Tíminn - 15.11.1986, Blaðsíða 19

Tíminn - 15.11.1986, Blaðsíða 19
Laugardagur 15. nóvember 1986 MINNING Tíminn 19 100 ára minning Björn Björnsson teiknikennari Heiðan haustdag árið 1935 eru nokkrir unglingar á leið niður Frakkastíginn. Þeir hópast saman rétt við skólann sinn, Ingimarsskól- ann svokaliaðan, sem er til húsa í Franska spítalanum niður undir sjó, þar sem Tónmenntaskóli Reykjavík- ur er nú. Þarna má þekkja ýmsa efnilega myndlistarmenn s.s. Björn Th. Björnsson, Hörð Ágústsson, Kjart- an Guðjónsson og Kristin Guð- steinsson. Kvenfólkið er ekki eins auðþekkt, það var ekki móðins þá, að konur væru mjög framgjarnar. Við sniglumst þarna. í fermingar kápunum okkar í humátt á eftir þessunt strákum, sem við vissum fyrir víst, að yrðu frægir menn. „Hálf tylft úr bolsaskólanum," hrópa krakkarnir í götunni á eftir okkur. Það hripar af okkur eins og vatn af gæs. Okkur finnst það bara óskaplega fyndið. Ingimarsskólinn hlaut auðvitað nafngiftina af skólastjóranum, séra Ingimar Jónssyni, sem stýrði skólan- um af skynsemi og skörungsskap. Það sást best á því kennaraliði, sem hann valdi með sér. Ég nefni, sem dæmi Sveinbjörn Sigurjónsson mag- ister, sem kenndi alla þætti íslensks máls, hugljúft prúðmenni, Árna Guðnason, enskukennara, ógleym- anlegan öllum sínum nemendum (ég held, að það hafi ekki verið hægt að komast hjá því, að læra hjá Árna) Einar Magg var þar enn á ferð - ekki seinn í sporum - hann er alltaf einsog sverð yfir höfðum vorum, ortum við um hann. Sjálfur kenndi sr. Ingimar stærðfræði, sögu og fé- lagsfræði, strangur og nákvæmur. Allt voru þetta viðurkenndir af- bragðskennarar. Loks kem ég svo að þeim, sem þetta greinarkorn mitt átti að fjalla um, Birni heitnum Björnssyni, teiknikennara. Björn fæddist á ísafirði 15. nóv. 1886, sonur hjónanna Sigríðar Þor- láksdóttur frá Fagranesi á Reykja- strönd og Björns Árnasonar gull- smiðs frá Þingvöllum. Hann ólst upp á ísafirði, gekk í Latínuskólann í Reykjavík, en sneri sér svo að listmálun. Lærði að teikna og mála í Berlín. Er heim kom frá námi, stundaði hann gullsmíðar með föður sínum og Baldvini bróður sínum um skeið. Gullsmíðastofu rak hann með Finni Jónssyni og Kjartani Ás- mundssyni. En dráttlistin átti hug hans. Hann hætti gullsmíðinni og sneri sér að myndskreytingu bóka (Vísnakver Fornólfs t.d.) og teiknikennslu, sem varð lífsstarf hans, og sinnti hann því til æviloka. Hann sá um alla teiknikennslu í 3 skólum: Iðnskólan- um, Kennaraskólanum og Gagnfr.sk. í Reykjavík - og þætti ýmsum nóg - þar til hann Iést 27. apríl 1939. Sem myndlistarmanns veit ég, að mér færari menn minnast Björns, svo marga leiddi hann fyrstu sporin á þeirri oft þyrnum stráðu braut. Ég hætti mér ekki út í þá sálma. En sem kennara er mér ljúft að minnast hans, svo ríkir eru teiknitímarnir hans enn mér í minni. Þar var ekki aðeins verið að kenna unglingum byrjunaratriði dráttlist. Maðurinn var sjálfurein lifandi listasaga. Hann gekk um og leiðbeindi, sífræðandi um allt mögulegt, sem að listum laut á hinn alþýðlegasta og einfaldasta hátt, svo tímarnir urðu ein samfella fróðleiks og skemmtunar. Leturgerð kenndi Björn og gerði þá gjarnan myndir úr bókstöfunum. Það kom sér vel fyrir margan barnakennarann síðar meir. Ekki voru kennslutækin mörg til hjálpar í þann tíð, aðeins taflan og krítin. Hann þurfti nú eiginlega ekkert annað en blað og blýant, hann Björn teiknikennari. Einu sinni fór Björn með okkur út úr teiknitíma niður að sjó. Við stikluðum á steinum í fjöruborðinu og sáum allt umhverfið í nýju ljósi undir leiðsögn Björns. Svona getur ein gönguferð stuttan spöl lifaðleng- ur og skilið meira eftir en margar Iengri og dýrari ferðir. Eins og ég nefndi fyrr, var Björn Th., bróðursonur Björns í skólanum með okkur, einnig Sigríður, dóttir Björns, falleg og skemmtileg stúlka, sem varð að hætta námi sökum veikinda. Ég, sveitastelpan, leit að vonum upp til þessa listræna frænd- liðs og þótti því ekki upphefðin lítil, þegar Björn heitinn bauð okkur tveim vinstúlkum Sigríðar með henni á árshátíð Iðnskólans um veturinn. Ekki reyndist þó auðvelt að útvega samkvæmisklæðnað, því fermingarkjólarnir voru löngu orðn- ir að blússum og fjárfestingar í síðum kjólum ekki til umræðu. Ein- hvernveginn sátum við nú samt allar síðklæddar og sigri hrósandi uppi á svölunum í gamla Iðnó á árshátíð- inni: Björn í miðjunni „selskaps- klæddur sjentilmaður", Sigríður eins og prinssessan í ævintýrinu í nýjum taftkjól frá pabba sínum, Stella álíka glæsileg, en ég í giftingarkjólnum hennar systur minnar. Okkur fannst þetta ótrúlegt. Svona áttu pabbar að vera. Það er erfitt að krækja hjá þeirri keldu að tala mest um sjálfa sig, þegar rifjaðar eru upp ntinningar frá æskuárum og um þá, sem settu svip á þau. Ég hef auðvitað lent ofan í keldunni, þó langaði mig aðeins að minnast manns, sem brá lit á þessi æskuár, svo þau standa manni enn í einhverskonar töfrabirtu. Ég sé Björn fyrir mér, hávaxinn, eilítið lotinn. Hann strýkur hárið frá aug- unum og bendir okkur til fjallanna, Esjunnar, hvort sem hún „teygir grænar tærnar undan hvítri sæng- inni“ einsog dóttursonur Sveinbjarn- ar íslenskukennara orðar það (Svb. I. Baldv.) eða er í kuldalegum vetrarham. Við vefjum fermingar- kápunum úr Gefjunarull að okkur og gleymum kuldanum í ríki fegurð- arinnar. Sem fyrr segir, lést Björn á miðj- um starfsferli sínum. Með konu sinni Ingibjörgu Árnadóttur, systur Ástu málara, Ársæls bókbindara, Magnúsar málara og þeirra systkina eignaðist hann 3 börn, sem erfa listræna hæfileika úr báðum ættum. Þau eru: Sigríður fædd 1921, Jón H. landslagsarkit. fæddur 1923, Árni skipstjóri fæddur 1927. Fjölmargir nemendur Björns heit- ins, sem dreifst hafa um landið vítt og breitt, veit ég að minnast hans með hlýhug og þakklæti. Blessuð sé minning Björns Björnssonar. Unnur Kolbeinsdóttir. Magnús Einarsson bóndi Laugum, Hrunamannahreppi Slysin gera ekki boð á undan sér og oftast dauðinn ekki heldur. Ég varð felmtri sleginn er mér var tjáð að hann Maggi væri dáinn. Hvað skal segja, hvað skal gera, sennilega ekkert, heldur þakka guði fyrir það sem hann færði okkur í gegnum þennan mann og þær stundir sem við fengum að njóta með honum. Hann Magnús gekk alltaf á guðs vegum og gott að vita af því að þar sé hann nú, því við vitum það öll að þar líður honum best. Snemma sumars 1981 er ég var þrettán ára gamall kom ég fyrst að Laugum í Hrunamannahreppi og dvaldi þá í 3 vikur. Nokkrar ferðir átti ég austur að Laugum það árið. En eins og svo oft vill verða um unga og gáskafulla drengi er í sveita- sæluna koma, þá tók sveitin og fólkið á bænum allan hug minn og átti Maggi góðan þátt í því. Fóru mál svo að ég réð mig sem kaupamaður að Laugum næstu tvö sumur. Ófá skiptin síðan hefur leið mín legið að Laugum þegar tækifæri hefur gefist. Margar voru þær stund- irnar sem við Maggi áttum saman og óteljandi voru þær taflskákirnar sem teknar voru síðla á sumarkvöldum. Aldrei sat Magnús aðgerðalaus. alltaf fannst eitthvað sem þurfti að gera, lagfæra girðingar, smíða þetta og laga hitt. Natni hans við búið var mikil. Síðastliðið sumar er ég dvaldi erlendis fékk ég bréf frá Laugum sem færði mér þær fréttir að Maggi væri veikur og hefði dvalið um tíma á sjúkrahúsi. Brá mér mjög við þær fréttir. I haust kom ég til Magnúsar á spítalann er hann dvaldi þar í nokkra daga. Tjáði hann mér að sjaldan hefði honum liðið eins illa er hann gat lítið sem ekkert aðhafst, lýsir það persónuleika Magnúsar einkar vel. Síðast hittumst við er ég fór austur í smalamennsku nú í haust. Þá sem endranær var gaman að hitta Magga. Mynd hans í huga mér sem ég mun aldrei gleyma er maður með bros á vör og framrétta hönd. Góður vinur er kvaddur, vinum mínum á Laugum og öðrum ættingj- um votta ég dýpstu samúð mína. Guð blessi minningu hans. Eyþór Guðjónsson. Auglýsing frá landbúnaðarráðuneytinu Athygli skal vakin á því, að samkvæmt 1. mgr. 42. gr. laga nr. 46/1985 er innflutningur á kartöflum, nýju grænmeti, sveppum og blómum óheimill, nema að fengnu leyfi landbúnaðarráðherra. Við tollaafgreiðslu á framangreinum vörum skulu innflutningsaðilar framvísa tollskýrslu, áritaðri af landbúnað'irráðuneytinu. 12. nóvember 1986. Bændur Loðdýra- og fiðurbændur Til sölu nokkur lítið gölluð fiskiker, meðal annars útlitsgölluð. Henta jafnt fyrir loðdýrafóður sem matvöru. Stærðir 660 og 1.000 lítra. Seljast með góðum afslætti. Borgarplast h.f. Vesturvör 27 Kópavogi Sími 91-46966 LYFTARAR ATH! Nýtt heimilisfang Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og dísillyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyftara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboðssölu. LYFTARASALAN HF. VatnagörSum 16, símar 82770-82655. Ertu einmana? Filippseyskar og pólskar stúlkur á öllum aldri óska að kynnast og giftast. Yfir 1000 myndir og heimilisföng, aðeins 1.450 kr. S. 618897 milli kl. 17 og 22 eða box 1498,121 R.vík. Fyllsta trúnaði heitið. Póstkr. Meinatæknar Staða deildarmeinatæknis við sjúkrahúsið á Húsavík er laus til umsóknar. Húsnæði í boði. Upplýsingar um starfið gefa Ólafur Erlendsson, framkvæmdastjóri í síma 96-41333 og Kristjana Helgadóttir, deildarmeina- tæknir, vinnusími 96-41333 og heimasími 96-41934. Bændur Óska eftir að koma 3ja mán. tík í sveit. Upplýsingar í síma 91-672327. t Útför Guðrúnar ívarsdóttur Geröavegi 18, Garði fer fram frá Útskálakirkju laugardaginn 15. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd aöstandenda. Halldór Þorvarðarson. t Móðir min Ragnhildur Bjarnadóttir Lönguhlíð 3 veröur jarösungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 18. nóvember kl. 10.30. Fyrir hönd aöstandenda. Óskar Þ. Þorgeirsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.