Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 27
« ♦ r • -
»4 4
SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983
27
bíða það af mér. Ég vildi þola bæði hita,
kölduflog og bakverki. En læknirinn gaf
mér metadon (lyf sem slær á þjáningar
eiturlyfjasjúklinga).“ Tina byrjar að gráta.
Hún afsakar sig og segir að nú mundi hún
ekki hafa krafta til að þola fímm daga
fangelsi.
í þrjú ár var svo að sjá sem
eiturlyfjavandamálinu
væri haldið í skefjum.
En 1983 jókst tala
látinna með skelfi-
legum hraða.
Margir sjúkling-
anna fara til
Amsterdam, þar
sem hægt er að útvega
eitrið á auðveldan hátt
Móðir Tinu var saumakona, sem ekki
tókst að afla nægra tekna sér og barninu
til framfæris. Árum saman var móðirin í
augum Tinu ekki annað en góð og
elskuleg frænka, sem kom í heimsókn á
þriggja mánaða fresti. Loks tók móðir
hennar saman við fullorðinn mann og tók
inu „Warmoesstraat" í Amsterdam
þekkja sögu stúlkna eins og þeirra Biggi í
smáatriðum. Daglega rekur á fjörur þeirra
unga eiturlyfjasjúklinga frá
Þýskalandi, sem eru að forðast að lenda í
höndum lögreglunnar þar. Lögreglu-
maðurinn Henk van Slooten segir: „Hjá
okkur í Amsterdam hverfur þeim allt í
einu sú tilfmning að verið sé að elta þau.
Þau kaupa heroín og ætla sér að njóta
þess. En um leið gleymist það að í
Amsterdam er hver sprauta helmingi
sterkari en í Þýskalandi.“
Aðeins í Amsterdam .iafa 52 þýskir
ungiingar látist á þessu ári af völdum
eiturlyfja. Van Slooten: „Á hverjum degi
koma til okkar foreldrar í le t að bömum
sínum og sýna okkur myndi: af þeim. Þá
sýnum við þeim myndir af þeim sem hafa
látist. Oft eru bömin þama á meðal.“ ■ Birgitte (Biggi):
En oftast er leit örvæntingarfullra for- MÚr þessu helviti mun
eldra árangurslaus. Lögreglan er hætt að ég aldrei komast...“
taka eiturlyfjaneytendur fasta, loka þá
inni, taka af þeim skýrslur og flytja þá til
landamæranna. Þetta er of dýrt, því þeir sjá skilríki. Sprautan lá enn á borðinu. Ég
koma strax með næstu lest til Amsterdam skalf öll. En þeir skrifuðu aðeins niður
aftur. Það er ódýrara að láta þau í friði og nafn og heimilisfang, báru það saman við
sjá um sig sjálf. eigin bækur og létu gott heita að skilríkj-
Einu sinni var Birgitte tekin föst á unum mínum hefði verið stolið.
skyndihótelinu. „Skyndilega stóðu þeir Vinkona hennar Bettina sat í fangelsi í
við rúmstokkinn hjá mér og heimtuðu að fimm daga. „Þá var ég svo hress að ég vildi
Mynd úr safni lögreglunnar í Amsterdam af látnum eiturlyfjasjúklingi
■ í dyragangi á hrörlegu húsi koma lögregiu-
menn þessari konu að óvörum meðan hún er að
sprauta sig. Fátt getur hent eiturlyfjasjúklinginn
verra, en hún hefur engan annan stað að fara á...
dóttur sína að nýju til sín. En manninum
fannst Tina of ærslafull. Þess vegna varð
hún að fara á uppeldisheimili.
Af tómri forvitni fékk hún sér fyrstu
heroínsprautuna á diskóteki, þá 13 ára
gömul. Upp frá því var hún háð efninu.
„í byrjun tók ég þetta vegna þess að það
olli vellíðan, en brátt varð þetta víta-
hringur. Ég varð að fá eitrið, því annars
varð ég veik.“ Nú þarf hún á því að halda
á fjögurra stunda fresti.
Nú sprautar hún sig. Röddin verður
hæg og drafandi.'hún tárast og dregur
sprautuna út aftur.
„Þegar ég hafði setið inni í fimm daga
hérna, vildi ég fara aftur til Þýskalands.
Ég fór til þess að sækja draslið mitt hjá
kunningja mínum. En þá hafði fanturinn
selt það allt saman." Bettina æpir naistum.
„Já, maður verður víst að vera sæmilega
til fara ef maður ætlar að fara til Þýska-
lands og vera talinn með mönnum."
Hún réttir fram handleggina, alsetta
stunguförum: „Já,.allt dótið var farið. Það
var eina tækifærið sem ég hafði til þess að
vera viðurkennd af þjóðfélaginu. að
minnsta kosti á ytra borðinu. Þá hefði ég
ekki þurft að vera eins og ræfill til fara.
Ég hefði getað sagt við embættismennina
á bak við skrifborðin: Þið getið stungið
mér inn, þá þarf ég ekki að sjá ykkur
aftur."
Tina veit að hún mundi ekki snúa heim
til Þýskalands á morgun og það þótt hún
væri með úttroðna tösku með tískuklæðn-
aði. Hún stingur í sig sprautunni að nýju.
Sprautur geta eiturlyfjaneytendur hér
útvegað sér hvar sem er, meira að segja
hjá rakaranum. Þó hefur það hent Tinu
að hún varð að fá léða notaða sprautu.
„Mig var nefnilcga farið að verkja í nýrun
og ég gat ekki beðið. En það geri ég samt
ekki aftur. Þú ættir að líta á Beu, hún er
búin að frá hræðileg æxli á báða handleggi
af lánssprautum.
Bea er 24 ára og er frá Dortmund. Hún
var lögreglukona, en tvö síðustu árin
hefur hún veriö eiturlyfjancytandi. „Ég
hafði alltaf lesið að hass væri hættulegt.
Svo reyndi ég það einu sinni og komst að
því að svo var alls ekki. Þess vegna
hugsaði ég með mér að heroin væri ekki
heldur hættulegt og ákvað að reyna það.
1 byrjun var það prýðilegt og ég ákvað að
prófa það oftar."
Foreldrar Beu komust að því að ástand
hennar var eitthvað óeðlilegt. Þau brugð-
ust við eins og flestir foreldrar hefðu gert.
“ Þau vildu að ég hætti þessu og spurðu
hvaða vandamál ég ætti við að glíma. En
þegar þau sáu að það var ekki til neins að
banna mér þetta, gátu þau ekkert gert
annað en að segja að þau væru reiðubúin
að aðstoða mig þegar ég þyrfti þeirra við.“
Bea hefur einnig verið í Amsterdam
frá því í júlí. Á þessum tíma hefur hún
lést um tíu kíló. „Áður sá enginn neitt
óeðlilegt við mig. En eftir að ég kom
hingað hefur andlitið á mér orðið fölt og
samanfallið. Það er of auðvelt að ná í
eiturlyfin hérna.“
Oft verður Bea að sofa úti á götunni.
Þá hniprar hún sig í skoti með dagblöð
undir sér. Höfðalagið er plastskjóða með
fátæklegum reytum hennar. Hún á ekki
einu sinni nærföt til skiptanna. Hver eyrir
fer til kaupa á eiturlyfjunum.
„Einn góðan veðurdag gefst sérhver
eiturlyfjaneytandi hér upp,“ segir Dirk
Korf við þýsku hjálpardeildina í Amster-
dam, „Þeir sjá að hér geta þeir ekki byggt
neitt upp og í Þýskalandi bíður þeirra
aðeins fangelsið. Þá kjósa þeir fremur að
láta lífið hér.“
Þeir deyja á bekkjum í almennings-
görðum, á brotajárnshaugum og á þriðja
flokks hótelum. Þeir finnast í kjöllurum,
í bakgörðum auðra íbúðarhúsa og á
salemum. íbúar hverfisins næst jámbraut-
arstöðinni hafa fengið því framgengt að
stjómvöld hafa innréttað svefnpramma
fyrir forfallna eiturlyfjaneytendur.
Báturinn liggur á Amstel. Það er dregið
fyrir gluggana og brattur tréstigi liggur
niður í hann. Þama lítur enginn upp,
þegar dymar em opnaðar. Loftið er svo
þungt að það mætti skera með hnífi. Þar
lyktar af storknuðu blóði og þvagi. Um
það bil hundrað manns sitja, standa og
liggja héma. Margir halla höfðinu fram á
plastborð. Augnaráðið er dautt, andlitin
era uppétin af eiturlyfjum. Kona rær fram
og aftur eins og gamalmenni. Við hlið
hennar sogar einn í sig kókaín niður í
lungu. Það er reykt í gegn um einhvers
konar vatnspípu. Kakkalakkar brana um
gólfið án afláts.
Þessi lifandi lík láta það ekki á sig fá.
Báturinn er nokkurs konar eyja útlægra,
- miðstöð útskúfaðara. Hér er endastöðin
í Amsterdam.
(Þýtt AM)
i