Tíminn - 15.11.1986, Blaðsíða 17

Tíminn - 15.11.1986, Blaðsíða 17
Laugardagur 15. nóvember 1986 Tíminn 17 Akranes: Haförninn vígir nýtt starfsmannahúsnæði Frá Stefáni L. Pálssyni, Akranesi: Pann 8. nóvember sl. var tekið í notkun nýtt starfsmannahús Hrað- frystihúss Hafarnar hf. á Akranesi. Húsið er 400 fermetrar á tveim hæðum. Á neðri hæð, sem er áföst vinnslusölum eru snyrti- og búnings- aðstaða og geymslur. Á efri hæð eru skrifstofur fyrirtækisins og glæsileg- ur matsalur starfsfólks. „Hugmynd okkar var að búa eins vel að starfsfólki okkar og bestur kostur væri á, og hygg ég að það hafi tekist," sagði Guðmundur Pálmason forstjóri Hafarnar í hófi sem fyrir- tækið bauð til í tilefni þess að húsið var tekið í notkun. Fjölmenni var mætt á staðinn. Óskar Hervarsson einn eigenda Hafarnar ávarpaði gesti og bauð þá velkomna til þess að samfagna eigendum fyrirtækisins þegar þeim merka áfanga væri náð, að algjörri endurbyggingu húsa og tækja fyrirtækisins væri nú lokið. Rakti hann síðan sögu Hafarnar hf. Árið Í963 tóku þeir sig saman fimm skipsfélagar á Höfrungi II og stofnuðu þann 30. október sama ár útgerðarfélagið Haförn hf. Festu þeir kaup á bát og hófu síðan fiskverkun í leiguhúsnæði Fiskvers á Akranesi og hófu þar rekstur jafn- hliða auknum umsvifum í útgerð báta og síðar togara. Árið 1981 hófst algjör endurbygging á húsum og tækjum með byggingu nýs viðgerð- arverkstæðis, en síðan tók hvað við af öðru, m.a. var frystiaðstaðan endurbyggð. Þeir fimmmenningar tóku fljótt upp ákveðna verkaskipt- ingu innan fyrirtækisins og hefur sú tilhögun reynst vel allt til þessa dags. Tveir afeigendum og stofnendum Hafarnar hf. með gjöfína frá bæjarstjórn. Það var margt veislugesta þegar hið nýja húsnæði var tekið í notkun. Margar gjafir bárust fyrirtækinu í stjórnar, gjöf frá Akranesbæ. Var tilefni dagsins m.a. frá starfsfólki og það afsteypa af „sjómanninum" öðrum velunnurum. Þá afhenti Ingi- minnismerki sjómanna sem stendur björg Pálmadóttir forseti bæjar- á Akratorgi. Aðalfundur félags sauðfjárbænda í Strandasýslu: Dilkar á Ströndum vöðvamiklir og fitulitlir Dr. Sigurgeir Þorgeirsson og Stefán Sch. Thorsteinsson. Frá'/fréttaritara Tímans á Hólmavík, Stcfáni Gíslasyni: Aðalfundur félags sauðfjárbænda í Strandasýslu var haldinn í Sævangi mánudaginn 3. nóvember sl. Megin- efni fundarins var umræða um fram- leiðslu- og markaðsmál landbúnað- arins, en þegar fundurinn var hald- inn höfðu sauðfjárbændur ekki feng- ið útreikning framleiðsluráðs á full- virðisrétti. Fundurinn var allvel sóttur, en auk sauðfjárbænda í Strandasýslu sátu fundinn Dr. Sigurgeir Þorgeirs- son sauðfjárræktarráðunautur, Stef- án Scheving Thorsteinsson búfjár- fræðingur á RALA og Jón Garðars- son yfirullarmatsmaður á Norður- landi vestra. Strandasýsla hefur lengi verið tal- in eitt besta sauðfjárræktarhérað á landinu. Sýslan er nær laus við sauðfjársjúkdóma og óvíða eru dilk- ar vænni. Þrátt fyrir þennan mikla fallþunga fóru þó hlutfallslega færri skrokkar í 0-flokk á Ströndum í haust en víðast annars staðar eða 4-8% eftir sláturhúsum. Á fundinum í Sævangi setti Sigurgeir Þorgeirsson fram tilgátu sem gæti skýrt þessa litlu fitusöfnun. Taldi Sigurg'eir að skýringuna mætti rekja til hins lága og jafna sumarhita á Ströndum. Gróður tekur þar seint við sér á vorin og vaxtartíminn er langur. Próteininnihald gróðursins helst þvf hátt fram á haust, en á sama tíma er gróður tekinn að falla og tréna f hlýrri héruðum. Hátt próteininni- hald fæðunnar er forsenda vöðva- aukningar dilkanna, en hætta á fitu- söfnun eykst með minnkandi pró- teininnihaldi. Jón Garðarsson kynnti haustrún- ing fyrir fundarmönnum. í máli hans kom fram, að með haustrúningi mætti auka verðmæti ullarinnar verulega, því að á þessum tíma er ullin algjörlega laus við húsvistar- skemmdir á borð við heymor og stækjugulku á togi. Rannsóknir á haustrúningi ásetningsgimbra benda enn fremur til þess, að haustrúnar gimbrar komi frekar upp lambi að vori en aðrar gimbrar. Nauðsynlegt er að rýja gimbrarnar aftur síðla vetrar. Jón hafði með- ferðis sýnishorn af ull frá ýmsum árstímum og skar haustullin sig úr hvað hreinleika og áferð snerti. I umræðum um styrkjakerfi land- búnaðarins kom fram gagnrýni á núverandi fyrirkomulag. Dæmi var nefnt um heybindigarn sem bændur verða að kaupa fullu verði, en sé sama garn keypt í spyrðubönd er söluskattur af því felldur niður. Verð á framleiðslu bændanna er síðan lækkað með niðurgreiðslum í stað ívilnana við innkaup rekstrar- vörunnar. Niðurgreiðslukerfið hefur oft verið gagnrýnt af skattgreiðend- um, en minna heyrst talað um íviln- anir og niðurfellingar gjalda sem aðrar atvinnugreinar njóta. Á fundinum var minnt á, að með sauðfjárrækt nýta bændur auðlind sem annars lægi ónotuð, því að sauðkindin breytir gróðri úthaganna í verðmæta og eftirsótta matvöru. 1 lok fundarins var samþykkt eftir- farandi ályktun: „Aðalfundur Félags sauðfjár- bænda í Strandasýslu 1986 hvetur bændur til að gjalda varhug við boðskap þess flokks manna sem nú ferðast um landið og vill kaupa eða leigja framleiðslurétt þeirra. Fund- armenn telja að Strandasýsla sé mun betur fallin til sauðfjárræktar en þau héruð þar sem milljónum er varpað á gróðurlitlar og ofbeittar heiðar á ári hverju. Fundarmenn vara við afleiðingum þess ef byggð grisjast í sýslunni og benda á nauðsyn þess að tekin verði ákvörðun um á hvaða landsvæðum búháttabreytingar skuli eiga sér stað.“ Stjórn félagsins var öll endurkjör- in. Formaður er Matthías Lýðsson Húsavík, en aðrir í stjórn Sigurður Jónsson Stóra-Fjarðarhorni, Guð- brandur Sverrisson Bassastöðum, Hjalti Guðmundsson Bæ og Einar Magnússon Hvítarhlíð. Quðmundur G. Þórarinsson í OPMU prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík. SÍMAR STUÐmhQSMArihA 68-88-17 OG 68-88-41 If|i1 Heilbrigðis- W wfulltrúar Stööur tveggja heilbrigöisfulltrúa við Heilbrigðiseft- irlit Reykjavíkursvæðis eru lausar til umsóknar. Stöðurnar veitast frá 15. desember nk. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Um menntun, réttindi og skyld- ur fer samkvæmt reglugerð nr. 150/1983 ásamt síðari breytingum. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í heilbrigðiseftirliti eða skyldum greinum svo sem líffræði, matvælafræði, dýralækningum, hjúkrun- arfræði eða hafa sambærilega menntun. Umsóknir ásamt gögnum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist formanni svæðisnefndar Reykjavíkursvæðis (borgarlækninum í Reykjavík) fyrir 1. desember nk. en hann ásamt framkvæmda- stjóra heilbrigðiseftirlits veitir nánari upplýsingar. Borgarlæknirinn í Reykjavík Auglýsing frá Launasjóði rithöfunda Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun fyrir árið 1987 úr Launasjóði rithöfunda samkvæmt lögum nr. 29/1975 og reglugerð gefinni út af menntamálaráðuneytinu 19. október 1979. Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir rithöfundar og höfundar fræðirita. Heimilt er og að greiða laun úr sjóðnum fyrir þýðingar á íslensku. Starfslaun eru veitt í samræmi við byrjunarlaun mennta- skólakennara skemmst til tveggja og lengst til níu mánaða í senn. Höfundur sem sækir um og hlýtur starfslaun í þrjá mánuði eða lengur skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Slík kvöð fylgir ekki tveggja mánaða starfslaunum, enda skulu þau einvörðungu veitt vegna verKa sem birst hafa næsta almanaksár á undan. Skrá um birt ritverk höfundar og verk sem hann vinnur nú að skal fylgja umsókninni. Umsóknum ber að skila á sérstökum eyðublöðum sem fást í menntamálaráðuneytinu. Mikilvægt er að sþurningum á eyðublaðinu sé svarað og verður farið með svörin sem trúnaðarmál. Umsóknir skulu sendar fyrir 31. desember 1986 til menntamálaráðu- neytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík. Reykjavík, 12. nóvember 1986. Stjórn Launasjóðs rithöfunda. Útboð Fjallalax hf. óskar eftír tilboðum í eftirfarandi verkefni: Byggingu eldishúss. Húsið er ætlað fyrir seiðastöð fyrirtækisins í landi Hallkelshóla í Grímsneshreppi. Flatarmál hússins er áætlað um 20402. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Fjallalax hf. Síðumúla 37, sími 91- 688210, Reykjavík og Hallkelshólum Grímsnes- hreppi, sími 99-6415 frá og með miðvikudeginum 11. nóvember.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.