Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983 Byggingarfélag verkamanna, Reykjavík. Aðalfundur félagsins verður haldinn á Hótel Heklu, Rauðar- árstíg 18, miðvikudaginn 30. nóvember 1983, kl. 20,30. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Félagsstjórnin. Félag vinnuvélaeigenda minnir félagsmenn sína á 30 ára afmælishátíð á Hótel Loftleiðum 3. des. 1983. Þeir sem ekki hafa skráð sig hafi samband við skrifstofuna. Afmælisnefndin Læknastofa Hef opnað læknastofu í Læknastöðinni Álfheim- um 74, símatími fimmtudaga frá kl. 12.30-13.00 í síma 86727. Hafsteinn Sæmundsson Sérgrein: Kvensjúkdorhar og fæðingarhjálp og krabbameinslækningar kvenna. Póstsendum Kreditkortaþjónusta Dúkkuvagnar og kerrur í miklu úrvali bækur Lassi I í baráttu í baráttu er fyrsta bókin í bókaflokki um strák sem heitir Lassi. Hann elst upp í litlu sjávarþorpi en aðstæður verða til þess að hann verður að flytjast til stórborgarinnar. Sagan segir frá baráttu Lassa í hörðum heimi stórborgarinnar. Hún lýsir því hversu ólík tilveran er á þessum tveim stöðum, þorpinu og borginni. Höfundurinn er einn snjallasti barna- og unglingabókahöfundur Dana, Thöger Birke- land. Bækur hans eru gífurlega vinsælar í Danmörku og fáir höfundar njóta viðlíka hylli og hann. Sigurður Helgason hókavörður þýddi. Hann hefur ritað mikið um barna og ung- lingabækur í blöð og tímarit. Bókiner 128bls. í Din-broti. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Kápumynd er teiknuð hjá Almennu auglýsingastofunni hf. Þetta er bókin um Jesú frá Nasaret Hvernig var Jesús? Margir hafa sagt frá honum og æviferli hans. En enginn samtíð- armanna hans teiknaði hann eða lýsti útliti hans. Við verðum því sjálf að gera okkur mynd af honum í huga okkar. Sagan um Jesú er hér sögð á annan hátt en við eigum að venjast. Frásögnin er einföldog skýr en jafnframt áleitin og vekur til umhugs- unar. Paul Leer-Salvesen er guðfræðingur og hefur starfað sem fangaprestur. Hann hefur skrifað nokkrar bækur fyrir ungmenni. Bók hans, Vængbrotinn, hlaut verðlaun norska menntamálaráðuneytisins 1981. Rúna Gísladóttir staðfærði. ELSKAÐU SJÁLFAN hín WAY.NE" IJlU W.DYER jlDUNN „Elskaðu sjálfan þig" — Leiðarvísir í listinni að lifa Iðunn hefur gefið út bókina Elskaðu sjálfan þig eftir bandaríska sálfræðinginn dr. Wavnc W. Dyer. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi. Bók þessi er ný af nálinni og hefur að undanförnu verið þýdd á fjölda tungumála. Formála að íslensku úgáfunni ritar Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur. Bókin Elskaðu sjálfan þig skiptist í tólf kafla þar sem rætt er um ýmsar hliðar á þeim vanda að hver maður geti orðið sinnar eigin gæfu smiður. Kaflaheitin gefa vísbendingu um hvernig tekið er á efninu: Taktu ábyrgð á sjálfum þér; Ástin fyrst; Pú þarft ekki á viðurkenningu þeirra að halda; að verða óháður fortíðinni; Gagnslausar tilfinningar- sektarkennd og áhyggjur; að kanna hið óþekkta; Að ryðja venjuhindrunum úr vegi; Réttlætisgildran; Engin frestun framar; Lýstu yfir sjálfstæði þínu; Reiðin kvödd; Mynd af einstaklingi sem er snúinn af öllum villigötum. Bókin Elskaðu sjálfan þig er 206 blaðsíður. Oddi prentaði. Þýðingin er gefin út með styrk úr Þýðingarsjóði. C3B OG SÍLDARMAMMA OG OfiLVGUf Þrjár nýjar bækur um Rasmus Klump og félaga Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið iít þrjár nýjar te'knimvndasngur um hina vinsælu söguhetju barnanna Rasmus Klump. en áður voru komnar út átta bækur i þessum flokki. Nýju bækurnar ncfnast: Rasmus Klumpur ug Sildarmamma, Rasmus Klump- ur í sveitinni og Rasmus Klumpur í Imattferð. Eins og svo oft áður lendir Rasmus Klump- ur og félagar hans í ýmsum saklausum furðuævintýrum í bókum þessum og koma víða við. Rasmus Klumpur og félagar hans hafa lengi verið góðir vinir íslenskra bama, þar sem teiknimyndasyrpur um þá hafa birst í m.a. Vikunni og Þjóðviljanum. Bækurnar um Rasmus Klump eru eftir Carla og Vilh. Hansen, en þær eru þýddar af Andrési Indriðasyni. Bækurnar eru filmu- settar hjá Prentstofu G. Benediktssonar, en prentaðar og bundnar í Kaupmannahöfn. ; Á trvksferdir Amumlserrs og Scotts ’ (ilSifðutskmitsíns Káre Holt: Kapphalupið — Afreksferðir Amundsens og Scotts til Suðurskautsins Káare Holt er viðurkenndur, norskur rit- höfundur, sem samið hefur yfir 30 bækur. Margar þeirra eru sögulegs eðlis. Hann hefur hlotið margs konar verðlaun fyrir bækur sínar. Þýðandi Sigurður Gunnarsson las söguna í útvarp haustið 1979. Kapphlaupið er spennandi skáldsaga þar sem að nokkru er stuðst við heimildir um afreksferðir Amundsens og Scotts til Suður- skautsins. 'J Björtu hliðarnar Ævisaga Sigurjónu Jakobsdótur „Björtu hliðarnar" heitir ný bók eftir Gylfa Gröndal. Þetta er ævisaga Sigurjónu Jak- obsdóttur, ekkju Þorsteins M. Jónssonar skólastjóra og bókaútgefanda. „Ég hef alltaf getað séð björtu hliðarnará tilverunni", segir Sigurjóna Jakobsdóttir, og þetta lífsviðhorf gengur eins og rauður þráður gegnum endur- miningar hennar. Sigurjóna giftist ung Þorsteini M. Jónssyni, en hann var um skeið alþingismaður og átti sæti í sambandslaganefndinni 1-918. Þótt lífsbaráttan væri oft hörð, tókst henni að gera hvort tveggja í senn: veita mannmörgu heimili forstöðu og ala upp stóran barnahóp, en hafði samt tíma aflögu til að sinna áhugamálum sínum og ýmiss konar félags- starfsemi. Þetta er áttunda ævisaga Gylfa Gröndal, en hann sendi frá sér í fyrra Æviminningar Kristjáns Sveinssonar augnlæknis, sem varð metsölubók. „Björtu hliðarnar" er 208 blaðsíður auk sérprentaðra mynda. Prentborg prentaði, en Félagsbókbandið annaðist bókband. Útgef- andi er Setberg. Ljóð á Lúthersári f tilefni af því að liðin eru 300 ár frá fæðingu trúarhetjunnar Marteins Lúthers gefur Vík- urútgáfan út nýja ljóðabók eftir Ingimar Erlend Sigurðsson, Ljóð á Lúthersári. Hún inniheldur 64 trúarljóð tengd með beinum eða persónulegum hætti Marteini Lúther. Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup fylgir Ljóðum á Lúthersári úr hlaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.