Tíminn - 15.11.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.11.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 15. nóvember 1986 ALYKTUN i iii!!i!ií!!!! llllii! lllllllllllllllll i 1 iilllilllllllll lil lllll!!!i!!l!!!lll!llllllllll 11! 111 !!lll!l!!il Verslunar- og viðskiptamál Á síðasta stjórnartímabili urðu straumhvörf í íslensku efnahags- lífi. Verulegur árangur náðist í' baráttunni gegn verðbólgu. Við svo stórfellda og mikilvæga breyt- ingu í efnahagslífinu, sem hér um ræðir, breytast forsendur og mögu- leikar til heilbrigðrar framtíðar- uppbyggingar á flestum sviðum viðskiptalífsins. Verslunar- og við- skiptasvið er nú sem óðast að skynja þetta nýja umhverfi og aðlaga sig nýjum aðstæðum. Ný viðhorf koma nú mikið fram í sviðsljósið. Mikillar grósku má því vænta á sviði verslunar og viðskipta þrátt fyrir að greinin sjái þegar fimmta hverjum vinnandi manni fyrir atvinnu. Flokksþingið telur að enn séu í fullu gildi fyrri grunnhugmyndir Framsóknarfíokksins um áð heil- brigð samkeppni samvinnu- og einkareksturs, ásamt einhverjum ríkisrekstri þegar rök hníga að því, sé vænlegasta leiðin til að tryggja góðan árangur í sanngjörnu verði á vöru og þjónustu. Hafa skal blandað hagkerfi þar sem kostir hvers rekstrarforms fái sem best að njóta sín. Öflugt samstarf við Verðlagsstofnun og með neytenda- samtökum og aukinn sveigjanleiki í verðmyndun eru líklegustu leiðir til að tryggja að árangur sé sem bestur. Góð verslunarþjónusta í nú- tímaþjóðfélagi er eitt af undir- stöðuatriðum almennrar velferðar. Verslunin er lokahlckkurinn í framleiðslukeðjunni og því afger- andi um hvort grundvöllur er fyrir viðkomandi í framleiðsluþætti. Framsóknarflokkurinn telur brýnt að efla grósku og nýsköpun í atvinnulífinu. Því ber að hlúa vel að verslunarmálunum hvort heldur um er að ræða, innlenda markað- inn eða milliríkjaviðskipti. í dreifbýlisversluninni er við mikinn vanda að etja, sérstaklega í fámennustu byggðarlögunum þar sem kaupfélög annast yfirleitt verslunarreksturinn. Stjórnvöld- um ber skylda til að leita úrbóta á þessum vanda með þvf að létta kostnaði af dreifbýlisverslun. Verslun í þéttbýli skal starfa á jafnréttisgrundvelli, þar sem bæjarfélög hygla ekki einu rekstr- arforminu umfram annað. Sam- keppnisaðstaða, fyrirtækja í milli, skal ráðast af hæfileikum þeirra til reksturs, en ekki af fyrirgreiðslu eða fyrirgreiðsluleysi bæjarfélags. Telja verður að með þátttöku í fríverslunarsamtökum Evrópu og samningi við Efnahagsbandalagið hafi íslendingar náð miklum ávinn- ingi fyrir útflutningsatvinnuvegina. Frjáls alþjóðaviðskipti munu stuðla að bættri afkomu íslensku þjóðarinnar. Flokksþingið telur að skipulag útflutningsverslunarinnar sé í höfuðdráttum í góðu horfi, en undirstrikar nauðsyn þess að vinna markvisst að vöruvöndun og gæðamálum. Breyttir tíma eru framundan. Áratilgalangur gönugangur verð- bólgunnar hefur nú verið stöðvað- ur. Tími stöðugs efnahagslífs fer í hönd. Ný öld í augsýn. Framsóknarflokkurinn telur því nauðsynlegt að stuðla að þróun og nýsköpun til þess að tryggja at- vinnu fyrir kynslóðir framtíðarinn- ar, með því að efla og auka verslun og viðskipti. Eftirfarandi atriði skulu sérstak- lega tekin til athugunar: 1. Útvíkka skal gildandi reglur í banka- og gjaldeyrismálum í þvf augnamiði sérstaklega, að skapa álitlegan grundvöll fyrir milliríkjaverslun á sviði fjár- mála, viðskiptatenginga og ís- lensks hugvits. I. Kanna skal grundvöll fyrir því hvort hagkvæmt sé, að ísland leiti eftir fríverslunarsamningi við Bandaríkin. ísland gæti þjónað sem hlið á þeim við- skiptamúr sem reistur hefur ver- ið milli Efnahagsbandalags Evr- ópu og Bandaríkjanna. Slíkt hlutverk gæti laðað að mikið fjármagn og ótal möguleika til atvinnuuppbyggingar. Nokkrir fulltrúanna á 19. flokksþinginu. Tímamyndir Pétur ATVINNU M AL Umhverfismál Framsóknarflokkurinn minnir á, að málefni umhverfisverndar eru nú á dögum illu heilli vandamál, sem flestar þjóðir eiga við að stríða og telja höfuðnauðsyn að leysa. Þau eru ekki fagurfræðilegt hjal um óþarfa, heldur umræður, að- gerðir og átök um lífsskilyrði og kjör einstaklinga og þjóðfélaga. Mikil verðmæti geta farið í súginn, ef rasað er um ráð fram. Pað er vilji Framsóknarflokksins, að fylgt sé ströngum reglum um umgengni og nýtingu lands, lofts og lagar. Áætlanir um framkvæmd- ir, sem kynnu að skemma umhverf- ið og draga úr lífsgæðum verður að skoða rækilega, svo að menn vakni ekki síðar og um seinan við illan draum. En þrátt fyrir hættu af mengun, hvort sem hún er langt að komin eða skammt, ber að hafa hugfast að uppgræðsla landsins eftir gróð- ureyðingu síðustu alda er enn mikilvægasta umhverfisverkefni þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn telur nauðsynlegt að marka heildar- stefnu í umhverfismálum. Sú stefna miði að því að komandi kynslóðir erfi landið í ekki síðra ástandi, og helst betra en þær kynslóðir sem það byggja nú. Varðveisla umhverfisgæða á ekki að fela í sér boð og bönn á öllum sviðum, heldur virkt eftirlit sem stuðlar ýmist að verndun eða hóf- samri nýtingu náttúru og auðlinda með tilliti til langtímamarkmiða. Forsendur fyrir framkvæmd slíkrar stefnu er að samræmd verði stjórn- un þeirrar náskyldu sviða sem teljast til umhverfismála. í því skyni telur Framsóknarflokkurinn rétt, að eitt ráðuneyti hafi með höndum heildarstjórn þessa mála- flokks, sem taki m.a. til landnýt- ingar, mengunarvarna, náttúruverndarmála og skipulags- mála. Framkvæmd virkrar umhverfis- stefniímun m.a. byggjastáeftirfar- andi atriðum: ★ Settar verði ákveðnar reglur, um úttekt og mat á umhverfis- röskun vegna stórframkvæmda á vegum ríkis og einkaaðila. * Settar verði ákveðnar kröfur um hreinsun vegna losunar úr- gangs í loft, láð og lög, og um frárennsli frá þéttbýli. Enn- fremur vcrði lögfest umsjón með framkvæmd slíkra reglna. ★ Sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum verði auðveldað- ar fjárfestingar til úrbóta í mengunarvörnum með skatt- ívilnunum svo sem rýmilegum afskriftareglum. ★ Stofnaður verði lánasjóður til að auðvelda sveitarfélögum að fjármagna kostnaðarsamar úr- bætur vegna frárennslis frá þétt- býli. ★ Áætlanir, framleiðslustjórnun og fjárfestingar í landbúnaði verði í samræmi við úttekt á landgæðum. ★ Skilningur landsmanna verði efldur á þýðingu umhverf- isverndar í undirstöðuatvinnu- vegum okkar og hlut umhverfis- gæða í alhliða velmegun þjóðar- innar. arra atvinnugreina eru gerðar vax- andi kröfur. Reynsla síðustu ára sýnir, að bændur eru reiðubúnir til að mæta þeim. Landbúnaðarstefn- an þarfnast sífelldrar aðlögunar að þróun samfélagsins og ytri aðstæð- um, þótt meginmarkmið stefnunn- ar verði í grundvallaratriðum hin sömu: a) Að fullnægja þörfum þjóðar- innar fyrir búvörur til neyslu og iðnaðar og að efla útflutning Landbúnaður Miklar breytingar og framleiðni- aukning hafa orðið í landbúnaðin- um á síðustu árum. Því hefur þeim fækkað sem hafa og geta haft framfæri sitt af framleiðslu búvara til innanlandsneyslu. Engu að síður er það ljóst að sú framleiðsla hefur og mun í framtíðinni hafa grund- vallar þýðingu fyrir þjóðarbúið í heild. Það er mikilvægt hverri þjóð sem vill treysta öryggi sitt og efna- hagslegt sjálfstæði, að framleiða sem mest af nauðsynlegum matvæl- um í landinu og af heimafengnum hlutum. Pannig þurfa íslendingar sem aðrar þjóðir, að efla hagvarnir sínar. Með tilliti til byggðar er þýðing hefðbundinnar búvöru- framleiðslu óumdeilanleg jafnt fyr- ir sveitir og þéttbýli. Nýjar búgreinar svo sem loðdýr- arækt, fiskrækt og ferðaþjónusta í sveitum setja nú vaxandi svip á landbúnaðinn. Pann vaxtabrodd verður að styðja enn betur en gert hefur verið með skipulegum hætti. Þar og á ýmsum öðrum sviðum eru verulegir vaxtarmöguleikar van- nýttir. Á sama hátt og ekki síður er þörf á að vinna ötullega að aukinni úrvinnslu, vöruþróun og markaðsfærslu afurðanna. Nýting þessara möguleika kallar á þekk- ingu, skipulag og fjármagn til undirbúnings og framkvæmda. Til landbúnaðarins eins og ann- SEINNI HLUTI þeirra afurða sem hagkvæmir markaðir finnast fyrir. b) Að keppt sé að því að tekjur bændastéttarinnar, svo og fé- lagsleg aðstaða hennar, verði ekki lakari en annarra stétta. c) Að búseta í sveitum verði treyst með eflingu annarrar atvinnu- starfsemi þar samhliðalandbún- aði. Með setningu búvörulaganna undir forystu Framsóknarflokksins var mörkuð stefna í landbúnaðar- málum til næstu ára. Þar náðust fram mörg mikilvæg grundvallar- atriði fyrir bændastéttina. Meginverkefnið í landbúnaðar- málum verður enn um sinn að samræma búvöruframleiðsluna eftirspurn innanlands og að hvetja til nýjunga íbúvöruframleiðslunni, sem keppt geta á innlendum og erlendum mörkuðum. Flokksþingið leggur áherslu á eftirtalin viðfangsefni á næstu árum: 1. Að skipuleggja búvörufram- leiðsluna eftir héruðum og land- kostum, þannig að landbúnaðurinn byggist á hagkvæmri og hóflegri nýtingu landgæða til framleiðslu hollra og fjölbreyttra afurða. Taka verður tillit til félagslegra aðstæðna þannig að ekki verði um röskun byggðar að ræða. 2. Að kannaðir verði skipulega möguleikar hinna ýmsu héraða fyr- ir framleiðslunýjungar, og að upp- bygging þeirra verði skipulögð með hliðsjón af þessum möguleikum. 3. Að áfram verði miðað við að búvöruframleiðslan fari sem mest fram á fjölskyldubúum, sem skap- að geta viðunandi tekjur með eðli- legu vinnuálagi, bættri tækni og vinnuaðstöðu. Viðurkennt verði að búnaðarnám og/eða starfs- reynslu þurfi til að fá starfsréttindi í landbúnaði í framtíðinni. 4. Að með búháttabreytingum og stuðningi Framleiðnissjóðs landbúnaðarins verði komist hjá skerðingu á framleiðslu þeirra bænda, sem stunda mjólkurfram- leiðslu og sauðfjárrækt, en eiga ekki kost á að nýta sér aðrar búgreinar. 5. Að búvöruframleiðslan sé að sem mestum hluta byggð á innlend- um aðföngum. Nauðsynlegt er að stjórn á framleiðslu búvara sé í stöðugri endurskoðun og að grein- arnar njóti þar jafnræðis. Hlúð verði myndarlega að vöruþróun og búvöruiðnaði er dregur með hag- kvæmum hætti úr þörf þjóðarinnar fyrir innfluttan iðnvarning. 6. Að markaðsstarf erlendis fyrir afurðir landbúnaðarins og tengds iðnaðar verði eflt, og áhersla lögð á sérkenni þeirra, m.a. uppruna í heilnæmu umhverfi. 7. Að úrvinnsla, dreifing og sala búvara verði áfram í höndum sam- vinnufyrirtækja framleiðendanna sjálfra. Endurskoða þarf verka- skiptingu og staðsetningu afurða- stöðva með það fyrir augum að draga úr kostnaði við þær og að þær verði framleiðendúm lykill að traustum markaði og tryggi neyt- endum góða, fjölbreytta og ódýra vöru. 8. Að sérstök áhersla verði lögð á nýbúgreinar sem með einum eða öðrum hætti byggjast á nýtingu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.