Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 10
■ Hverjir voru þeir hæfileikar, sem gerðu forvstufenu kleift að segja fyrir um stórviðri, löngu áður en það skall yfir og rata heim til húsa í glórulausum byljum með hjörðina á hælum sér? Mörg hinna nákvæmustu tækja nútímans hefðu ekki gert betur. ■ Um forystuféð hafa varðveist ótal sögur. Fyrir all mörgum árum gekkst Búnaðarfélag íslands fyrir útgáfu á safni úrvals slíkra sagna og kennir þar margra grasa. Það var Ásgeir Jónsson frá Gottorp, mikill dýravinur og at- hugull fjármaður, sem forgöngu hafði um þá samantekt. Þótt sögurnar séu á ýmsan hátt ólíkar, þá eiga þær það sameiginlegt að þær sýna ótrúlegt harðf engi og yf irskilvitlega hæf i- leika hinna útvöldu einstaklinga hjarðarinnar, forystufjárins sem náttúran hafði búið því sjötta skilningarviti, sem þurfti til að leiða féð í gegnum hættur og villur í íslenskum stórviðr- um. Við veljum hér úr eina sögu úr bókinni um f orystuf éð, en það er frásögn Óskars Stefáns- sonar, bónda í Breiðuvík á Tjömesi um for- ystuána sína, Krögu. Frásögnina las Karl Kristjánsson alþingismaður í útvarp þann 16. júní 1952. Forystuærin í Breiðuvík — Eflirminnileg frásögn Óskars Stefánssonar í Breiðuvík á Tjörnesi Forystukindin er fædd til köllunar. Hún er sjálfkjörinn foringi hjarðarinnar - gædd vitsmunum, fjöri, djörfung, framtaki og umhyggju fyrir hópnum. Úrvalsforystukind er bónda á útbeit- arjörð meira virði en metið verði til peninga. Hún er félagi hans við gæzlu hjarðarinnar og hagnýtingu beitilands- ins, - gleður hann þar að auki að sínu leyti eins og góðhesturinn eiganda sinn, þótt með öðrum hætti sé. Ég geri ráð fyrir að mörgum geti þótt gaman að heyra bóndann á útnesinu segja frá forystuánni sinni, sem er mctfé og honum þykir mjög vænt um, eins og eðlilegt er. Nú hefst frásögn Óskars Stefánssonar: Nennir þú, hlustandi góður, að koma með mér yzt út á eitt af annesjum þessa lands - út á Tjörnes, sem er milli - Skjálfandaflóa og Axarfjarðarflóa? - Þar er bærinn Breiðavík. Þangað þarftu að leggja leið þína í huganum, ef ég á að sýna þér forystuá þá, sem ég hef bezta átt. Kraga Þegar Kraga var tæplega þriggja vetra, skrifaði ég um hana nokkra frásögu- þætti, og birtust þeir í Dýraverndaran- um. Þar sagði ég frá því helzta, sem ég hafði þá þegar orðið var við í fari hennar og mest hafði vakið undrun mína. Meðal annars segi ég frá heimþrá hennar og fyrstu veðurspá, haustið sem hún var lamb á Héðinshöfða. Ég hafði tekið lömbin í gæzlu og gekk sjálfur við þau dag hvern. Þau voru fjörutíu og eitt að tölu. Beitti ég þeim aðallega á svo kölluðum Fossamýrum, að norðanverðu við á þá, er Reyðará heitir. Ekki hýsti ég lömbin. Rak ég þau niður að sjónuni að kvöldi, en upp til landsins að morgni. Hafði ég mikið gaman af því, hvað Kraga litla var ferðmikil og léttstíg á undan hópnuni, einkum niðureftirá kvöldin. Þangað var líka gott að koma, því að sjaldan hafði báran gleymt að leggja nokkur gómsæt sölvablöð á fjöruborðið. Góð tíð var þetta haust, og hélzt hún allt fram yfir veturnætur. Var snjólaust með öllu, jafnt til heiða sem í byggð. Hún heitir Kraga. Ættuð er hún frá Snartarstöðum í Núpasveit í Norður- Þingeyjarsýslu. Hún er komin í móð- urætt af forystufjárkyni því, sem Rand- arkyn var kallað. Um útlit hennar er það að segja, að hún er hvít að lit, fríð sýnum og stórhyrnd nokkuð. Hávaxin er hún og fremur grannvaxin að sjá. Þó er hún svo þykk undir bóg, að af ber. Þegaqr hún var lamb, bar hálsinn gulleitan blæ. Því var hún Gullkraga kölluð og síðar aðeins Kraga. Haustið 1944 felldum viðTjörnesingar gamla fjárstofninn vegna mæðiveiki, sem í hann var komin, og keyptum vísi að nýjum stofni austan yfir Jökulsá á Fjöllum. Þá kom Kraga litla í minn hlut fyrir tilviljun eina. Ég bjó þá á Héðins- höfða, innsta bæ í Tjörneshreppi. Hið nýja heimkynni hennar var því í fyrstu þar. Vorið eftir flutti ég búferlum að Breiðuvík. Hefur Kraga átt þar heima síðan, að einu misseri undanskildu, og mun þess getið síðar. Heimþrá Þegar kom fram í nóvember, þóttist ég verða þess var, að Krögu mundi vera það efst í huga að strjúka heim til átthaga sinna. Hana hafði auðsjáanlega gripið heimþrá. Reyndar voru átthag- arnir í órafjarlægð - austur á Sléttu. Á leiðinni þangað voru há fjöll, stórgrýttar heiðar og straumharðar ár. En heimþrá- in telur sjaldan sporin. Henni vaxa oft ekki í augum vegalengdir. Fjóra daga í röð lagði litli ofurhujþnn af stað, hárviss um leið og stefnu. í öll skiptin náði ég þó gimbraranganum. Fimmta daginn lagði hún ekki til. Hún virtist þá hafa fengið annað umhugsunarefni í svipinn. Þann dag kom þoka í loft, og var dökk brún yfir hafi norður að sjá. Gekk ég eftir venju til lambanna undir kvöldið. Þótti mér þá undarlega við bregða, því að nú vildi Kraga litla ekki fara niður að sjónum. Hitti ég hana eina langt upp með Reyðará. Stóð hún þar undir stór- um steini lúpuleg eins og særð rjúpa. Um nóttina brast á stórhríð með miklum sjógangi. Kom mér þá í hug hátterni gimbrarinnar kvöldið áður. Virtist mér auðsætt, að þá hefði hún - þótt ung væri - kunnað að ráða rúnirnar í svip veðraguðsins. - Hún hafði jafnvel kunnað það betur en loftvogin og betur en veðurstofan í höfuðstaðnum. Manni gæti meira að segja dottið í hug, að fimm dögum áður en bylurinn kom, hafi hún fengið um hann vitneskju eftir einhverj- um ókunnum leiðum og ætlað að komast til átthaganna áður en á skylli. Vorið eftir hafði Kraga enn eignazt nýtt heimkynni, Breiðuvík. En nokkra tryggð hafði hún tekið við Héðinshöfða eftir þennan eina vetur. Brá henni þar fyrir tvö næstu sumur, en síðan ekki meir. Fyrsta haustið, sem hún átti heima í Breiðuvík, var mjög góð veðrátta allt fram í nóvemberlok. Þá héldu vetur- gömlu ærnar mínar til frammi í háfjöll- um vikum saman. Héldu þær hópinn að kalla mátti, og réð Kraga fyrir og gerðist nú allstjórnsöm. Seint í nóvember fann ég þær þrjátíu og tvær saman á mýr- lendum flesjum, sem flár nefnast. Flesj- ur þessar eru uppi á svo kölluðum Tungunúp austanverðum. Heim rak ég ærnar að þessu sinni, og var það löng leið. Valdi Kraga hana af mikilli leikni. Tveim dögum síðar var hópurinn horfinn að nýju. Lagði ég af stað á eftir honum, en fann þá aldrei nema tvær ærnar. Komu þessar tvær á móti mér framan alla heiði og fóru geyst. Þekkti ég brátt, að þar var Kraga á ferð og með henni ær, sem ég nefndi Grjótagul, hið mesta metfé. Var nú Kraga mjög stygg mót venju og stefndi til sjávar. Hvarf hún mér sýnum á skammri stund. Veðurblíðan hélzt þann dag allan og fram á næsta dag, en þá breyttist veður skyndilega, öllum á óvart, nema þá Krögu. Voru stórhríðarveður í viku. Þá voru þær í fjörunni lengst af, ærnar sem vísar voru, og áttu gott. Þær voru ellefu alls. - Hinar þrjátíu fann ég loks allar eftir fimm daga leit, mjóslegnar og ullhrjáðar af veðrinu. Vorið 1948 fluttist ég frá Breiðuvík að Hringveri í sömu sveit. Þangað kom Kraga þó ekki fyrr en rétt fyrir jólin. Varð ég þess fljótt var, að hún undi sér mjög illa, og væri vont veður í nánd, ókyrrðist hún og það stundum nokkru áður en veður spilltist. Að jafnaði var hún samt ágætlega þæg, eins og hún hafði verið áður fyrr. Hún fór með féð í haga án minnar fylgdar, eins og hún hafði gert í Breiðuvík, og heim kom hún með það að kvöldi. Þó brá út af því einu sinni og mátti segja, að þá skylli hurð nærri hælum. I hríðinni Ég hafði hleypt fé mínu til beitar að morgni sem oftar. Veður var frostlítið og kyrrt, en þungbúið nokkuð. Hjarnað var í dældum, en til jarðar náðist allvel, þar sem hærra var. Snjór hafði fallið í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.