Tíminn - 28.11.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Laugardagur 28. nóvember 1987
HEIMILISUEKNIR
Á HVERT HEIMILI
Hingað til hefur ekki verið
hægt að taka heimilislækninn
sinn undir hendina og glugga í
hann í rólegheitum þegar heim
er komið. En nú er hægt að fá
Heimilislækninn á hvert heimili
því út er komið alfræðirit sem
nefnist Heimilislæknirinn. Er
ritinu ætlað að gefa heildarsýn
yfir allt sem lýtur að heilsu
manna og er skrifað með það
fyrir augum að fræða fólk jafnt
um heilbrigði og sjúkdóma.
Heimilislæknirinn nýi kemur ekki
í staðinn fyrir gamla góða heimilis-
lækninn, en ritverkinu er ætlað að
vcrða stuðningur við hans starf. í
Heimilislækninum má leita leiðbein-
inga við eigin sjúkdómsgreiningu
eftir þeim sjúkdómseinkennum sem
hrjá viðkomandi. Til þess eru sér-
stök sjúkdómsgreiningarkort þar
sem er vísað í nánari lýsingu og eðli
sjúkdóma annarsstaðar í bókinni og
sagt til um hvort nauðsyn sé að leita
læknis eður ei.
í bókinni er lesendum leitt fyrir
sjónir hve ótrúlega mikið sjúklingar
sjálfir geta gert til að bæta heilsu
sína og stuðla að skjótari bata.
ítarlega er fjallað um heilsuvernd og
fyrirbyggjandi ráðstafanir auk þess
sem náin lýsing er á byggingu og
starfsemi mannslíkamans.
Stærsti hluti bókarinnar inniheld-
ur skýrar, auðskildar og nákvæmar
upplýsingar um hundruð kvilla og
sjúkdóma, stóra sem smávægilega.
Þar er leitast við að svara fimm
grundvallarspurningum sem eru:
Hver eru einkennin? Hversu algengt
Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingaráðherra hélt stutta ræðu við útkomu Heimilislæknisins. Til hliðar
við hann situr Valdimar Jóhannesson frá bókaútgáfunni Iðunni og Sigurður Thorlacius læknir, rítstjóri
Heimilislæknisins. (Tanamynd Gunnar)
er þetta vandamál? Hverjar eru
afleiðingamar? Hvað á að gera?
Hver er meðferðin?
Sérstakir kaflar eru um sérstök
vandamál kvenna og karla, barna,
unglinga og aldraðra, auk sérstaks
kafla um meðgöngu og fæðingu.
f>á er hluti bókarinnar kynning á
uppbyggingu og starfsemi íslenska
heilbrigðiskerfisins.
Ritverk þetta er 830 síður í þrem-
ur bindum.
Róman-
tískt æði
á Þórbergi
Mitt rómantíska æði nefnist
bók sem Mál og menning hefur
gefið út.
Þetta eru dagbækur, bréf og
önnur óbirt rit Þórbergs Þórðar-
sonar frá árunum 1918-1929, eins
konar framhald af Ljóra sálar
minnar sem út kom í fyrra. Þór-
bergur var einstakur bréfritari og
í bókinni er að finna mörg
skemmtileg sendibréf sem hann
skrifaði vinum sínum á þriðja
áratugnum, flest til Vilmundar
Jónssonar landlæknis. Þá eru birt
dagbókarbrot úr hinum frægu
orðasöfnunarleiðöngrum Þór-
bergs og frásögn af fyrstu utan-
landsferð hans þar sem hann
dvaldi fyrst í Englandi en sótti
svo alþjóðaþing guðspekinga i
París. Hér eru líka birtir fyrir-
lestrar um guðspeki, jafnaðar-
stefnu, esperanto og önnur
hugðarefni Þórbergs. Mesta for-
vitni munu þó eflaust vekja bréf
sem varpa ljósi á tilurð Bréfs til
Láru og þá ekki síður á hin sterku
viðbrögð sem bókin vakti.
Helgi M. Sigurðsson tók safnið
saman, það er 216 bls., prýtt 50
gömlum ljósmyndum sem margar
hverjar hafa ekki birst áður.
Teiki. sá um hönnun kápu en
Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði.
SVFR GENGUR
FRÁ SAMNINGUM
Gengið hefur verið frá samning-
um veiðifélaga við veiðiréttareigend-
ur um veiði í Blöndu og Svartá næst-
komandi sumar. Leigutakarnir eru
þeir sömu og í sumar, Stangaveiði-
félag Reykjavíkur, Stangaveiðifélag
A-Húnvetninga og Stangaveiðifélag
Sauðárkróks sem skiptá með sér
Blöndu. SVFR hefur hinsvegar
Svartá á leigu sem fyrr.
Jón Baldvinsson formaður SVFR
sagði í samtali við Tímann í gær að
hækkanir milli ára væru um 26%.
Má sem dæmi nefna að verð á dýr-
asta tíma í Svartá verður rúmar tólf
þúsund krónur næsta sumar og er
það um 26% hækkun frá í sumar.
Þá verður sú nýbreytni höfð á veiði
í Svartá, að veiðitíminn færist fram
um fimm daga, hefst 25. júní í stað
1. júlí. Að sama skapi lýkur honum
fimm dögum fyrr.
Þá hafa einnig verið undirritaðir
samningar um leigu á Norðurá og
Breiðdalsá milli SVFR og veiðirétt-
areigenda. Norðurá hækkar næsta
lítið að sögn formanns SVFR en
sama er ekki hægt að segja um
Breiðdalsá sem nú hækkaði verulega
í samningum. Vildu heimamenn nú
fá eitthvað í sinn hlut, þar sem áin
virðist vera á talsverðri uppleið eftir
annars slök ár fyrri hluta áratugar-
ins. -ES
Árin 1975-1987:
Dreifbýlisstyrkir
lækkað um helming
í svari menntamálaráðherra við
fyrirspurn Sturlu Böðvarssonar uin
framkvæmd laga frá 1972 um ráð-
stafanir til jöfnunar á námskostn-
aði kom fram að styrkir, sem
veittir eru nemendum á framhalds-
skólastigi til jöfnunar á námskostn-
aði hafa lækkað úr rúmlega 26
þúsund krónum 1975 í 12.496 krón-
ur í ár eða um rúmlega helming.
Gerði ráðherra ráð fyrir að styrk-
upphæðin fyrir árið 1988 yrði svip-
uð og í ár, en til þessa liðar eru
veittar 20 m.kr. í fjárlagafrumvarp-
inu.
Það kom einnig fram hjá ráð-
herra að nemendum, sem nytu
þessarar aðstoðar, hefði fækkað á
þessu árabili. Nú væri starfandi
nefnd sem skoðaði þessi mál og
hefði hún enn ekki lokið störfum.
Lýsti fyrirspyrjandi áhyggjum
sínum af þessari þróun og taldi
árangurinn af lagasetningunni vera
orðinn haria lítinn. ÞÆÓ
Sigló segir upp
Sigló hf. á Siglufirði hefur sagt
öllu starfsfólki upp, 70 að tölu,
vegna skipulagsbreytinga hjá fyrir-
tækinu. Breytingar á rekstri Sigló
koma til vegna stöðvunar á fram-
leiðslu gaffalbita, en fyrirtækið hefur
framleitt þá síðan 1984. Þessi fram-
leiðsla hefur frá upphafi skilað tapi.
Uppsagnirnar taka gildi frá og
með l.desember nk. Gert er þó ráð
fyrir að ráða meirihluta starfsfólks
að nýju, þar sem rækjuvinnsla fyrir-
tækisins mun áfram verða starfrækt.
Vélar til framleiðslu gaffalbitanna
hafa nú verið seldar til Fiskimjöls-
verksmiðju Hornafjarðar, en vonir
standa til að hún geti nýtt tækin á
hagkvæmari hátt en unnt hefur verið
á Siglufirði. óþh
heimsókn
Guðjón B. Ólafsson, for-
stjóri SÍS heinisótti skrifstof-
ur Tímans í gær og heilsaði
upp á starfsfóik. Fór vel á
með honum og starfsliðinu.
Hér á myndinni eru þeir
Guðjón, Indriði ritstjóri og
Kristinn framkvæmdastjóri.
Tíminn þakkar Guðjóni fyrir
komuna og óskar honum góðs
gengis í starfi.
Tímamynd Gunnar