Tíminn - 15.11.1986, Blaðsíða 18

Tíminn - 15.11.1986, Blaðsíða 18
SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA 3 108 REYKJAVIK S1M1 (01)681411 Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum: Toyota Corolla 1600 GT.........árgerð 1986 Opel Record Diesel ............árgerð 1985 Nissan Bluebird diesel ........árgerð 1985 Saab 900 GLE ..................árgerð 1984 MMCTredia......................árgerð 1983 Volvo 240 .....................árgerð 1982 Daihatsu Charade ..............árgerð 1982 Lada2105 ......................árgerð 1981 Isuzu Gemini ..................árgerð1981 Daihatsu Charmant .............árgerð 1980 Ford Mustang GIHA..............árgerð 1980 Citroen GSA Pallas ............árgerð 1980 Mazda 929 .....................árgerð 1978 VW Passat......................árgerð 1976 Volvo 244 .....................árgerð 1976 Kawasaki GP 1100 bifhjól ....... árgerð 1982 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 17. nóvember 1986, kl. 12-16. Á sama tíma: Borðeyri: B.M.W. 315........................árgerð 1982 Neskaupstað: Upel Ascona GL....................árgerð 1985 Rauðalæk: Daihatsu Charmant ................árgerð 1982 Stöðvarfirði: Yamaha XJ 600 bifhjól.............árgerð 1985 Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga g.t., Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl. 12, þriðjudaginn 18. nóvember. Andnews hitablásarar fyrirgaseðaolíu eru fáanlegir í fjölmörgum stærðumoggerðum Algengystu gerðireru nú fyrirliggjandi Skeljungsbúðin SÍÖumúla33 símar 81722 og 38125 LAJUSAR STÖÐUR HJA REYKJAVIKURBORG Laus störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Rafmagnseftirlitsstarf í innlagnadeild. Iðnfræðingsmenntun áskilin. Rafvirkja vantar til starfa við veitukerfið. Upplýsingar um þessi störf gefur starfsmannastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. 18 Tíminn Laugardagur 15. nóvember 1986 lllllllllillllllllllllllllH MINNING llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Guðbjörg Sæmundsdóttir Öllum cinstaklingum, scm öðlast líf og þroska er áskapað að hafa áhrif í umhverfi sínu, þiggja frá og gcfa því fólki sem þeir umgangast. Fácinum cr lyft upp á stall og ýtt fram í sviðsljós fræðgar og athygli. Gcfast dæmi um það mörg og nær- tæk nú á öld fjölmiðlanna. Langflest crum við þó í hópi hins nafnlausa fjölda scm iðjar sinn vinnudag í kyrrþcy og hvcrfum að lokurn yfir landamærin án þcss að hcraðsbrest- ur hcyrist. Þó veröur cftir autt rúm og ófyllt, broddur saknaðar í flciri hjörtum cn okkur kannski grunar. Það á vissulega við unt þá konu, sem hcr cr ætlunin að minnast í nokkrum ófullkomnum orðum. Guðbjörg Sæmundsdóttir hús- móöir, Vanabyggö 1()B hér á Akur- eyri, lést hinn 22. októbcr síðastlið- inn og var borin til grafar á haustdcgi einum þeim scm fegurstirogstilltast- ir gcrast hér við Eyjafjörð. Hér við fjörðinn átti hún starfsdag sinn að mcstu og fæddist hinn 9. september I929 að Litlagerði í Höfðahverfi, dóttir hjónanna Guðrúnar Jónsdótt- ur frá Hóli í Höfðahverfi og Sæ- mundar Guðmundssonar frá Lóma- tjörn í sömu sveit. Guðrún lifir enn í hárri elli og hcfur þar til fyrir um það bil tveimur árum staðið fyrir hcimili með sonum sínum í Fagrabæ, óbuguð, þótt hún hafi á nokkrum síðustu árum fengið þá þraut að reyna að sjá á bak þremur börnunt sínum á besta aldri. Sæntundur er látinn fyrir allmörg- um árum. Þau hjón þóttu nokkuö svo ólík að skapferli, Guðrún ein- stök skapstillingarkona en Sæmund- ur örlyndur ákafamaður, glaður á góðri stund og atorkusamur í störfum. Ættir þeirra hjóna kann ég ekki að rekja í einstökum atriðum en stofnar þeirra munu cinkum hafa staðið hér við utan- og austanverðan Eyjafjörð, þar sem upp fóstraðist óvenjumargt atorku- og dugnaðar- fólk á scinni áratugum aldarinnar sem leið og fyrstu áratugum þcssarar aldar. Þessu fólki tókst með því að nýta jöfnum höndum kosti lands og sjávar og komast frá fátæktarbasli liðinna alda til bjargálna jafnvel í byggðum eins og Látraströnd og Fjörðum, sem nú eru í eyði komnar og heyra sögunni til. Úr Fjörðum kom einmitt föður- amma Guðbjargar, Valgerður hús- freyja á Lómatjörn, ein hinna nafn- kenndu Kussungsstaðasystra sem víða cru tilnefndar í heimildum og kynsælar mjög hafa orðið eins og dæmi einnar þeirra, Ingu Jóhannes- dóttur. formóður Grímseyinga allra sannar. Þ;iu Guðrún og Sæmundur fluttu 1938 að Fagrabæ í Höfðahverfi og bjuggu þar upp frá því allan sinn búskap. Ekki mun Fagribær Itafa talist til höfuðbóla því að ekki reikn- ast það landkostir þótt útsýni sé meö afbrigðum fagurt þaðan að líta um Eyjafjörð. Þeim hjónum var Itcldur ekki boðið þar til hóglífis, því að þar ólu þau upp 10 börn. Okkur scnt nú búum í húsakynnunt þar scm hver einstaklingur hefur tugi fermetra til umráða virðist nú fyrirmunað að skilja. hvernig slíkar stórfjölskyldur rúmuðust í þröngum húsakynnum, jafnvel þótt þær aðstæður væru næsta algcngastar á uppvaxtarárum okkar. Ekki gct ég stillt mig um að minnast þess að 8 þcirra systkina frá Fagrabæ voru nemendur mínir á kennaraferli mínum við Héraðsskól- ann að Laugum. Engin cin fjölskylda lagði fram eins stóran skerl til ncm- cndahópsins starfsár ntín viö skólann. Tvær elstu systurnar, Guðbjörg og Valgerður, nú húsfreyja að Tumastöðum í Fljótshlíð, hölðu lok- ið nánti sínu rétt áður en ég kom til starfa en hin systkinin eru: Guð- mundur, tæknifræðingur í Reykja- vík, Jón, bóndi í Fagrabæ. Hallur. einnig bóndi í Fagrabæ, nú látinn, Anna, húsmóðir, Akureyri, látin fyrir nokkrum árum, Sigrún, áður íþróttakennari í Reykjavík en nú flutt í Fagrabæ með eiginmanni og frá Fagrabæ tekin þar við búsforráðum, Sveinn, viðskiptafræðingur í Reykjavík, Tómas, rafvirkjamcistari, Akureyri og yngstur Baldur, búsettur í Svíþjóð. Guðbjörg var elst sinna systkina og lætur að líkum að eftir því sem hún óx úr grasi og systkinum fjölgaði hafi hún þurft að taka til höndum við umönnun þeirra og aðra búsýslu. Lá hún ekki á liði sínu í því efni og vandist á að taka til hendi og taka ákvarðanir unt þau vandamál sem að höndum bar. Eðliskosti sína, hispursleysi, bjartsýni og ötulleika að hverju vcrki sem gengiö var, hafði hún erft frá forfcðrum cn þeir þróuðust og stældust við þessar að- stæður. Svo sem áður er frant komið hélt hún til náms í Laugaskóla, sem á þcim árum var einn helsti kostur þingeyskra og eyfirskra unglinga unt framhaldsmenntun að loknu skyldu- námi. Dvöl hennar í skólanum var veturna 1946-47 og 1947-48. Vetur- inn 1951-52 stundaði hún svo nám við Húsmæðraskólann að Varma- landi í Borgarfiröi. Næstu sumur vann hún að skógrækt í Vaglaskógi og að Tumastöðum í Fljótshlíð. Sá starfi mun hafa verið henni hugleik- inn vegna áhuga á ræktun sem bæði var eðlislægur og áunninn við upp- vöxt og athafnir á bernskuheimili. 1958 breytti hún þó til og fluttist búfcrlum til Akureyrar og starfaði í Prentverki Odds Björnssonar næstu árin eða þar til hún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Sigtryggi Davíðs- syni, rennismið frá Ytri-Brckkum á Langanesi. Þau gcngu í hjónaband 10. október 1964 og tæpu ári síðar eða í ágúst 1965 fluttu þau inn í raðhúsíbúð að Vanabyggð 10B hér á Akureyri. Þar hefur heimili þeirra staðið síðan. Þar hafa alist upp börn þeirra þrjú, Sigrún, nú viö hjúkrun- arnám í Reykjavík, Sæmundur í vélvirkjanámi við Verkmenntaskól- ann á Akureyri og yngstur Sveinn, einnig í námi við sama skóla. Öll hafa þau mikið misst við fráfall húsfreyju og móður, sem helgaði hcimilinu starfskrafta sína nær óskipta um tveggja áratuga skeið. Mestur er þó missirinn Svcini, sem enn cr á þeim aldri að forsjá og umhyggja er næsta nauðsynleg og æskileit. Guðbjörg og eiginkona mín voru skólasystur í Laugaskóla og tókst þá með þeim góður kunningsskapur. Þeim tengslum varö ekki við haldiö eftir að hvor um sig hélt til síns hcima að námi loknu. Svo liðu fram ár, réttur aldarfjórðungur að við hjón- in fluttum búferlum til Akurcyrar haustið 1973. Þá vildi svo til að búseta okkar varð skammt frá hcim- ili þeirra Guðbjargar og Sigtryggs. Leið ckki heldur á löngu að þær hittust skólasysturnar og endurnýj- uðu gömul kynni. Tókust þá þegar góð samskipti milli heimilanna sem urðu enn þá nánari þegar við fluttum okkur um set svo að einungis var yfir götu að fara milli húsanna. Bctri nágranna var vart hægt að hugsa sér. Aðstoð þeirra stóð ævinlega til boða ef á þurfti aö halda og Guðbjörg flutti með sér blæ glaðværðar og hressilegs viðmóts þegar hún skrapp yfir götuna og þáði kaffisopa við eldhúsborðið. Á fyrstu mánuðunt þessa árs varð Ijóst að hún bjó við heilsubrest sem leiða mundi til aðgerðar á sjúkra- húsi. í febrúarmánuði sl. gekk hún svo undir skurðaðgerð sem varð stórfelldari en okkur sem til þekkt- um hafði grunað. Eftir því sem vikur og mánuðir liðu varð Ijóst að hún ntyndi ekki endurheimta heilsu sína og þótt ekki bærust um það bcinar fregnir eða umsagnir varð sá grunur áleitnari að hún mundi hcyja það stríð, sem aðeins gæti dregið til einna endaloka, cinungis spurning hve langa tíma það tæki. Fyrir ekki kom þótt hún færi til Reykjavíkur að lcita sér lækninga þar sem bestri tækni var unnt að beita. Leiðin lá aftur heim og hún hafði í sumar fótavist að nokkru og bar sig vel þegar af henni bráði og hún gat komið yfir götuna í heim- sókn. Með haustdögum varð hún að fara aftur á sjúkrahús hér á Akureyri og þaðan átti hún ckki afturkvæmt. Dró raunar fyrr til úrslitanna en við, sem til þekktum. höfðum ætlað. Að lokum þessara fátæklegu orða cr aðeins eftir að þakka hinni látnu fyrir hjálpsemi. önnur góð samskipti og ánægjustundir liðinna ára. Aldr- aðri móður er vottuð innilcg samúð svo og börnum og eiginmanni, sent borið hefur missi sinn af því þreki og þeirri skapstillingu sem honum er í ríkum mæli gefin. Eftirlifandi systkinum skal hcldur ekki gleymt. Öll eigum við saman minningu um konu sem á vegferð sinni veitti samferðamönnum gleði og uppörvun og létti þeim sporin, ef þungt gcrðist fvrir fæti. Guömundur Gunnarssun Laus staða Staöa bókbindara á bókbandsstofu Landsbóka- safns íslands er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil sendist Menntamálaráöuneytinu fyrir 12. desember næstkomandi. Menntamálaráðuneytið 12. nóvember 1986. Verðbréfamarkaður Höfum kaupendur að hverskyns kröfum gegn Óskari Mikaelsyni og Huginn-Fasteignamiölun, Pósthússtræti 17, Reykjavík til sameiginlegra innheimtuaðgeröa. Hýbýli s.f. - Eignaumsýsla Freyjugötu 27. Box 321 - 121 Reykjavík Sími 17453.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.