Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 18

Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 18
18_____________ spurningaleikur SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983 Fugl, sem ber fræði- heitið „Cygnus cygnus" Fyrsta vísbending gefur 5 stig, önnur 4 stig, þriðja 3 f jórða 2 og fimmta 1 stig Fyrsta vísoending Önnur vísbending vísbenSng f!liumifiii Fimmta vísbending 1. Bandarikjaforseti þessi er fæddur árið 1856 og gerð- ist árið 1890 prófessor í lögum við Princeton-há- skóla. Rikisstjóri varð hann i New Jersey 1910 og bauð sig fram tilforsetakjörs 1912. Slagorðið í kosningabarátt- unni var „Nýtt frelsi" og hann var kjörinn. 1916 náði hann endurkjöri undir slagorðinu: „Hann hélt okkur utan við stríðið." En 1917 lýsti hann þó yfir stríði sem kunnugt er. 2. Hér er kunnuglegur fugl á ferðinni, sem berfræðiheit- ið „Cygnus cygnus." Auk íslands verpir hann á einum stað i Skotlandi, nyrst i Finnlandi og viða i Síberíu. Mörgum finnst rödd hans fögur, þótt þar séu stund- um skiptar skoðanir. Steingrímur Thorsteinsson hefur ort lofkvæði um söng hans. ...og lúðrasveit í Reykjavík ber þetta nafn. 3. Höfðingjaætt þessi réði á 13. öld öllum goðorðunum í Austfirðingafjórðungi. Meðal gorðorðsmanna hennar voru m.a. þeir Brennu-Flosi og Ormur Jonsson. Einnig Þorvarður á Hofi, sem nefndur hefur verið „síðasti goðinn." Þungur varð hann og ætt- menn hans Þorgilsi skarða i skauti, því þeir drápu hann. Ættin er kennd við mektar- býli í Öræfum. 4. Eyja þessi er um einn tíundi hluti íslands að stærð og eitt þéttbýlasta land heims- ins með 3.3 milljónir íbúa. Þar er höfuðborgin San Juan. Columbus fann hana fyrst- ur Evrópumanna. Eyjuna lögðu Bandaríkja- menn undir sig i stríðinu við Spánverja 1898. Hún er nú hjálenda Banda- ríkjanna. 5. Keisari þessi nam skipa- smiðar á unga aldri. Sagnfræðingurinn Arnold Toynbee nefndi hann eitt sinn „vélvæddan nýskræ- lingja." Þó var hann sæmdur heið- ursdoktorsnafnbót i lögum við Oxfordháskóla. Hann gaf riki sínu nafnið Rússland, en áður hafði það heitið "Moskvuríki." Hann hefur i sögunni hlotið nafnbótina „mikli." 6. Land þetta gekk Svíakon- ungi á hönd árið 1561. Þar er borgin Ösel, sem á íslandi var áður nefnd „Ey- sýla.“ Rússar ríktu yfir landinu frá 1721-1917. Þá hlaut það sjálfstæði, en Rússar innlimuðu það að nýju von bráðar. Höfuðborgin er auðvitað Tallin. 7. Þessi fiskur er gulgrár eða mógrár að ofan með grár- auðum rákum og blettum. Að neðan er hann gráhvít- ur. Hann er botnfiskur og veið- ist allt í kring um ísland á 10-600 metra dýpi. Hann hrygnir við suður- ströndina og á 2 egg í einu. Eggin kallast „Pétursskip." Sumir vilja ekki annað i matinn á Þorláksmessu en fisk þennan. 8. í þessu fylki Bandaríkjanna var framfylgt algjöru vin- banni frá 1881—1949. Það er ferhyrnt að lögun, en Missouriáin sker eitt hornið af ferningnum. Þar eru frægar kureka- borgir, svo sem Dodge City og Abilene. Höfuðborgin heitir Topeka. Þetta er langmesta hveit- iræktarríki Bandaríkjanna. 9. Fugl þessi ber latneska nafnið „sterna paradisea." Hann telst til þernuættar- innar. Þetta er hánorrænn fugl sem verpir allt í kringum íshafið og suður að Lárens- flóa. Hann er þó farfugl og flýg ur á haustin til Ástraliu og Suðurskautsins. Þá þykir ýmsum að komið sé sumar, þegar hann sést. ■ o Stjórnmálamaður, fæddur i Neskaupstað 1926. Lög- fræðingur og nam um hríð norræn f ræði og sagnf ræði. Á unga aldri var hann við ritstjórn ýmissa tímarita um hríð, svo sem Vikunnar og Vikutíðinda. Hann var fyrsti formaður Sambands Framsóknar - manna í Norðurlandskjör- dæmi eystra. Hann sat í Kröflunefnd 1974-1979. í síðustu stjórn var hann menntamálaráðherra. Svör við spurningaleik á bls. 20

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.