Tíminn - 28.11.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.11.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Timiim MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 400 prdálk- sentimetri. Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.- Kratarkrafsaíbakkann Pingflokkur Alþýðuflokksins virðist allt í einu hafa munað eftir því að verið væri að móta fiskveiðistefnu og stefna krataflokksins væri að vera á móti framleng- ingu á ríkjandi fiskveiðistefnu, sem nú hefur verið við lýði í fjögur ár. Hamagangurinn er eftir því og ætlar nú helmingur þingflokks krata að móta fiskveiðistefnu yfir helgina. Pó vissulega sé seint betra en aldrei þá er þetta brölt þingflokks Alþýðuflokksins nú á síðustu stundu áður en frumvarpið um fiskveiðistjórnun fram til 1991 er lagt fyrir Alþingi með algerum endemum. Jón Baldvin ásakaði flokksbróður sinn af Vestfjörðum, Karvel Pálmason um pólitísk látalæti í skattamálum. Dómur Jóns Baldvins á ekki síður við um atferli þingflokks krata þessa dagana. Gífurleg vinna hefur verið lögð í endurskoðun gildandi fiskveiðistefnu undanfarnar vikur og hafa kratar haft fullan aðgang að þeirri vinnu. Hagsmuna- aðilar sjávarútvegsins hafa farið ítarlega ofan í málið og ekki talið ástæðu til að víkja frá þeirri grundvallar- stefnu, sem mótuð hefur verið. Það eru því hjáróma krataraddir sem nú kveða við og heimta grundvallarbreytingar á frumvarpinu, því sú athyglisverða staðreynd blasir við að afstaða krata í málinu er þvert á stefnu helstu hagsmunasamtaka og forystumanna þeirra. Guðjón A. Kristjánsson forseti Farmanna- og fiski- mannasambandsins lýsti því við upphaf þings sam- bandsins, sem lauk í gær, að ekki væri vilji til þess að breyta verulega um í fiskveiðistjórnun fyrir næstu ár. Fiskiþing hefur nýverið tekið undir öll þau grundvall- aratriði, sem fiskveiðistefnan byggir á. Aðalfundur LÍÚ komst einnig að sömu megin- niðurstöðu varðandi stjórnun fiskveiða. Allt í einu hrökkva hinir róselsku kratar upp af Þyrnirósarsvefni sínum og krefjast grundvallarbreyt- inga á frumvarpsdrögum Halldórs Ásgrímssonar sjáv- arútvegsráðherra. Fjaðrafokið er enn athyglisverðara fyrir það að innan þingflokks Alþýðuflokksins eru þingmenn langt í frá að vera samstíga um þessar óskilgreindu grund- vallarbreytingar, sem þeir þykjast vilja gera á stefn- unni. Að vísu heyrast loðnar yfirlýsingar um „að skilja frekar á milli kvóta og skips“. Það virðist hafa farið fram hjá Alþýðuflokks- mönnum að um 70% fyrirtækja í sjávarútvegi starf- rækja bæði útgerð og fiskvinnslu. Ef til vill er það ósk kratanna að svipta þá er eingöngu gera út kvótanum og færa hann til fiskvinnslunnar. Hvað þykir annars hinum ágætu smábátaeigendum um slíka stefnu? Auðvitað verður framkvæmd svo vandasamrar stefnu sem fiskveiðistefnunnar aldrei sársaukalaus, en reynt hefur verið til hins ýtrasta að tryggja sem réttlátasta skiptingu þessarar dýrmætustu en takmörk- uðu auðlindar okkar einmitt með því að hafa víðtækt samráð við hagsmunaaðilana. Og þar hefur vel tekist til. Framsóknarfólk mun ekki taka því þegjandi ef krataforystan ætlar á lokastigi málsins að hefja skipu- lagða skemmdarverkastarfsemi á frumvarpsdrögum Halldórs Ásgrímssonar, sem byggja á samráði við þá sem skipta máli, hagsmunasamtök í sjávarútvegi. Laugardagur 28. nóvember 1987 JLEGAR talað er um djúpar tilfinningar og innstu hjartaræt- ur í stjórnmálum er verið að höfða til þeirra þátta í mannlegu eðli, sem fjarstir eru því hags- munapoti er fylgir pólitískri starfsemi oft og tíðum, og snertir atriði, sem heyrðu kannski frek- ast til pólitískum tilfinningum í aðskilnaðarmáli okkar við Dani. Þá var slíkt umrót í flokkaskipun í landinu, að á stundum var ekki vitað hverjir flokkar væru starf- andi fyrr en Alþingi kom saman tii sumarfunda. Þá var líka talað um „langsum“ og „þversum“ í pólitík. Það fer saman, að þegar höfðað er að nýju til hins djúpa pólitíska tilfinningalífs nú á dögum, er umrótið í pólitík orðið með líkum hætti og var á dögum aðskilnaðarins. Sú skír- skotun til tilfinningalífsins kom í fyrsta sinn opinberlega fram eftir langt hlé í ræðu sem Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, hélt á flokks- ráðs og formannafundi Sjálf- stæðisflokksins, sem haldinn var á Selfossi dagana 20. til 22. nóvember. Hvergi smuga Þorsteinn vék þar að klofningi flokksins, sem varð í síðustu kosningum og tilurð Borgara- flokks undir forystu Alberts Guðmundssonar. Sá kafli ræðu formannsins, sem fjallar um „vinslitin" bendir ótvírætt til þess að Þorsteinn hyggist nú vinna að sameiningu þessara tveggja flokka. En Albert er fastur fyrir og segist hvergi sjá smugu fyrir sig í Sjálfstæðis- flokknum, enda ótrúlegt að Friðrik Sophusson færi að víkja sæti fyrir honum á lista í Reykja- vík. Verður á þessu séð að Albert sjálfur yrði aðeins dýru verði keyptur ætti hann að snúa til baka. Annars vekur það nokkra undrun og umþenkingar að Þorsteinn Pálsson skuli ein- mitt nú vekja máls á klofningi flokksins og láta liggja að því að hann vilji sameiningu. Hún verður aldrei auðveld með Al- bert inni í myndinni, enda er helst á Albert að skilja, að ekki þýði að ræða sameiningu nema skipt verði um forystu í Sjálf- stæðisflokknum. sbr. Tímann 24. nóvember. Sjö litlir menn Það er svo annað mál hvort ræða Þorsteins byggist ekki á þreifingum á öðrum en Albert. Tveir af þingmönnum Borgara- flokksins voru yfirlýstir sjálf- stæðismenn, þeir Júlíus Sólnes og Óli Þ. Guðbjartsson. Þeir hafa aldrei verið orðaðir við „litla manninn“ svo vitað sé, og sú pólitík óljós eins og hún er, nú þegar fyrirgreiðslu er lokið, hefur kannski aldrei verið til nema í munni Alberts Guðm- undssonar. Of snemmt er fyrir Þorstein að gera ráð fyrir því að formennska Alberts fyrir Bor- garaflokknum sé þegar farin að þreyta liðið í þeim mæli að einhverjir hyggi á breytingu. Hins vegar er hægt að hugsa sér að samtöl eigi sér stað við gamla flokksfélaga. Nú skal ekki efnt í þann fjandafagnað að fara að gera því skóna að slík samtöl hafi með einum eða öðrum hætti vakið þann skilning, að flokks- festan í Borgaraflokknum sé að springa á saumum. En það hlýt- ur að vera erfitt fyrir hið glað- beitta lið, sem fékk sjö menn kjörna á þing í síðustu kosning- um, að þurfa að horfa upp á ört hnignandi fylgi í skoðana- könnunum strax að kosningum loknum. Haldi skoðanakannan- ir áfram að sýna minnkandi fylgi Borgaraflokksins gæti svo farið að flokksmenn almennt, þeir sem eftir væru, teldu að þeir væru að lenda út í horni í pólitíkinni. Það gæti auðvitað flýtt fyrir einhverskonar samein- ingu við Sjálfstæðisflokkinn. En seint mun Albert taka sinna- skiptum, enda, þegar svo væri komið, gæti orðið erfitt fyrir hann að semja um fyrsta sætið á lista f Reykjavík, og ýta þannig forystuliði frá sér. Með tilliti til þess er ræða Þorsteins rétt tíma- sett. Það getur verið eðlilegt mat á aðstæðum að bjóða sættir nú áður en staða Borgaraflokks- ins kynni að versna. Flokkur í flokki Þorsteinn hélt því fram í ræðu sinni, að skoðanaágreiningur hefði ekki ráðið því að Borgara- flokkurinn var stofnaður. Það fer nú eftir því hvernig á málið er litið. Eflaust hefur enginn skoðanaágreiningur ríkt um „dýpstu tilfinningar allra þeirra, sem svo lengi hafa starfað sam- eiginlega í þágu sjálfstæðisstefn- unnar“. Þótt Albert hafi lært í Samvinnuskólanum og verið vinur Jónasar frá Hriflu, kom ekki til þess að hann yrði fram- sóknarmaður eða Alþýðu- flokksmaður. Hinar „dýpstu til- finningar“ hans hafa lengi tengst Sjálfstæðisflokknum, eins og hann vildi hafa hann. í svo stórum flokki hafði hann nægt svigrúm fyrir fyrirgreiðslupólitík sína bæði í borgarstjórn og á þingi, og hætti henni ekki þótt t.d. maður á borð við Davíð Oddsson, borgarstjóra, semdi um það sérstaklega að Albert leysti sig undan hinni linnulausu kvöð. Af þessari fyrirgreiðslu- pólitík spratt svo kenningin um litla manninn. Hún kom í dags- ljósið um það bil sem Albert var hættur að hafa vald til að greiða úr fyrir nokkrum manni. Meinið og ástæðan fyrir klofningnum var að Albert hélst ekki uppi að vera flokkur í Sjálfstæðisflokkn- um. Þar eru þó margir hávaða- samir og einstrengingslegir menn, eins og Matthías Bjarna- son, sem harmar nú manna mest að hafa ekki orðið ráðherra, þótt hann lýsi öðru yfir svo að segja á hverjum þingflokks- fundi. Hann lætur við sitja að vera óánægður flokksmaður, en Albert var aldrei óánægður. Hann fékk yfirleitt það sem hann vildi þangað til Þorsteinn kom og rak hann úr ráðherra- embætti. Og hurðir höfðu varla lokast á eftir honum þegar upp- hefst talið um „dýpstu tilfinning- ar“ flokksmanna, eins og það eigi að hafa einhver áhrif á Albert Guðmundsson. Maður sem lengi hefur verið flokkur í flokki, og spilað vel úr sínum spilum, er að auki að basla með litla manninn í farangrinum, ber enga eftirsjá í brjósti. Og það er alveg víst að tilfinningalíf hans hefur ekki orðið eftir í Sjálf- stæðisflokknum. í minningu annarrar stjórnar Enn hefur Sjálfstæðisflokkur forystu fyrir ríkisstjórn eins og á dögum dr. Gunnars Thor- oddsen. Fólk minnist enn síð- ustu mánaða þeirrar ríkisstjórn- ar, þegar vextir og verðbólga voru að sliga samféLgið. Sú reynsla er það ný, að ástæðu- laust er að stefna í sama stjórn- arfar svo skömmu síðar. En því er ekki að neita, að afskiptaleysi ríkisvaldsins í hinum þýðingar- mestu málum, svo sem launa- málum og efnahagsmálum, minnir um margt á það forystu- leysi, sem orðið var á síðustu dögum ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen. Nú þarf hörð við- brögð og sterk úrræði til að hindra að á ný verði skeiðað upp verðbólgu og vaxtaveginn, sem liggja samhliða eins og Mikla- brautin og örva hvor annan til dáða. Oft er talað um stutt- buxnadeild sjálfstæðismanna og frjálshyggju og þvíumlíkt. Allt er það hégóminn einber hjá því að hafa ekki á að skipa forystu- liði, sem kann að taka af skarið og benda slíku liði á, að þótt því þyki hugmyndir sínar góðar geti verið að lítið samfélag sé ekki sniðið fyrir þær, eða öllu heldur, að ekki sé hægt að sníða samfé- lagið að þeim, svona seint á tuttugustu öldinni. Þá ber þess líka að gæta, mitt í þeim vanda- málum sem að okkur steðja, að varla vinnst tími til að kafa djúpt í tilfinningalíf týndra sona rétt á meðan takast þarf á við vanda- málin með þeim hætti að ekki standi á svörum. Því hefur verið marglýst yfir af Framsóknarfor- ystunni, að hún vill allt til vinna að stjórnin vinni heilshugar sam- an að lausn margvíslegra vanda- mála. Hitt er deginum ljósara, að það hlýtur eitthvað að fara að gefa sig haldi vextir og verðbólga áfram á einhverri hraðferð yfir flag, sem rétt var að byrja að gróa fyrir tilverknað síðustu ríkisstjórnar. Vel má vera að Sjálfstæðisflokkurinn hafi klofnað, en það þýðir ekki að hann geti beitt einhverjum fjar- vistarsönnunum þegar verka- lýðsmál og efnahagsstefna er annars vegar. Nýr flokkur verkamanna Þegar upplýstist að Guð- mundur J. Guðmundsson væri í miðjum hópi verkalýðsleiðtoga að ræða stofnun Verkamanna- flokks íslands vildu menn taka fréttinni eins og hverju öðru gríni. En mikið meiri alvara býr að baki þeim fábrotnu yfirlýsing- um sem Guðmundur J. hefur gefið. Það er staðreynd að verkalýðshreyfingin hefur nán- art gefist upp á Alþýðubanda- laginu og væntir ekki mikils stuðnings þaðan, a.m.k. ekki á meðan formaðurinn er í Ind- landi eða situr við að semja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.