Tíminn - 15.11.1986, Page 9

Tíminn - 15.11.1986, Page 9
Laugardagur 15. nóvember 1986 Tíminn 9 ÍÍillllllllil VETTVANGUR llllllllllllliililllllll Skúli Magnússon: Vfsindi með veiðiaugu Þann 16ta okt. sl. birtist grein um hvalveiðar í Helgarpóstinum undir heitinu „Vísindi í hvalveiði- skyni“. í greininni segir svo: „Nýlega birtist í einu af ritum Alþjóða hvalveiðiráðsins grein eft- ir Jóhann Sigurjónsson og Þorvald Gunnlaugsson. Grein þessi fjallar um merkingar á hvölum við Island og er gerð tilraun til að segja til um stærð hvalastofnsins við ísland. Grein þessi vakti mikla athygli innlendra og erlendra vísinda- manna sem hafa fylgst með hvala- rannsóknum á undanförnum árum. Það sem athygli vekur í grein þessari er að staðbundinn stofn langreyðar við ísland er aðeins talinn vera um 2000 dýr, en fram til þessa hafa menn yfirleitt reiknað með að langreyðarstofninn við ís- land væri á bilinu 8-10 þús. dýr. Grein þessi vakti mikla athygli náttúru- og líffræðinga hérlendis. Hún hefur verið rædd í Náttúru-* verndarráði . og hefur ráðið farið fram á fund með sjávarútvegsráð- herra vegna niðurstöðunnar sem lesa má úr [.reininni." Tvö þús. dýr í stað 8-10 þús. - þ.e. aðeins einn fjórði eða einn fimmti þess sem áður var álitið. Frá upphafi vega hafa hvalveiði- menn einungis getað flíkað eini einustu röksemd fyrir veiðunum: Það væri nógur hvalur við ísland. Þá varðaði yfirhöfuð ekkert um reynsluna af hvalveiðum almennt í heiminum, ekkert um ásigkomulag annarra hvalveiðistofna í heimin- um, ekkert um skyndilegt hrun hvalastofna t.a.m. við Suðurheim- skautslandið - hvað þá um siðferði- leg eða líffræðileg rök. Kristján Loftsson í Hval hf. væri algerlega sér á parti. Kristján hefði alla tíð verið svo „vísindalegur“. Rökum andstæðinga sinna hafa þeir alfarið hafnað á þeim forsend- um að þau væru „tilfinningarök" - hvað scm átt er við nteð því? Hverju öðru en því að þau rök ein séu gild sem upphefja gróða og peninga sem hin einu sönnu verðmæti og gildi? Jú - eitt annað að vfsu - engir hefðu vit á þessum hlutum nema þeir einir sem migið hefðu í saltan sjá. Nú síðast í sumar komust þeir vísu sjómigar að þeirri niðurstöðu V) Rökum andstæðinga sinna hafa þeir alfarið hafnað á þeim forsend- um að þau væru „tii- finningarök“ - hvað sem átt er við með því? Hverju öðru en því að þau rök ein séu gild sem upphefja gróða og peninga sem hin einu sönnu verðmæti og gildi? m að nóg væri við Island af hverskon- ar tegundum hvala auk langreyðar- innar sem veidd er og ekkert brýnna en brýna lensurnar og blóðga skurðarplönin og upphefja friðun Alþjóða hvalveiðiráðsins. Að samskonar niðurstöðu komust einnig kollegar þeirra hvað síldina áhrærir árið áður en hún hvarf með öllu af íslandsmiðum. Einu rökin: Nóg af hval við ísland. Nú eru þau einnig brostin. Ekkert skortir að menn hafi þóst hafa stundað vísindi. Veiðar hafa verið stundaðar frá Hvalfirði sam- fellt síðan 1948 án þess högg sæist á vatni (að því er virtist). Veiði- fengur á sóknareiningu hefði ekki farið minnkandi (þótt þeir útreikn- ingar hafi einnig verið vefengdir). Öllu væri því óhætt. Kristjáni Loftssyni hefir árla og síð verið sungið lof og prís fyrir það hversu mjög hann hefði stillt veiðunum í hóf og hvcrsu samvinnu- þýður hann hefði ávallt reynst gagnvart „vísindunum". Fram að grein Jóhanns Sigur- jónssonar og félaga hans hefir ekki annað heyrst úr þessari átt en allt væri með felldu varðandi veiðar Hvals hf. En þessi vísindi hafa nú einnig brugðist. Síðasta hálmstrá Kristjáns Lofts- sonar er nú trosnað upp. Hvalveiðimenn hafa jafnan vís- að „tilfinningarökunr" - sem þeir hafa nefnt svo á bug. En þeir hafa einnig átt sín trúarbrögð. Þessi trúarbrögð eru þannig að hvala- stofninn (eða stofnarnir) við ísland séu staðbiindnir. Hvalir flakki ekki á milli - séu sennilega ekki nógu greindir til þess. Þessi falsrök voru „geysihagleg geit“. Þau sönnuðu tvennt: 1) „Við“ áttum þennan stofn því hann lagði leið sína árvisst um íslandsmið. 2) Trúa mátti og treysta útreikn- ingum um stöðugan aflafeng á sóknareiningu þar eð aðstreymi annarra stofna skekkti ekki dæmið. Ég - sem ekki einu sinni míg í saltan sjá - hef alla tíð haldið hinu gagnstæða fram: ástæða þess að afli á sóknareiningu hefir lítt eða ekki farið minnkandi hlaut að vera sú að verið væri að veiða úr öðrum hvalastofnum Norður-Atlants- hafsins með innstreymi nýrra hvala. Hvað hefir nú komið á daginn? Jú, - einnig þessi spilaborg er hrunin. í grein HP segir: „Fullyrt er að stærri stofn veiti árlega einhverju magni af dýrum inní staðbundna stofninn (þ.e. þeim er KL veiðir úr; SM). Hins- vegar er ekki vitað hve mikill samgangurinn er.“ í ljósi - eða öllu heldur myrkri - þessarar óvissu var auðvitað aldrei neinn grundvöllur fyrir hvalveiðum »við Island fremur en annarsstaðar. Þá var ekki þessi mikla þörf fyrir „vísindarannsóknir“ á hvölum, Sá hafi stungið af til Grænlands og hafi eftirför verið hætt þeg- ar einsýnt þótti að sá hinn sami hafi ekki lengur kært sig um að heyra hjörð Kristjáns Loftssonar til. m eins og nú eftir að Alþjóðlega hvalveiðiráðið setti tímabundið bann á hvalveiðar. Hversvegna? Jú - vegna þess að það þjónaði ekki hvalveiðum Hvals hf. Núver- andi rannsóknir eru gerðar í þágu hvalveiða. Fyrirsögn HP-greinar- innar eru því orð að sönnu: „Vísindi í hvalveiðiskyni". f greininni segir ennfremur að „einn hvalur útaf íslandi (já - einn einasti einn) hafi verið radíómerkt- ur“. Sá hafi stungið af til Græn- lands og hafi eftirför verið hætt þegar cinsýnt þótti að sá hinn sami hafi ekki lengur kært sig um að heyra hjörð Kristjáns Loftssonar til. Þá var nú ekki mikil þörf á vísindarannsóknum. Líkleg ályktun er þessi: Skýring þess að veiðifengur á sóknarein- ingu hefir haldist nokkurnveginn stöðugur frá 1948 er auðvitað sú að „við“ (þ.e. Hvalur hf.) erum að veiða úr öðrum stofnum - sem við eigum ekkert í og sem hefir það í för með sér að slíkar hvalveiðar geta ekki talisl neitt íslenskt innan- ríkismál. Aðrar þjóðir - t.d. Bandaríkjamenn - hafa því fullan rétt til að skipta sér af veiðum „okkar“. Grunnurinn undirveiðum Hvals hf. er nú endanlega hruninn. Síð- ustu hálmstráin reyndust rotin í rót. Og KL ráðlegast að selja bátana í brotajárn áður en fleirum verður sökkt. I ljósi hinna nýju upplýsinga er það rökrétt krafa að öllum lival- veiðum við ísland verði tafarlaust hætt - einnig þeim sem sumir telja gerðar í „vísindaskyni" - og það í eitt skipti fyrir öll. Ég hefi jafnan reynt að benda á eftirfarandi: 1) Engar hvalveiðar hafa staðist til langframa. Stofnarnir hafa að jafnaði hrunið skyndilega og óforvarandis. 2) Stofnarnir hafa ekki gefið sig smátt og smátt, heldur yfirleitt hrapað snögglega. 3) Hrundir stofnar hafa ekki gagnstætt fiskistofnum (með einni undantekningu mér kunnugri) rétt við aftur - og loks 4) Hvalir eru ekki fiskar - það sem gildir um fiskistofna á því miður ekki við um hvalastofna. Hvað er nú komið í ljós? í umræddri grein segir ennfrem- ur: „HP spurði Árna Einarsson, líf- fræðing, hvort hann teldi hvala- stofninn í hættu. Hann sagði ... Það hefur enginn hvalastofn staðið undir slíkum veiðum til langframa. íslenski langreyðarstofninn er sá sem lengst hefur staðið undir því, en ég tel það ekki fullreynt, hvort hann gerir það til frambúðar miðað við 80 dýr.“ „Miðað við 80 dýr“ - hvað þá í því magni sem Hvalur hf. hefir veitt og myndi þarfnast, ef veiðum verður haldið áfram. Niðurlagsorð greinar HP eru allrar athygli verð: „í Ijósi þcirrar vitneskju, sent íslendingar ráða yfir er óskiljanlegt að ekki skuli gætt meiri varfærni við veiðarnar - og svokallaðar - rannsóknir á tíma þegar hvalveiðar hafa verið bannaðar. Stjórnvöld eru tilbúin að fórna miklum hags- munum í sanibandi við fiskmarkaði crlendis að því er virðist í þeim tilgangi einum að afla fjár til kostn- aðarsamra rannsókna á næsta ári og til að tryggja hagsmuni Hvals hf.“ Þar lá hundurinn grafinn: „tryggja hagsmuni Hvals hf.“. Það er við hæfi að þessi grein birtist í nrálgagni sjávarútvegsráð- herra - þess sem fer mcð þessi varasömu málefni. Skúli Magnússon. Heimskort sem sýnir löndin sem aðildarsambönd ICA eru frá. Aljóölegt samvinnustarf: ICA réttir sig af 500 samvinnumenn þinguöu í Basel Fyrir rúmri viku var haldinn í Basel í Sviss fundur í miðstjórn Alþjóðasamvinnusambandsins. Það nefnist á ensku International Co-op- erative Alliance, skammstafað ICÁ. Fundinn sátu um 500 samvinnumenn hvaðanæva úr heiminum, en þessir miðstjórnarfundir eru haldnir ár- lega. Sá síðasti var haldinn í Was- hington í fyrra. Samband ísl. samvinnufélaga er meðal aðildarsambanda ICA, ásamt samvinnusamböndum úr öllum heimshornum. Erlendur Einarsson fyrrverandi forstjóri er fulltrúi Sam- bandsins í miðstjórninni og gegnir raunar ýmsum trúnaðarstörfum þar, m.a. sem varaformaður í fiskimála- nefnd ICA. Erlendur sat fundinn í Basél og sömuleiðis Valur Arnþórs- son stjórnarformaður Sambandsins. Formaður ICA er Svíinn Lars Marcus, en framkvæmdastjóri er bandarískur, Robert Beasley. Ný- ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri samtakanna nefnist Bruce Thordar- son, og er hann frá Kanada og af vestur-íslensku bcrgi brotinn. Verk- efni hans hjá ICA eru fyrst og fremst á sviði þróunarhjálpar. Batnandi fjárhagsstaða Á síðustu árum hefur verið við ýmis erfið vandamál að stríða í rekstri ICA, fyrst og fremst fjárhags- legs eðlis. I þeim efnum er ICA þó að komast aftur á réttan kjöl núna. Eftir þriggja ára hallarekstur gerir fjárhagsáætlun fyrir 1987 ráð fyrir afkomu réttu megin við strikið, sem allt bendir til að takist að halda áfram á næstu árum. Á fundinum í Basel gerðist það að samvinnusambönd frá Kína og Ind- landi urðu fullgildir aðilar að ICA. Jafnframt var fjölgað í stjórn þess og skipa hana nú 16 menn. Samhliða því að vera vettvangur fyrir innbyrðis kynni og samstarf á milli samvinnuleiðtoga úr öllum heiminum hefur ICA á liðnum árum einnig unnið mikið og markvert starf á sviði aðstoðar við samvinnufélög í þróunarlöndunum. Fjögur starfssvið Starfsáætlun ICA fyrir næstu ár miðast við það að kröftunum verði fyrst og fremst beitt að fjórum sviðum. í fyrsta lagi verður reynt eftir öllum lciðum að fá ríkisstjórnir hvarvetna í hciminum til að leyfa samvinnufélögum að þróast sem frjáls og óháð félagasamtök. Reynsl- an hefur sýnt að á slíku er þörf, því að enn fyrirfinnst það í einstökum löndum að óeðlileg boð og bönn hindri þetta. í ööru lagi mun ICA áfram styðja samvinnusamtök í þriðja heiminum eftir öllum þeim leiðum sem færar eru. í þriðja lagi verður lögð áhersla á ýmis sérverkefni, svo sem að auka verslun á milli samvinnusambanda og styrkja stöðu kvenna í samvinn- uhreyfingunni hvarvetna í heimin- um. í fjórða lagi mun ICA reyna að útvega meiri fjárhagslegan stuðning en hingað til frá öðrum stofnunum sem vinna að þróunarverkefnum, svo sem Sameinuðu þjóðunum. Það fé verður notað til að hrinda ýmsum brýnum verkefnum í framkvæmd. Svæðaskrifstofur ICA rekur svæðaskrifstofur á nokkrum stöðum í heiminum. Liður í yfirstandandi endurskipulagningu verður að minnka umfang þessara skrifstofa og gera starf þeirra sveigj- anlegra en nú er. Á yfirstandandi ári var stofnuð ný skrifstofa í Lusaka í Sambíu sem vinnur að tveggja ára rannsóknaá- ætlun, og önnur í Kuala Luntpur í Malast'u sem vinnur að því verkefni að auka viðskipti á milli samvinnu- félaga í nálægum löndum. í athugun er einnig að opna nýjar svæðaskrif- stofur í Norður-Afríku og Mið-Am- eríku. -esig

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.