Tíminn - 15.11.1986, Qupperneq 16

Tíminn - 15.11.1986, Qupperneq 16
16 Tíminn Tíminn óskar eftir að ráða blaðamann Um er að ræða fullt starf við Helgarblað Tímans. í umsókn skal tilgreindur aldur, menntun og fyrri störf. Nánari upplýsingar veitir ritstjóri. Prófkjör Framsóknarflokksins á Norðurlandi vestra Prófkjör vegna framboðs Framsóknarflokksins í Norðurlandskjör- dæmi vestra í næstu Alþingiskosningum, fer fram dagana 22. og 23. nóvember 1986. Framboði til prófkjörs skal skila skriflega til formanns Kjördæmis- stjórnar, Ástvaldar Guðmundssonar Sauðárkróki fyrir kl. 24 miðvik- udaginn 5. nóvember 1986. Rétt til að bjóða sig fram til prófkjörs, hefur hver sá sem fengið hefur minnst 25 tilnefningar í skoðanakönnun framsóknarmanna í Norður- landskjördæmi vestra 18. og 19. okt. s.l., og þeir aðrir sem leggja fram stuðningsmannalista með minnst 50 nöfnum framsóknarmanna. Suðurland Kjördæmisþing og afmælishóf Kjördæmisþing Framsóknarfélaganna verður haldið á Hótel Örk Hveragerði laugardaginn 22. nóvember nk. Allt stuðningsfólk Fram- sóknarflokksins velkomið. Ennfremur efnir Kjördæmissambandið til afmælishátíðar sem hefst kl. 19.30 með fordrykk og hátíðarverði kl. 20.30. Skemmtiatriði Par á m. Jóhannes Kristjánsson eftirherma, dans, gömlu og nýju dansarnir. Tilkynnið þátttöku sem fyrst. Allir velkomnir, gisting á niðursettu verði. Eftirtaldir aðilar gefa upplýsingar og taka á móti miðapöntunum. Ólafía Ingólfsdóttir, Vorsabæ, sími 6388. Lísa Thomsen, Búrfelli, sími 2670. Guðni Ágústsson, Selfossi, sími 2182 Snorri Þorvaldsson, Akurey, sími 8548. Guðmundur Elíasson, Pétursey, sími 7310 Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Vestmannaeyjum, sími 2423. W i ' M Félagframsóknarkvenna í Reykjavík Fundur verður að Hallveigarstöðum við Túngötu mánudaginn 17. nóvember kl. 20.30. Gestir fundarins verða þær Ásta R. Jóhannes- dóttir og Sigríður Hjartar. Dómhildur Sigfúsdóttir mun kynna osta og ostakökur frá Osta- og smjörsölunni. Mætið vel. Athugið breyttan fundarstað. Stjórnin. Prófkjör Framsóknarflokksins í Reykjavík - Kosningaréttur Dagana 29. og 30. nóvember nk. fer fram prófkjör um val frambjóðenda á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík við næstu Alþingiskosningar. Rétt til að kjósa í prófkjörinu hafa allir þeir, sem hafa náð 18 ára aldri á árinu 1987 og eru fullgildir félagar í Framsóknarfélögunum í Reykjavík 19. nóvember nk. Rétt til að kjósa í prófkjörinu hafa einnig þeir, sem óska skriflega eftir þátttöku á skrifstofu flokksins, eigi síðar en 19. nóvember nk., og staðfesta þar að þeir séu ekki félagar í öðrum stjórnmálaflokki, enda uppfylli þeir einnig fyrrgreind aldursskilyrði. Skrifstofa Framsóknarflokksins, Rauðarárstíg 18, Reykjavík, er opin virka daga kl. 9.00-19.00 og að auki mánudaga og miðvikudaga kl. 20.00-22.00, þá verður hún einnig opin 13.00-16.00 laugardag- inn 15. og sunnudaginn 16. nóvember. Kjörnefnd Jólaföndur Kjötkrókur - búinn til úr rauðu og fsl. bandi o.fl. Út er kominn hjá Föndri sf. í Reykjavík, bæklingur um það jóla- föndur sem fyrirtækið hefur á boð- stólum í ár. Eins og áður eru allir íslensku jólasveinarnir, ásamt Grýlu og Leppalúða, auk margs annars í bæklingnum. Nær allt efni og hönn- un er íslenskt. Hægt er að panta bæklinginn hjá fyrirtækinu, sem sendir vörur í póstkröfu - auk þess að taka að sér kennslu stærri hópa. Tilvalið fyrir félagasamtök og alla þá sem vilja gera jólaskraut og jólagjafir sjálfir. Æskan Forsíðumyndin á 7. tbl. Æskunnar cr tekin í Ölfusréttum og ljósmyndari er ritstjórinn Eðvarð Ingólfsson. Opnuvið- tal er við Gunnlaug Helgason: „Engar sproðdrekastelpur, takk!" Rætt er við Ingór Sigurbjörnsson um fatasendingar til Póllands: Afi 300 pólskra barna. Þá segja börn og unglingar frá: Hvernig er að eiga heima á Selfossi. Síðan cru margar sögur og þættir og frásagnir. Sagt er frá Landsmóti skáta í Viðey, poppþáttur, íþróttaþáttur, tonlistarkynningo.fi. o.fl. Ritstjórar og ábyrgðarmenn eru Eðvarð Ingólfsson og Karl Helgason. Útgefandi er Stórstúka íslands. Taflfélag Reykjavíkur hefur sérstakar skákæfingar Taflfélag Reykjavíkur vill vekja athygli nemenda skólans á sérstökum skákæfing- um fyrir 14 ára og yngri (bæði drengi og stúlkur), sem fram fara að Grensásvegi 46 einu sinni í viku - á laugardögum kl. 14-18. Á þessum skákæfingum er einkum að ræða eftirfarandi: 1. Skákkennsla fyrir hyrjendur og skák- skýringar. Skákir eru skýrðar einkum með tilliti til byrjana. Skipt er í flokka cftir getu. 2. Fyrir stúlkur. Stúlkur eiga kost á sér leiðsögn. 3. Æflngaskákmót. Teflt er í tveim eða fleiri flokkum eftir fjölda og getu. 4. Fjöltefli. Þekktir skákmeistarar koma í heimsókn og tefla fjöltefli, að meðaltali einu sinni í mánuði. 5. Endataflsæflngar. Nemendum gefst kostur á að gangast undir sérstök próf í cndatöflum. Fjölrituð verkefni eru aflient í félagsheimilinu. Þátttaka í laugardagsæflngum er ó- keypis. Þeir, sem gerast félagar í Taflfé- lagi Reykjavíkur, geta tekið þátt í öðrum skákæfingum og skákmótum á vegum félagsins, fyrir lægra gjald en ófélags- bundnir. Aðalleiðbeinandi er hinn kunni skák- meistari Jón A. Pálsson. Aðstoðarmenn hans eru Davíð Ólafsson og Þröstur Þórhallsson. Aðalleiðbeinandi stúlkna er hin reynda skákkona Svana Samúelsdóttir. Laugardagur 15. nóvember 1986 Vesturland - Aukakjördæmisþing Aukakjördæmisþing framsóknarfélaganna í Vesturlandskjördæmi verður haldið laugardaginn 15. nóvember kl. 2. e.h. í Hótel Borgarnesi. Dagskrá. 1. Lögð fram tillaga uppstillingarnefndar að gerð framboðslista flokksins fyrir alþingiskosningarnar í vor. 2. Önnur mál. Stjórnin. Framsóknarflokkurinn í Reykjanes- kjördæmi. Framboðsfrestur til 15. nóvember 1986. Á framhaldsþingi Kjördæmissambands framsóknarmanna í Reykja- neskjördæmi sem haldið verður laugardaginn 22. nóvember n.k. verður valið í efstu sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjaneskjör- dæmi við næstu Alþingiskosningar. Þeir frambjóðendur sem ætla að gefa kost á sér á lista flokksins við næstu Alþingiskosningar og hafa ekki tilkynnt það nú þegar eru beðnir að tilkynna undirrituðum það fyrir 15. nóvember 1986. Ágúst B. Karlsson sími 52907 Halldór Guðbjarnason sími 656798 Guðmundur Einarsson simi 619267 Haraldur Sigurðsson sími 666696 Stjórn KFR. Framsóknarfélag Garðabæjar Heldur fund mánudaginn 17. nóvember kl. 20.30 að Goðatúni 2: Fundarefni: Kjördæmisþing. Stjórnin. Viðtalstími borgarfulltrua Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins verður til viðtals að Rauðarárstíg 18 mánudaginn 17. nóvember milli kl. 5 og 7. Rangæingar Félagsvist verður að Hvoli sunnudaginn 16. nóv- ember kl. 21.00. Framsóknarfélag Rangæinga Framsóknarkonur Reykjavík Hittumst að Rauðarárstíg 18 (kjallara), þriðjudaginn 18.11. '86 kl. 13.30 og bökum okkar vinsæla laufabrauð. Hafið með ykkur áhöld. Mætið vel. Stjórnin. Framsóknarvist verður spiluð sunnudaginn 16. nóvember kl. 14 að Hótel Hofi. Góð verðlaun. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi flytur ávaip í kaffihléi. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Reykjavíkur Norðurland vestra Prófkjör Framsóknarflokksins á Norðurlandi vestra. Dagana 22.-23. nóv. n.k. fer fram prófkjör um val frambjóðenda á lista Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra um næstu Alþingis- kosningar. Rétt til að kjósa í prófkjöri hafa allir þeir sem kusu í skoðunarkönnun á Norðurlandi vestra dagana 18.-19. okt. Rétt til að kjósa í kjördæmi hafa einnig þeir sem undirrituðu stuðningsyfirlýs- ingu við flokkinn og hafa náð 18 ára aldri á árinu 1987. Utankjördæmiskosning fer fram á vegum kjör- dæmisnefnda í Norðurlandskjördæmi vestra, einnig er hægt að kjósa á skrifstofu Framsóknar- flokksins Rauðarárstíg 18, Reykjavík.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.