Tíminn - 25.07.1987, Page 9
Laugardagur 25. júlí 1987
Tíminn 9
LAUGARDAGURINN 25.7. 1987
launadeilum eins og aðrir í laun-
þegahreyfingunni. Frægt er
dæmið þegar fréttamenn lögðu
niður starf í þrjá daga í einu
launakastinu. Það getur því vel
verið að hinn óviðjafnanlegi
áhugi fréttastofu á launamálum
og samningum þar að lútandi,
stafi að einhverju leyti af því, að
þeir séu með því að leggja sitt til
launabaráttu, sem er líka þeirra
barátta.
Gróðurslys
í Fljótshlíð
Alefling uppgræðslunnar í
landinu er eitt af brýnustu verk-
efnum þjóðfélags sem lifir í
allsnægtum og virðist stundum
ekki vita aura sinna tal. Lang-
varandi ofnotkun á landi vegna
búsetu verður að bæta úr nú
þegar við höfum efni á fjölmörg-
um hlutum, sem varla teljast til
brýnustu nauðsynja. Það hlýtur-
að vera eitt h'elsta metnaðarmál
íslendinga að búa í sátt við land
sitt og láta ekki við það eitt sitja
að rækta garða sína, sem yfirleitt
og allsstaðar er gert með mikilli
prýði. Við þurfum líka að rækta
út frá okkur og loka moldar-
börðunum og hefta sanda.
Uppgræðslan hefur átt sér for-
mælendur fáa þótt flestir séu
sammála um nauðsyn hennar.
Málin hafa lent í karpi um
sökudólga, en grös gróa ekki á
ásökunum heldur framtaki og
samhentum aðgerðum. Þjóðar-
gjöfin upp á einn milljarð árið
1974 hefur hrokkið skammt. Það
þarf fleiri milljarða í þetta mál
áður en lýkur. í Njálu er því lýst
þegar óvinir Njáls á Bergþórs-
hvoli riðu á Þríhyrningsháls og
með þeim einn vinur hins vitra
taðskeggs. Seinna var kveðið
um þennan fund, birt hér eftir
minni:
Þrír tigir ridu á Þríhyrningsháls
þaktir brynju og skjöldum.
Allir voru þeir óvinir Njáls
nema Ingjaldur á Kjöldum.
Nú myndi poppliðið segja,
sem líka er að basla í fréttum: Á
nú að fara að verða landsföður-
legur? Ónei. Hins vegar kom
þetta í hugann um þennan eina
mann, Ingjald á Keldum, þegar
áburðarvél eyðilagðist í Fljóts-
hlíðinni á dögunum. Það er
nefnilega engum flota af áburð-
arvélum fyrir að fara í landinu,
og að missa þessa einu litlu vél
er ekkert minna en stórfellt
gróðurslys. Ingjaldur á Keldum
stóð einn í margmenni og lét
hvergi af hug sínum til Njáls.
Eins er þeim uppgræðslumönn-
um farið. Þeir. standa með
stráum. í nafni slíkra manna
þarf hið bráðasta að bæta fyrir
gróðurslysið í Fljótshlíðinni og
kaupa nýja áburðarvél, raunar
fleiri en eina. Það þarf líka að
efna í nýjar þjóðargjafir. Það
sem búsetan og náttúran hefur
unnið gegn landinu á liðnum
öldum verður að bæta. Um það
stendur fólk saman til sjávar og
sveita minnugt þess að þrjátíu
óvinir Njáls urðu nafnlausir í
sögunni en Ingjaldur á Keldum
lifir.
víst að meirihluti stórflokksins í
borginni sé tapaður. Með þetta
í huga er því spáð að látið verði
reyna á þingkosningar áður en
til bogarstjórnarkosninga
kemur, og því sé alveg ljóst að
starfstími stjórnarinnar sé tak-
markaður. Þetta er auðvitað
ósanngjarnt, því hver ríkisstjórn
hlýtur að lifa eins lengi og hún
getur og heldur meirihluta
sínum. Þótt líklegt sé að innri
þarfir stórflokksins hafi eitthvað
að segja um þátttöku hans í
ríkisstjórn hefur stórflokkurinn
sest í núverandi ríkisstjórn með
helstu þarfir sínar leystar í
augnablikinu og það gegn vilja
mikils þorra þjóðarinnar ef
marka má skoðanakannanir.
Ekki þarf það endilega að vera
stórflokknum að kenna, heldur
ráðgjöfum hans sem hafa verið
að smíða sér útópíur og sigla
skýjaflotum milli heimsskauta.
Sameinast andstaðan
um verðbólgu?
Þótt lítið hafi heyrst í stjórnar-
andstöðunni enn sem komið er
eins og eðlilegt má telja, er þess
að vænta að hún taki skriðinn
um það bil sem þingstörf hefjast
í haust. Ráðstafanir þær sem
stjórnin hefur gert í efnahags-
málum miðast að því að jafna að
nokkru halla á fjárlögum. Sá
halli kom til vegna samninga við
launþegahreyfinguna, en erfitt
getur reynst ofan í þessar ráð-
stafanir að byrja að efna að nýju
í stórfelldan halla á fjárlögum
þegar að næstu lotu launþega-
hreyfingarinnar kemur. Þó verð-
ur ekki séð hvernig væntanleg-
um launakröfum verður mætt
öðruvísi en þeirra gæti í fjárlög-
um, nema þá að öðrum kosti að
gamli skollaleikurinn hefjist að
nýju um víxlverkanir kaupgjalds
og verðlags, sem síðast enduðu
í 130% verðbólgu. Það verður
enn að höfða til skynsemi við-
mælenda um launamál. Viðhorf
í launamálum hefur stórbreyst á
síðustu árum, og hefur Ásmund-
ur Stefánsson, forseti ASÍ orðið
sérstaklega fyrir barðinu hjá sín-
um flokksbræðrum vegna þess
að hann tók þátt í því að draga
úr sífelldum hryðjum hækkana
verðlags og kaupgjalds þegar
fulireynt þótti að þær færðu,
launþegum engan hag. Það er
fyrst og fremst kaupmátturinn
sem skiptir máli en lítil von er til
þess að halda honum eða jafnvel
auka hann í óðaverðbólgu. Þessi
skynsemi þykir ekki alltaf fín í
pólitíkinni, og horfur eru á því
nú, að stjórnarandstaðan sjáist
ekki fyrir, þegar hún fer að blása
í glæður kaupgjaldsmála. Al-
þýðubandalagið hefur sínar á-
stæður fyrir því að vilja ekki
taka af skynsemi afstöðu til
kaupgjaldsmála, og Kvennalist-
inn hefur þegar lýst skoðun sinni
á þeim í viðræðum um stjórnar-
myndun. Þess er því ekki að
vænta að stjórnarandstaðan setji
upp silkihanska þegar umræður
um kaupgjald hefjast fyrir al-
vöru í haust. Um afleiðingar
varðar engan.
Fréttastofan og
BSRB í sviðsljósi
Fréttastofa útvarpsins hefur
oft legið undir ámæli fyrir ýmsar
sakir og ekki allar trúverðugar.
Hún er nauðsynlegur þáttur i
þjóðlífinu og ástæðulaust að am-
ast við henni út af margvíslegum
tilfinningamálum einstaklinga,
sem finnst að hlutur þeirra hafi
verið fyrir borð borinn og bera
þá fyrir sig stofnanir og jafnvel
heila stjórnmálaflokka. í nýlegri
naflaskoðun fréttamanna á fjöl-
miðlum fékk hún hið mesta lof
hjá kollegum m.a. vegna þess að
fæstir vildu lofa næstu keppi-
nauta. Er það út af fyrir sig
rannsóknarefni hvernig niður-
stöður svona naflaskoðunar
segja meira til um það hverju
fréttamenn vilja ekki svara en
um það hvað er réttmætt og satt.
Ljóst er að fréttastofan er veik
fyrir ákveðnum efnisþáttum og
má þar fyrst telja vinnudeilur.
Hvenær sem horfur eru á því að
vinnudeilur séu í aðsigi, byrjar
hún að tíunda tilefni hennar og
undirbúa hlustendur með öllum
tiltækum ráðum undir að geta
tekið þátt í launapartíinu um
leið og það hefst. Þótt ekki sé
þess að vænta að launadeildur
hefjist hér fyrr en í haust er
fréttastofan þegar byrjuð að
birta viðtöl sín við Pétur og Pál
um nauðsyn þessarar deilu. Síð-
an þegar þessi deila er hafin
i byrjar fréttaflutningur af gangi
viðræðna kvölds og morgna og
um miðjan dag. Líklega hefur
enginn einn aðili í landinu gert
jafn mikið til að þreyta fólk á
launadeilum en þessi ágæta
fréttastofa með þráhyggju sína.
Fréttamenn á fréttastofu eru í
BSRB og þurfa að standa í
* ' 'í..