Tíminn - 15.11.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.11.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 15. nóvember 1986 Það verður að hafa fyrir hinum glæsilega ungpíu- vexti, þegar komið er á sextugsaldurinn ! Morgunverðurinn er aðallega ávextir E IN af aðalpersónunum í nýjum Dynasty- þáttum heitir Dominique Deveraux og er leikin af blökkukonunni Diahann Carroll. Hún segist vera hreykin af því að vera fyrsta blökkukonan sem stjórnaði sínum eigin sjónvarpsþáttum, en það var á sjöunda áratugnum. Diahann hafði mikinn áhuga á að komast inn í viðurkenndan sjónvarpsþátt, - því þar eru peningarnari . Hún leitaði til ýmissa framkvæmdastjóra framhaldsþátta, en þeir sögðu af og frá að blökkukona gæti fengið stórt hlutverk í vinsælum sjónvarpsþætti. „Það var fyrst þcgar ég kom og spurði Aaron Spelling, framkvæmdastjóra Dynasty, að mér var vel tekið og Spelling leist vel á að fá eina hörundsdökka á móti hinni ljósu fegurðardís Lindu Evans“, sagði Diahann nýlega í viðtali. Diahann Carroll er orðin 50 ára en hún hefur húð sem tvítug stúlka og vöxt ungrar fyrirsætu. „En þið skuluð ekki halda að slíkt útlit náist fyrirhafnarlaust", segir leikkonan . „Það er hörkuvinna að halda sér fallegri. “ Og það má með sanni segja að hún vinnur kappsamlega að fegurðinni. Hún fer á fætur kl. 04:30 á morgnana og syndir í klukkutíma í einkasundlaug sinni. Morgunverðurinn er aðallega ávextir og ávaxtasafi, og Diahann hefur trampolin- hoppbretti bæði heima hjá sér og á upptökustað, svo hún geti hoppað og hoppað ef hún hefur stund aflögu. „Svo er það eilífur megrunarkúr, og ef ég læt það eftir mér að borða svolítið vel og fá vín með þá verð ég að muna eftir því næsta dag og vera þá ströng við mig“. Diahann segist láta vinnuna ganga fyrir öllu og lítið hugsa um skemmtanalífið. Hún hefur verið þrisvar sinnum í hjónabandi og eignast eina dóttur, sem nú er komin yfir tvítugt. „Ef ég ætti að lifa lífinu upp á nýtt, þá myndi ég hugsa meira um sjálfa mig og leikferil minn, en það gerði ég ekki á yngri árum, þegar einkalífið tók svo hart á mig að lá við að ég missti heilsuna. Þetta tímabil í ævi minni er fínt og ég ætla að njóta þess og reyna að halda mér „í fínu formi“, sagði leikkonan í lok viðtalsins. SVEITARSTJORNARMAL Aðalfundur Samtaka sveitar- félaga á höfuð- borgarsvæðinu Aðalfundur Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu var hald- inn að Garðaholti í Garðabæ sl. laugardag 8. nóvember. Markmið samtakanna er: Að vinna að sameiginlegum hags- munamálum sveitarfélaganna. Að efla samstarf sveitarfélaganna og auka kynningu sveitarstjórnar- manna. Að vinna að gerð svæðisskipulags og þróun byggðarinnar á höfuðborg- arsvæðinu í nánu samstarfi við aðild- arsveitarfélögin. Á aðalfundi S.S.H. eiga sæti allir kjörnir sveitarstjórnarmenn í þeim níu sveitarfélögum, sem höfuðborg- arsvæðið skiptist í, þ.e. Hafnarfjörð- ur, Garðabær, Bessastaðahreppur, Kópavogur, Reykjavík, Seltjarnar- nes, Mosfellshreppur, Kjalarnes- hreppur og Kjósarhreppur. Einnig eru boðnir á fundinn alþingismenn Reykjavíkur- og Reykjaneskjör- dæmis, fulltrúar annarra landshluta- samtaka og fleiri gestir. Svæðaskipulag höfuðborgarsvæðisins Á fundinum var lögð fram greinar- gerð um svæðisskipulag höfuðborg- arsvæðisins, en það eru drög að sameiginlegri stefnumótun þessara sveitarfélaga í þeim málaflokkum, sem skipulagið tekur til. í meginatr- iðum er hér horft 20 ár fram á veginn, en einnig er reynt að gera grein fyrir hugsanlegri þróun til lengri tíma. Ljóst er að á þessu tímabili munu að öllum líkindum eiga sér stað mjög miklar breytingar á höfuðborgarsvæðinu á mörgum sviðum. Líklegt er að mjög dragi úr mannfjölgun á höfuðborgarsvæðinu á þessu tímabili, öldruðum fjölgi mjög verulega, en hlutfall fólks á atvinnualdri minnka. Á næstu áratugum mun þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu einnig vaxa saman að miklu leyti í eina heild, frá Mosfellssveit suður til Hafnarfjarð- ar. Af þeim sökum er í vaxandi mæli nauðsynlegt að hafa náið samráð um skipulag og framkvæmdir á þessu svæði, ef vel á að fara, en með svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðis- ins er lagður grundvöllur að slíkri samræmingu. Á aðalfundinum var ákveðið að vísa svæðisskipulagsgreininni til hlutaðeigandi sveitarfélaga til með- ferðar. Almenningssamgöngur Á fundinum var einnig lögð fram og rædd áfangaskýrsla um almenn- ingssamgöngur á höfuðborgarsvæð- inu, sem nýlega hefur verið unnin á vegum Samgönguráðuneytisins. í ræðu Sveins Björnssonar, forstjóra S.V.R., sem var formaður þeirrar nefndar sem skýrsluna vann, kom m.a. fram að tekjur ríkissjóðs af almenningssamgöngum á höfuð- borgarsvæðinu hefðu numið röskum 30 milljónum króna á sl. ári (fyrir utan aðflutningsgjöld), en að kostn- aður 4 manna fjölskyldu við sam- göngur á þessu svæði næmi nú víða 20.000 krónum á mánuði. Sameiginlegt breiðbandskerfi Einnig var á fundinum m.a. rætt um sameiginlegt breiðbandskerfi á höfuðborgarsvæðinu, en þar hafði Ólafur Tómasson, póst- og síma- málastjóri, framsögu, og frumvarp um nýja tekjustofna sveitarfélaga (málshefjandi Magnús Guðjónsson, framkv.stj. Sambands ísl. sveitarfé- laga). Formaður samtakanna nú, er Magnús Sigsteinsson Mosfells- hreppi. Dálkur um sveitarstjórnarmál mun birtast hér á síðunni af og til í vetur. Efni frá sveitarfélögunum er vel þegið. Sendist til ritstjórnar Tímans, Síðumúla 15, 108 Reykja- vík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.