Tíminn - 28.11.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.11.1987, Blaðsíða 15
Laugardagur 28. nóvember 1987 Tíminn 15 Tsjekhov í Djúpinu EIH-leikhúsið: Tsjekhov i Djupinu: Um skaðsemi tóbaksins. Þýðandi: Geir Kristjánsson. Bónorðið. Þýðandi: Val- ur Gíslason. Leikstjóri: Þröstur Guð- bjartsson. Þetta er leikhús nokkurra ungra leikara og rekið við næsta frumstæð- ar aðstæður í Djúpinu. En það hefur farið vel af stað. Áður er búið að sýna Sögu úr dýragarðinum eftir Álbee og nú koma tveir einþáttungar Tsjekhovs. Það var notalegsíðdegis- skemmtun á sunnudaginn að horfa á þessa einþáttunga í Djúpinu. Salur- inn rúmar aðeins örfáa áhorfendur og svigrúm leikenda er nánast ekki neitt. En einmitt þetta skapar ná- komið andrúmsloft sem er skemmti- legt, jafnvel nokkuð óvenjulegt, þótt annars sé með ólíkindum hversu víða, er leikið í bænum um þessar mundir. Tsjekhov er vandleikinn, en hann veitir líka snjöllum leikhúsmönnum mikla möguleika. Það væri ofsagt að leikendur í eih-leikhúsinu hafi ráðið við þetta verkefni fyllilega. Einkum var það eintalið í fyrri þættinum, Um skaðsemi tóbaksins, sem galt fyrir reynsluleysi leikarans og leik- stjórans. í þessari einræðu verður að fara saman, með hárfínum hætti, skop og átakanleiki. Sá sem talar í leikþættinum er Ivan Ivanovitsj Njúkin, „eiginmaður konu sinnar sem rekur tónlistarskóla fyrir stúlkur ásamt heimavist". Þessi maður er ímynd hins kúgaða og undirgefna, skoplegur vegna hræðslu við varginn konu sína, átakanleg mynd mannlífs í eymd og volæði þótt hann klæðist kjólfötum. Ræða hans snýst minnst um skaðsemi tóbaksins, því meir um hans eigið helvíti sem kona hans hefur búið honum. Hjálntar Hjálmarsson gerir sitt besta til að slá á þá strengi til túlkunar á þessu hlutverki sem hann nær. En leikur hans er ekki í jafnvægi hláturs og tára sem hér þarf til. Hjálmar gerir þó margt snoturlega. Ég held að vanur leikstjóri hefði getað fengið meira út úr honum. En Hjálmar er upprennandi leikari og á vonandi góðan þroskaferil framundan. Hann er raunar efni í skopleikara og hefur svo sem sýnt það áður, -ég man eftir honum í sýningum Nemendaleik- hússins. En sem sagt: harmskopið hjá Tsjekhov réði hann ekki við þrátt fyrir heiðarlega tilraun. Hinn þátturinn, Bónorðið, er allt annars eðlis. Hann er miklu nær því að vera hreinn gamanleikur þótt skammt sé í tragidíuna ef grannt er skoðað. Þessi leikþáttur var þýddur fyrir hálfri öld og mun þá hafa verið leikinn víða. Um feril fyrra þáttarins veit ég ekki, en Bónorðið snýst um það að til óðalsbónda nokkurs kem- ur hjartveikur bóndi til að biðja dóttur hans. Því er vel tekið af hálfu föðurins, en svo fer að áður en að kvonbænum kemur hefur biðillinn þrætur við stúlkuna og föður hennar um eignarhald á engjum nokkrum. Má þá um skeið litlu muna að ráðahagurinn fari út um þúfur. Þessi þátturer í senn skemmtilegri og auðleiknari en sá fyrri enda fóru leikendur léttilega með hann. Þarna kemur til aðstoðar reyndur leikari þar sem er Jón S. Gunnarsson sem fer með hlutverk óðalsbóndans. Dóttur hans leikur Bryndís Petra Bragadóttir. Bæði gera þau hlut- verkum sínum allgóð skil eftir hætti. En stjarna leiksins er Guðjón Sig- valdason í hlutverki biðilsins. í lima- burði og töktum hans öllum sjáum við leikara sem ætti að geta náð tökum á þeirri jafnvægislist sem þarf til að leika Tsjekhov og slíka meist- ara. Guðjón lék einnig burðarhlut- verkið í Sögu úr dýragarðinum. Þessi litla sýning er þannig ekki neinn meiriháttar listviðburður. En hún er ásjáleg. Eih-Ieikhúsið segist vonast til að „eiga eftir að njóta nærveru þinnar (þ.e. leikhúsgests- ins) um ókomna framtíð“. Þess vildi ég gjarnan njóta líka, en þá þyrfti aðstaða leikhússins raunar að batna þótt ekki sé ástæða til að gera lítið úr þeim kostum sem kjallarinn í Djúpinu og slíkir salir búa yfir. Gunnar Stefánsson. n Jeep EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Sýningar- bíll á staðnum. EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Simar 77200 — 77202 ★ Hagstæð kjör ★ 25% útborgun ★ Eftirstöðvar lánaðar í allt að 2V2 ár Ath.: Gengi dollars hefur ekki verið lægra síðan fyrir gengis- fellingu 1984. 1988 HRARIK N RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Orðsending til eig- enda sumarbústaða á orkuveitusvæði Rafmagnsveitna ríkisins Þeir eigendur sumarhúsa, sem hug hafa á að fá heimtaug frá RARIK næsta sumar, eru eindregið hvattir til að leggja inn umsóknir sem fyrst og kynna sér jafnframt þær reglur sem í gildi eru varðandi afgreiðslu slíkra heimtauga. Nú er verið að undirbúa efniskaup fyrir fram- kvæmdir ársins 1988 og því er mikilvægt að umsóknir liggi fyrir hið fyrsta. Umsóknareyðublöð og allar frekari upplýsingar eru veittar á afgreiðslustöðum RARIK, í Reykjavík að Laugavegi 118 og á svæðisskrifstofum og útibúum um land allt. Rafmagnsveitur ríkisins. Orðsending vegna heimtauga 1988 á orkuveitusvæði Rafmagnsveitna ríkisins Þeir viðskiptavinir RARIK sem hug hafa á kaupum á stórum heimtaugum eða stækkun núverandi heimtaugar frá RARIK á árinu 1988, eru eindregið hvattir til að leggja inn umsóknir sem fyrst. Nú er verið að undirbúa efniskaup fyrir fram- kvæmdir ársins 1988 og því er mikilvægt að umsóknir liggi fyrir hið fyrsta. Umsóknareyðublöð og allar frekari upplýsingar eru veittar á afgreiðslustöðum RARIK, í Reykjavík að Laugavegi 118 og á svæðisskrifstofum og útibúum um land allt. Rafmagnsveitur ríkisns. Til sölu notaðar dráttarvélar IH-574 .............. árgerð 1978 Ford 4100 ............ árgerð 1978 Ford 4600 .............árgerð 1978 Ford 7704 Conty......árgerð 1981 Zetor 5011 ........... árgerð 1983 Zetor 6911 ............árgerð 1979 Vélar í góðu lagi á góðum kjörum. C7 Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Til sölu FENT 306 LSA árgerð 1984, með aflúrtaki og þrí- tengibeisli að framan. BOÐIf Flatahrauni 29, 220 Hafnarfjöröur sími 91-651800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.