Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 25

Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 25
SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 19S3 25 Þegar hvorki má hósta né leggja frá sér blýantinn ■ í Ameríkunni hafa svindlmál skotið upp kollinum undanfarið sem sum hafa dregið dilk á eftir sér. Fyrir um 8 árum var einu fremsta bridgepari í Ameríku þá, Cohen og Katz, vikið úr ameríska bridgesambandinu vegna gruns um að þeir hefðu unnið sín mót með því að nota frumlegt merkjakerfi: hósta. Ekki hefur verið upplýst hvernig þetta kerfi átti að hafa virkað í smáatriðum en málið kom upp í miðju landsliðseinvígi þar sem þeir, ásamt Sontag og Weichsel meðal annars, voru um það bil að vinna sér rétt í landsliðið fyrir Heimsmeistaramótið. Þeir Katz og Cohen fóru í mál við bridge- sambandið og það mál stóð yfir þar til fyrir ári að dómssátt varð og þeim félögum var leyfð innganga í bridgesambandið að nýju, að því tilskildu að þeir spiluðu ekki við hvorn annan. En spurningunni stóru var aldrei svarað: voru mennirnir svindlarar? Nokkrum árum seinna kom annað svipað mál uppþegar nýstjörnurnar Kokin og Sion voru reknir úr ameríska bridgesambandinu vegna gruns um að hafa svindlað. Þessir kumpánar voru þá eitt mest umtalaða par í Ameríku og höfðu unnið nokkur stórmót. En í miðjum úrslitaleik í einu stærsta móti í Ameríku voru þeir sakaðir um að hafa gefið hvor öðrum bendingar með því að láta pennana á borðinu hjá sér vísa í mismunandi áttir og sýna þannig hvaða litur var sterkastur á hendinni hjá þeim. Nú en í kjölfar þessarar ákæru fylgdi auðvitað málshöfðun og hún hefur verið að malla í kerfinu þar til í sumar. Þá lauk málinu á sama hátt og því fyrra; Kokin og Sion voru teknir í bridgesambandið aftur með þeim skilyrðum að þeir spiluðu ekki saman. Og enginn veit fyrir víst hvort ákæran var á rökum reist. Þannig fara þeir að þessu í Amríkunni og hafa ýmsir orðið til að gagn- rýna þessa málsmeðferð, m.a. tímaritið The Bridge World. Reidar Lien hættur Hinn góðkunni norsksi spilari Reidar Lien hefur tilkynnt að hann sé hættur að spila á alþjóðamótum og sennilega einnig á heima- slóðum. Lien er íslendingum að góðu kunnur en hann hefur nokkrum sinnum spilaði hér á landi með félaga sínum Per Breck. Lien spialði síðast á Evrópumótinu í sumar þar sem Norðmenn náðu þriðja sæti. Bridgefélag Breiðfirðinga Eftir 12 umferðir í aðalsveitakeppninni eru þessar sveitir efstar: Helgi Nielsen 177 Jóhann Jóhannsson 177 Ingibjörg Halldórsd 165 Sigurður Ámundason 164 Guðlaugur Nielsen 138 Bergsveinn Breiðfjörð 136 Hans Nielsen 131 Erla Eyjólfsdóttir 127 Eftir tvær umferðir í hraðsveitakeppni er þetta staða efstu sveita: Sævar Arngrímsson 1241 Heimir Tryggvason 1192 Sigurleifur Guðjónsson 1187 Gunnar Helgason 1187 Frá Bridgefélagi Reykjavíkur Nú er lokið 11 umferðum af 17 í aðalsveita- keppni félagsins og línur nokkuð farnar að skýrast, en þessar sveitir eru efstar: Úrval 176 Samvinnuferðir-Landsýn 150 Þórður Sigurðsson 147 Jón Hjaltason 146 Ólafur Lárusson 129 Runólfur Pálsson 128 Ágúst Helgason 122 Guðbrandur Sigurbergsson 122 Næstu tvær umferðir verða spilaðar n.k. miðvikudag í Domus Medica. Þá eigast m.a. við tvær efstu sveitimar og sveitir Þórðar Sig. og Jóns Hjaltasonar. „TBK“ Síðastliðinn fimmtudag 24. nóv. var þriðja kvöldið háð í Hraðsveitakeppni félagsins. Hæstu skor hlutu: sv. Gests Jónssonar 653 sv. Rafns Kristjánssonar 635 sv. Magnúsar Torfasonar 624 sv. Sigfúsar Árnasonar 624 sv. Arnar Bragasonar 599 Heildarstaðan eftir 3. kvöld er þessi: Sigfús Ö. Árnason 1952 Gestur Jónsson 1892 Magnús Torfason 1862 Rafn Kristjánsson 1844 Margrét Þórðardóttir 1784 Bragi Jónsson 1780 Spilamennskan heldur svo áfram eins og venjulega í Domus Medica næstkomandi fimmtudag 1. des. Spilarar mæti stundvíslega kl. 19.30. Keppnisstjórier AgnarJörgenssen. Bridgefélag Hafnarfjarðar Aðalsveitakeppni félagsins er nú að ljúka og er aðeins ein umferð eftir. Mótið hefur allan tímann verið afar jafnt og spennandi, en eftir síðasta kvöld hafa línumar skýrst nokkuð. Tvær sveitir em líklegar til að hreppa sigurinn, sveitir Georgs Sverrissonar og sveit Björns Halldórssonar. Staðan fyrir síðustu umferð er þessi: 1. sv. Georgs Sverrissonar 151 2. sv. Björns Halldórssonar 148 3. sv. Ólafs Gíslasonar 137 4. sv. Sævars Magnússonar 124 5. sv. Kristófers Magnússonar 116 6. sv. Þórarins Sóphussonar 114 Síðasta umferðin verður spiluð mánu- daginn 28 nóv. Spilað er í Iþróttahúsinu við Strandgötu, og hefst keppnin kl. 7.30. Þar sem aðeins ein umferð er spiluð verður hægt að spila eitthvað létt á eftir. Bridgefélag Breiðholts Þriðjudaginn 22. nóv. var spilaður eins kvölda tvímenningur í tveimur 10 para riðlum. Röð efstu para varð þessi. A-riðill. 1. Sveinn Sigurgeirsson - Baldur Árnason 123 2.-3. Ragnar Ragnarsson - Stefán Oddsson 118 2.-3. Eiríkur Bjarnason - Halldór Magnússon 118 4. Sigurbert Hannesson - Lárus Konráðsson 117 B-riðill. 1. Anton Gunnarsson - Árni Alexandersson 125 2. Garðar Garðarsson - Ingólfur Eggertsson 117 3. Tryggvi Gíslason - Bernharð Gumundsson 116 4. Guðmundur Grétarsson - Stefán Jónsson 114 Meðalskor 108 Næsta þriðjudag hefst þriggja kvölda hrað- sveitakeppni. Skráning er hafin hjá Baldri í síma 78055. Spilaðer í Gerðubergi. Keppnis- stjóri er Hermann Lárusson. Bridgefélag Kópavogs Fimmtudaginn 17/11 var spilað fjórða umferð í hraðsveitakeppni. Efstir urðu: Sigurður Vilhjálmsson 644 Bragi Erlendsson 614 Árni Bjarnason 602 Síðasta fimmtudag lauk keppninni. Það kvöld urðu efstir: Árni Bjarnason 605 Sigurður Vilhjálmsson 604 Grímur Thorarensen 604 Sigurður.Vilhjálmsson sigraði í mótinu en með honum voru Vilhjálmur Sigurðsson. Vilhjálmur Vilhjálmsson, Sturla Geirsson, en sveitin hlaut 3084 stig. Árni Bjarnason 3034 Grímur Thorarensen 2976 Guðrún Hinriksdóttir 2903 Næsta fimmtudag hefst þriggja kvölda jóla-Butler. Spilamennska hefst klukkan 19.45 stundvíslega. Lögmannafélag íslands Bridgemóti Lögmannafélags fslands er nvlokið. Alls tóku 6 sveitir þátt í mótinu. Sigurvegari var sveit Jóns Arasonar, hdl., með 61 stig og í 3. sæti sveit Þorvalds Lúðvíkssonar, hrl., með 49 stig. Sigursveitina skipuðu auk fyrirliða þeir Jón Þorsteinsson, hrl., Einar Viðar, hrl., Sigtryggur Sigurðsson og Jóhann Jónsson. Frá Bridgesambandi íslands Eftirtalin mót fara fram á vegum B.S.Í. 1983. 1. Bridgehátíð haldin í samvinnu við B.R. 2.-5 mars á Hótel Loftleiðum. 2. íslandsmót kvenna og yngri spilara í sveitakeppni 17.-18. mars á Hótel Heklu. 3. Tvímenningur haldinn í samvinnu við Samvinnuferðir-Landsýn 31. mars-1. apríl. 4. íslandsmót í sveitakeppni undanúrslit 6.-3. apríl á Hótel Loftleiðum. 5. íslandsmót í sveitakeppni úrslit 19.-22. apríl á Hótel Loftleiðum. 6. íslandsmót í tvímenning undankeppni 5.-6. maí á Hótel Esju. 7. íslandsmót í tvímenning úrslit 26.-27. maí á Hótel Loftleiðum. 8. Bikarkeppni undanúrslit og úrslit 29.-30. september á Hótel Loftleiðum. 9. íslandsmót kvenna í tvímenning 6.-7. október á Hótel Heklu. 10. íslandsmót blandaðs flokks í tvímenning 13.-14. október á Hótel Heklu. 11. Þing Bridgesambands fslands 27. októ- ber. Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 22. nóvember lauk keppni í Barometer með sigri þeirra Erlends Björg- vinssonar og Sveins Sveinssonar. Náðu þeir forustu í 7. umferð og gáfu síðan ekkert eftir enda ferð á sæluviku Skagfirðinga í boði sem vinnmgur. Næstu pör: 2. Lúðvík Ólafsson - Rúnar Lárusson 3. Guðni Kolbeinsson - 168 Magnús Torfason 4. Baldur Ásgeirsson - 144 Magnús Halldórsson 5. Hreinn Magnússon - 141 Ragnar Björnsson 104 Næst veröur spiluð 3ja kvölda hraðsveita- keppni, sem hefst næstkomandi þriðjudags- kvöld, að Síðumúla 35. Þáttaka tilkynnisttil Sigmars Jónssonar í síma 12817 og 16737 og Hauks Hannessonar í síma 42107. GuUfaUeg ítölsk sófasett JÓLASENDINGIN ER KOMIN Leður og tauáklœði -11 gerðir -15 litir Ódýrast kr. 32.800.- Dýrast kr. 53.900. - Einnig ítalskir leðurstólar. Verð kr. 12.900.- og sófaborð með onyxplötu. Verð frá kr. 8.950. - Húsgögn og . . ... Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simi se 900 AUGLÝSIÐ í TÍMANUM VIÐ HÖNNUM, TÖLVUSETJUM OG PRENTUM SKÝRSLU- OG REIKNINGSEYÐUBLÖÐ FYRIR TÖLVUR. TÖLVUPAPPÍR Á LAGER. NÝ, FULLKOMIN LEISER-LJÓSSETNINGARVÉL OG PRENTVÉLASAMSTÆÐA. REYNIÐ VIÐSKIPTIN. PRENTSMIDJAN H. F. Smiöjuvegi 3, 200 Kópavogur, simi 45000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.