Tíminn - 15.11.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.11.1986, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. nóvember 1986 3 Tíminn Fjárlaga- og hagsýslustofnun: Ríkisstarfsmenn á skólabekk Stjórnsýslufræösla ríkisins sett á stofn Fjárlaga- og hagsýslustofnun ríkisins hélt fund í gær til að kynna áætlanir sínar um að stofna til fræðslu fyrjr ríkisstarfsmenn, Stjórn- sýslufræðslu ríkisins í samvinnu við Endurmenntunarnefnd Háskóla íslands. Markmið fræðslunnar er ,.að auka þekkingu og skoðanaskipti um rekst- ur og stjórnun ríkisstofnana og um ríkiskerfið almennt". Hlutverk Stjórnsýslufræðslu ríkisins í þessu sambandi er að kcnna ríkisstarfs- mönnum ýmislegt um stjórnun, rekstur ríkisstofnana og stjórnkerf- ið. Fræðslan fer þannig fram að boðið er upp á námskeið, sem annað hvort verða opin öllum ríkisstarfsmönnum eða þá skipulögð sérstaklega með þarfir einstakra ríkisstofnana eða hópa ríkisstarfsmanna í huga. Þcgar hafa vcrið ákveðin 9 eins til þriggja daga námskeið um fjárlaga- gerð, bókhald ríkisins, launamál, greiðslufyrirkomulag og áætlunar- gerð, tölvumál og stjórnun. Þessi námskeið verða öll haldin fyrir áramót. Þá eru fyrirhuguð námskeið um Stjórnsýslufræðsla ríkisins kynnt. ýmis önnur efni strax eftir áramót. Má þar nefna námskeið um arð- semismat.framkvæmdir, stjórnkerfi og stjórnsýslureglur og loks starfs- mannastjórnun. Jafnframt var kynntur á fundinum nýr bæklingur, sem Fjárlaga- og hagsýslustofnun hefur látið vinna í samvinnu við launadeild fjármála- ráðuneytisins. Bæklingur þessi, sem ber nafnið „Hugleiðingar um stefnu ríkisins í starfsmarmamálum“, fjall- ar unt ýmsa þætti í starfsmannahaldi hins opinbera og má þar nefna ráðningu, kynningu starfsmanna, mat á frammistöðu og endurmennt- un starfsmanna. I kynningu sinni sagði Magnús Pétursson hagsýslustjóri að þessi útgáfa væri liður í að hvetja stjórn- völd til að móta starfsmannastefnu í samvinnu við forstöðumenn stofn- ana og samtök opinberra stofnana. Bæklinginn má fá hjá launadcild Fjármálaráðunéytisins og Fjárlaga- og hagsýslustofnun. Hins vegar má fá frekari upplýsingar um námskeið- in hjá cndurmcnntunarstjóra Há- skóla Islands. ÞÆÓ Samnorrænt verkefni: Flotábreiður leysa tæringarvandamál - í miðlunargeymum hitaveitna. Samband íslenskra hitaveitna hef- ur s.l. tvö ár tekið þátt í samnorrænu rannsóknarverkefni um málmtær- ingu í hitaveitum. íslenski hluti verk- efnisins var að gera athugun á flot- ábreiðum í miðlunargeymum til þess að hindra innstrey'mi súrefnis í heita vatnið. Þessar flotábreiður fljóta á vatnsborði geyntanna. Vinna hér- lendis hefur að mestú farið fram hjá Hitavcitu Suðurnesja í Svartsengi. Niðurstöður verkeínisins sýna að unnt er að koma nær alveg f veg fyrir að heitt vatn taki í sig súrefni úr miölunargeymum með notkun flot- fleka úr ryðfríum stálplötum scnt fleytt er á flotgrind úr svörtu stáli. Ef vatnshitastig er lágt eða um og undir 70 gráðum á Celsius má þó nota plasthúðaðan áldúk í stað ryðfrýja stálsins. Með þessu móti cr unnt að lækka súrefnismagn heita vatnsins úr um það bil 200 míkrógrömmum á lítra niður í 0-10 míkrógrömm. Tæringarprófanir sýna, að hita- veita Dalvíkur hefur þegar leyst tæringarvandamál sín vegna tilkomu þessa verkefnis en hlilti vinnunnar fór einmitt fram þar. Hitaveita Suðurnesja cr á leiðinni að leysa slík vandamál hjá sér. ABS Naustið tekið til gjaidþrotaskipta - áætlaöar skuldir eru yfir 20 milljónir Veitingastaðurinn Naustið hf. á sinni. Bústjóri mun fara yfir þær Vcsturgötu hefur verið tekið til kröfur sem berast skiptaráðanda gjaldþrotaskipta. Jafnframt hefur og meta hverjar þeirra verða tekn- Brynjólfur Kjartansson hæstarétt- ar gildar. arlögmaður verið ráðinn bústjóri Beiðni kom frá tollstjóranum í þrotabúsins til bráðabirgða. Hann Reykjavík 21. október um að kannar nú eignir búsins og athugar Naustið yrði tekið til gjaldþrota- hvernig hægt er að koma þeim f skipta en þá hafði grciðslustöðvun verð svo ekki er vitað nákvæmlcga fyrirtækisins runnið út fyrir nokkr- um eignir búsins sem stendur. um dögum. Sótt hafði verið unt Talið er að skuldir þrotabúsins framlenginu greiðslustöðvunar en séu á milli 20-25 milljónir, en Skiptaréttur hafnaði henni. Stuttu frestur til að skila kröfurn inn til síðar lét tollstjóri innsigla starfsað- þrotabúsins eru tveir mánuðir frá stöðu fyrirtækisins vegna sölu- því að auglýsing um innköllun skattsskuldaogbaðumgjaldþrota- birtist í Lögbirtingarblaðinu fyrra skipti í framhaldi af því. ABS J0N SIGURDSS0N í FYRSTA SÆTIÐ Jón Sigurðsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sætið í forvali Alþýðuflokksins f Reykja- vík. Jóhanna Sigurðardóttir mun gefa kost á sér í annað sætið og Jón Baldvin formaður flokksins í það þriðja. Björgvin Guðmundsson og Lára V. Júlíusdóttir hafa hins veg- ar bæði gefið kost á sér í fjórða sætið. Jón Sigurðsson sagði í samtali við Tímann í gær að hann hefði ákveðið að gefa kost á sér nú þegar ljóst væri hverjar leikreglur próf- kjörsins yrðu. Komist hann í fram- boð til næstu kosninga mun hann óska eftir árs leyfi frá störfum á Þjóðhagsstofnun, en þó sinna áfram langtímaverkefnum sem hann hefur tekið að sér, ss. fram- tíðarkönnum sem nú er verið að vinna fyrir forsætisráðherra. Blaöamannafélagið: Tilræði við Frjálsa fjölmiðiun Á stjórnarfundi Blaðamannafé- lags íslands var samþykkt svolátandi ályktun: Stjórn Blaðamannafélags íslands lýsir furðu sinni á þeim ummælum Matthíasar Bjarnasonar viðskipta- ráðherra á Alþingi 12. nóvember 1986 að hann myndi styðja setningu laga er skylduðu blaða- og frétta- menn til að brjóta trúnað við heim- ildarmenn sína. Það er tilræöi við frjálsa fjölmiðlun að setja í lög skyldu fjölmiðlafólks til að gcfa upp heimildir sínar l'yrir fréttum. Mörg mál, sem hafa verið til umræðu upp á síðkastið, svo sem mál Hafskips, Landsvirkjun: Landsvirkjun telur sig þurfa að hækka gjaldskrá sína um 10-16,5%. um komandi áramót eftir því hvaða markmið eru lögð til grundvallar við rekstrarafkomu og greiðsluafkomu Landsvirkjunar. Þá er gengið út frá 5% verðbólgu á næsta ári eins og ríkisstjórnin stefnir að. Þetta kom fram í máli Halldórs Jónatanssonar forstjóra Lands- virkjunar, á vetrarfundi Sambands íslenskra hitaveitna og rafveitna í gær. Halldór segir að verðbólgan hafi verið áætluð 7-9% þegar gengið var til kjarasamninga í mars s.l. og í tengslum við þá hafi gjaldskrá Landsvirkjunar verið lækkuð um 10%. Nú sé hins vegar nokkuð ljóst að verðbólgan verði orðin um 14% um áramót og því sé raunlækkun gjald- skrárinnar orðin miklu meiri en hæfilegt geti talist. Hæfileg raungild- islækkun milli ára hafi verið talin á bilinu 3% að jafnaði á ári frá og með líðandi ári, en hún verði þess í stað urn 10% á þessu ári. Telur Lands- .virkjun því óhjákvæmilegt að taka mið af þessu við ákvörðun gjaldskrár um áramót. Þessi viðhorf Landsvirkjunar hafa verið kynnt Þjóðhagsstofnun og ósk- að eftir umsögn hennar lögum samkvæmt. Eftir umsögn Þjóðhags- stofnunar mun stjórn Landsvirkjun- ar taka ákvörðun um til hvaða gjaldskrárbreytinga kemur um ára- mót. Áhrif af hækkunum Landsvir- kjunar á dreifiveiturnar gætir að helmingi eða þar um bil vegna þess að urn helmingur af útlögðum kostn- aði dreifiveitnanna eru orkukaup frá Landsvirkjun. Þar ofan á leggst síðan hækkun vegna annars kostnað- ar hjá dreifiveitunum. ABS Útvegsbankans og Hjálparstofnunar kirkjunnar, ættu að vera nægur rök- stuðningur fyrir nauðsyn frjálsrar og. gagnrýninnar fjölmiðlunar á íslandi. Boðar 10-16% gjaldhækkun Billjardstofumálið: Tveggja mánaða fangelsi Hæstiréttur hefur dæmt mann- inn sem úrskurðaður hefur verið í um hálfs mánaðar gæsluvarð- hald vcgna kynferðisafbrota á billjardstofu í Garðabæ, í tveggja niánaða fangclsi og sviptingu ökuleyfis ævilangt fyrir ítrekuð umferðarlagabrot. Með dóini sín- um staðfcsti Hæstiréltur -sakar- mat héraðsdóms frá því í maí s.l. ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.