Tíminn - 15.11.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.11.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 15. nóvember 1986 Býður hlutabréf - sem veita skattafslátt Hlutabréfasjóðurinn hf. er nýtt fjárfestingarfélag sem stofnað hefur verið í Reykjavík og er jafnframt hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Markmiðið með stofnun þess er sagt þríþætt: Að veita einstakling- um tækifæri til góðrar ávöxtunar í hlutabréfum með samspili skattfrá- dráttar og arðsemi traustra atvinnu- fyrirtækja - að veita auknu fjár- magni inn í arðbær atvinnufyrirtæki - og að virka til örfunar á hlutabréfa- viðskiptum hér á landi. Hlutabréfasjóðurinn verður opinn bæði einstaklingum og lögaðilum. Félagið uppfyllir skilyrði um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjár- festingar einstaklinga í atvinnu- rekstri. í því felst að kaup einstakl- inga á hlutabréfum í sjóðnum eru frádráttarbær frá skatti næsta ár upp að vissu marki, sem á síðasta ári nam 34 þús. kr. hjá einstaklingum og tvöfalt hærri fjárhæð hjá hjónum. Hlutabréf Hlutabréfasjóðsins verða til sölu hjá Kaupþingi, Fjár- festingarfélaginu, Hlutabréfamark- aðinum og Verðbréfamarkaði Iðn- aðarbankans. Þau verða seld í 10.000 kr., 50.000 kr. og 100.000 kr. einingum. í stjórn Hlutabréfasjóðsins eru: Baldur Guðlaugsson, form., Davíð Sch. Thorsteinsson, Árni Árnason, Árni Vilhjálmsson, Ragnar S. Hall- dórsson, Gunnar Helgi Hálfdánar- son, Pétur H. Blöndal og Sigurður B. Stefánsson. -HEI Ásgeir Guðmundsson forstöðumaður Námsgagnastofnunar afhendir Davíð Oddssyni borgarstjóra hið nýja námsefni um Reykjavík, við hátíðlega athöfn í Höfða. (Tímamynd Pjetur) Þetta þurfa auglýsendur að vita um útvarpshlustun: Sjáið styrka stöðu Rásar 1 ogRásar 2 skv. nýrri könnun * ÚTVARPSHLUSTUN, LANDIÐ ALLT FIMMTUDAGINN 6. NÓVEMBER1986. Frá kl. 7-9 eru 3 auglýsingatímar, hámark 3 minútur hver. Nýr auglýsingatími er kl. 12:10 á undan hádegisfréttum. Sterkur auglýsingatími er að loknum kvöldfréttum. Þeir sem auglýsa á Rás 1 og svæðisútvarpinu Akureyri geta fengið sambirtingu á Rás 2 með u.þ.b. 40% afslætti. Aðrir auglýsingatímar en þeir sem nefndir eru hér að ofan eru ódýrarí og dreifðir um dagskrána. * Könnunin var unnin á vegum Félagsvísindastofnunar, eftir úrtaki úr þjóðskrá. Könnunin var birt í gær, 14. nóvember. * * Bent er á, að Bylgjan sendir út til hluta landsins. KL. % sem . % sem hlustaði RAS 1 hlustaði RÁS2 % sem hlustaðj BYLGJAN" 6-7: 3 Veður/bæn Enginútsending 1 Tónlist í morgunsárið 7-8: 20 Morgunvaktin Enginútsending 8 Sigurður G. Tómasson 8-9: 19 Morgunvaktin Enginútsending 11 Sigurður G. Tómasson 9-10: 7 Morgunst. barnanna 9 Morgunþáttur 11 PállÞorsteinsson 8 Lesturúrforystugr. 9 Sama 10 Sama 10-11: 8 Égmanþátíð 10 Morgunþáttur 11 PállÞorsteinsson 11-12: 5 Söngl. áBroadway 10 Morgunþáttur 13 PállÞorsteinsson 12-13: 21 Tilkynningar 7 Létttónlist 11 Fréttir 50 Fréttir/veður Enginútsending 7 Jóhanna Harðardóttir (Áhádegismarkaði) 13-14: 8 Tilkynningar/tónleikar 9 Hingaðogþangað 13 Jóhanna Harðardóttir 7 ídagsinsönn 9 Sama 13 Sama 14-15: 6 Miðdegissagan 10 Sama 11 PéturSteinn 3 ílagasmiðjuL.W. 9 Sama 11 Sama 15-16: 6 Fréttir/tilkynningar 7 Sólarmegin 11 PéturSteinn 6 Landpósturinn 7 Sama 11 Sama 16-17: 8 Fréttir/veður 8 Tilbrigði 9 PéturSteinn 4 Bamaútvarpið 7 Sama 9 Sama 17-18: 2 Tónskáldatími 10 Rokk/J.L.Lewis 9 Hallgr. Thorsteinsson 4 Torgið (17.40) 8 Sama 8 Sama 18-19: 6 Torgið Enginútsending 7 Fréttir 12 Tilkynningar/veður Enginútsending 6 Haligr. Thorsteinsson 19-20: 47 Fréttir Enginútsending 2 Tónl. með léttum takti 21 Tilkynningar Enginútsending 3 Sama 18 Dagl. mál/Aðutan Enginútsending 3 Sama 20-21: 13 Leikrit 12 Vinsældalisti 5 JónínaLeósdóttir 21-22: 12 Sama 10 Gestagangur 5 Sama 12 Sama 10 Sama 5 Spumingaleikur 22-23: 8 Fréttir/veður 7 Rökkurtónar 4 Sama 3 Kvöldsaga 7 Sama 6 Leikrit 23-24: 3 Túlkunítónlist 6 DavidBowie 6 Vökulok 24-01: 3 Fréttir/dagskr.lok Enginútsending 3 Rólegtónlist Til auglýsenda: Við hvetjum auglýsendur til að kynna sér niðurstöðu könnunarinnar. Tvennt vekur einkum athygli: 1. Yfirburðastaða Rásar 1 miUi kl. 7 og 9 á morgnana, í hádeginu milli kl. 12ogl3ogákvöldinmillikl. 19og20. 2. Styrk staða Rásar 2, þrátt fyrir fullyrðingar ýmissa í gagnstæða átt. RÍKISÚTVARPIÐ Sterkasti ljósvakamiðillinn á landsvísu á\ Rás 1 Rás 2 Sjónvarp Námsefni um Reykjavík Námsgagnastofnun og Skólaskrif- stofa Reykjavíkur hafa gefið út nýtt námsefni um Reykjavík fyrir 7.bekk grunnskóla. Námsefni þetta er þrenns konar, ágrip af sögu Reykjavík eftir Lýð Björnsson sem ber nafnið „Við Fló- ann byggðist borg“, loftmynd af Reykjavík þar sem á hafa verið skráð helstu örnefni og þar er enn- fremur hægt að bera saman nokkur svæði í borginni nú og fyrir 35 árum. Þriðji hlutinn eru þrjú myndbönd um Reykjavík sem heita „Borgin okkar“, þögul mynd þar sem börn- um er ætlað að semja eigin skýring- artexta, „Höfuðborg í sjón og raun“ þar sem fjallað er um Reykjavík sem miðstöð þjóðlífs og „Höfnin lífæð borgar" þar sem fjallað er um at- vinnulíf tengt höfninni. Magnús Bjarnfreðsson er höfundur mynd- bandanna. Á næsta ári kemur út þrenns konar námsefni um Reykjavík; stutt lýsing á landsháttum í Reykjavík í máli og myndum ásamt verkefnum, hefti um sveitarfélagið Reykjavík og tvö myndbönd. -ABS Villibráð I Firðinum Síðustu daga hefur veitingahúsið A.Hansen í Hafnarfirði verið að gera tilraun með aða koma Hafn- firðingum upp á að snæða villi- bráð sér til hátíðarbrigða. Villi- bráð þykir eitt það fínasta sem sælkerar erlendis komast í og hví gæti það ekki átt við um íslend- inga? Á boðstólum hjá A. Hans- en eru fjölmargar tegundir ís- lenskrar villibráðar ss. lundi, skarfur, hreindýr, endur og svartfugl. Síðasti dagur þessarar tilraunar hjá veitingahúsinu í Hafnarfirði er í dag laugardag og munu herleg- heitin hetjast um átta leytið, en Haukur Morthens leikur fyrir matargesti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.