Tíminn - 28.11.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Laugardagur 28. nóvember 1987
Jómfrúræða Finns Ingólfssonar varaþingmanns Framsóknarflokksins í Reykjavík:
Byggingasjóð
fyrir f ramtíðina
Hæstvirtur forseti.
Ég mæli hér fyrir tillögu til þingsá-
lyktunar, sem er að finna í Alþing-
istíðindum númer 146 og er þetta
138. mál þingsins. Flutningsmenn
ásamt mér eru háttvirtir þingmenn
Páll Pétursson, Stefán Guðmunds-
son, Guðni Ágústsson og Valgerð-
ur Sverrisdóttir.
Hæstvirtur forseti.
Með þessari tillögu er lagt til að
farin verði ákveðin lcið til að
leysa það ófremdarástand sem ríkir
á hverju hausti í húsnæðismálum
námsmanna á höfuðborgarsvæð-
inu. Könnun sem Félagsstofnun
stúdenta lét gera árið 1982 á hús-
næðisaðstöðu námsmanna við Há-
skóla íslands sýndi að 4,6%
námsmanna bjuggu á stúdentagörð-
um. Hinsvegar reyndust 40% búa
í leiguhúsnæði.
í desember 1986 gerði Lánasjóð-
ur íslenskra námsmanna könnun á
húsnæðisaðstöðu námsmanna, sem
þá voru í lánshæfu námi hér á
landi. Sú könnun leiddi í ljós að
um helmingur námsmanna bjó í
leiguhúsnæði og í dag búa innan
við 4% námsmanna í Háskóla
íslands á stúdentagörðum. Rann-
sókna eða kannana á ástandinu er
ekki þörf. - Aðgerða er nú þörf.
Húsnæðisauglýsingar í
tugatali
Auglýsingar dagblaðanna í tuga-
tali á hverjum degi í ágúst og
september, þar sem námsmenn
auglýsa eftir húsnæði og heita hárri
fyrirframgreiðslu, segir sína sögu
um ástandið. Það að námsmenn
geti heitið háum fyrirframgreiðsl-
um er óskiljanlegt.
Framfærsla Lánasjóðsins í dag
er 25.000 krónur á mánuði og þar
af eru ætlaðar tæpar fjögur þúsund
krónur til greiðslu á húsnæði. Þess-
um viðmiðunum verður að breyta.
Ég hef fengið það staðfest af starfs-
manni húsnæðismiðlunarstúdenta,
að algengasta verð fyrir eitt her-
bergi var átta til tólf þúsund krónur
á mánuði. Fyrir tveggja herbergja
íbúð 20 til 25 þúsund krónur og 30
til 35 þúsund fyrir þriggja her-
bergja íbúð. Þetta leiguverð er
ekki greitt af námsmönnum sjálf-
um nema að hluta til. Pað lendir á
foreldrum, vinum eða vensla-
mönnum að aðstoða námsmenn í
þessum efnum.
Að enn skuli vera fjörutíu manns
á biðlista eftir húsnæði hjá Hús-
næðismiðlun stúdenta, einum og
hálfum mánuði eftir að skólar eru
almennt byrjaðir, lýsir ástandinu
mjög vel.
Yfirboð á
markaðnum
Ég veit að háttvirtir alþingis-
menn kannast margir hverjir við
raunasögur námsmanna og annar-
ra við leit að húsnæði. Ég vil hér
segj a eina sem ég tel táknræna fyrir
ástandið.
Hjón norðan úr landi töldu sig
vera búin að tryggja sér tveggja
herbergja íbúð hér í Reykjavík í
vetur fyrir tuttugu þúsund krónur
á mánuði. Þegar þau vitjuðu íbúð-
arinnar, tilbúin í námið og búslóðin
hafði verið flutt suður kom á
daginn að búið var að leigja íbúð-
ina öðrum sem borgaði þrjátíu
þúsund krónur á mánuði. Þessi
hjón eru enn húsnæðislaus. Bú-
slóðin er gcymd í bílskúr og þau
búa hjá ættingjum, viku í senn á
hverjum stað. Þessi hjón þekkja
ástandið á húsnæðismarkaðnum í
höfuðborginni.
Fleiri námsmenn
ení Hl
Fullyrða má, þó að fjöldi náms-
mannaíbúða í Reykjavík yrði þre-
faldaður á næstu fimm árum,
myndi enn skorta á að brýnasti
vandinn yrði leystur. Félagsstofn-
un stúdenta er nú að byggja nýja
hjónagarða og er gert ráð fyrir að
fyrsti áfangi verði tekinn í notkun á
næsta ári. í þeim áfanga verða
fullgerðar tuttugu íbúðir og við
bætast 73 íbúðir árið 1990. Þetta
mun aðeins létta undir með náms-
mönnum við Háskóla íslands. En
við megum ekki gleyma því að það
eru fleiri námsmenn en þeir sem
stunda nám við Háskólann.
Innritaðir námsmenn í Háskóla
íslands árið 1987 eru 4.233. Félags-
menn í Bandalagi íslenskra sér-
skólanema eru þrjú þúsund. Þau
samtök hafa ekkert húsnæði til
útleigu fyrir sína félagsmenn. Þeir
verða því eingöngu að treysta á
leigumarkaðinn. Auk þessa verða
hundruð jafnvel þúsundir náms-
manna, sem stunda nám á fram-
haldsskólastigi, einnig algjörlega
að treysta á leiguhúsnæði.
Námsmannahúsnæði
fyrir 200 millj.
Ef sú tillaga, sem hér er mælt
fyrir, verður að veruleika mætti
hugsa sér að á næstu tveimur árum
mætti fjárfesta í námsmannahús-
næði fyrir 200 milljónir króna.
Þetta er mögulegt á þann hátt að
námsmenn sem skráðir eru í Há-
skóla íslands og félagsmenn í BÍSN
greiddu þúsund krónur hver í sér-
stakt framlag til Byggingasjóðsins
og ríkissjóður legði á móti þrefalda
þá upphæð. Þá þyrfti að koma til
lán frá Byggingasjóði verkamanna
fyrir80% af byggingarkostnaði, en
það er í raun forsenda fyrir því að
hægt sé að hrinda þessari hugmynd
í framkvæmd.
Lægri leiga en á
almennum markaði
Fyrir utan það, sem hér hefur
verið nefnt um húsnæðisaðstöðu
eða aðstöðuleysi námsmanna, vil
ég nefna nokkur atriði enn sem ég
tel að vegi þungt í röksemdafærslu
fyrir því að Byggingarsjóður sem
þessi fyrir námsmenn sé nauðsyn-
legur.
í fyrsta lagi: Eftir því sem fram-
boð á húsnæði fyrir námsmenn
verður meira, þvt' minni verður
námskostnaður nemenda. Leiga
mun verða mun lægri í námsmanna-
húsnæðinu en á almenna mark-
aðnum.
í öðru lagi mun lægri náms-
kostnaður draga úr kröfum
námsmanna um hækkun á fram-
færslukostnaði frá Lánasjóði ís-
lenskra námsmanna. Það er þjóð-
hagslega hagkvæmara að fjár-
magna félagslegar íbúðabyggingar
fyrir námsmenn en að fjármagna
húsnæðiskostnað þeirra á almenn-
um leigumarkaði.
1 þriðja lagi er hægt með fjölgun
námsmannaíbúða að draga úr að-
stöðumun milli landsbyggðar og
höfuðborgar hvað menntun
varðar.
í fjórða lagi þá getur hátt leigu-
verð haft áhrif á varanlega búsetu
fólks. Foreldrar námsmanna eða
þeir sjálfir bregðast oft við hús-
næðisvandanum með því að fjár-'
festa í íbúðum á höfuðborgarsvæð-,
inu.
í fimmta lagi er öflugur
Byggingarsjóður fyrir námsmenn
framtíðarlausn á húsnæðisvanda
þeirra.
Hæstvirtur forseti.
Húsnæðismál námsmanna hafa
áður komið til umræðu hér á
háttvirtu Alþingi.
Þingsályktun um að fela ríkis-
stjórninni að kanna sérstaklega á
hvern hátt megi bæta úr þeim
mikla húsnæðisvanda sem náms-
menn utan Reykjavíkur búa við,
var samþykkt hér 1984, en því
miður hefur okkur lítið skilað fram
á þessu sviði.
Ég trúi því, að með samstilltu
áfaki námsmanna sjálfra og ríkis-
valdsins sé hægt að koma á fastri
stjórn á húsnæðismál námsmanna
fyrir framtíðina, því þær aðstæður
sem námsmenn búa við í dag er
útilokað að búa við til lengdar.
Hæstvirtur forseti.
Ég legg til að þingsályktunartil-
lögu þessari verði vísað til félags-
málanefndar sameinaðs þings að
loknum umræðum.
BÓKMENNTIR
1111111111
Sunnlendingar
Jón R. Hjálmarsson:
Á meðal fólksins,
15 frásöguþættir,
Suðurlandsútgáfan, Selfossi 1987.
Þetta mun vera hin sjöunda í röð
bóka sem Jón R. Hjálmarsson hefur
sent frá sér síðan 1978 og hefur að
geyma viðtöl við fólk úr ýmsum
áttum, einkum af Suðurlandi. Hér
er hann enn á ferðinni með viðtals-
tæki sín í þeim sama landshluta, en
þó eru þarna þrjú viðtöl við vestur-
íslenska menn sem tekin eru í Kan-
ada.
Af fyrri verkum Jóns, bæði í
rituðu máli og kannski ekki síður
útvarpsþáttum hans, er það vel
þekkt að honum er lagið að fá fólk
til að segja frá því sem á daga þess
hefur drifið af einlægni og án ails
orðskrúðs. í þessari bók kemurþessi
hæfileiki vel fram eina ferðina enn,
því að hún er læsileg og má teljast
fróðleg í alla staði. Ef setja á út á er
helst að hann leggi tæpast næga rækt
við þann hluta viðtalstækninnar sem
felst í því að bregða upp persónulýs-
ingum af viðmælendum sínum. í
heild virðist mér það fremur vera
einkenni á þessari bók að þar sé sagt
frá eftirminnilegum atburðum eða
sérstæðri reynslu, en minna leitast
við að draga upp myndir af ein-
staklingunum.
En þetta er þó síður en svo sagt í
álösunarskyni, því að hér er vissu-
lega margt fróðlegra frásagna. Einna
eftirminniiegust hygg ég að verði hin
sárbeitta lýsing Sigurðar Tómasson-
ar á Barkarstöðum í Fljótshlíð á
fjárrekstrarferð sinni til Reykjavík-
ur á haustdögum árið 1918. Þetta var
árið sem Katla gaus og Spánska
veikin gekk í Reykjavík, og í ferð-
inni veiktist Sigurður ásamt félögum
sínum, en þó tókst þeim með fá-
dæma harðfylgi að komast heini
aftur. Þar er mikil hetjusaga sögð af
litlu yfirlæti.
Líka má ég kannski nefna þarna
viðtalið við Guðmund Kristinsson á
Selfossi, þar sem kemur fram skýr
og greinargóð lýsing á veru erlends
herliðs austan fjalls á stríðsárunum.
Góðar lýsingar á refaveiðum eru
þarna líka í viðtali við Sigurð Ás-
geirsson í Gunnarsholti, og fróðlegt
viðtal er þarna líka við þýska hús-
móður, Elke Gunnarsson í Marteins-
tungu.
Þá má ekki heldur gleyma við-
tölunum við Vestur-lslendingana
þrjá sem þarna eru. Þar er brugðið
upp skýrum myndum af lífi íslend-
inganna þar vestra og mörgu fróð-
legu komið að sem dags daglega
Tónlistarhátíð ungra einleikara,
sem haldin er í höfuðborgum
Norðurlanda á tveggja ára fresti,
verður næst haldin í Reykjavík 25.
til 30. október 1988. Fyrr í þessum
mánuði fór fram lokaval þátttakenda
í hátíðinni í Gautaborg. Norræn
dómnefnd valdi að undangengnu
forvali í hverju landi tónlistarmenn-
Jón R. Hjálmasrsson.
ina ungu. Gunnar Kvaran, sellóleik-
ari, sat í dómnefndinni fyrir íslands
hönd.
Fulltrúi íslands verður flautu-
leikarinn Áshildur Haraldsdóttir, en
auk hennar voru sjö valdir frá hverju
hinna Norðurlandanna. Það eru pí-
anóleikarinn Leif Ove Andsnes,
Noregi, Michaela Fukacová Christ-
liggur ekki á glámbekk frammi fyrir
okkur.
Og margs er þó ógetið úr bókinni
sem full ástæða væri til að nefna
sérstaklega. En í stuttu máli sagt þá
á Jón R. Hjálmarsson heiður skilinn
fyrir þann fróðleik sem hann hefur
hér dregið saman. Hér er á ferðinni
bæði læsileg og forvitnileg bók, sem
án efa á eftir að vekja áhuga hjá
mörgum. -esig
iansen, selló, Danmörku, Geir
Draugsvoll, harmóníku, Dan-
mörku, Jan-Erik Gustafsson, selló,
Finnlandi, Anders Kilström, píanó,
Svíþjóð, Dan Laurin, blokkflautu,
Svíþjóð og loks barytonsöngvarinn
Hans Olle Person frá Svíþjóð.
þj
................... i.^t iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii[iiiiii:iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii88iiieiiiiiiiiiiiiiiiiii[iai
Tónlistarhátíð ungra einleikara:
Ungir einleikarar til fslands 1988