Tíminn - 15.11.1986, Blaðsíða 24

Tíminn - 15.11.1986, Blaðsíða 24
S SAMBANDSFÓÐUR I VÍKINGUR og svissneska liöiö St. Ottmar leika Evrópuleik í handknattleik í Laugardalshöll annaðkvöld kl. 20:15. Búist er viö spennandi leik liðanna sem bæöi eiga svipaöa sögu aö baki. Sjá íþróttir bls. 12-13. Iiniinn Laugardagur 15. nóvember 1986 Arnarflugi veitt ríkisábyrgð í gær - tryggir best hagsmuni ríkisins og félagsins, segir Steingrím- ur Hermannsson Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum á fimmtudag að nota heimild í lögum sem samþykkt voru á Alþingi í fyrra um Arnarflug, og veita félag- inu umbeðna ríkisábyrgð. „Arnar- flug hefur fullnægt skilyrðum sem sett voru og því var ákveðið að nota þessa heimild" sagði Steingrímur Hermannsson í samtali viðTímann. „Það er Arnarflugi lífsspursmál að þetta gangi hratt fyrir sig þannig að þeir geti losað um ýmis mál. Kristinn Finnbogason og Svanur Þór Vilhjálmsson undirrita samninginn í gær. BLAÐAPRENTí NÝTT HÚSNÆÐI I gær yar undirritaður samningur milli Blaðaprents hf. og Persíu hf. um makaskipti á húsnæði Blaða- prents í Síðumúla og Lynghálsi 9. Blaðaprent mun byggja hús að Lynghálsi þar sem prentsmiðjan mun í framtíðinni hafa aðsetur á jarðhæð. Dagblöðin sem að Blaða- prenti standa munu einnig fá fram- tíðaraðsetur á efri hæðum hússins sem eru þrjár. Gólfflötur hússins á jarðhæð er 1000 fermetrar en hver hæð 700 fermetrar. Það var Kristinn Finn- bogason sem undirritaði santninginn fyrir hönd Blaðaprents hf. og Svanur P. Vilhjálmsson fyrir hönd Persíu hf. "ElREB mtöJi ±o±d ínm! ] [TLElDd IBmS TTtl irfmni tTTTf TTffn 1 □ an IMÖ im I 1"T j i n i i'TÍ ttt- 'tm I*’ i- -±ú Hi i - rx., -IrtiL. írt ± -pr itt^ f H ppö Teikningin sýnir hvernig húsið að Lynghálsi 9 mun líta út. Bændur sem ætla að selja eða leigja fullvirðisrétt sinn: Umsóknarfrestur er framlengdur Framleiðnisjóður landbúnaðar- ins hefur framlengt frest til að skila inn umsóknum bænda á leigu eða sölu á fullvirðisrétti til 30. nóv. ember. Áður auglýstur frestur var 15. nóvember. Ástæða þess er sú að ýmsar upplýsingar svo og útreikningar á fullvirðisréttinum sem nú er reikn- aður út í fyrsta sinn fyrir sauðfjár- bændur eru að berast þessa dag- ana. Þessar upplýsingar þurfa bændur hins vegar að hafa áður en þeir taka ákvarðanir um að hætta búskap. ABS Þarna vona ég að þeir sem afgreiða lánið geri það fljótt og vel. Arnarflug stendur alls ekki vel og það er okkar mat að skuldir félagsins við ríkissjóð séu betur tryggðar með því að gefa út ríkisábyrgð og taka veð í flugvél- inni, heldur en hingað til hefur verið. Sömuleiðis hefur mikill fjöldi manna lagt fram hlutafé í þeirri trú að ríkissjóður gæfi út ríkisábyrgð- ina, þannig að við erum náttúrlega siðfcrðislega skuldbundnir þarna líka,“ sagði Steingrímur Hermanns- son. -phh Breytingar á atvinnuháttum í sveitum: Minjagripir í stað sauðfjár? Stjórn Stéttarsambands bænda hefur að undanförnu rætt um at- vinnumál í sveitunum í framhaldi al' tilboði Framleiðnisjóðs um kaup eða leigu á fullvirðisrétti. Verið cr að útbúa eins konar hug- myndaskrá um nýja atvinnumögu- leika sem búnaðarfélögunum verður send urn áramótin. Hákon Sigurgrímsson fram- kvæmdastjóri Stéttarsambandsins sagði að ekki væri búið að útfæra slíka hugmyndaskrá nákvæmlega en þar mætti t.d. nefnaýmsan smáiðnað svo sem minjagripagerð, en einnig loðdýrarækt, fiskeldi, kanínurækt og ferðaþjónustu. „Við erum að ræða það hvernig hægt er að fylgja þessum aðgerðum Framleiðnisjóðs eftir og vekja menn til umhugsunar um það hvaða tæki- færi þeir hafi, því við viljum náttúr- lega ekki að sveitirnar fari í eyði. Markmiðið cr að hjálpa mönnum yfir í annað og Framleiðnisjóður tekur þátt í því. Jafnframt því að benda fólki á hvaða möguleika það getur haft, þá þarf aö hjálpa því til þess að framkvæma og stjórn Stétt- arsambandsins vill lcggja sitt af mörkum til þess,“ sagði Hákon. ABS Bók sem færir líf og liti sumarsins heim í stofu PLOMTUHAIMDBOKIM Þetta er fyrsta bókln sem birtir litmyndir af meginþorra íslensku flórunnar í sínu rétta umhverfl. Höfundurinn er prófessor í grasafræði við Háskóia íslands. Hann hefur um árabil stundað rannsóknir á íslenskum plöntum og er einn virtasti visindamaður á þessu sviði hérlendis. í texta er lýst eln- kennum; m.a. útlltl, blómgunartfma, stærð. umhverfl og útbreiðslu. Þetta er fyrsta bókln með lltprentuðu kortl sem sýnlr hvar hver plöntutegund vex á landlnu. eftir Hörð Kristinsson prófessor Röð tegunda fer eftlr blómalltum og öðrum áber- andl elnkennum. Öm og Örlygur Siðumúla 11, sími 84866 GRUIMDVALLARRIT TIL GAGNS OG GAMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.