var þjálfarinn hins vegar kominn með sterka liðsheild, sem var erfitt að breyta. En það er á hinn bóginn athyglisvert, sem Kremer hefur bent á, að Dússeldorf er með þrjá menn á varamannabekknum, þá Pétur, Thile og Theis, sem geta alltaf komið inn í liðið án þess að liðsheildin breytist. í því liggur m.a. styrkleiki liðsins um þessar mundir. Ég vona að Pétur fari að vinna sér fast sæti í liðinu. Hann hefur alltaf staðið sig vel þegar hann hefur komið inná eða leikið heila leiki með liðinu og finnst mér hann fyllilega hafa sannað getu sína. 1 hverju öðru liggur styrkur liðsins núna? Velgengni liðsins í vetur hefur verið með ólíkindum, því þið hafið ekki keypt nýja leikmenn eins og hin liðin. - Nú, það er einmitt það sem allir eru að spá í núna. Eins og þið segið, erum við eina Iiðið, sem hefur ekki keypt neinn einasta leikmann. Ég held, að það sé þjálfarinn sem hefur skipt mestu mali. Kremer hefur ekki einungis tekist að ná því besta út úr þessu liði, heldur hefur honum einnig tekist að gefa okkur gífurlegt sjálfstraust og það skiptir ekki svo litlu máli. Eins og sjá má á leikjum okkar er leikgleðin gífurleg hjá okkur um þessar mundir. Það er ótrúlega gaman að spila fótbolta, þegar maður leikur fyrir hraðann, baráttuna og leikgleðina. Góður árangur - meiri kröfur Hverju viltu spá um gengi Fortuna Dússeldorf í vetur? - Mér finnst nú alltof snemmt að spá einhverju. Margir af leikmönnum liðsins eru farnir að tala um sæti í Evrópukeppni á næsta ári og því um líkt. Ég held að ótímabært sé að velta slíku fyrir sér. Við verðum að hugsa um það fyrst og fremst að ná okkur í 26-28 stig til að halda okkur í deildinni. Þegar þeim áfanga er náð er svo hægt að hugsa um sæti í Evrópukeppni. Við erum nú komnir með 17 stig í 14 leikjum, sem verður að teljast frábær árangur og erum nú í hópi efstu liða í deildinni. Þetta er árangur sem ég held að fáir hafi reiknað með. Vonandi tekst okkur að fylgja þessu eftir. Árangurinn hefur vitaskuld verkað hvetjandi á okkur leikmennina, kannski ekki síst vegna þess að aðsókn á leiki okkar hefur stóraukist og þjálfarar ann- arra toppliða hérlendis tala um að við leikum skemmtilegustu knattspyrnuna sem boðið er uppá í Þýskalandi í augnablikinu. Hinn góði árangur hefur það hins vegar í för með sér að gerðar eru til okkar meiri kröfur og við reynum okkar besta til að standa undir þeim.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.