Tíminn - 15.11.1986, Blaðsíða 23

Tíminn - 15.11.1986, Blaðsíða 23
Laugardagur 15. nóvember 1986 iiiiiiiiii ÚTVARP/SJÓNVARP lllllll „Úr söguskjóðunni“ Síðasti ábúandi Reykjavíkur __ Á mánudaginn kl. 10.30 er á dagskrá ^ hjá útvarpinu þáttur- inn „Úr söguskjóð- unni". Nú verður fjallað um síð- asta ábúanda á jörðinni Reykja- vík, sem var Jón Hjaltalín sýslu- maður í Gullbringu- og Kjósar- sýslum á fyrri hluta 18. aldar. Danakonungur átti Reykjavík, en árið 1752 gaf hann jörðina undir Innréttingar Skúla Magn- ússonar landfógeta. Jón Hjaltalín var því síðasti maðurinn sem bjó á Reykjavík- urjörð, og nú er einmitt afmælis- ár hans, því hann fæddist 1686 — fyrir 300 árum síðan. Hann var af almúgafólki og ólærður, en lagði sig mikið eftir lögum og varð mikil málakrókamaður, og síðar varð hann sýslumaður. Jón tap- aði sýslunni, var settur af fyrir skuldir og drykkjuskap og lélega embættisfærslu. Hann var skemmtanafíkinn, að því að sagt var og gefinn fyrir lífsins lysti- semdir, sem hent var gaman að í vikivakakvæði. Þar segir m.a. svo: Tíminn 23 Erindi um Sigurð Nordal Hjá honum Jóni Hjaltalín hoppa menn sér til vansa, allan veturinn eru þeir að dansa. Þessar dansskemmtanir hefur Jón haldið fyrir fólkið í nágranna- bæjunum við Reykjavík (Arnar- hól, Skildinganes, Hlíðarhús). Donald Sutherland og Mary Tyler Moore í hlutverkum sínum í myndinni „Ordínary People". Mary virðist vera í íslenskri lopapeysu! Venjulegt fólk Jón átti býsna viðburðaríka ævi en dó 1755 í horninu hjá dóttur sinni og tengdasyni. „ Af- komendur hans eru fjölmargir, bæði utan lands og innan, og það eiga því margir þennan lífsglaða sýslumann fyrir forföð- ur, sem þeir geta verið stoltir af þrátt fyrir allt!" segir í kynningu frá umsjónarmanni þáttarins „Úr söguskjóðunni", en hann er Halldór Bjarnason. Lesari með honum er Sigrún Ásta Jónsdótt- ir. Kl. 21.15 á laugar- dagskvöld er á dag- I skránni hjá Stöð 2 I bandarísk fjölskyldu- mynd, sem nefnist „Venjulegt fólk“ (Ordinary People). Þetta þykir frábær mynd, og í aðalhlut- verkum eru þau Donald Suther- land og Mary Tyler Moore. í myndinni er greint frá þeirri breytingu og sálfræðilegu rösk- un sem verður innan fjölskyld- unnar þegar einn meðlimur hennar fellur frá. Timothy Hutt- on leikur tilfinninganæman ung- an mann, sem verur fyrir miklu áfalli við fráfall bróður síns. Kl. 13.30 á sunnudag verður útvarpað frá hátíðarsamkomu sem haldin var í Þjóð- leikhúsinu vegna 100 ára ártíðar Sigurðar Nordal. Þar flutti Þór- hallur Vilmundarson, prófessor, erindi um fræðimanninn og hugsuðinn. Færri heyrðu þetta erindi en vildu og því mun Þór- hallur flytja það í hljóðvarp upp úr hádeginu á sunnudag. Glímukappinn — á efri árum Það hefur lífgað upp á tilveruna hjá fólkinu úr bæjunum í kringum sýslumannssetrið Reykjavík, að koma á dansleikina og „hoppa sér til vansa“, eins og segir í vikivakakvæðinu. Músík alla nóttina! Kl. 23.00 á Bylgjunni byrjar músíkþáttur Þorsteins Ásgeirs- sonar og Gunnars Gunnarssonar sem eru „Nátt- hrafnar Bylgjunnar". Þeir halda uppi stanslausu fjöri til kl. 04.00 um nóttina, og þá tekur við „Næturdagskrá Bylgjunnar". Þá er það Haraldur Gíslason sem leikur tónhst fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem fara snemma á fætur, til klukkan 08.00 á sunnudagsmorgun. Kl. 22.00 £ mánu- dagskvöld er mánu- dagsmyndin í Sjón- varpinu frá Finnlandi. Hún nefnist á íslensku „Glímu- kappinn" (Painija). Aðalpersóna myndarinnar er aflraunamaður einn, sem lifir enn í minningunni um forna frægð þó hann sé farinn að eldast og sé kominn á hæli. Hann stundar glímuæfingar og aflraunir, og raupar af hreysti sinni. Hann verður ástfanginn af eldri konu á hæhnu og hún er hrifin af honum. Ástarsamband þeirra gefur þeim þá tilfinningu að þau séu frjáls og sterk. Þannig heldur ghmukappinn reisn sinni lengi vel, þar til í odda skerst með honum og gæslumönnunum. Leikstjóri er Matti Ijás, en í aðalhlutverkum eru: Esko Hukk- anen, Esko Pesonen, Kalevi Kahra og Soh Labbart. Þýðandi er Kristín Mántylá. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. Ásta Ragnheiður í Morgunþættinum Kl. 10.00 í dag, laug- ardag, og til kl. 12.00 verður Ásta Ragn- heiður Jóhannesdótt- ir með Morgunþáttinn á Rás 2. Éff Hún kemur víða við. Hún ræðir við Ólaf Hauk Símonarson um nýju bókina hans „Líkið í rauða bílnum". Einnig ræðir Ásta Ragnheiður við Láru V. Júlíus- dóttur um konur og prófkjör, en á laugardaginn er einmitt fundur um þetta mál í Kvenréttindafé- laginu. Svo ræðir hún við Krist- ínu Lilliendahl, en hún er hö- fundur að einu af Reykjavíkur- lögunum. Líka verða „vatns- rúm" tekin til meðferðar í þættinum, athugað með jóla- undirbúning, svo á þessari upp- talningu sést að Ásta Ragnheið- ur kemur víða við. Laugardagur 15. nóvember 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur" Pétur Pétursson sér um þáttinn. Fréttir eru sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurtregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum er lesið úr forustugreinum dag- blaðanna. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 I morgunmund Þáttur fyrir börn í tali og tónum. Umsjón: Heiðdís Norðfjörð. (Frá Akureyri). 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morguntónleikar. 11.00 Visindaþátturinn Umsjón: Stefán Jökulsson. 11.40 Næst á dagskrá Stiklað á stóru í dagskrá útvarps og sjónvarps um helgina og komandi viku. Umsjóm: Trausti Þór Sverrisson. 12.00 Hér og nú Fréttir og fréttaþáttur í vikulokin i umsjá fréttamanna útvarps. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Fréttir. 13.00 Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 Sinna Þáttur um listir og menning armál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 15.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tón- menntir á líðandi stund. Umsjón: Magnús Einarsson og Ólafur Þórðarson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaleikrit: „Júlíus sterki" eftir Stefán Jónsson. 17.00 Að hlusta á tónlist. Sjöundi þáttur: Um form. Umsjón Atli Heimir Sveinsson. 18.00 íslenskt mál Gunnlaugur Helgason flytur þáttinn. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 „Hundamúllinn", gamansaga eftir Heinrich Spoerl. Guðmundur Ólafsson les þýðingu Ingibjargar Bergþórsdóttur (8). 20.00 Harmoníkuþáttur Umsjón: Bjarni Marteinsson. 20.30 „Að kveðja er að deyja agnarögn" Þáttur um Ijóðskáldið Rúnar H. Halldórs- son í umsjá Símonar Jóns Jóhannsson- ar. (Áður útvarpað í júlí 1985). 21.00 Islensk einsöngslög Guðmunda El- íasdóttir syngur lög ettir Jórunni Viðar, Karl 0. Runólfsson, Magnús Blöndal Jóhannsson, Ingunni Bjarnadóttur og Jón Þórarinsson. Jórunn Viðar og Magn- ús Blöndal Jóhannsson leika á pianó. 21.20 Um náttúru íslands. Umsjón: Ari Trausti Guðmundsson. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Mannamót. Leikið á grammófón og litið inn á samkomur. Kynnir: Leifur Hauksson. 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón Örn Marinósson. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á Rás 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 16. nóvember Laugardagur 15. nóvember 9.00 Óskalög sjúklinga Helga Þ. Steph ensen kynnir. 10.00 Morgunþáttur í umsjá Þorgeirs Ást- valdssonar. 12.00 Hádegisutvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjón Margrétar Blöndal. 13.00 Listapopp i umsjá Gunnars Salvars- sonar. 15.00 Við rásmarkið. Þáttur um tónlist, íþróttirog sitthvað fleira. Umsjón: Sigurð- ur Sverrisson ásamt íþróttafrétta- mönnunum Ingólfi Hannessyni og Sam- úel Erni Erlingssyni. 17.00Tveir gítarar, bassi og tromma Svavar Gests rekur sögu íslenskra popp- hljómsveita í tali og tónum. 18.00 Hlé. 20.00 Kvöldvaktin Gunnlaugur Sigfússon. 23.00 Á næturvakt með Ásgeiri Tómas- syni. 03.00 Dagskrárlok. Fréttir sagðar kl. 12.00. Svæðisútvarp virka daga vikunnar 18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5 MHz. Um að gera. Þáttur fyrir unglinga og skólafólk um hvaðeina sem ungt fólk hefur gaman af. Umsjón: Finnur Magnús Gunnlaugs- 8.00 Morgunandakt 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Lesiðúrforustugreinum dagblaðanna. Dagskrá. 8.30 Létt morgunlög 9.00 Fréttir 9.05 Morguntónleikar 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.25 Út og suður Umsjón: Friðrik Páll Jónsson. 11.00 Messa í Laugarneskirkju Prestur: Séra Jón Dalbú Hróbjartsson. Orgelleik- ari: Þröstur Eiríksson. Hádegistónleik- ar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. T ónleikar. 13.30 Aldarmlnning Sigurðar Nordals Þórhallur Vilmundarson prófessor flytur erindi. (Hljóðritað á samkomu í Þjóð- leikhúsinu 14. september s.l.) 14.30 Lögin hans Geira Dagskrá i tilefni af því að 75 ár eru liðin frá fæðingu Oddgeirs Kristjánssonar tónskálds. Umsjón: Árni Johnsen. 15.10 Sunnudagskaffi. Umsjón: Ævar Kjartansson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Frá útlödum Þáttur um erlend mál efni í umsjá Páls Heiðars Jónssonar. 17.00 Frá tónlistarhátíðinni í Björgvin 18.00 Skáld vikunnar Matthías Johannes- en Sveinn Einarsson sér um þáttinn. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Ekkert mál Bryndís Jónsdóttir og Sigurður Blöndal sjá um þátt fyrir ungt fólk. 21.00 Hljómskálamúsík Guðmundur Gils- son kynnir. 21.30 „í myrkum heimi", smásaga eftir Stephan Hermlin Einar Heimisson þýddi. Kristján Franklín Magnús les. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Norðurlandarásin 23.20 ( hnotskurn Umsjón: Valgarður Stefánsson. (Frá Akureyri). 24.00 Fréttir. 00.05 Á mörkunum., 00.55 Dagskrárlok. ék 13.30 Krydd í tilveruna. Sunnudagsþáttur með afmæliskveðjum og léttri tónlist i umsjá Ásgerðar Flosadóttur. 15.00 65. tónlistarkrossgátan Stjórnandi: Jón Gröndal. 16.00 Vinsældalisti rásar tvö Gunnlaugur Helgason kynnir þrjátiu vinsælustu lögin. 18.00 Dagskrárlok. Laugardagur 15. nóvember 14.25 Þýska knattspyrnan - Bein útsend- ing Hamborg-Köln 16.20 Hildur. Sjötti þáttur. Dönskunám- skeið í tíu þáttum. 16.45 íþróttir. UmsjónarmaðurBjarni Felix- son. 18.25 Fréttaágrip á táknmáli. 18.30 Ævintýri frá ýmsum löndum. (Storybook International) Átjándi þáttur. Þýðandi Jóhanna Jóhannesdóttir. Sögu- maður Helga Jónsdóttir. 18.55 Auglýsingar og dagskrá. 19.00 Smellir. Tina Turner. Umsjón: Pétur Steinn Guðmundsson. 19.30 Fréttir og veður. 19.55 Auglýsingar. 20.05 Kvöldstund með Diddú. Kristín Á. Ólafsdóttir spjallar viö Sigrúnu Hjálmtýs- dóttur söngkonu sem einnig syngur nokk- ur lög i þættinum. Stjórn upptöku: Elín Þóra Friðfinnsdóttir. 21.05Klerkur i klípu. (All in Good Faith) Annar þáttur. Breskur gamanmynda- flokkur í sex þáttum. Aöalhlutverk Ric- hard Briars og Barbara Ferris. Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.30 Rebekka. Bandarisk verðlaunamynd frá 1940. s/h. Leikstjóri Alfred Hitchcock. Aðalhlutverk. Laurence Olivier, Joan Fontaine, George Sanders og Judith Anderson. Myndin er gerð eftir sögu Daphne du Maurier. Breskur óðalseig- andi gengur að eiga unga og óreynda konu sem hann kynnist i leyfisferð. Unga húsmóðirin kemst óþyrmilega að raun um það að hún á skæðan keppinaut sem er Rebekka, fyrri kona óðalseigandans. Margt er á huldu um afdrif hennar en upp komast svik um síðir. Þýðandi Sonja Diego. 23.35 Miðnæturstund með Lou Reed. Þáttur frá tónleikum bandaríska söngvar- ans og gitarleikarans Lou Reeds í New York. Sunnudagur 16. nóvember 14.00 Norðurlandameistaramót í bad- minton. Bein útsending. 16.00 Sunnudagshugvekja Halldóra Ás- geirsdóttir flytur. 16.15 Hljómleikar til heiðurs Martin Lut- her King. Nýr bandarískur sjónvarps- þáttur. Hljómlistarmenn og aörir heiðra minningu blökkumannaleiðtogans séra Martin Luther Kings í tali og tónlist á fæðingardegi hans. Kynnir er Stevie Wonder en auk hans koma fram Harry Belafonte, Bill Cosby, .Joan Baez, Bob Dylan, Neil Diamond, Al Jarreau, Lionel Richie, Whitney Houston, Diana Ross, Quincy Jones, Peter, Paul og Mary, Pointersystur, Elizabeth Taylor og margir fleiri. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 17.55 Fréttaágrip á táknmáli 18.00Stundin okkar Barnatimi Sjónvarps- ins. Umsjón: Agnes Johansen og Helga Möller. 18.30 Kópurinn (Seal Morning) Þriðji þátt- ur - Breskur myndaflokkur i sex þáttum um unglingstelpu, frænku hennar og kóp sem þær taka i fóstur. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.55 Auglýsingar og dagskrá. 19.00 (þróttir Umsjónarmaður Bjarni Felix- son. 19.30 Fréttir og veður. 19.55 Auglýsingar. 20.05 II Trovatore eftir Giuseppe Verdi. Bein útsending frá sýningu íslensku óperunnar. Persónur og einsöngvarar: Luna greifi .... Kristinn Sigmundsson Leonora .... Ólöf Kolbrún Harðardóttir Azucena..........Hrönn Hafliðadóttir Manrico ............ Garöar Cortes Ferrando ........ Viðar Gunnarsson Inez ............... Elísabet Waage Ruiz ............Hákon Oddgeirsson Kór og hljómsveit islensku óperunnar. Hljómsveitarstjórn: Anthony Hose. Leik- stjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikmynd: Una Collins. 22.50 Ljúfa nótt (Tender is the Night) Lokaþáttur Breskur framhaldsmyndaflókkur i sex þáttum, geröur eftir samnefndri skáldsögu eftir F. Scott Fitzgerald. Aðalhlutverk: Peter Strauss, Mary Steenburgen. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 23.50 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.