Tíminn - 15.11.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.11.1986, Blaðsíða 5
Laugardagur 15. nóvember 1986 Tíminn 5 Þingsályktunartillaga: Betri nýtingu á sjávarfangi er vilji Guðna Agústssonar o.fl. „Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að beita sér fyrir sérstökum ráðstöfunum til að efla fullnýtingu sjávarafla, nt.a. með því að auðvelda aðgang fiskiðnaðarins að áhættufé". Þannig hljóðar þingsályktunartil- laga, sem Guðni Agústsson (F.Su.) flytur ásamt flciri þingmönnum Framsóknarflokksins. í ýtarlegri greinargerð segir að það sé einkenni á íslenskum fiskiðn- aði að hann nýtir eingöngu að litlu leyti sjávaraflann og að því lcyti standa Islendingar sig verr en ná- grannaþjóðirnar. Kvótakerfið hafi leitt til þess að nú skipti gæði meira máli en magn fyrir afkomu fiskveiðiflotans. Að- eins tæplega 40% af þorskafla ís- lendinga verði að verðmætri útflutn- ingsvöru en annað fari í bræðslu eða sé beinlínis hent. I greinargerð nefna Guðni og félag- ar fleiri dænti um nýtingu sjávarafla þar sem betur má gera: „Skuttogarar: Fimmtungur af afla skuttogara fer útbyrðis sem slóg. Nýta má allt þctta slóg í meltu með litlunt tilkostnaði. Unt 5% af þunga þorsks og ufsa er lifur, sent nýta ntá til niðursuðu og lýsisgerðar, en nægir markaðir eru fyrir þær afurðir. Frystitogarar: Unt 60% af afla frystitogara ier útbyrðis í vinnslunni. Þetta magn má nýta á sama hátt og í öðrum togurum cn auk þess kcmur vinnsla á marningi, kinnum, gellum og sundurgrcindum innyflum o.fl. til greina. Rækjuvinnsla: Einungis fjórðung- ur rækju nýtist við núverandi vinnslu. Um 50% af rækjuaflanum má nýta í rækjuskcljarmjöl, fram- leiðslu á krafti til gervikrabba- vinnslu, súpugerðar o.fl. Svipað rná segja unt aðra skelíiskvinnslu. Fiskimjölsvinnsla: Svo til allt fiski- mjöl sem framleitt er á íslandi er í lágum verðflokki. Ef einungis 25% af mjöli sem framleitt er í landinu væri selt sem gæðamjöl væri um nokkur hundruð milljón króna verð- mætaaukningu að ræða. Þá er bent á nokkra framleiðslu- möguleika sem líklcga vaxtarbródda í þessu tilliti: Gæludýrafóður: Þar er um að ræða stóran markað með góðu verði. í slíka framleiðslu má nota meltu, fiskimjöl, rækju- og krabbaúrgang. Fiskeldisfóður: Gildir sama og fyrir gæludýrafóður. Súrími: Vaxandi markaður er fyrir slíka framleiðslu og til hennar væri hugsanlegt að nýta iðnaðarfisk eins Algengustu heildarlaun kennara í BK: Um 59.000 hjá körlum og 49.000 hjá konum - frá næstu mánaöamótum Laun kennara í lang algengasta launaflokki BK -135 -ættu að verða í kringum 41 þús. krónur á mánuði fyrir dagvinnuna nú frá næstu mán- aðamótum. Með álíka yfirvinnu og s.l. vetur ættu heildarlaun karlkyns kennara í þeim launaflokki að verða rúmlega 59 þús. kr. að meðaltali, en heildarlaun kvennanna í hópnum að verða í kringum 49.500 kr. að meðal- tali. Heildarlaun um þriðjungs af karl-kennurunum verða svo væntan- lega frá 10-15 þús. krónum hærri en að framan greinir, eða um 70-85 þús. kr. á mánuði. Flestar konurnar utan algengasta launaflokksins eru hins vegar með mun lægri dag- og heildar- laun en að framan greinir. Hér er átt við laun á heilt stöðugildi. Samkvæmt launagreiningu um 2.700 stöðugilda kennara í BK (sem áður voru í Kennarasambandi íslands) mánuðina mars-maí s.l. vor, sem fjármálaráðherra kynnti í svari við fyrirspurn á Alþingi nýlega, kom fram að rúmlega helmingur karlanna og um 3 af hverjum 4 konum voru í launaflokki 135. Dagvinnulaun (fast mánaðarkaup) þessa hóps voru þá um 36.500 kr. á mánuði að meðal- tali. Heildarlaun karlanna - sem voru með rúmlega 43% yfirvinnu - fóru þá í tæp 53 þús. í þessum launaflokki, en kvennanna - sem aðeins voru með 21% yfirvinnu - voru í kringum 44 þús. að meðaltali. Hér er eingöngu átt við 135. launa- flokk. Laun höfðu síðan hækkað um 6,55% þann 1. september og eiga að hækka um a.m.k. 5,5% nú þann 1. desember. Konur 60% kennaranna Þau 2.700 stöðugildi sem launa- greiningin náði til alls í BK skiptust þannig að karlar fylltu 40% þeirra en konur um 60%. Af körlunum var síðan ríflega þriðjungur í hærri launaflokki en 135 og flestir þeirra jafnframt með meiri yfirvinnu sem skilaði þeim upp í 15 þús. króna hærri dagvinnulaunum en að framan greinir og heildarlaunum sem samsvara mundu á bilinu 70-87 þús. krónum frá byrjun jólamánaðarins. Meiri- hluti þess fjórðungs kvennanna sem ekki voru í launafl. 135 var hins vegar í lægri flokki - flestar í 132 - sem með sömu viðmiðun skilar vænt- anlega um 33 þús. króna dagvinnu- launum og um 40 þús. króna heildar- launum að meðaltali á fullt stöðu- gildi frá næstu mánaðamótum. Um 100% launamunur á kennslustund Þótt rætt sé um meðallaun í launafl. 135 verður að taka tillit til þess að verulegur munur er á milli þrepa innan hvers flokks, sem ráðast af starfsaldri. Dagvinnulaun kennara sem nú eru í launafl. 135 gætu þannig frá næstu mánaðamótum spannað allt frá um 33 þús. kr. í 1. þrepi upp í tæplega 45 þús. krónur í 8. þrepi (eftir 15 ára starfsaldur) en meðallaunin í flokknum ættu að verða um 41 þús. sem fyrr segir. En auk þess sem launin hækka verulega með auknum starfsaldri getur kennsluskyldan minnkað úr 30 niður í 20 kennslustundir á viku hjá grunn- skólakennurum. (Úr 26 niður í 17 í framhaldsskólum). Laun fyrir hverja kennslustund geta þannig orðið um 100% hærri hjá þeim gömlu og reyndu í stéttinni heldur en hjá nýgræðingunum, sem þó má ætla að þurfi líka meiri tíma til undirbún- ings. Yfir tvöfalt meiri yfirvinna hjá körlunum Athyglisvert er hve yfirvinna kennara skiptist misjafnlega milli kynjanna, eða um 49% hjá körlun- um samanborið við um 22% hjá konunum að meðaltali yfir alla þá sem fylla þessi 2.700 stöðugildi. Það ásamt mismunandi flokkaröðun, eins og að framan greinir veldur miklum mun á heildarlaunum milli kynja. Meðal dagvinnulaun allra karl- kennaranna í vor voru ríflega 38 þús. kr. og heildarlaunin losuðu um 57 þús. að meðaltali. Frá næstu mánaðamótum ætti það að samsvara rúmlega 43 þús. króna dagvinnu- launum og ríflega 64 þús. króna heildarlaunum. Dagvinnulaun kvennanna voru að meðaltali tæplega 36 þús. krónur á vormánuðum og heildarlaunin tæp- lega 44 þús. Það ætti að samsvara rúmlega40þús. kr. dagvinnulaunum og rúmlega 49 þús. króna heildar- launum, frá næstu mánaðamótum að meðaltali. Munurinn á heildar- laununum verður því um 15 þús. milli karlanna og kvennanna að meðaltali. Samanburðurinn við hina Til samanburðar má geta þess að - miðað við sama yfirvinnuhlutfall og í vor - ættu heildarlaun annarra starfshópa hjá ríkinu frá næstu mán- aðamótum að vera að meðaltali: Hjá starfsmönnum Stjórnarráðsins; um 62 þús. hjá körlunum og 42 þús. hjá konunum - hjá BSRB; um 62 þús. hjá körlunum en 46 þús. hjá konunum - í BHMR; um 73 þús. hjá körlunum og 59 þús. hjá konunum og hjá læknum fyrir störf þeirra á sjúkrahúsunum um; 125 þús. hjá körlunum en 107 hjá starfssystrum þeirra. MismUnurinn felst að mestu í minni yfirvinnu hjá konunum en einnig í að fleiri karlar eru í hærri launaflokkum. - HEI Guðni Ágústsson varaþingmaður (Tímamynd Pclur) Reykvíkingar Stuðningsmenn Haralds Ólafssonar minna á prófkjör Framsóknarflokksins semfram fer 29. og 30. nóv. Rétt til þátttöku hafa fé- lagar í Framsóknarfélögunum í Reykjavík og þeir sem rita undir yfirlýsingu um að þeir vilji taka þátt í prófkjöri flokksins. Menn geta gengið í flokksfé- lögin eða óskað eft- ir að taka þátt í prófkjörinu á skrif- stofu Framsóknar- flokksins Rauðar- árstíg 18. fram á miðvikudagskvöld 19. þ.m. Opið alla daga og kolmunna og loðnu. Kraftur og bragðefni: Mikil eftir- spurn er cftir þessari vöru. sem sérstaklega er unnin úr skelfiski og kröbbum, og er hún til dæmis notuð í súpur og gervikrabba. Ensímvinnsla: Fiskslóg cr það hráefni sem helst er horft til ef af lífefnaiðnaði verður hérlendis. Af þessari upptalningu má ljóst vera að miklir tnöguleikar eru fyrir hendi á frekari nýtingu sjávarfangs hérlendis. En til að yfirvinna þá tregðu sem ríkir varðandi aðgerðir í þá átt þarf að bcita markvissum aðgerðum. Guðni Ágústsson bendir m.a. á eítirfarandi: 1) Veita fiskiðnaðinum betri aðgang að áhættufé til fjárfestingar í þessari úrvinnslu. 2) . Auka aðstoð við vöruþróun og búa fyrirtækjuin aðstöðu til hennar. 3) . Stórefla markaðsleit. 4) . Hvetja íyrirtæki til að leggja aukinn hluta veltu í tilraunir- og þróunarverkcfni, t.d. með framlög- um ríkisins á móti cigin fé fyrirtækja. 5) . Hvetja útgerðarfyrirtæki og sjó- ntenn til að sinna þessum hlutum mcð tckjuhvetjandi aðgerðum. - Þ.í.Ú

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.