Tíminn - 15.11.1986, Side 11

Tíminn - 15.11.1986, Side 11
Laugardagur 15. nóvember 1986 llllllllllllllll: illllllllll Tíminn 11 staðbundinna landkosta, svo sem áa og veiðivatna, jarðvarma, varp- landa og útivistarsvæða, eða inn- lendra hráefna, svo sem með loð- dýrarækt og lax- og silungseldi. Til þess að auka öryggi nýbúgreina svo sem loðdýraræktar gagnvart verð- sveiflum, verði komið á trygginga- sjóði. 9. Að minnkandi álagi á beiti- lönd og skipulagningu búvöru- framleiðslunnar eftir héruðum verði fylgt eftir með styrkingu gróðurlendis, svo sem skipulegri landfriðun og skógrækt í héruðum þar sem skilyrði til hennar eru vænleg. 10. Að mennta-, leiðbeininga- og rannsóknastofnanir landbúnað- arins verði efldar til þess að að- stoða bændur við að mæta kröfum nýrra tíma og til þess að opna nýjar leiðir, sem orðið gætu landbúnað- inum til styrktar. 11. Að gróðurríki landsins og annað umhverfi eru auðlindir, sem vaxa munu að verðmæti, ef tekst að komast hjá þeirri mengun, er nú ógnar matvælaframleiðslu ýmissa nágrannaþjóða. Þessar auðlindir þarf að umgangast með varúð og ávaxta af fyrirhyggju með hag komandi kynslóða í huga. Sjávarútvegsmál Sjávarútvegur er undirstöðuat- verði í samræmi við markaðsað- stæður og aðföng sjávarútvegs- ins verði á heimsmarkaðsverði. 3. Að sparnaðar verði gætt í út- gerð og fiskvinnslu. 4. Að reynt verði að auka sem mest verðmæti þess afla sem á land berst. 5. Að stöðugt sé unnið að fram- leiðsluaukningu í útgerð og fisk- vinnslu. 6. Að raunvextir séu hóflegir. Fiskveiðistefnan Stefna stjórnvalda í fiskveiði- málum hlýtur ávallt að hafa mjög mikil áhrif á fjárfestingu í sjávarút- vegi og á afkomu hans og því um leið lífsafkomu þjóðarinnar. Fjár- festing í sjávarútvegi verður að byggjast á langtíma stefnumörkun í fiskveiðum og hafa núgildandi lög um stjórnun fiskveiða reynst sjáv- arútveginum farsæl. Því er nauð- synlegt að fiskveiðistefna sé mótuð til langs tíma. Stórauka þarf rann- sóknir á nytjastofnum og afla sem gleggstra upplýsinga um ástand þeirra og lífríki sjávarins, þannig að auðveldara verði að segja fyrir um hve mikil afrakstursgeta hvers stofns sé. Erlendar þjóðir hafa stundað víðtækar rannsóknir á klaki þorskhrogna og eldi smá- seiða. Nauðsynlegt er að auka samstarf við þá á þessu sviði og Fulltrúar á flokksþingi framsóknannanna, breyttra samgönguhátta. Mikil- vægt er að laga sig að þessum breyttu aðstæðum. Auka þarf full- vinnslu sjávarafla og finna nýjar leiðir til að varðveita ferskleika afurðanna, m.a. með geislum. Þjóðir með ósveigjanlega fram- leiðsluhætti og þjóðfélagsgerð standa í stað eða dragast aftur úr í hinni hörðu samkeppni. Auka þarf sjáflvirkni í fiskvinnslunni, þannig að unnt sé að nýta aflann betur með mun minna vinnuafli. Sölu- og markaðsmál Áherslu ber að leggja á sölu sjávarafurða á verðmætustu mörkuðum okkar. Jafnframt er mikilvægt að afla nýrra. Útflutn- ingsráð er mikilvægur vettvangur hagsmunaaðila og hins opinbera til að samræma og efla útflutning og markaðsstarfsemi. Minna má á, að ekki hefur reynst mögulegt að nýta síldaraflann á nægilega hagkvæm- an hátt vegna skorts á markaði. Því þarf ávallt að vera í gangi stöðug sókn í markaðsmálum. Aðeins þannig fá íslendingar aukið markaðshlutdeild sína. Fræðsla Ein af forsendum fyrir framför- um í sérhverri atvinnugrein er að menntun þess fólks sem í atvinnu- greininni starfar sé góð. Á undan- förnum árum hefur aðsókn að þeim skólum sem starfa á sviði sjávarútvegs farið minnkandi. Ein af ástæðunum fyrir því er sú, að skólarnir hafa lítið eða ekkert samstarf sín á milli og einnig að nemendur þessara skóla hafa ekki haft greiðan aðgang í framhalds- nám að námi loknu í þessum skólum. Mikið hefur skort á að skólarnir væru í tengslum við at- vinnulífið. Sjávarútvegsráðherra, í sam- vinnu við menntamálaráðherra, skipaði starfshóp til að gera tillögur um aukna samvinnu og jafnvel sameiningu þeirra skóla sem starfa á sviði sjávarútvegs. Starfshópur- inn hefur sent frá sér tillögur þar sem gert er ráð fyrir því að skólarn- ir, þ.e.a.s. Stýrimannaskólinn, Vélskólinn og Fiskvinnsluskólinn verði sameinaðir í einum sjávarút- vegsskóla sem starfi sem hluti af hinu almenna framhaldsskólakerfi. Stofnað verði sérstakt fræðsluráð sjávarútvegsins þar sem í sitja hagsmunaaðilar úr sjávarútvegi, fulltrúar rannsóknarstofnana og aðrir þeir aðilar sem tengjast fræðslumálum sjávarútvegsins á einn eða annan hátt. Flokksþingið telur mikilvægt að hraðað verði sem mest sameiningu þessara skóla. vinnuvegur íslensks þjóðfélags. Við hann starfa um 13% af vinnu- afli þjóðarinnar. Um það bil 18% af þjóðarframleiðslunni myndast í sjávarútvegi og um 75% af útflutn- ingstekjunum eru af sjávarafurð- um. Með markvissum aðgerðum samfara bættum skilyrðum hefur á síðustu árum tekist að rétta hag sjávarútvegsins verulega. Sj ávarút- vegurinn mun um langa framtíð verða sú atvinnugrein sem þjóðin byggir afkomu sína á. í sjávarútveginum eru margir ónýttic vaxtarmöguleikar. Með bættri aflameðferð má auka til muna verðmæti þess afla sem á land berst. Þá eru umhverfis landið ýmsir vannýttir eða jafnvel ónýttir fiskistofnar, sem hægt væri að nýta samfara skipulögðu átaki í mark- aðsmálum. íslendingar eru meðal fremstu þjóða heims á sviði sjávarútvegs. Þjóðin býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á þessu sviði. Mjög mikil- vægt er að gera þetta hugvit þjóðar- innar að útflutningsvöru. Afkoma sjávarútvegsins Forsendur þess að treysta megi afkomu sjávarútvegsins eru: 1. Að áfram verði haldið þeirri leið sem nú hefur verið mörkuð við stjórn fiskveiða, því hún hefur reynst mikilvægt skref til aukinnar verðmætasköpunar og sparnaðar í sjávarútvegi. 2. Áð þess sé gætt að gengisskrán- ingin íþyngi ekki sjávarútvegin- um og að kostnaðarhækkanir undirbúa eldistilraunir hér á landi. Mikilvægt er að með verndarað- gerðum og skynsamlegri beitingu fiskiskipastólsins verði unnt að styrkja helstu nytjastofna, þannig að dregið verði úr sveiflum í afla- brögðum. í framtíðinni verður að ríkja jafnvægi milli afrakstursgetu flotans og fiskvinnslunnar hinsveg- ar. Fiskiskipastóllinn Núverandi fiskiskipastóll getur vel annað veiðum úr þeim fiski- stofnum sem nú eru nýttir. Flotinn var á sínum tíma byggður upp miðað við spár um allt að 1,5 milli. lesta loðnuafla og um 500 þús. lesta þorskafla á ári. Aukin rækjuveiði hefur komið að veru- legu leyti á móti minnkandi veiðum úr þessum fiskistofnum. Nauðsyn- legt er að flotinn sé endurnýjaður með tilliti til breyttra aðstæðna og nútímatækni. Því ber á ný að fagna að aðstæður hafa nú skapast til að hefja endurnýjun flotans. Fiskvinnsla Mikið fé liggur bundið í fiskiðju- verum víðsvegar um landið. Á undanförnum árum hefur verið lögð höfuðáhersla á uppbyggingu hraðfrystiiðnaðar. Hann hefur ver- ið undirstaðan í útflutningstekjum okkar síðustu áratugina. Ekki er þó öruggt að hefðbundnar vinnslu- aðferðir séu þær einu sem henta hagsmunum okkar. Framfarir eru örar og landið í alfaraleið vegna Ferðamál Þjónusta við ferðamenn, inn- lenda sem erlenda, er ört vaxandi atvinnugrein sem náð getur til landsins alls. Auk arðsemi hefur uppbygging ferðaþjónustu um landið þann kost að auka og bæta stórlega þjónustu við íbúa lands- byggðarinnar. Allt bendir nú til mikillar fjölgunar erlendra ferða- manna og batnandi vegakerfi stuðl- ar að auknum ferðalögum íslend- inga innanlands. Mikil uppbygging aðstöðu til móttöku á og þjónustu við ferðamenn fer nú fram víðsveg- ar um landið. Líklegt er að þessi uppbygging verði að vera enn örari og tryggja þarf að hún nái til allra landshluta. Þannig yrði vaxandi fjölda ferðamanna dreift sem víð- ast um landið og þar með hlíft ýmsum viðkvæmum en vinsælum stöðum við of miklum átroðningi. Samgöngumál Samgöngur eru forsenda fram- reiðslu, viðskipta og mannlegra samskipta. Þarfir fyrir öruggar og ódýrar samgöngur fara sívaxandi. Enn er flutningskerfið innanlands þó vanþróað og veldur of miklum kostnaði og víða hindra slæmar samgöngur atvinnuþróun og' eðli- leg félagsleg samskipti. Kröftug framfarasókn undir forystu fram- sóknarmanna mun tryggja hagvöxt og vaxandi getu til framkvæmda. Skynsamlegar framkvæmdir í sam- göngukerfinu eru mjög arðsamar. Því vill Framsóknarflokkurinn nýta vaxandi framkvæmdamátt þjóðfélagsins m.a. til að gera stór- átak í uppbyggingu samgangna innanlands, á landi, á sjó og í lofti, með það að markmiði að samgöng- ur hindri helst hvergi eðlilega sam- skiptaþörf nútímasamfélags. Áætlanagerð í samgöngumálum verði samræmd. Gerð verði heild- aráætlun um vegagerð, hafnagerð og framkvæmdir í flugmálum, með líkum hætti og vegaáætlun er gerð nú. Með þeim hætti verða fram- kvæmdir markvissari og síður er hætta á að einn þessara þátta verði út undan. Skipulagning fram- kvæmda verði bætt þannig að verði heillegri en nú er. Slík vinnubrögð auka líkur á hagstæðum tilboðum frá verktökum. Með þeim hætti nýtist framkvæmdafé betur en ella. Traustar millilandasamgöngur verði í höndum landsmanna sjálfra. Flokksþingið hvetur til þátttöku íslendinga í rannsóknum á norður- slóðum og telur mjög mikilvægt að fylgst verði með allri þróun í sigl- ingum um Norður-íshaf. Trúlegt er að skipaleið milli Atlantshafs og Kyrrahafs um Norður-íshaf opnist smá saman næstu áratugi fyrir sakir öflugri ísbrjóta og hafísfærra skipa. Önnur nútímatækni stuðlar einnig að þcim framförum, svo sem fjarkönnun úr gervihnöttum og tölvuspár á sviði veður- og haffræði. Á íslandi gæti um síðir orðið umskipunarhöfn á þjóðleið milli heimshafanna tveggja. Þátt- taka íslendinga í þessari þróun yrði okkur til hagsbóta og örvunar á margan hátt. Vegagerð Áfram verði haldið þeirri hröðu lagningu bundins slitlags, sem hófst í samgönguráðherratíð Steingríms Hermannssonar. Viðendurskoðun langtímaáætlunar um vegagerð verði miðað við að í lok áætlunar- tímabilsins, eftir 12 ár, megi aka á bundnu slitlagi til allra þéttbýlis- staða og um þéttbýlustu sveitir. Til þess að þetta verði mögulegt verði gerð jarðgöng þar sem það er nauðsynlegt og mögulegt. Átak verði gert í endurbótum á sam- göngukerfi höfuðborgarsvæðisins. Auka þarf samstarf inan höfuð- borgarsvæðisins um skipulag og uppbyggingu aðalumferðaræða. Gera þarf miklar endurbætur á gatnakerfinu með tilliti til umferðaröryggis. Flugmál Á tímum hraða og nútímatækni gegna flugsamgöngur lykilhlut- verki. Mikilvægt er að uppbygging flugvalla og annars er lýtur að þjónustu við flugsamgöngur haldist í hendur við aðrar samgöngugrein- ar. Allir flugvellir sem hafa áætlun- arflug verði lagðir bundnu slitlagi á næstu 12 árum. Öryggisbúnaður flugþjónustunnar verði ávallt af fullkomnasta tagi. Hafnarmál og siglingar Hafnarframkvæmdir þurfa að greiða fyrir framförum í flutninga- tækni. Gerð verði áætlun um upp- byggingu tækjabúnaðar og aðstöðu til vörugeymslu og vöruafgreiðslu, þ.m.t. afgreiðslu á stórum gámum. Slíkar endurbætur geta greitt mjög fyrir þróun og hagræðingu í sjávar- útvegi og fiskvinnslu. Samræmi sé milli framkvæmda í höfnum og annarri fjárfestingu í sjávarútvegi og siglingum. ísland er eyland og því eru samgöngur um landið og við útlönd lífæð þjóðarinnar í við- skiptum. Siglingar sem byggja á nútímatækni og hagkvæmni ásamt öflugri og hagkvæmri strandferða- þjónustu eru forsenda framfara um landið allt. Fjarskipti Mikilvægt er að við uppbyggingu síma- og fjarskiptakerfis landsins verði nýttar nýjungar, sem fram hafa komið í hinum byltingar- kenndu framförum fjarskipta- tækninnar. Með tilliti til hinnar nýju tækni er full ástæða til að breyta gjaldskrárkerfi símans. f fyrstu verði hvert svæðisnúmer eitt gjaldsvæði og stðan allt landið. Lekur blokkin? Er heddiö sprungið? Viðgerðir á öllum heddumog blokkum. Eigum oft skiftihedd í ýmsar gerðir véla og bifreiða. Sjóðum og plönum pústgreinar. Viðhald og viðgerðir á Iðnaðarvélum Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34 Sími 84110 Dráttarvélar Sannarlega peninganna virði. Vélaborg Bútækni hf. -Sími 686655(686680 BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVIK:.... 91-31815/686915 AKUREYRI:...... 96-21715/23515 BORGARNES: ........... 93-7618 BLÖNDUÓS:........ 95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: ... 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:........ 96-71489 HÚSAVÍK:....... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ......... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: ... 97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303 interRent 1 1 AUKUM ÖRYGGI in II1 VETRARAKSTRII 1 ■ > NOTUM ÖKUUOSIN ALLAN SÓLARHRINGINN ■ > nOv. FEBR. &5S

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.