Tíminn - 28.11.1987, Page 9

Tíminn - 28.11.1987, Page 9
Laugardagur 28. nóvember 1987 Tíminn 9 Ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar. fréttatilkynningar og dreifa myndum af sér við fjármögn- unarstarf fyrir heimsfriðinn. Þá er ljóst að Alþýðuflokkurinn hefur þessa stundina það verk- efni helst að loka fyrir lausnir á vandamálum launþega með því að harðneita nokkurri hreyfingu á fjárlögum og þegja um afstöðu til afskipta ríkisvalds af launa- málum. Helsti efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar dr. Gunnars Thor- oddsen situr nú í embætti við- skiptaráðherra og hefur sem fyrrverandi innvígður töluvert að segja um beitingu fjárlaga. Menn skyldu því ekki undrast þótt núverandi ríkisstjórn kunni að eiga eftir að líkjast stjórn dr. Gunnars Thoroddsen meir eftir því sem lengra líður. Við þessar aðstæður ættu menn ekki taka því eins og hverju öðru gríni bryddi einn helsti leiðtogi verkamanna upp á því, að tími sé kominn til að stofna Verka- mannaflokk íslands. Jómfrúr og kústsköft__________ Allt frá því að Talleyrand var á dögum og Grímur Thomsen orti um Goðmund á Glæsivöll- um hefur verið ljóst, að stjórn- málamenn þurfa að vera hálsliða- mjúkir, hvort sem mönnum finnst það geðfellt eða ekki. Þeir geta ekki verið eins og fulltrúar Kvennalistans, sem urðu eins og pipraðar jómfrúr í framan þegar þeim var boðið undir stjórnar- sængina á liðnu vori. Þeir geta heldur ekki verið eins og kúst- sköftin í Alþýðubandalaginu, sem standa af sér stórviðrin stagaðir niður af málum á borð við herinn burt. Hér hefur áður verið minnst á það af öðru tilefni, að pólitíkin er list hins mögulega. Engar heitstrenging- ar í pólitík, sé nokkur svo vitlaus að vera með þær, standa þau • sannindi af sér, að verkefni verð- ur að leysa. Það væri gott, bæði fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins og ráðherra Alþýðuflokksins að hafa þessi sannindi í huga þegar að þeim kemur að horfast í augu við launþegahreyfinguna um áramótin. Vel má vera að ungir og óvanir menn séu enn stirðir í hálsliðunum. En þetta venst. Þetta venst. Stefán Jóhann Þáttur í því að níða niður borgaralegt samfélag er að telja fólki trú um að því stjórni ein- ungis þjófar og bófar. 1 áratugi hefur Þjóðviljinn stundað þessa iðju með nokkrum árangri. Er jafnvel stundum að sjá eins og Morgunblaðið álíti að sjónarmið Þjóðviljans séu almenningsálitið í landinu. Þetta hefur oft reynst bagalegt af því Morgunblaðið er stórt og útbreitt með ólíkindum og fjári gott blað flesta daga. Einkum gætir þessarar hugmynd- ar um almenningsálitið þegar kemur að menningarmálum. Oft hefur verið bent á þessa stað- reynd af fólki, sem hér hefur lengi mátt sitja í andófi eins og algjör minnihlutahópur, sem rægður er af kommúnistum, og að minnsta kosti ekki varinn af Morgunblaðinu. En þar sem þetta er orðinn vani er víst ekkert við því að gera. Öðru máli gegndi þegar hafin var rógsherferð, og ekki sú fyrsta, gegn Stefáni Jóhanni Stefáns- syni hjá fréttastofu útvarps og í Þjóðviljanum, sem samkvæmt venju heldur róginum áfram dag eftir dag, þótt yfirlýst sé að áburðurinn á Stefán Jóhann sé lygi, í þeirri von að þeir fái að eiga síðasta orðið ef það kynni að verða til að sannfæra lesendur um að þeir hefðu haft rétt fyrir sér allan tímann. í þetta sinn mun þeim ekki takast þessi aðferð. Strax í byrjun var tekið rösklega á þessu máli í borgara- pressunni, Tímanum, Morgun- blaðinu og Alþýðublaðinu. Frétta- stofa útvarps var sæl í sinni trú fyrstu dagana og lofaði skjali frá einhverjum tólffótungi í Noregi, sem er gamall Maóisti. Skjalið kom ekki af því það var ekki til. Nú hefur Morgunblaðið birt grein- argott yfirlit yfir málið, sem sýnir hvemig kommúnistar vinna að sinni „gagnaöflun." Þegar þeim fannst eins og jörðin væri að byrja að skríða undan fótum þeirra hófu þeir máls á því að samskiptaskjöl Bandaríkjanna og íslands væru svo skítug, að þau þyrftu frest til birtingar umfram skjöl annarra þjóða. Þá munaði ekki um að draga með þeim hætti þá Bjarna Benediktsson og Eystein Jóns- son inn í málið, en það var einmitt í ráðherratíð þeirra tveggja og Stefáns Jóhanns, sem helsti skíturinn átti að koma upp í samskiptaskjölum þjóðanna á árunum fyrir 1950. Svona ó- skammfeilni er einsdæmi og hún er verst. Það þarf ekki að ræða þessa þrjá menn við Þjóðvilj- ann. Þeir standa með ævarandi hreinan skjöld langt ofar allri meðalmennsku og svik fundust aldrei í þeirra munni. En þeir voru andstæðingar kommúnista hvað snerti viljann til að samein- ast öðrum Vesturlöndum um varnir gegn ríki, sem þá kúgaði lönd Austur-Evrópu undir yfir- ráð sín, oft með því að neyða þjóðkjörin þing til samþykkta, leita samvinnu við bændaflokka eða láta menn eins og Mazaryk falla út um glugga. Að vera sleginn af Haraldur Blöndal, lög- fræðingur og formaður Reyk- holtsnefndar, skrifar stundum í blöðin. Hann er systursonur Bjarna Benediktssonar og vel pennafær. S.l. miðvikudag skrif- aði Haraldur grein í DV um aðförina að Stefáni Jóhanni. Þar segir: „Þeir sem lesa ævisögu Stef- áns Jóhanns verða fljótt varir við hverja hann telur höfuðand- stæðinga sína í stjórnmálum. Hann tók við Alþýðuflokknum í molum þegar kommúnistar og Héðinn Valdimarsson voru bún- ir að reka Jón Baldvinsson úr Dagsbrún og kljúfa Alþýðu- flokkinn í herðar niður en Jón bugaðist undan og iést skömmu síðar. Það var erfitt að vera formað- ur Alþýðuflokksins eftir fráfall Jóns Baldvinssonar. Á þessum ' árum litu kommúnistar og með- reiðarsveinar þeirra, þeir Héð- inn og Sigfús Sigurhjartarson á alþýðuflokksmenn sem sína verstu andstæðinga og einkan- lega var þeim uppsigað við Stef- án Jóhann Stefánsson. Það voru skipulagðar rógsher- ferðir gegn honum á vinnustöð- um og hvar sem alþýðuflokks- menn áttu fylgi, skipti engu pólitískt líf hans eða einkalíf, - allt var auri atað. Er óhætt að fullyrða að enginn stjórnmála- maður í seinni tíð hafi verið rægður jafnsvívirðilega og Stef- án Jóhann Stefánsson. Var því eðlilegt að Stefán Jóhann bæri þungan hug til kommúnista. Til marks um heift kommún- ista í garð Stefáns Jóhanns má rifja upp að Pálmi Hannesson rektor var samstúdent þeirra Stefáns og Brynjólfs (Bjarna- sonar). Vorið 1948 áttu þeir 30 ára stúdentsafmæli og hafði Pálmi forystu um fagnaðinn. Hann innti Brynjólf m.a. eftir því hvort hann myndi ekki mæta. Brynjólfur kvað nei við og sagðist ekki hafa skap til þess að sitja í fagnaði með mönnum sem yrðu slegnir af þegar þeir tækju völdin - með Stefáni Jó- hanni Stefánssyni. Varð Pálma hverft við, sem von var, því að hann fann að Brynjólfur meinti þetta.“ Þjóð án svikara Það er þetta pólitíska lið sem telur sig hafa efni á einhverjum eftirmælum um Stefán Jóhann. Samkvæmt upplýsingum Har- alds átti sem sagt að slá Stefán Jóhann af þegar kommúnistar höfðu náð völdum. Að vísu hefur eitthvað breyst og Stalíns- stefnan er ekki eins áberandi og hún var. Hitt er sýnt að Stefán Jóhann er enn ofarlega í hugum kommúnista, og þarf ekki nema lygafregn frá norskum Maóista til að setja gömlu úrverkin í gang. Að því leyti höndla þeir Stefán Jóhann eins og gamla tímasprengju. Æra manna verð- ur ekki skert að tilefnislausu. Hitt getur verið að þeir sem reiða hæst til höggs, á Álþingi, í blöðum og í kjaftaþáttum fjöl- miðla horfi framan í þá stað- reynd einn dag, að sjálfir standi þeir uppi ærulitlir vegna eltinga við mannorð sem er hreint. íslendingar hafa sem betur fer ekki átt við það að búa að eiga þjóðsvikara innan sinna vé- banda. Það veitir þjóðinni styrk til að standa á eigin fótum í blandi þjóða. Aðrar þjóðir, m.a. nágrannar okkar eins og Norð- menn og Svíar, hafa átt við það vandamál að stríða, að þar hafa einstaklingar gerst þjóðsvikarar vegna átrúnaðar á þjóðfélags- kerfi, sem nú keppist við að breyta sér sjálfu sér til bjargar. Þær breytingar eru þó óveruleg- ar, og énn er ekki annað vitað en hin hörðu lög leyniþjónustu og njósna séu í gildi. Þótt grund- vallarhugmyndir á Vesturlönd- um um frelsi einstaklingsins til orða og framkvæmda séu eitt af því mikilvæga í okkar lífi, breyt- ist líf okkar ört án þess að frelsisbylgjur á borð við frönsku byltinguna séu í nánd til að gera okkur lífið enn bærilegra. Sú er þó bót í máli, að þótt kreddur megi finna á Vesturlöndum, eru heilu þjóðfélögin ekki byggð á kreddum. Þar sem það viðgengst þarf mikilla breytinga við áður en hver einstök manneskja finn- ur til frelsis síns. Kreddan situr því enn í fyrirrúmi hjá stórum hlutum mannkyns. Og það er einmitt til varnar kreddunni, sem hvert hálmstrá er gripið af þeim sem vilja fyrir alla muni búa í samfélagi kreddunnar, og láta mikinn með lygafrétt úr Noregi ef þáð mætti verða til þess að sanna, að þeir sem vilja ekki leggja fjötra kreddunnar á aðra menn séu að minnstakosti þjóðníðingar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.