Tíminn - 15.11.1986, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.11.1986, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 15. nóvember 1986 BÓKMENNTIR 1111 Efnismikil sýnisbók Rætur, sýnisbók islenskra bókmennta frá siðaskipt- um til nýrómantíkur, Bjarni Ólafsson, Heimir Pálsson, Sigurður Svavarsson og Pórður Helgason sáu um útgáfuna, Ingiberg Magn- ússon myndskreytti, Mál og mennlng, 1986. Það eru víst fáir íslendingar sem ekki þekkja tvær bækur sem Sigurð- ur heitinn Nordal tók á sínum tíma saman og lengi voru ein helstu kennslutólin í íslenskum bókmennt- um í öllum framhaldsskólum. Þetta eru bækurnar sem venjulega ganga undir nöfnunum Sýnisbók og Lestr- arbók Sigurðar Nordals. Ég hef oft veitt því athygli að þessar bækur eru enn töluvert víða í bókahillum á heimilum þar sem ég kem; það bendir til þess að fólk vilji gjarnan eiga þær áfram að sálufélög- um eftir að skólasetu er lokið. Fólk setur þær ógjarnan niður í kassa, eða á aðra þá staði sem kennslubæk- ur hafna á að lokum. Þessi nýja bók minnir um margt á bækur Nordals og er af sömu tegund. Munurinn er sá að hún nær aðeins yfir tímabilið frá siðaskiptum og fram í nýrómantík, þ.e.a.s. fram um 1920, sem raunar er ekki að fullu nákvæmt, því að með allsterkum rökum má halda því fram að nýróm- antíska tímabilið standi einum tíu árum lengur eða fram um 1930. Pað eru fjórir íslenskukennarar sem hafa valið efnið í þessa bók, og að auki hefur myndlistarmaður lagt þeim lið og skreytt hana með nokkr- um teikningum. Þær eru misgóðar eins og gengur, en verða þó að teljast töluverð bókarprýði þegar á heildina er litið. Það er trúa mín að verði þessi bók almennt tekin upp sem kennslubók í skólum þá eigi hún í framtíðinni eftir að skreyta hillur á býsna mörg- um íslenskum heimilum, líkt og ég gat um að bækur Nordals gera. I bókinni er það mikið af gullvægu efni að hún hefur alla burði til þess að geta orðið eigendum sínum góður vinur um langa hríð. Það er líka að vonum; því að frá þessu tímabili er til geysimikið af góðum verkum. Þar rís trúlega einna hæst rómantíska tímabilið á öldinni sem leið, en þarna eru líka á ferðinni menn eins og Hallgrímur Pétursson, Jón Vídalín, að ógleymdum raunsæ- isskáldunum og nýrómantísku skáldunum frá tímunum í kringum aldamótin síðustu, sem leifðu okkur ekki svo fáum gullkornunum. Af þessum ástæðum er dálítið erfitt að vera með útásetningar varð- andi bók sem þessa. Vitaskuld hefðu engir tveir menn valið í hana ná- kvæmlega á sama hátt, og jafnframt er ákaflega erfitt að benda á einstök verk í hcnni og segja að þau eigi ekki erindi til fólks, hvort heldur sé um að ræða almenna lesendur eða skóla- nemendur. Þó eru nokkur atriði er varða væntanlega notkun bókarinnar sem lestrarbókar við bókmenntakennslu og rétt er að doka aðeins við. Þar verður fyrst og fremst að geta þess að veljendur hafa markað sér þá stefnu að taka ekki aðeins upp í hana texta sem hafa listrænt bók- menntagildi, heldur einnig texta sem gefa mynd af aldarfari og hugsunar- hætti hverju sinni. Af þessu leiðir að þetta er ekki sýnisbók fagurbókmennta einna saman, heldur jafnframt og ekki síður sýnisbók alls þess sem ritað hefur verið á íslandi á umræddu tímabili. Þar slæðist töluvert margt með sem ekki er nokkur leið að telja listrænan skáldskap, en má þó liafa, og hefur óneitanlega, gildi sem heimildir um hugsunarhátt samtím- ans. Af þeirri tegund ncfni ég til dæmis bréf Jóns Jónssonar frá Hlíðarenda- koti um útilegumenn. Það endur- speglar fyrst og fremst sérkennilega og nánast barnalega trú hans á meira eða minna yfirnáttúrlegar vættir, en er trúlega að flestra mati nánast gjörsneytt listrænu bókmenntagildi. Líka má í sömu andrá nefna kaflann sem þarna er úr Lítilli ferða- sögu Eiríks á Brúnum og segir frá hóruhúsum í Kaupmannahöfn. Þetta er fyrst og fremst launfyndin lýsing íslensks alþýðumanns á þessu fyrirbæri. En listræn sköpun á sama hátt og t.d. í kaflanum úr Einræðum Starkaðar, sem er á blaðsíðunni á móti, er þetta ekki. Og nokkur atriði varðandi vænt- anlega notkun bókarinnar sem kennslubókar vil ég einnig nefna. Þar er fyrst að sjálfur myndi ég ekki sleppa nemendum frá Hallgrími Pét- urssyni nema láta þá fyrst lesa eftir STEIAISNAR Þú ert íljótari en þig grunar til okkar við lœkinn í Hafnarfirði. Mikið úrval af heimilistœkjum og öörum raítcekjum, smáum sem stómm. AFMÆLISAFSLÁTTUR, GREIÐSLUKJÖR OG LÆKJARGOTU 22 HAFNARFIRÐI SIMI 500 22 VERIÐ VELKOMIN hann 48. Passíusálminn, sem er þarna ekki. Þá eru rímur einn fyrirferðarmesti þátturinn í ljóðagerð þessa tímabils, hvað sem skáldskapargildi þeirra líður að öðru leyti. Þarna eru að vísu nokkur brot, t.d. úr Fjósarímu Þórð- ar á Strjúgi. Mér sýnist hins vegar að með hliðsjón af væntanlegu kennslu- sjónarmiði hefði þarna þurft að vera a.m.k. ein heil ríma, t.d. úr Núma- rímum Sigurðar Breiðfjörðs, eða þá úr Stellurímum Sigurðar Pétursson- ar, sem eru merkilegt verk sem allt of fáir þekkja nú á dögum og þyrfti endilega að fara að gefa út í vandaðri útgáfu. Á öldinni sem leið urðu líka til nokkur verk af sérkennilega gaman- sömum toga, þar sem skopið felst í því að erlent söguefni er heimfært upp á íslenskan veruleika samtím- ans. Merkustu fulltrúar þessa í bók- menntunum eru Gainanbréf Jónasar Hallgrímssonar og Heljarslóðaror- usta Gröndals. Það kom mér dálítið á óvart að úr hvorugu verkinu er tekið þarna. Það er satt að segja ekki nógu gott mál ef nemendur í bókmenntum síðustu aldar kynnast ekki þessari hlið skáld- skaparins á rómantíska tímabilinu. Sósíalismi þeirra Þorsteins Er- lingssonar og Stephans G. Stephans- sonar þótti mér líka að kæmi þarna tæpast nógu skýrt fram. Þarna eru að vísu kvæðin Bókin mín eftir Þorstein og Vantrúin eftir Stephan, en báðir hafa ort önnur kvæði sem túlka þessi róttæku sjónarmið þeirra mun betur. Hvaða skoðanir sem menn annars hafa á þessum málum þá eru þessi sósíalísku viðhorf nú einu sinni þáttur í þróun bókmennt- anna um og upp úr síðustu aldamót- um, sem á engan hátt er réttlætanlegt að ganga fram hjá í skólakennslu. Loks er að geta þess að mér kom á óvart að finna ekkert þarna eftir Guðmund Guðmundsson skóla- skáld. Hann er, ásamt Huldu, einn helsti brautryðjandi nýrómantíkur- innar framan af, og þar að auki ágætt skáld, svo að það gengur ekki að ganga þegjandi fram hjá honum í kennslu. Þá vekur það athygli að á kápu- mynd bókarinnar, sem er af bóka- hillum úr gamla Safnahúsinu við Hverfisgötu, gat ég ekki komið auga á eitt einasta skáldverk. Hefði ekki farið betur að hafa þar eitthvað fagurfræðilegra heldur en Lands- yfirréttardóma, eða hvaða bækur sem þetta nú annars eru? En að öðru leyti er útkoma þessar- ar bókar fagnaðarefni fyrir alla þá sem hafa ánægju af því að lesa skáldskap frá liðnum tíma. Sá hópur er býsna stór, og ég efast ekki um að margir í honum geta fundið sér margtaðskoðaíþessaribók. -esig BÆKUR 11111 ORSTEINN THORARENSEN að búast en fólk spyrji hvort þetta sé allt rétt. 1 bókinni á að vera að finna svör við slíkum spurningum, því að þar er allt málið rakið með öllum sínum útöngum. Bókin er myndskreytt með ljósmyndum Jóhönnu Ólafsdóttur af persónum í sýningu Þjóðleikhússins á leikriti Ragnars, og eru þær útfærðar grafískt. Bókin er í kiljuformi og að því er segir í frétt frá forlaginu kostar hún aðeins álika og einn leikhúsmiði, eða 394 krónur. —esig Skúlamálið í sögulegu ljósi - í nýrri pappírskilju Komin er út lítil og handhæg bók sem nefnist Skúlamál og hefur undirtitilinn „Ofsóknirnar gegn sýslumanni ísfirðinga". Það er Þorsteinn Thorarensen rithöfundur sem samið hefur bókina og gefur hana jafnframt út undir nafni nýlega stofnaðrar Vasaútgáfu sinnar. í formála segir höfundur að þessi bók sé endurprentun á hluta úr verki sínu Eldur i æðum, sem kom út fyrir nær tveimur áratugum. Tilefni þess að Þorsteinn tekur þetta efni aftur til útgáfu er að á fjölum Þjóðleikhússins er nú verið að sýna leikrit Ragnars Arnalds sem fjallar um sama efni, þ.e.a.s. ofsóknir þáverandi landstjórnarvalds gegn Skúla Thoroddsen sýslumanni. Ætlunin með útgáfu Skúlamála er meðal annars að gefa þeim, sem sjá leikritið greiðan aðgang að raunveruleikanum, að því er segir i frétt frá forlaginu. Svo margir furðulegir atburðir koma fyrir i leikritinu að ekki er við öðru B2 - BÉTVEIR - Ný barnasaga eftir Sigrúnu Eldjárn - Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér nýja barnasögu eftir Sigrúnu Eldjárn. Nefnist hún B2 - Bétveir. Bókin er prýdd fjölda litmynda eftir höfundinn. Bamasögur Sigrúnar Eldjám hafa notið mikilla vi'nsælda meðal yngstu kynslóðarinnar sem fagnar hverri nýrri bók frá hennar hendi. Þetta er fyrsta bók hennar sem unnin er í fullum litum. Bétveir segir frá Aka, litlum snáða sem bregður sér dag nokkurn út í garð til að tína blóm. Þegar hann ætlar að seilast eftir fallegustu blómunum í garðinum, kemur í ljós að þetta eru þreifarar á kostulegri geimvem — með tvö höfuð og fjóra fætur — sem segist heita Bétveir. Bétveir er kominn til jarðarinnar til að kynnast stórkostlegu fyrirbæri sem hann hefur frétt að til sé á jörðinni... Bétveir er 40 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.