Tíminn - 25.07.1987, Síða 2
2 Tíminn
Laugardagur 25. júlí 1987
Méluð rúða um hábjartan dag:
Rakarastofa
fyrir skoti
Skotið var úr loftbyssu á glugga
Rakarastofunnar við Klapparstíg á
háannatíma á miðvikudag. Skömmu
upp úr klukkan 13:00 þann dag varð
viðskiptavinum og hárskurðarmeist-
urum illilega bylt við háum hvelli í
rúðunni og svo eins og sandi hefði
verið grýtt utan af götu í gluggann.
Ekki varð starfsmönnum rakarastof-
unnar ljóst fyrr en í gær hvað olli.
Lögreglan var kvödd til að skoða
verksummerki um hádegisbilið í
gær, en þá höfðu menn komið auga
á skotgat í rúðunni. Hafði ytra
byrðið maskast en kvarnast úr því
innra eftir skot úr loftbyssu. Það
hafnaði þó svo neðarlega, að í raun
var fólki á rakarastofunni ekki hætt,
en gangandi vegfarendur fyrir utan
hefðu verið í beinni skotlínu.
Málið verður sent Rannsóknar-
lögreglu ríkisins. þj
Jafnréttismál:
Þórður Harðarson prófesor sýnir Guðmundi Bjarnasyni heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Finni Ingólfssyni
aðstoðarmanni ráðherra og fylgdarliði, nýtt fjarstýrt hjartaþræðingatæki, eitt af þeim fullkomnustu í heiminum.
Tímamynd: Brcin
Átak í jöfnun
launamismunar
„Átak verður gert til að koma á
jafnrétti kvenna og karla með sér-
stakri áherslu á launajafnrétti. Störf
kvenna hjá hinu opinbera verði
endurmetin. Við þetta endurmat
verði m.a. höfð hliðsjón af mikilvægi
umönnunar- og aðhlynningarstarfa
og starfsreynslu á heimilum."
Þannig hljóðar upphaf fréttatil-
kynningar frá Jóhönnu Sigurðar-
dóttur félagsmálaráðherra, en ráð-
herra hefur sent öllum ráðuneytum,
stofnunum og fyrirtækjum ríkisins
erindi þess efnis að gert verði slíkt
átak á grundvelli stjórnarsáttmála
ríkisstjórnarinnar.
Kemur og fram að þetta átak skuli
byggjast á fjögurra ára framkvæmd-
aáætlun um aðgerðir til að ná fram
jafnrétti kynjanna, en Alexander
Stefánsson þáverandi félagsmála-
ráðherra lagði þá framkvæmdaáætl-
un fyrir Alþingi í janúar sl.
í bréfi félagsmálaráðherra er lögð
áhersla á þrenn atriði úr fram-
kvæmdaáætluninni. í fyrsta lagi að
ríkisstjórn og sveitarfélög vinni
markvisst að því að tala kynjanna í
stjórnum, nefndum og ráðum á veg-
um þessara aðila verði sem jöfnust,
en hjá ríkinu hefur hlutfall karla í
nefndunum verið um 90%.
f öðru lagi er það ábendingin um
að ráðuneyti vinni að því að konur
sem starfa hjá hinu opinbera fái
aukin tækifæri til að gegna ábyrgðar-
stöðum og er vísað þar til heimildar
í Iögum um jafna stöðu og jafnan
rétt kvenna og karla frá 1985, en þar
er veitt heimild fyrir „sérstökum
tímabundnum aðgerðum“ til að
rétta hlut kvenna.
í þriðja lagi er tiltekið úr fram-
kvæmdaáætluninni að ráðuneyti og
opinberar stofnanir á vegum rfkisins
beiti sér fyrir að komið verði á
sveigjanlegum vinnutíma til að
stuðla að jafnari þátttöku kynjanna
í heimilisstörfum og atvinnulífinu.
í erindi sínu til ráðuneyta, stofn-
ana og ríkisfyrirtækja óskar félags-
málaráðuneytið eftir að fá að fylgjast
með framgangi málsins og hyggst
síðan kanna framkvæmdina.
Loks kemur fram að félagsmála-
ráðuneytið hefur sent fjármálaráðu-
neyti bréf og óskað eftir viðræðum
um framgang þeirrar stefnu ríkis-
stjórnarinnar sem kveður á um
endurmat á kvennastörfum og jafn-
frétti í launakjörum og hlunninda-
greiðslum hjá ríkinu, en um níu
tíundi hluti hlunnindagreiðslna hins
opinbera fór til karla árið 1982.
ÞÆÓ
Guðmundur Bjarnason:
Heilbrigðisráðherra
heimsækir sjúkrahús
Guðmundur Bjarnason heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra
hefur undanfarna daga kynnt sér
ýmsa starfsemi sem heyrir undir
ráðuneytið og heimsótt af því til-
efni ýmsar opinberar stofnanir eins
og Tryggingastofnun ríkisins,
sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og
meðferðarstofnanir fyrir áfengis-
sjúklinga. „Ég tel það mjög þýð-
ingarmikið að ráðherra reyni aö
afla sér upplýsinga um þá starfsemi
sem þarna fer fram með því að
heimsækja stofnanir og tala við
fólkið,“ sagði Guðmundur í sam-
tali við Tímann. Hann kvaðst eftir
þessar heimsóknir vera sannfærður
um að mjög brýnt væri að sjúkra-
hús hefðu fullkomna aðstöðu til að
annast alla sérhæfða meðferð. „Ég
hef sannfærst um það að við erum
mjög vel búnir hvað þetta varðar,
þó alltaf megi gott bæta. Við búum
greinilega við mjög fullkomna
þjónustu og sjúkrahúsin okkar
hafa á að skipa afar færu starfs-
fólki," sagði Guðmundur
jafnframt. IDS
Verðlagsstofnun kannar villandi auglýsingar:
„Nálastungueyrna-
lokkar“ og „krafta-
verkaskallakrem“
„Stjórn (Lækna)félagsins telur
umræddan nálastungueyrnalokk
vera einn af þeim hégómum sem hér
eru á markaði og ætlaðir eru til
lækninga á fólki. “ Þessi ummæli er
að finna í nýútkomnu fréttabréfi
Verðlagsstofnunar, „Verðlagskönn-
un“.
í fréttabréfinu er verið að fjalla
um villandi auglýsingar og hugsanleg
brot á lögum um óréttmæta við-
skiptahætti og neytendavernd. í
lögunum er kveðið á um að ekki
megi aðhafast það sem „brýtur í
bága við góða viðskiptahætti, sem
Fullvirðisréttur:
Jón á Skarfshóli
fær kjötið sitt
tíðkaðir eru í slíkri starfsemi, eða er
óhæfilegt gagnvart neytendum.“ Til-
vitnunin hér í upphafi er úr umsögn
stjórnar Læknafélags Islands um
áreiðanleika auglýsingar um nálast-
ungueyrnalokk sem sagður er geta
verið „hjálp í baráttunni við auka-
kílóin og reykingar".
Það er starfandi sérstök neytenda-
máladeild við Verðlagsstofnun sem
fylgist með því að villandi upplýsing-
ar komi ekki fram í auglýsingum og
er einn þáttur í starfi deildarinnar,
að gera opinberlega grein fyrir þeim
málum sem hún hefur afskipti af.
Alls voru hjá neytendadeildinni
skráð 76 mál í fyrra.
í fréttabréfi Verðlagsstofnunar
eru tekin sex dæmi um mál af þessu
tagi og auk ofangreinds dæmis um
nálastungueyrnalokkinn, má nefna
auglýsingu um kraftaverka-hárkrem
við skalla; auglýsingar um ýmis
fæðubótaefni sem skiptar skoðanir
eru um; hvenær unnt sé að auglýsa
að ákveðnir drykkir séu hollir; vafa-
samar fullyrðingar í smáauglýsing-
um; og auglýsingu um byltingu í
bílaryðvörn.
- BG
Gos frá
Sól hf. og
smjörlíki
frá Coke?
Fyrir dyrum standa samningar
milli Vífilfells (Coke) og Akra
um kaup gosdrykkjaframleið-
slunnar á smjörlíkisgerðinni. Er
sagt að með þessu sé mætt komu
fyrirtækisins Sól hf. inn á gos-
drykkjamarkaðinn. Sem kunnugt
er hefur Sól hf. verið umfangs-
mesti aðilinn á smjörlíkismarkaði
í landinu til þessa. þj
Dómur hefur gengið í héraðsdómi
í máli Jóns fvars Jónssonar bónda á
Skarfshóli. Jóni er nú heimilt að
taka út það kjöt sem hann lagði inn
hjá verslun Sigurðar Pálmasonar
umfram fullvirðisrétt. Ekki var þó
tekin afstaða til eignaréttar á kjötinu
heldur segir í dómnum að tilkynning
landbúnaðarráðuneytisins um að
greiðslur kæmu ekki fyrir kjöt um-
fram fullvirðisrétt, hafi borist eftir
að sláturtíð var lokið.
Landbúnaðarráðuneytið hefur
vísað málinu til Hæstaréttar.
Áskrift oa dreifinq í
Reykjavfk og Kópavogi er
opin 9-5 daglega og 9-12 á
laugardögum.
Sími afgreiðslu 686300
YFIRLYSING FRA
GEIR WAAGE
SÓKNARPRESTI
í REYKH0LTI
Vegna auglýsinga í fjölmiðlum
að undanförnu þar sem auglýst er
messa að tilteknum bandarískum
hætti og nafn mitt nefnt í því
sambandi, vil ég taka eftirfarandi
fram:
Rétt er að á sínum tíma léði ég
máls á því að messa úti að Húsafelli
sunnudaginn 2. ágúst. Umtalað
var að rætt yrði um form þeirrar
athafnar mánudaginn n.k., þann
27. júlí. Allar auglýsingar um at-
höfn þessa nú koma mér því mjög
á óvart og eru mér óviðkomandi.
Af öðrum orsökum en þessari
auglýsingu er ljóst orðið að ekki
kemur til greina af minni hálfu að
koma nálægt samkomuhaldi að
Húsafelli um verslunarmannahelg-
ina næstu og mun ég ekki messa
þar þá.