Tíminn - 28.11.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.11.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 28. nóvember 1987 Verslunarstjóri Kaupfélag Saurbæinga óskar eftir að ráða verslun- arstjóra. Ráðningartími er frá 1. janúar næst komandi. Leitað er að manni með reynslu í verslunarstörf- um. Húsnæði fyrir hendi. Umsóknir er greini aldur menntun og fyrri störf sendist kaupfélagsstjóra, sem veitir nánari upplýs- ingar í síma 93-41501, eða starfsmannastjóra Sambandsins. Kaupfélag Saurbæinga Skriöulandi Fjölbrautaskólinn við Ármúla, sími 84022 Innritun fyrir vorönn 1988 lýkur föstudaginn 11. desember. Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8-16 og veitir allar nánari upplýsingarum námsbrautirog námstilhög- un. Skólastarf vorannar hefst þriðjudaginn 5. janúar kl. 11. Skólameistari. Framtíðarstarf Kaupfélag Austur-Skaftfellinga vill ráða mann í starf forstöðumanns verslunarsviðs hjá félaginu. Hér er um áhugavert ábyrgðarstarf að ræða. Æskilegt er að viðkomandi hafi viðskiptafræði- eða verslunarpróf. Starfsreynsla og áhugi á sam- vinnuverslun er nauðsynleg. Allar nánari upplýsingar gefa Hermann Hansson kaupfélagsstjóri, Ingi Már Aðalsteinsson eða Eirík- ur Sigurðsson í síma 97-81200. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga. Fornám Tökum við nýjum nemendum í fornám eftir áramót. Kennslugreinar eru: íslenska, danska, enska, stærðfræði og íþróttir. Kjörið tækifæri fyrir þá sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi. Umsóknir sendist Héraðsskólanum að Núpi 471 Þingeyri. Skólastjóri. BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVIK:. 91-31815/686915 AKUREYRI:..... 96-21715 23515 BORGARNES: ......... 93-7618 BLONDUOS:..... 95-4350/4568 SAUÐARKROKUR: . 95-5913/5969 SIGLUFJORÐUR: ... 96-71489 HUSAVIK: ..... 96-41940 41594 EGILSSTAÐIR: ...... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: .. 97-3145 3121 FASKRUÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HOFN HORNAFIRÐI: . 97-8303 irrterRent Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Pósthólf 10180 Sprengisala í happinu hjá Happdrætti Háskólans: Ein milljón miða í hverjum mánuði íslendingar eru happa- og nýj- ungasjúk þjóð. Það eru reyndar engin ný sannindi. Nýjasta æði land- ans felst í því að tölta út í næstu sjoppu og kaupa happamiða á 50 kall og fá það strax staðfest hvort gæfan brosir við viðkomandi. Þetta æði ku ekki vera bundið við einn aldurshóp fremur en annan. Börnin kaupa einn og einn miða en margir þeirra eldri, þ.e. þeir sem hafa nóga peninga, snara út einum bláum fimmþúsundkalli fyrir heilt búnt af miðum, sagði einn viðmælandi Tím- ans sem vel þekkir til sölu lukkumið- anna. Fyrst kom Happdrætti Háskólans með „happaþrennuna“, síðan Landssamband hjálparsveita skáta með sitt „lukkutríó" og það nýjasta á markaðnum ersvokallaður „ferða- þristur" Ungmennafélags Hvera- gerðis og Ölfuss. Leyfi frá dómsmála- ráðuneyti Skátar og Ungmennafélagið hafa þurft að sækja um sérstakt leyfi til dómsmálaráðuneytis til starfsrækslu sinna skyndihappdrætta. Ráðuneyt- ið úthlutaði einungis leyfi fyrir fyrsta upplaginu, 500 þús. miða til skát- anna og 250 þús. stk. til Ungmenna- félagsins. Báðir þessir aðilar hafa farið fram á leyfi ráðuneytis fyrir öðru miðaupplagi, en til þessa hefur lítið heyrst frá ráðuneytinu. Ólafur W. Stefánsson skrifstofustjóri í Dómsmálaráðuneytinu sagði í sam- tali við Tímann að ekkert hafi verið ákveðið með frekari leyfi og ekki væri Ijóst hvenær það yrði. Aðspurð- ur sagði Ólafur að ráðuneytið setti þau skilyrði að lágmarksvinnings- hlutfall í skyndihappdrættum væri 40%. Sprengisala hjá Háskólanum Að sögn Jóhannesar Helgasonar hjá Happdrætti Háskólans, hefur happaþrenna þeirra gengið mun bet- ur en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Frá því í mars sl., þegar happdrættið hóf sölu happaþrenn- unnar, hafa selst nálægt 9 milljónum miða. Hver miði kostar 50 kr., þannig að heildarsalan það sem af er þessa árs, er um 450 milljónir og áætlað er að sú tala eigi eftir að ná hálfum milljarði um næstu áramót. Jóhannes sagði og að hreinn ágóði happdrættisins af sölunni á þessu ári væri áætlaður 100-200 milljónir kr. Þristurinn frá Hveragerði Stjórn fjáröflunarnefndar Ung- mennafélags Hveragerðis og Ölfuss kynnti fyrir stuttu nýjasta afkvæmið í happdrættisfári landsmanna, ferða- þristinn. Hér er um að ræða sams- konar lukkumiða og hjá Happdrætti Háskólans og skátum, eini munurinn felst í þeim vinningum sem í boði eru. Hinir heppnu fá í vinning innan- og utanlandsferðir. Detti sá heppni niður á innanlandsferð getur hann valið um áfangastað, svo fremi sem Flugleiðir fljúgi þangað. Sama gildir um ferðavinninga til Bandaríkjanna og Evrópu. Að sögn aðstandenda happaþristsins er aðalvinningur ferðaþristsins ferð til Bankok. Það kom ennfremur fram að í þessu fyrsta upplagi ferðaþristsins, sem telur 250 þúsund miða, eru 513 ferðavinningar. En af hverju skyldi ungmennafé- lagið hafa farið inn á þessa braut í fjáröflun? Að sögn fjáröflunar- nefndarmanna er með þessu móti reynt að afla fjár til uppbyggingar íþróttastarfs- og íþróttamannvirkja í Hveragerði. Fljúgandi start hjá skátum Birgir Ómarsson hjá Landsam- bandi hjálparsveita skáta sagði að lukkutríó þeirra hafi fengið fljúgandi byrjun og fyrsta upplagið, 500 þús. miðar, horfið á fjórum dögum. Skátarnir fóru fram á leyfi frá dóms- málaráðuneytinu fyrir einni milljón miða en fengu úthlutað í byrjun 500 þús. miðum. Dómsmálaráðuneytið hefur nú til athugunar útgáfu leyfis fyrir 500 þús. skátalukkumiðum í viðbót. Áætlað er að hreinn hagnað- ur skátanna af fyrsta upplaginu verði 2-3 milljónir, en reiknað er með að hann geti orðið hlutfallslega mun meiri af næstu upplögum, vegna minni kostnaðar, t.d. lægri útgjalda til auglýsinga og kynningar. Samkvæmt lögum er Háskóla- happdrættinu einu leyft að hafa peningagreiðslur í vinninga í slíkum skyndihappdrættum, og því róa skátarnir á öðrum miðum og bjóða færri og stærri vinninga. Pannig eru tveir Benzar stóru vinningarnir í fyrsta upplagi lukkumiðanna. Leysir lukkan rakettur af hólmi? Eins og kunnugt er hefur ein helsta tekjulind skátanna til þessa verið sala flugelda fyrir áramótin. En gefur þetta flugstart lukkumið- anna tilefni til að ætla að þeir komi í stað rakettanna sem helsta fjáröfl- unarleiðin? „Pað myndi gera það alveg tvímælalaust, sérstaklega ef við sætum einir að þessum markaði við hlið Háskólahappdrættisins", sagði Birgir Ómarsson. ÓÞH Þjóðinni hefur ekki munað um að snara út tæpum háifum milljarði á þessu ári fyrir happamiða. Var einhver að tala um blankheit? Sigfús Daðason: Útlínur bakvið minnið Sigfús Daðason. Iðunn hefur gefið út nýjaljóðabók eftir Sigfús Daðason. Nefnist hún Útlínur bakvið minnið og er fjórða ljóðabók skáldsins. En áður hefur Iðunn gefið út Ljóð Sigfúsar Daða- sonar, þrjár fyrri bækur hans í einni. Útgefandi kynnir efni þessarar nýju Ijóðabókar með svofelldum orðum: „Ljóðin eru að því leyti útlínur að þau eru einatt sparlega dregin: í meitluðum ljóðmyndum skyggir skáldið jafnt ytri heim sem innri vitund. Skáldskapur Sigfúsar Daða- sonar á djúpar rætur í klassískum menntum og hann ber samtíðina sífellt upp að ljósi sögunnar. í ýms- um Ijóðum hér er fólgið kaldranalegt spott um sjálfumgleði og þembing tíðarinnar, svo sem „síðustu bjart- sýnisljóðum“ þar sem háðið er beitt- ara en nokkru sinni fyrr. Annars staðar er kyrrara yfir, til dæmis í hinum fögru elegíum þar sem sárs- auki minninganna og vitund hverful- leikans er líkt og dulinn grunur.“ Kápumynd gerði Hallgrímur Helgason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.