Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 9
9 SUNNUDAGUR 27. NOVEMBER 1983 menn og málefni „I stað svefns og aðgerðarleysis hefur komið fjör og manndómur” ■ Sú bók, sem sennilega mun þykja eftirsóknarverðust fyrir þessi jól meðal þeirra sem áhuga hafa á stjórnmálun- um, er fyrsta bindi ævisögu Eysteins Jónssonar, fyrrum ráðherra og for- manns Framsóknarflokksins, en Vil- hjálmur Hjálmarsson, fyrrum ráðherra og um langt árabil náinn samstarfs- maður Eysteins, skráði. Eins og Vil- hjálmur tekur fram í formála sínum var Eysteinn ráðherra í hartnær tvo áratugi og aðeins einn maður hefur setið lengur en hann á Alþingi íslend- inga. Hann var í forystusveit Fram- sóknarflokksins óslitið í hálfa öld, og átti mikinn þátt í að móta íslenskt þjóðfélag á miklum umbrota; og breyt- ingatímum. Fyrsta.bindi ævisögunnar nær fram yfir þingkosningarnar árið 1942, og er því enn um fjörutíu ára tímabil eftir í næsta eða næstu bindi. Það er vel við hæfi að glugga hér aðeins í þessa nýútkomnu bók. Fyrir valinu verður að vitna til þess kafla, þar sem fjallað er um stjórnarmyndun Framsóknarflokks og Alþýðuflokksins árið 1934, en það samstarf markaði að mörgu leyti tímamót - þeir eru enn margir, sem telja þá ríkisstjórn. sem mynduð var árið 1934, eina þá almerk- ustu, sem hér hefur setið að völdum. Skömmu eftir að þessi stjórn tók við lýsti Jónas Jónsson umskiptunum sem orðið höfðu með þessum orðum: „I stað svefns og aðgerðarleysis hefur komið fjör og manndómur í þjóðlífið. Síðan um stjórnarskiptin hefur rignt lögum, sem miðuð eru við það að rétta lífsbaráttu hinna vinnandi stétta". Samningaviðræðurnar í ævisögu Eysteins segir svo um myndun stjórnarinnar: „Alþingiskosningamar 1934 höfðu farið fram 24. júní. Fullnaðarúrslit lágu þó ekki fyrir svo fljótt sem nú tíðkast. Og það tók einnig lengri tíma en nú að ná nýkjörnum þingmönnum saman til fundar. Það var fyrst 18. júlí að þingmenn Framsóknarflokksins komu saman á fyrsta formlega þing- flokksfundinum sem haldinn var eftir kosningarnar. Hins vegar hóf mið- stjórn flokksins að ræða horfurnar og hugsanlega stjórnarmyndun fyrr eða 28. júní. Hafði miðstjórnin haldið fjóra fundi áður en þingflokkurinn kom saman formlega. En margir þing- menn sátu miðstjórnarfundinn. Á fyrsta fundinum var kosin 5 manna nefnd „til þess að athuga sam- starfsmöguleika til stjórnarsamvinnu við Alþýðuflokkinn ef kosningaúrslit leiða til þess." I þessari nefnd áttu sæti: Jónas Jónsson, Eysteinn Jónsson, Hermann Jónasson, Sigurður Kristins- son og Jón Árnason. Önnur nefnd jafnfjölmenn var kosin „til þess að undirbúa skipulagning afurðasölu landbúnaðarins." Gengið var rösklega til starfa. Á næsta fundi miðstjórnar 12. júlí segir svo í fundargerð: „Nefnd sú er kosin hafði verið á síðasta miðstjórnarfundi til þess að athuga samstarfsmöguleika til stjórn- armyndunar lagði fram tillögur um samstarfsgrundvöll í 14 liðum. sem unnið hafði verið að í samstarfi við nefnd sem Alþýðuflokkuiinn hafði kosið í þessu skyni. Jónas Jónsson lýsti starfstilhögun nefndanna og undirnefndar þeirrar sem kosin hafði verið, en Eysteinn Jónsson skýrði hvern lið samkomulags- atriðanna. Síðan fóru fram almennar umræður um tillögur nefndarinnar að samstarfs- grundvelli". Síðar segir í ævisögunni um val ráðherra: Ágreiningur um stjórnarformann „Þessir samningar um samstarfs- grundvöll nýrrar ríkisstjórnar virðast hafa gengið fremur greiðlega, enda höfðu farið fram ítarlegar umræður milli þessara tveggja flokka um sama efni haustið áður eins og fyrr getur. Báðir flokkarnir leggja mikla áherslu á að koma atvinnuvegunum til hjálpar, efla framleiðslu landsmanna og auka atvinnu í landinu. Það fer svo ekki á milli mála að Alþýðuflokkurinn leggur þunga áherslu á málefni verkamanna og Framsóknarflokkur- inn ber sérstaklega fyrir brjósti málefni bænda. Alþýðuflokkurinn hlaut að leggja til hliðar áform um þjóðnýtingu atvinnu- veganna. En báðir voru flokkarnir sammála um að ríkið skyldi veita þeim margvíslegan stuðning og ekki síst skipulagslega og hafa forystu um nýja sókn í atvinnumálum. Um fjölmörg almenn framfaramál á hinum ýmsu sviðum, svo sem tryggingar og endur- bætur á félagslöggjöf var ýmist enginn ágreiningur eða þá vel viðráðanlegur. Sama gilti um verkaskiptingu milli ráðherra í væntanlegri ríkisstjórn og um val ráðherraefna. Allt reyndist það viðráðanlegt til samkomulags - nema val stjórnarformanns. Eðlilegt þótti að hann yrði frá stærri flokknum. En Alþýðuflokkurinn vildi ekki gefa fram- sóknarmönnum sjálfdæmi um val hans. Þess háttar ágreiningur mun ekki hafa komið upp við þær stjómarmynd- anir, sem fram höfðu farið á Islandi frá þeim tíma þegar ráðherrar urðu fleiri en einn 1917 og fram til þessa. En seinna hefur það orðið oftar en einu sinni, að flokkar hafa neitað tilnefn- ingu eða tillögum samstarfsflokksins um forsætisráðherra. Rétt þykir að rekja hér afstöðu Framsóknarflokksins til þessa atriðis eins og hún liggur fyrir í glöggum bókunum frá fundum miðstjórnar og þingflokks. Á miðstjórnarfundi 14. júlí er bókað: „Fundurinn ályktar að lýsa yfir að hann telur sjálfsagt að Alþýðuflokk- urinn velji mann af sinni hálfu í væntanlega landsstjórn og Framsókn- arflokkurinn velji með sama hætti þá menn er hann setur af sinni hálfu í landsstjórnina, að forsætisráðherrann sé úr Framsóknarflokknum-------.“ Þetta var samþykkt samhljóða. Eins og fyrr er getið kom þingflokk- urinn fyrst saman til formlegs fundar 18. júlí. Áður hafði farið fram nokkur undirbúningsvinna í flokknum undir væntanlegt samstarf og stjórnarmynd- un með Alþýðuflokknum." Val ráðherraefna Á þessum fundi er einnig rætt um ráðherraefni og um það er bókað: „Einnig hafði verið kosin þriggja manna nefnd innan flokksins til að athuga aðstöðuna um ráðherraefni flokksins og í henni voru þeir Bergur Jónsson, Bjarni Ásgeirsson og Gísli Guðmundsson. Nefnd þessi óskaði að fram færi skrifleg leynileg tilnefning meðal flokksmanna á forsætisráð- herraefni flokksins og var það gert. Var formanni nefndarinnar, Bergi .lónssyni, falið að taka á móti atkvæð- unum til athugunar fyrir nefndina." Á fundi þingflokksins seinna þennan sama dag, 18. júlí, skýrir Bergur Jónsson frá því „að kosning sú er fram hafði farið á fundinum næst áður um forsætisráðherra flokksins hefði farið þannig, að Jónas Jónsson hefði fengið yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Ósk- ar Jónas Jónsson eftir að fá frest til að I svara til næsta dags og var það talið sjálfsagt." Miðstjórnin hélt einnig fund þennan dag. Fór þar fram skriflegt val á forsætisráðherraefni. Viðstaddir þing- menn tóku ekki þátt í því þar sem þeir höfðu áður greitt atkvæði í þingflokkn- um. Allir viðstaddir miðstjórnarmenn 16 að tölu greiddu Jónasi atkvæði. Næsta dag, 19. júlí, eru tvcir fundir í þingflokknum. Á síðari fundinum er bókað: „Jónas Jónsson skýrði frá viðtali er fram hafði farið á milli samninga- - nefnda flokkanna þá um daginn. Lýsti Jónas Jónsson því yfir að hann treysti sér ekki til að verða við ósk flokksins um að mynda ráðuneyti og stakk upp á því að flokkurinn tilnefndi annan mann til þess starfs. Var þá samþykkt að ganga til kosninga á forsætisráð- herraefni flokksins á ný og fékk Her- mann Jónasson 12 atkvæði, Eysteinn Jónsson eitt, Jón Árnason eitt og einn s'eðill varauður. Því næstvarsamþykkt að ganga til kosninga á öðru ráðherra- efni flokksins og fór hún þannig að Eysteinn Jónsson hlaut 10 atkvæði, Vilhjálmur Þóreitt, Bjarni Ásgeirsson eitt, Steingrímur Steinþórsson eitt og tveir seðlar voru auðir." Svo er að sjá af þessum atkvæða- greiðslum, að aðrir hafi naumast kom- ið til greina sem ráðherraefni Fram- sóknarflokksins að Jónasi Jónssyni frágengnum en þeir Hermann og Eysteinn, þar sem engir aðrir fengu nema eitt atkvæði. Val hinna tveggja ungu þingmanna til ráðherrastarfa vakti mikla athygli. Eysteinn var þá aðeins 27 ára gamall og hafði setið eitt þing. Hermann var nokkru eldri, fæddur 25. desember 1896, en hafði ekki setið á þingi áður. Hann varhinsvegarorðinn landskunn- ur fyrir vasklega framgöngu á vettvangi lögreglumála og í kosningunum. - Það var áberandi í forystustörfum Jónasar Jónssonar að fela ungum mönnum mikinn trúnað. Alþýðuflokkurinn tilnefndi Harald Guðmundsson sitt ráðherraefni. Var hann elstur ráðherranna, liðlega fer- tugur. fæddur 26. júlí 1892. Hin nýja ríkisstjórn var formlega skipuð 28. júlí 1934. Verkaskiptingin var þannig að Hermann Jónasson varð forsætis-; dóms- og landbúnaðarmála- ráðherra og fór með vegamál, Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra og Haraldur Guðmundsson atvinnu- og samgöngu- málaráðherra og fór með félags- og kennslumál. Hverjir höfnuðu Jónasi? Eg hef beðið Eystein Jónsson að segja örlítið frá þessari stjórnarmynd- un. Þetta voru fyrstu stjórnarmyndun- arsamningar, sem hann tók þátt í og til stjórnarmyndunar leiddu - en ekki þeir síðustu. Fara ummæli hans hér á eftir: „Samningar unt málefnin og stjórnarstefnuna gengu fljótt og vel, enda var í meginatriðum samið um sörriu efni og árið áður, unt haustið, þegar búið var að ganga frá stjórnar- myndunarsamningi, sem ekki náði fram að ganga vegna mótstöðu tveggja þingmanna í okkar liði (Hannesar Jónssonar og Jóns Jónssonar). Var í raun og veru kosið um þá stefnu flokkanna tveggja, scm þá kom frant og öll var rækilega áréttuð í kosninga- hríðinni. Allt var þetta á því byggt að Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu stjórn ef þingfylgi lcyfði eftir kosningarnar. Fyrst var gengið frá málcfnasamningi áður en til þess kom að velja menn í stjórnina og skipta ráðuneytum. Sjálfsagt þótti að forsætisráðherra væri úr stærri flokknum og tilnefndum við framsóknarmenn Jónas Jónsson formann okkar til að mynda stjórnina cins og greinilega kemur fram í fund- argerðum flokksins. Var þetta gert einróma í miðstjórn og með yfirgnæf- andi mcirihluta í þingflokki. Kom þá í Ijós að Alþýðuflokksmcnn neituðu að styðja Jónas til stjórnarmyndunar og báru mörgu við, sem þeir hafa til tínt fyrr og siðar opinberlega. Er svo að sjá sem þeir hafi þá vantreyst Jónasi til að stýra samsteypustjórn svo vel færi. Sat sýnilega í þeim að árekstrar höfðu orðið með þcim og Jónasi Jónssyni til dæmis í frægri „garnadeilu" og oftar og var nú allt rifjað upp með ntiklum þunga. Ósatt er það með öllu, sent stundum hefur verið dylgjað um, að Framsókn- arflokkurinn hafi verið óhcill í stuðn- ingi sínum við Jónas Jónsson til að mynda stjórnina. Hann hefði myndað hana ef Alþýðuflokksmcnn Itefðu ekki þvertekið fyrir stuðning við hann. Um það er mér mætavel kunnugt. Hvorki Jónasi Jónssyni né nokkrum öðrum sýndist hægt að hætta við stjörn- armyndunina af þessum sökum, þótt þetta ylli rniklum vandkvæðum. Jónas lagði því til að annar maður yrði tilnefndur sem forsætisráðhcrraefni svo sem segir í fundargerð þingflokks- ins frá 19. júlí þetta ár (1934). Rétt er að geta um það, vegna þess sem síðar hefir verið rætt og ritaö um þessi viðkvæmu og örlagaríku efni, að Her- manni Jónassyni kom það á óvart að svo skyldi skipast þessa júlídaga að hann yrði kvaddur til stjórnarforystu, nýkjörinn á þing." Hér lýkur tilvitnun í ævisögu Ey- steins. Á síðustu árurh liafa komið út endurminningar og ævisögur ýmissa íslenskra stjórnmálaforingja, þar sem ljósi er gjarnan varpað á málin frá sjónarhóli viðkomandi forystumanns. Um þá sem voru í fararbroddi í Framsóknarflokknum frá því fyrir kreppuna miklu og fram á vora daga hefur hins vegar fátt eitt birst slíkra verka, ef frá er skilið fyrsta bindið um sögu Framsóknarflokksins eftir Þórar- in Þórarinsson ritstjóra. Það er því löngu tímabært og ánægjulegt að bókin um Eystein Jónsson í éldlínu stjórn- málanna er komin út. —ESJ Elías Snæland Jónsson, Q ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.