Tíminn - 15.11.1986, Síða 6

Tíminn - 15.11.1986, Síða 6
6 Tíminn Laugardagur 15. nóvember 1986 ÚTLÖND FRÉTTAYFIRLIT BAHREIN - íraskar herþot- ur eyöilögöu íranskan olíupall í miöjum Persaflóa. Mannfall varð og eldur logaöi í sjónum umhverfis. Heimildarmenn sögðu aö tilraunir til að bjarga þeim 250 mönnum, sem voru á Sassan olíuborpallinum er árásin var gerð, gengju illa vegna eldhafsins umhverfis pallinn. BAGHDAD — Yfirvöld í irak sögöu sjö manns hafa látist og 63 særst í eldflaugaár- ás írana sem hitti íbúðarhverfi í Baghdad. N‘DJAMENA — Stjórnvöld i Chad sögöu her sinn hafa skotið niður líbýska herflugvél og drepiö 200 líbýska hermenn í bardögum í norð- austurhluta landsins. LUNDUNIR - Margrét Thatcher forsætisráöherra Bretlands hélt til Bandaríkj- anna þar sem hún ræöir viö Reagan Bandaríkjaforseta um afvopnun og hryöjuverk. TYRE, Líbanon — Maöur lést og tveggja ára barn særö- ist þegar liðsmenn „Suöur-LÍ- banonhers", sem ísraelsmenn styöja, hófu vélbyssuskothríö í þorpi í sunnanverðu Líbanon. OSLÓ — Stjórn Gro Harlem Brundtland í Noregi tilkynnti um viðskiptaþvingarnir gegn Suöur-Afríku og Namibíu (Suö-vestur Afríku) sem enn auka alþjóðlegan þrýsting á stiórn Suður-Afríku að láta af, aóskilnaöarstefnu sinni. LUNDÚNIR - Þrír tamilar frá Sri Lanka létu lífið í hús- bruna í East End hverfinu í Lundúnum. Lögreglan sagöi eldsprengju hafa valdið brunanum og bætti við að kyn- þáttahatur lægi aö baki þessari íkveikju. AUSTUR-BERLÍN - Austur-Þýskaland lét í Ijós áhuga sinn á aö taka þátt í Ólympíuleikunum í Seoul í Suður-Kóreu áriö 1988 þrátt fyrir gagnrýni Sovétríkjanna og stuöningsþjóöa þeirra á stað- arvalið. BRUSSEL — Samsteypu- stjórn hægri- og miðflokka í Belgíu virtist stefna í kreppu í annað skiptiö á tveimur mán- uöum út af frönskumælandi bæjarstjóra sem neitar aö tala flæmsku. Reagan Bandaríkjaforseti og samskiptin viö íranstjórn: Predikar hörku sýnir linkind Keuter Stjórnmálaskýrendur sögöu í gær að skýringar Reagans Bandaríkjaf- orseta á leyniviðræöunum við írönsk yfirvöld vektu upp fleiri spurningar en svör og víst væri að bandalags- þjóðirnar í Evrópu væru ósáttar við Bandaríkjaforseta fyrir að prcdika hörku en sýna linkind í samskiptum sínum við þjóðir er styðja hryðj- uvcrkamcnn. „Eg er ekki ánægður", sagði Ro- bert Byrd leiðtogi demókrata í öldu- ngadeildinni eftir sjónvarpsræðu forsetans í fyrrakvöld. „Ég Iteld að fleiri spurningar hafi komið upp cn hafi verið svarað", bætti hann við. Víst þykir að Thatcher forsæt- isráðherra Bretlands muni vilja ræða þetta mál við Bandaríkjaforsetann í viðræðum þeirra uni hclgina cn hún er cin þeirra sem harðasta afstöðu hefur tckið gegn hryðjuverkamönn- um, í orði sem og á borði. Reagan sagðist í ræðu sinni í fyrrakvöld Itafa gcfiö lcyfi fyrirsend- ingurn af litlu magni varnarvopna til írans til að bæta samskiptin við þessa þjóð þar sem Kóraninn er í hávegum hafður. Hann neitaði hins- vegar að þctta hcfði vcrið gcrt til að fá lausa gísla sem Italdið var af hópum í Líbanon sem íransstjórn styður. Forsetinn hefur ávallt predikað hörku í samskiptum við hryðjuverkamenn og stuðningsaðila þeirra og sagt stjórn sína aldrei munu semja við slíka aöila. Evrópskir stjórnarerindrekar sögðu hinsvegar þá skýringu vera afar ósannfærandi, að frclsun gísl- anna frá Líbanon kæmi þessu máli ekki við. Willian Ury, prófessor í stjórn- malafræðum við Harvardháskóla, sagði það ckki nýtt að stjórnmálas- amskipti er brytu í bága við yfirlýsta stefnu færu fram bak við tjöldin. Hann benti aftur á móti á að Reagan- stjórnin hefði gert þau mistök að hugsa ckki um almcnningsálitið fa’ri svo að fréttin um samskipti þessi spyrðist út. Ali Khamenei forseti Iran sagði í gær að ekki kæmi til greina að friðnrælast við Washingtonstjórnina ncma hún breytti um stefnu í málefn- um Mið-Austurlanda og hætti að styðja ísraelstjórn. Hann sagði (ran- stjórn ekki „undir núverandi kring- umstæðum" geta hjálpað Banda- ríkjastjórn í sambandi við frelsun gísla sem haldið er í Líbanon. íranski forsetinn hvorki staðfesti né neitaði fréttum um að stjórn sín hefði hjálpað til við frelsun bandarískra gísla frá Líbanon. Costa Rica: Hænsnadráp í nafni skemmtunar San Jose - Reuter Tvær best þekktu sjónvarpss- tjörnurnar á Costa Rica þurfa að mæta fyrir rétti eftir að hafa verið sakaðar um að valda hænsni óna uðsy n I egu m þj á n i ngu m. Hænsnið var rifið í tætlur af gestum í einunt þætti sjónvarps- ins þar sem bregða átti á léttan leik. Þúsundir sjónvarpsátíþrfenda, mörg af þeim börn, sáu hóp kvenna ráðast á hænsnið og drepa það. Takmark leiksins var að ná í hænsnið fyrst og færa það til dómaranna. „Ein konan kom með höfuðið og önnur færði okkur væng... þetta var allt saman mjög hörmu- legt," sagði einn hinna ákærðu Luis „Lucho" Ramirez. Dómsniðurstaða er væntanleg í desember. Bretland: UTLÖND Verkamannaflokkurinn vann tvöfaldan sigur BLAÐAMAÐUR Liverpool - Reuter Verkamannaflokkurinn, helsta stjórnarandstöðuaflið í Bretlandi, vann sigur í aukakosningum í vik- unni í einu fátækasta kjördæmi landsins. Úrslitin bentu einnig til að róttækustu öflin innan l'lokksins hefðu enn einu sinni lotið í lægra haldi fyrir forystu hans. Verkamannaflokkurinn hlaut 56% atkvæða í kosningunum í fyrra- dag í Knowsleykjördæmi senr er í útjarði Liverpoolborgar við ána Mersey. Bandalag frjálslyndra og jafnaðarmanna hlaut 35% atkvæða og íhaldsflokkurinn fckk 6%. Kallað var til aukakosninganna Sameinuöu þjóðirnar: Kanada verðlaunað fyrir hjálpsemi við flóttamenn Ottawa - Reuter Sameinuðu þjóðirnar(SÞ) vcittu stna æðstu viðurkenningu, er snert- ir hjálp til flóttamanna, til Kanada í gær og er það í fyrsta skiptið sem heil þjóð fær þennan heiður en ekki einhver einstaklingur. Jeanne Sauve yfirlandsstjóri Kanada tók við Nansen verð- laununum og sagði þjóð sína ætla að minnast þessa heiðurs með því að gefa fimmtíu þúsund kanadíska dollara, sem sanrsvarar um 1,4 milljónum íslenskra króna, til þjálfunaráætlunar fyrir flóttakonur frá Afríku sem SÞ standa fyrir. Yfirmaður Flóttamannahjálpar SÞ; Jean-Pierre Hocke, sem af- henti verðlaunin, fór lofsamlegum orðum um aðstoð Kanadamanna við marga af hinum tólf milljón flóttamönnum heimsins. „Kanadamenn njóta endalausra gæða þessa ntikla lands, en ekki aðeins þeir sjálfir heldur deila þeir því með fólki frá öðrum löndum heimsins sem ekki hefur verið jafnheppið," sagði Hocke. Fyrir þremur mánuðum leyfði Kanadastjórn 155 tamilum að vera eftir í landinu eftir að skip hafði koinið með þá frá Vestur-Þýska- landi og sett þá í björgunarbáta úti fyrir ströndum Kanada. eftir að Robert Kilroy-Slik meðlinrur Verkamannaflokksins sagði af sér ábyrgðarstörfum og lýsti því yfir að hann hcfði vcrið ofsóttur af róttæk- um öflum innan flokksins. Eftir að Kilroy-Slik sagði af sér reyndu meðlimir róttæka arms flokksins að koma sínum manni að cn flokksforystan þvertók fyrir slíkt og tilnefndi George Howarth sem frambjóðanda. Howarth er yfirlýst- ur stuðningsmaður Neil Kinnocks formanns Verkamannaflokksins. Áætlað er að um sex þúsund manns, af 275 þúsund félögum Verkamannaflokksins, flokkist und- ir hinn svokallaða róttæka arm sent gagnrýnt hefur Kinnock formann fyrir hófsama stefnu og sagt hann hafa svikið öll lögmál marxismans vegna hennar. Aukakosningarnar í Knowsley gætu vel verið þær síðustu fyrir þingkosningarnar sem stjórnmála- skýrendur reikna með að Thatcher muni kalla til á næsta ári. Samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar sent birtist nýlega í blað- inu The Guardian nýtur íhaldsflokk- urinn nokkurs fylgis umfram Verka- nrannaflokkinn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.