Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 23

Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983 23 umsjón: Friðrik Indriðason Linton Kwesi Johnson ■ Ákveöið hefur verið að tónleikar Linton Kwesi Johnson verði haldnir í Sigtúni 2. desember n.k. og kemur hann þar fram ásamt reggae-hljóm- sveit Dennis Bowell sem er ein sú besta á þessu sviði í dag. Linton Kwesi Johnson fæddist árið 1952 á Jamaica, en fluttist 11 ára gamall til mo'ður sinnar í London, sem hafði flust þangaðmokkru áður. Hann gekk í gegnum breska skóla- kerfið og lauk háskólaprófi í þjóðfé- lagsfræði. Eftir skólagöngu starfaði hann um tíma með hreyfingu Svörtu hlébarðanna í Bretlandi, en hefur undanfarin ár starfað við tímaritið Race Today. í Race Today birtust fyrst Ijóð eftir Linton, en fyrstu ljóðabók sína, „Raddir hinna lifandi og hinna dauðu‘\ sendi hann frá sér árið 1973. Síðan hafa komið frá honum 2 Ijóðabækur og þrjár LP- plötur. Yrkisefni Johnsons eru einkum daglegt líf vestur-indíu-innflytjenda í Bretlandi, stundum er í Ijóðunum fjallað beint um ákveðna atburði í samfélagi svartra í Bretlandi. Svo er t.d. um textann „Five Nights of Bleeding“, „Fímm blóðugar nætur“ sem fjallar um ofbeldisverk í samfé- lagi svartra í London. Textinn „It Dread inna England“ fjallar um mál George Lindo, 33 ára gamals verksmiðjuverkamanns frá Jamaica sem var dæmdur sekur og sat í fangelsi í heilt ár fyrir innbrot sem hann framdi ckki. Ljóð Lintons Kwesi Johnsons var innlegg í víðtæka baráttu svartra í Bretlandi til að fá Lindo leystan úr haldi. Linton Kwesi Johnson hefur lýst því yfir að reggae-tónlistarformið hafí orðið til upp úr áhrifum af þeim breytingum sem áttu sér stað í samfélaginu á Jamaica á sínum tíma og tónlistarmennimir hafi vcitt hin- um nýju þvingunum og spennu inn í tónlistina og þarinig tjáð á huglægan hátt sögulega reynslu af kúgun og uppreisn. Hið sama má raunar segja um kveðskap Johnsons sjálfs, hann einkennist af þessari innri spennu í ríkum mæli. Hún birtist bæði í rími og hrynjandi Ijóðannaog einnig í sjálfum yrkisefnunum sem gjarnan snúast um þá togstreitu sem átt hefur sér stað milli samfélags innflytjenda og samfélags hvítra í Bretlandi. Ljóð hans „Inglan is a Bitch“ lýsir í fáum dráttum sögu svarts verkalýðs frá vestur-indíum í Englandi. Mæland- inn í kvæðinu er persóna af kynslóð innflytjendanna á 6. áratugnum sem rekur sögu sína frá því að vera verðmætt vinnuafl eftir stríðið til þess að vera kastað til hliðar í atvinnuleysi og kreppu dagsins í dag. Sjálfur segir Linton Kwesi Johnson um kveðskap sinn: „Það sem ég skrifa og hvcrnig ég skrifa er afleiðing af spennunni milli Jamaíka kreólamállýsku og Jama- íkaensku og milli þessara tveggja mállýska og enskrar ensku. Og þetta allt er í raun og veru afleiðing af því að alast upp í nýlendu og koma síðan til Englands og ganga þar í skóla. Spennan hleðst upp. Það má sjá hana í skrifum mínum. Pað má heyra hana. Og eitt enn: Ijóð rnín kunna að líta út dálítið flatneskjuleg á prenti. En það er vegna þess að þau eru í raun og veru ntunnlegur kveðskapur. Þau voru beinlínis samin til að vcra lesin upphátt meðal fólksins.“ Lintori Kwcsi hefur látið réttinda- baráttu innflytjenda í Bretlandi mjög til sín taka. Hann er andvígur þeirri trúarlegu afstöðu sem birtist í Rasta- fari-hreyfingunni, eins og glögglega kemur fram í Ijóði hans „Reality Poem". Hljómplötur Lintons eru „Dread, Beat and Blood", „Forces of Vic- tory“ og „Bass Cúlturc". Á þeim öllum nýtur hann aðstoðar Dennis Bovells. Linton KwesiJohnson hefur ennfremur stofnsett sína eigin hljóm- plötuútgáfu sem m.a. gaf út fyrstu vcrk Michaels Smith á plasti. ■ Skúli... ■ Björn.... Stefán... Steingrímur... Hjörtur... „BIÐUM EFTIR BRAÐINNF’ — Stjórnlaust viðtal við Gammana. Segulbands- upptökum og klippingu stjórnaði FRI Hljómsveitin Gammarnir. Nú-Tímamyndir Árni Sæberg ■ Jazzhljómsveitin Gammarnir leit inn í kaffi og kleinur á skrifstofu Nútímans fyrir skömmu en hún hefur verið starf- andi hér í borg undanfarin mánuð eða svo og m.a. komið nokkrum sinnum fram á Borginni. Þeir sem skipa hana eru nokkuð fjölbreyttur hópur, upphafs- maðurinn er Björn Thoroddsen núver- andi skólastjóri Gítarskólans, Stefán Stefánsson nýkominn úr fjögurra ára tónlistarnámi í Bandaríkjunum en marg- ir muna eflaust eftir honum úr Ljósunum í bænum, Steingrímur Óli trommuleikari hefur starfað með Sinfóníuhljómsveit- inni, Skúli Sverrisson bassaleikari er aðeins 17 ára og meðlimur í nýbylgju- sveitinni Pax Vobis...„hann heldur með- alaldrinum niðri hjá okkur“ segir Björn og fimmti meðlimurinn er svo Hjörtur Howser sem flestir ættu að þekkja... „herra dansmúsík" segir Björn en hann hefur verið viðloðandi spilamennsku í Broadway síðan teppin voru sett á gólfið þar. „Tónlist okkar er ný-jazz eða neo-jazz með snarstefjuðu yfirbragði, snarstefjað er nýyrði yfir spuna og við ætlum að reyna að halda því striki en verðum kannski á breiðu sviði innan þessarar stefnu“ segir Björn... „Við fáum meira út úr þessari tónlist en þeim störfum sem við erum í og þetta er svona svipað atriði og þú (Stefán) sagðir okkur frá skólanum þegar Texas gæjarnir þar mættu á krána með gömlu Marshall samstæðurnar og fóru að spila Led Zeppelin á fullu til að ná úr sér klassíkinni“. Hjörtur bætir því inn í að maður haldi svoldið sönsum með þessari tónlist.. .„ef maður væri ekki í þessu væri maður sennilega klikkaður og sæti að dinner- músíkspili einhversstaðar með þrjá tvö- falda fyrir framan sig“... Björn: „Ég trúi því ekki að þetta mundi koma fyrir þig... Hjörtur: „Komiði bara niður á Sögu... Stefán: „Ég er í þessu af því að ég hef gaman af því... Björn: „Ættum við þá kannski að kalla okkur gamnana... Hjörtur: „Sko málið hjá okkur er að láta augnablikið ráða, reynum að spila ekki allar kaflaskiptingarnar nákvæm- lega eins. NT skýtur hér inn þeirri spurningu hvort þeir hafi einhvern tíma til að æfa saman, miðað við allt annað sem þeir stússa í. Björn: „Við erum svona „gammar“ sem bíða eftir bráðinni, bíðum eftir að einhver drepist og þá erum við tilbún- ir...“ Hinir segja þessi orð eingöngu á ábyrgð Bjössa. „Við æfum æðislega lítið“ Stefán: „Það er ekki rétt við höfum æft fjórum sinnum fyrir tvo tónleika" Hjörtur: „Þetta er allt öðruvísi hjá okkur en öðrum, þar sem aðrir eru með bílskúrinn og eggjabakkana og þrisvar í viku æfingaprógrammið þá komum við bara saman á þriðjudagsmorgnum og rennum í nokkrar kaflaskiptingar. Hvað varðar áhuga fólks almennt fyrir þeirri tónlist sem þeir spila eru Gamm- arnir fullir bjartsýni. „Við vitum ekki hve stór markaðurinn hér er en höldum að hann sé að glæðast. Það er komið fleira fólk sem vill hlusta á þessa tónlist, hinsvegar hefur bræðslan (fusion) fengið slæmt orð á sig, hefur einhvern iðnaðarjazzstimpil á sér í hug- um fólks...“ Björn: „Ég tel að landinn eigi eftir að gefa þessari tónlist tækifæri. Hjörtur: „Þeir sem hafa tjáð sig um tónlistina við okkur finnst hún áhuga- verð og skemmtileg.“ Björn: „Það er allt í lagi að vera bjartsýnn. Það er enginn að tala um að við höfum fundið olíu, þetta er engin stökkbreyting frá öðru.... Hjörtur: „Nú er búið að gera drasl- tónlist í 2-3 ár, málið á þeint tíma var að kunna helst ckki neitt en það er ekki í tísku lengur, gæðin eru á uppleið aftur. Aö vísu kallaði tónlistarheimurinn á þessa byltingu á sínum tíma, allir voru orðnir þreyttir á því sem var að gerast en svipað og þá kallaði ríkjandi tónlist á andstæðu sína og það er það sem er að gerast nú.“ Hinir eru sammála þcssu og benda á að í skóla FIH sé nú fullt af kornungu liði að læra á hljóðfæri... Stefán: „Fyrir 3-4 árunt sáust þeir strákar sem voru með rafmagnsgítara ckki með nótur, nú komast gítararnir varla fyrir í töskunum út af nótunum. Untræðan er orðin almennari meðal krakkana og þcireru farnir að taka íleira fyrir en kannski bara 2-3 uppáhalds- hljómsveitir." Uppistaðan í prógrammi Gammana til að byrja með hefur verið lög af sólóplötu Björns Svif en það er að breytast núna enda Stefán t.d. með ýmislegt í pokahorninu frá Bandaríkjun- um. Þeir tala um að eiga þegar til efni á plötu og Hjörtur slær því fram að hún verði tekin upp í Hljóðrita... „Og það er alveg komið á Itreint hvaða mynd verður á ajbúminu, við ætlum að fá þessa mynd sem hangir hér uppi á vegg hjá ykkur í ganginum" segja þeir en það mun vera mynd af olíuborn- um mávi í flugtaki.. „hún cr alveg djöfulli góð...“ Einnig er í bígerð hjá þeim að halda til Akureyrar og leika en þaðan er Steingrímur upprunninn. Fyrir utan það ætla þeir að vera á Borginni eitthvað áfram í vetur og stíla svoldið upp á að fara í skólana. Aðspurðir um hver sé munurinn á spilamennskunni á Borg og í skólunum svara þeir einfaldlega: „Á Borginni er barinn...“ _FRI Músíktilraunir: DÚKKULÍSURNAR í FYRSTA SÆTI ■ Tvær kvennahljómsveitir komu fram í annarri umferð músíktilrauna SATT og Tónabæjar á fimmtudags- kvöldið og önnur þeirra, Dúkkulísurn- ar frá Egiisstöðum bar sigur úr býtum. Röð hljómsveita ’ var annars þessi eftir kvöldið: 1. Dúkkulísurnar, 2. Bylur, 3. Omicron, 4. RIT, 5. Alucrad og 6. Jelly systur. Dúkkulísurnar voru með einn fersk- asta hljóminn af þessum sveitum, gott rokk með nýbylgjuívafi og gítarleikar- inn hreint magnaður að sögn hcimild- armanns Nútímans. Það kom hinsvegar á óvart að Bylur yrði í öðru sæti því þar var langdregið og flókið „instrumental rokk" á ferð- inni með löngum og tímafrekum sóló- um meðlima svcitarinnar. Hin kvennahljómsveitin Jelly systur lagði nokkuð upp úr sviðsframkomu, sætar stelpur, en þær munu allar vera úr kvennaskólanum að manni skilst. -FRl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.